Dagur - 19.10.1933, Síða 3
42. tbl.
DAGUR
169
Atkvæðagreiðslan
á laugardaginn fer fram á sama hátt og kosning til bæjarsljórnar.
Pegar kjósandinn kemur inn í kjðrstjórnarherbergið fær hann atkvæða-
seðilinn og fer með hann inn f kjðrklefann. Par setur hann kross X með
blýant fyrir framan »Já« eða »N3í«, eftir þvi hvort kjósandi víll leyfa
innflutning og sölu á sterkum vinum eða ekki.
Eftir að kjósandi, sem ekki viii leyfa innflutning á sterkum vfnum, hefir
kosið, iítur seðillinn þannig út, eða sá hluti hans, sem sýnir kosninguna:
Já
X Nei
Þegar kjósandi heíir kosið, brýtur hann seðilinn i sömu brot og hann
var, þegar kjðrstjórnin fékk honum hann og stingur honum niður i
gegnum rifu í ioki á atkvæðakassans i herbergi kjðrstjórnar, þegar hann
fer út.
Ekki má skrifa neitt á seðilinn eða merkja hann nema með kjðrkrossinun*.
Varnaðarorð.
Á nýlega afslöðnum kennarafundi
hér á Akureyri var samþykkt svo
hljóðandi tillaga:
»Fundurinn telur nautn áfengra
drykkja oft og tíðum hafa átt rík-
an þátt i iilu uppeldi æskulýðsins,
og vinna á móti þeirri hugsjón
kennarastéttarinnar, að ala upp
hrausta og göfuga menn.
Af þessum ástæðum, og með
sérstöku tilliti til atkvæðagreiðslu
þeirrar um rýmkun áfengishaftanna,
er fram á að fara l.vetrardag n.k.,
lýsir fundurinn sig mótfallinn öll-
um rýmkunum áfengislaganna, er
ieitt geti af sér aukið áfengisflóð,
og þar af leiðandi aukinn drykkju-
skap i !andinu.<
Eins og försendurnar í ofan-
skráðri tillögu bera með sér, bygg-
ist afstaða þessa kennarafundar til
áfengismálanna yfirleitt á þeirri
staðreynd, að drykkjuskspur og illt
uppeldi fer allt af saman. Fátækt,
heilsuleysi og siðleysi eru óað-
skiljanlegir fylgifiskar drykkjuskap-
arins. Á því getur þó verið stig-
munur, en enginn eðlismunur; slíkt
er fáum kunnara en okkur kennur-
unum. Það væri því meira en lftið
ábyrgðarleysi, ef nokkur kennari,
eða yfirleitt nokkur sá, er við upp-
eldi fæst, stuðlaði að þvf raeð at-
kvæði sfnu, að uppeldi þjóðarinnar
væri stefnt i enn meiri voða með
aukinni áfengisnautn. En þá er
komið að þvf, sem aðallega er um
deilt f sambandi við atkvæða-
greiðsluna um afnám innflutnings-
haftanna 1. vetrardag n. k:: Verð-
ur það til að auka eða minnka á-
fengisnautnina, ef leyfður verður
innflutningur á sterkum drykkjum
f viðbót við það sem fyrir er?
Sumir halda því fram, að það
verði til þess að bæta ástandið og
minna verði drukkið eftir en áður.
Pað getur vel verið að þessu sé
haldið fram f fullri alvöru og ein-
lægni, þólt ótrúlegt sé, en mér
þætti ekki ótrúlegt, að þeir yrðu
nokkuð margir, sem ættu erfitt
með að beygja sig fyrir þeim rök-
um, að aukinn innflutningur áfeng-
is verði til að minnka áfengisnautn-
ina, að menn drekki slður á-
fengið, ef þeir geti náð i það hvar
sem er, og hvenær sem er. En nú
er rétt að bæta jþvi við, að þessir
sömu menn segja: Menn eiga nú
þegar aðgang að áfengi, hvar og
hvenær sem þeir vilja, þar sem
heimabruggið er, og það er það,
sem við yiljum úttýma með af-
námi innflutningshaftanna. Petta .
eru þeirra höfuðrök, sem óneitan-
lega eru ekki alveg út í bláinn. En
í fyrsta lagi er rétt að gera sér það
Ijóst, að aðgangur að heimabrugg-
uðu áfengi mun ékki vera eins
greiður og margir halda, og til eru
heilar sveitir, ekki allfáar, þar sem
það þekkist ekki. í öðru lagi sýnir
reynsla annara þjóða það ótvfrætt,
að heimabruggið þrffst engu síður
þar sem engum bannlögum er til
að dreifa, og í þriðja lagi: Jafnvel
þótt afnám innflutningshaftanna
yrði til þess að heimabruggið
minnkaði, eða jafnvel hyrfi, sem
þó engar minnstu líkur eru til, þá
væri það þó ekki neroa aukaatriði.
Frá sjónarmiði okkar bindindis-
manna og annara þeirra, er sjá, að
áfengisnautnin er þjóðfélagsböl, er
það aukaatriði, hvaða tegund á-
fengis menn drekka. Aðalatriðið er
og verður hinar hryggilegu afleið-
ingar áfengisnautnarinnar. Foreldr-
arnir, sem sjá á eftir börnunum
sínum út i myrkur ógæfunnar af
völdum áfengisnautnarinnar, spyrja
ekki um, hvar áfengið hafi verið
búið til. Eiginkonan, sem horfir á
eftir manninum sínum inn á vín-
knæpurnar, gerir það fráleitt heldur,
og börnin, sem mega »bera þess
sár um æfiiöng ár<, að faðirinn
var drykkjumaður, munu vafalaust
telja slfkt aukaatriði.
Frá hvaða sjónarmiði sem litið
er á þessi mál, yrði ekkert unnið
méð afnámi innfiutningshaftanna,
þvert á móti blasir sú staðreynd
við, að því greiðari, sem aðgang-
urinn er að áfenginu, og þvf meira
sem á boðstóium er, þvf meira er
drukkið. Við bindindismenn og
bannmenn viljum ekki halda f nú-
verandi ástand, af þvf, að við sé-
um ánægðir með það, heldur af
þvi að við kjósum heidur hið verra
en það versta. Við fyrirlítum heima-
bruggunina, en við höfum ekki trú
á þvf, að við þurrkum lækinn með
þvf að veita ánni í hann. Vil vilj-
um skapa almenningsáiit, sem
dauðadæmir slíka iðju, og við krefj-
umst þess, að þeir menn, sem
laganna eiga að gæta, geri skyldu
sfna f þessu efni.
L j ó s i ð
þarf að vera
Q ff* | OSRAM-lampinn hagnýtir
•s ® rafstrauminn á réttan hátt
og er því ódýr í notkun. Gætið
eigin hagsmuna og forðist lampa er
lakari eru að gæðum, pví peir
eru dýrari í notbun. Hatið petta
Ihugapegarpérkaup
ið lampa Og
blðjið um
Hin^
víðfrœga
LILA DAMITA
segir:
,, Lux Handsápan er
besta meðalið sem jeg
þekki til þess að halda
hörundinu mjúku og
fögru. Hin slcæra bir-
ta, sem notuð er við
kvikmyndatökur, orsa-
kar það, að hvað smá
misfella sem er i hörun-
dinu, kemur fram.“
★
HÖRUNDSFEGURÐ
*
í Kvikmyndaheiminum
í hinum vi'Shafnarmestu búningsherbergum í Hollywood,
sjáiS þjer hina látlausu hvítu Lux Handsápu, sem er
fegurSarleyndarmál filmstjamanna. Myndavjelin sýnir
hina minstu misfellu í hörundinu. HiS milda löSur
Lux Handsápunnar, hefir fengiS óskift hrós film-
stjarnanna fyrir \>ann 'yndislega æskuhokka, sem hún
heldur viS á hörundi peirra. Því ekka aS fylgja
tízkunni í Hollywood, og láta hörund ySar njóta
sömu gæSa.
HANDSÁPAN
iSofuft af öllum filmstjörnum
LEVER BROTHERS LlMÍTED, PORT SUNLIGHT, ENGLAKD
X-LTS 223-50 IC
Nú llður óðum að þeirri stund,
að fslenzkir kjóséndur eiga að ráða
fram úr því, hvort þeir vilji fá
meira og sterkara áfengi inn f
landið.
fslenzkir foreidrar, sem eruð að
hyggja upp framtlð baroa yðar! ís-
lenzkir æskumenn, sem eigið að
búa við það ástand, sem nú er
verið að leggja grundvöll að l Eg
fullyrði, að skyldao býður okkur
öllurn að greiða atkvæði á M Ó T I
meira áfengi.
Hannes J. Magnússon.
Iðnskolinn var settur á laugardaginn og
er fullskipaour. í skólanum eru alls 6o
nemendur, þar af asiðnnemar. Skólastjóri
er eins og áður Jóhann Frímann.
í Oagnfræðaskóla Akureyrar eru 31
nemandi, f Menntaskólanum 190 nem-
endur; af þeitn eru 73 í lærdómsdeild,