Dagur - 02.11.1933, Síða 1

Dagur - 02.11.1933, Síða 1
DAGUR kemur út á hverjuin fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Gjaldkeri: Arni Jóharuis- eón í Kaupfél. Eyfirðinga. * Afgreiðslan er hjá Jóni Þ. Wr, Uppsögn, bundin vié ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dee. Norðurgötu 3. Talaími 112. »••••• • •-••-• . XVI. -• ♦ « e t • • ♦ • < -# •- I. ár. | Akureyri 2. nóvember 1933. 44. tbl. Útjlutningsgjald af landbúnaðarafurðum Á síðasta þingi bar Jónas Jóns- son fram frv. til laga um að nið- ur félli útflutningsgjald það, sem nú hvílir á landbúnaðarafurðum. Grundvöllurinn undir þessu frv. var sá, að það væri ósanngjarnt að taka skatt af nokkrum hluta. þeirrar atvinnustéttar, er erfiðast á með að selja framleiðslu sína. Var því málið fyrst og fremst réttlætismál og þar næst fjár- hagsmál. Efri deild tók frumv. þessu með góðum skilningi og var það samþ. í þeirri defld meö 6 atkv. gegn 4 að viðhöfðu nafna- kalli og sögðu já: Jónas Jónsson, Magn. Torf., Páll Herm., Einar Árnason, Ingv. P. og Guðm. ól., en nei sögðu: Pétur Magnú.sson, Bjarni Snæbj., Guðrún L. og Jak. Möller. Jón Jónsson, Jón Þori., Halld. Steins. og Jón Bald. greiddu ekki atkv. En þegar til neðri deildar kom, risu allir íhaldsmenn þar í deild- inni öndverðir gegn þessu rétt- lætismáli og jafnframt hnigu nokkrir af Franlsóknarmönnum til fylgis við þá. Gátu þeir ólafur Thors, Jón Auðunn og fleiri í- haldsmenn ekki fundið nógu sterk orð til að lýsa andstyggð sinni og fyrirlitningu á þessu máli. Hljómuðu þá óspart brigzlyrði af vörum íhaldsmanna um ölnuisu- gjafir til bænda. Dágóða hug- mynd um tóninn í ræðum íhalds- manna geta menn fengið af stuttri svarræðu frá Sveinbirni Högnasyni. Hún var á þessa leið: »Það er ekki í fyrsta skifti hér á Alþingi, ef talað er um að styrkja bændur að það heyrist hljóma, að nú sé verið að biðjast ölmusu handa þeim. í hvert skifti, sem á það er minnzt að rétta þeirra hlut, hljóma sömu svörin: gjafir og ölmusa. Það eru svörin til þeirra manna, sem borið hafa mestan þungann af endurreisn landbúnaðarins á síðustu árum. Og þessi svör koma frá þeim mönnum, sem ekki hafa staðið að neinu viðreisnarstarfi fyrir þjóð- félagið, mönnum, sem aldrei hafa lagt á sig nokkurt erfiði. En ef það er ölmusa að veita styrk þeim, sem við mesta erfiðleika eiga að búa vegna óviðráðanlegra orsaka, mönnum, sem aldrei hafa þegið af öðrum, hvað á þá að kalla þá menn, sem þegið hafa af fé almennings, ekki tugi þúsunda, heldur milljónir króna, og það í bezta árferði? Hvað á þá að kalla þá menn, sem í mestu góðærun- um sóuðu milli 30 og 40 milj. kr. í útgerð og braski, ef á að kalla bændur ölmusumenn, þó þeir þurfi að fá styrk á þe'im alerfið- ustu tímum, sem komið hafa yf- ir þessa þjóð? Hvað á þá að kalla þá menn, sem taka tugi þúsunda í laun fyrir að vinna lítið verk, 10, 20 upp í 30 þús. kr. fyrir sáralítið starf? Það má lengi segja, að hér sé lítið um að ræða, þar sem er þetta útflutningsgjald. Það er satt, það er lítið, 10 til 30 kr. á hvern bónda. Það er lítið frá sjónarmiði þeirra manna, sem hafa tugi þús. kr. í árslaun, en bændur hafa ekki því að heilsa, að mæla á svo stórstígan mæli- kvarða. Og eg skil konungslund íslenzkra bænda ekki síður i því, að þeir heimti sinn rétt, heldur en að þeir komi sem ölmusulýður krjúpandi að fótum þeirra manna í þjóðfélaginu, sem við kjötkatl- ana sitja nú«. Endalykt þessa máls í neðri deild varð sú, að því var með rökstuddri dagskrá frá Bjarna Ásgeirssyni vísað til ríkisstjórn- arinnar með 15 gegn 12 atkv. Nafnakall var viðhaft, og sögðu já við dagskrártillögunni allir í- haldsmenn, Héðinn Vald. og þess- ir Framsóknarmenn: Lárus Helgason, Sveinn ólafsson, Ásg. Ásgeirsson, Bjarni Ásgeirsson og Jörundur Brynjólfsson. Nei sögðu aðrir Framsóknarmenn deildar- innar og Vilmundur Jónsson. — Tryggvi Þórhallsson var fjar- staddur. ■ ■" ■■ 0 ... Á víðavangi. M. G. hundsar Mhl. Hvað eftir annað hefir Morg- unblaðið heimtað það og krafizt þess, að Hermann Jónasson lög- reglustjóri í Reykjavík viki taf- arlaust úr stöðu sinni. Allir hafa skilið, hví Mbl. hefir verið svo frekt í kröfu sinni. H. J. hefir al- ið upp þróttmikla og sæmilega lögreglusveit í höfuöstaðnum og yfirleitt komið lögreglumálunum þar í gott horf í stað þess, að þau voru áður í mestu niðurlægingu. Þar við bætist að H. J. er ein- dreginn Framsóknarmaður og fylgismaður Jónasar Jónssonar. Ekkert af þessu þolir Mbl. og er því útblásið og bólgið af vonzku í garð H. J, Kröfu blaðsins um tafarlausa brottvikningu þessa manns úr stöðunni hafa allir skil- ið sem áskorun til dómsmálaráð- herra um að láta það ekki drag- ast að reka Hermann frá sem lögreglustjóra. En dómsmálaráð- herrann hreyfir hvorki höncl eða fót í þessa átt. í þessu efni hund.3- ar Magnús Guðmundsson alger- lega sitt eigið stuðningsblað. Hlýtur það að vera þung raun fyrir Mogga. Höggið, sem hátt var reitt. Einar M. Einarsson varðskip- stjóri gat sér mikinn orðstír fyr- ir afburðadugnað við landhelgis- gæzluna og björgunarstarf. Þar kom að togaraeigendum þótti svo hart undir dugnaði hans og skyldurækni að búa, að þeir heimtuðu lagfæringu á. Magnús Guðmundsson brást vel við og kyrrsetti Einar í landi og fól að lokum Garðari Þorsteinssyni að leita saka á hendur honum. Jafn- framt hélt Morgunbl. áfram að flytja ofsóknargreinir um Eiuar, og eftir anda þeirra og orðalagi hlaut hann að verða sviftur þeim réttindum að mega stjórna skipi í framtíðinni og verða þar að auki lokaður inni í fangelsi um langan tíma. En stundum verður lítið úr því högginu, sem hátt er reitt, einkum þegar vesalmenni reiða til höggs. Svo fór hér. Dómur Garðars er fallinn fyrir nokkru, og er E. E. dæmdur í lítilfjörlega sekt fyrir »ónákvæmni í bók- færslu«. Mun þó enginn láta sér detta í hug hlutdrægni frá dóm- arans hendi Einari í vil, en til sársauka fyrir Mbl. og húsbænd- ur þess. í sambandi við þá ráðstöfun í- haldsins að kyrrsetja E. E. í landi, rifjast upp rödd frá Aust- urlandi, er nýlega heyrðist í einu sunnanblaðinu. Þar var sagt með- al annars: »Vér fslendingar eigum ómet- anleg auðæfi fólgin í djúpinu \ið strendur landsins, sem tryggðar eru með alþjóðlegum landhelgis- logum, og höfum vér nú síðustu árin fyrir dugnað og áhuga ein- stakra manna eignazt allgóðan varðskipastól og tekizt gæzlan \vl. En nú virðist allt vera að faia um þverbak í þessum efnum. Nú er Jónas farinn frá völdum og Einar horfinn af Ægi og eftir- litið hið hörmulegasta. Skal tekið dæmi héðan, aðeins af einni lítilli vík, þar sem ég þekki bezt til. Eftirfarandi skýrsla liggur fyrir: Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát og jarðar- för Jóns Jónssonar í Möðrufelli. Aðstandendur. Jardarför Sölva Steins ólason- ar, frá Núpi í öxarfirði, er lézt hér á sjúkrahúsinu 31. f. m., fer fram héðan frá kirkjunni laugar- daginn 4, þ. m., kl. 1 e. h. Lárus J. Rist. Við undirritaðir erum reiðubúnir að votta og staðfesta. eftirfarandi skýrslu: 1. september veittum við eftirtekt 8 togurum innan landhelgislínu. Næstu nótt á eftir er ég (Guðmundur Grír.is- son) staddur úti og tel ég þá 15 tog- ara. 2. september toga 3 allan daginn inn við sand, en um kvöldið teljum við 13. 4. sept. eru 7 að toga inn við sand. G., 6. og 7. voru frá 3 upp í 8 hvern dag. 8. sept. voru 3 inn við sand. 9. enginn. Síðan um miðjan ágúst hafa verið fleiri og færri daglega innan landhelgislínu. Sandvíkurseli 9. september 1933. Guðmundur Grímason, Jóhannes Árnason. Jósep Halldórssonc. Svona er eftirlitið nú. Getur verra orðið? Meðan Einar stjórnaði Ægi, fól hann sig stundum inni í Hell- isfirði og sendi vélbát til Sand- víkur og var þá ekki veiðiþjófum viðvært. Af skýrslu þessari sést, að hér er um 60—70 landhelgis- brot að ræða á rúmri viku. Ef ekki verður að gert hið bráðasta er sýnilegt, að atvinna smábáta- sjómanna hér verður eyðflögð með öllu«. Hjónaband. Föstudaginn 20. okt. sl, voru gefin saman í hjónaband af sóknarprestin- um, Tryggvi Sigmundsson, bóndi, Ytra- Hóli í Kaupangssveit og Gerður Árnadóttir frá Skálpagerði. Fór hjónavígslan fram á heimili brúðgumans að viðstöddum miklum hóp kunningja og vina og var sezt að veizlu að henni lokinni og skemmtu menn sér hið bezta með ýmiskonar gleðskap fram eftir nóttinni. Höepfnerseignina hér í bæ, bæði hús og lóðir í innbænum og á Oddeyrartanga, hetir bæjarstjórnin keypt fyrir bæjarins hönd fyrir 100 þús. kr. Oreiðist upphæð þessi með jöfnum afborgunum og 5% vöxtum á 25 árum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.