Dagur - 25.01.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 25.01.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þi-iðjudögum. fimmtudögum og laugar- iögum. • Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. XVII. ár » m m m i Erlendar fréttir. Akureyri 25. janúar 1934. 7. tbl. Austnrríkisstjórn ritaði þýzku stjóiumni og krafðist þess að hún kæmi í veg fyrir útbýtingu vopna í Austurríki, af hendi þýzkra Nazista, ella myndi þetta kært fyrir Alþjóðasambandinu í Gene- ve. Mun þýzka stjórnin eigi hafa tekið til greina þessi mótmæli, því að í gærdag óskaði austurríska stjórnin aukafundar í Alþjóða- sambandinu, til þess að það tæki þetta ágreiningarefni til meðferð- ar. — Austurríkismenn uggir mjög að Nazistar nái þar yfirráð- um, með tilstyrk þýzkra flokks- bræðra. * # * Óeirðir í París. Franska stjórnin hefir orðið fyrir skæðum árásum innan þings og utan í tilefni af gífurlegu bankahneyksli í Bajonne. Hefir hún þó látið rannsókn fram fara og hneppt aðalbankastjórann í varðhald. En hinir frjálslyndari flokkar telja að rannsókninni sé beint að minni háttar starfs- mönnum, en hinir æðri starfs- menn margir, er stjórnarsinnar séu, hafi enn sloppið, þótt allar líkur beinist að þeim. óeirðir hafa orðið í París út af þessu, og aðallega fyrir framan stjórnar- byggingarnar. Voru um 800 tekn- ir fastir í þeim óeirðum í fyrra- dag, en flestum sleppt aftur. I gær voru enn allmargir teknir fastir, en líka flestir jafnharðan lausir látnir. Vantraustsyfirlýsing kom fram í þinginu á hendur stjórninni, en var felld. Bandaríkin. Flotamálaráðherra Bandaríkj- anna auglýsir að afráðið sé að auka nú þegar flotann í atvinnu- bótaskyni sem frekast má, sam- kvæmt samningi þeim um flota- takmarkanir, sem enn er í gildi milli Bandaríkjanna og Japan. En sá samningur er nú bráðum á enda. Hefir þetta fyrir löngu komið til tals í Bandaríkjunum, en friðarvinir spyrnt á móti í blöðum sínum af ótta við það, að þetta mundi leiða til hamslausra vígskipasmíða hjá báðum, er samningstíminn væri á enda. Bandaríkin hafa nú 580 vígskip af öllum stærðum, en Japanar 281. Bandaríkin hafa nú viðurkennt Mendoza-stjórnina á Kúþa. Lund- únaútvarpið tilkynnti í gær, að sama myndi Bretaveldi gera, sambandsnýlendur þess og Frakk- ar og ftalir. Brctaveldi. Atvinnumálaráðherra Breta til- kynnir, að aðstandendur atvinnu- leysingja þeirra, er frá Glasgow og Skotlandi leggja í kröfugöngu þá til Lundúna, er »Dagur« gat um síðast, muni eigi þurfa að vænta atvinnuleysisstyrks, meðan heimilisfeðurnir séu í þeirri för. * * * Skipasmíðum Kefir hrakað í Bretlandi árið sem leið. Þó hafa Bretar enn byggt langmest af skipum allra þjóða, um 260,000 smálestir á árinu 1933. % * % Hudson, fulltrúi brezka verka- málaráðsins í Geneve, víðvarpaði erindi um atvinnuleysið í heimin- um og taldi aðalorsakirnar tvær, sem stendur: sívaxandi straum verkamanna til iðnaðarborganna og þá háskalegu einangrunar- kenningu, er æ meir hefir rutt sér til rúms síðari árin, að hver þjóð eigi að vera sjálfri sér nóg, og bögglast því við að komast af við eigin framleiðslu, í stað gagn- kvæmilegra og sem frjálslegastra viðskifta. Þó segir hann að betur horfi nú á Bretlandi en í fyrra í þessu efni; hafi tala atvinnuleys- ingja minhkað um 900.000. * * * Frá Normandí er víðvarpað í gær, að ráð enska verkamanna- sambandsins hafi sent þýzku stjórninni mótmæli gegn stöðugu varðhaldi Torglers og hinna þriggja Búlgara, er sýknaðir voru nýlega af ríkisréttinum í Leipzig af ákærunni um þátttöku í þing- húsbrunanum í Berlín ásamt van der Lubbe, er einn hinna ákærðu var sekur fundinn og hálshöggv- inn fyrir nokkrum dögum. — Torgler er nú haldið í fangelsi sökum ákæru um landráð. * * * Árið sem leið hefir verið mjög hagstætt Nýja-Sjálandi. útflutn- ingur hefir numið um 41 miljón sterlingspunda, en innflutningur aðeins 21 miljón sterlingspunda. * * * Frá jarðskjálftunum f Indlandi hefir ekkert frekara heyrzt annað en að konungshöUin í Nepal hafi Bæjarstjórnarkosninoin í Reykjavik. Af A-lista (Alþýðufl.) komust að þessir menn: Stefán Jóhann Stefánsson. Jón A. Pétursson. ólafur Friðriksson. Guðm. P. ólafsson. Jóhanna Egilsdóttir. Af B-lista (kommúnista): Björn Bjarnason. Af C-lista (Sjálfst.): Guðmundur Ásbjörnsson. Bjarni Benediktsson. Jakob Möller. Guðrún Jónasson. Sigurður Jónsson. Guðm. Eiríksson. Jóhann ólafsson. Pétur Halldórsson. Af D-lista (Framsókn): Hermann Jónasson. Alþ.fl. fékk 32,74% greiddra atkv. Kommúnistar 8,03% — — Sjálfstseðisfl. 49,32% — — Framsókn 7.11% — — Þjóðernissinnar 2,80% — — En alls voru greidd 14,279 at- kvæði við kosningarnar í Reykja- vík. Cavalcade" kemur. 71 orðið fyrir stórskemmdum og tvær dætur stórkonungsins (ma- haraja) látið líf sitt í rústunum. ¦^ * * Atvinnumálaráðherra írska sjálfstæðisríkisins tilkynnti í gær að stjórnin hefði í hyggju stór- fellda og róttæka áætlun um að skipuleggja iðnað allan, með því að hún sæi það eitt ráð, að dæmi Bandaríkjanna og Soviet-Rúss- lands, til þess að forða þjóðinni frá því böli, er nú gengi yfir flest lönd veraldar. Baðmullariðnaði skuli komið í það horf á næsta ári, að eigi þurfi að kaupa að dúka; stál- og járnverksmiðjum skuli komið á fót á Suður-Irlandi; Bílhlutar skuli fengnir að og sett- ir saman innanlands og þá afar- hár tollur lagður á fullgerða bíla erlenda. Tilraunir með móelds- neyti séu það langt komnar, að innan skamms muni það reynast jafndrjúgur hitagjafi sem stein- kol, en á írlandi eru ótæmandi mómýrar. * * # Víxlarar og peningamiðlarar í Alexandríu og Kairo hafa höfðað mál á hendur atvinnumálaráð- herra Egypta er orðið hafði svo beiskyrtur í þeirra garð, að hann í opinberri ræðu lýsti allri þeirri stétt, sem ótíndu stigamanna- hyski, er engan rétt ætti á sér að eiga. andi ummæli um Stauning forsæt- isráðherra. * * * Verkamannabankinn danski (Arbejderbanken) tilkynnir, að hann muni greiða hluthöfum 10% í arð af innstæðufé þeirra. * * # Hinn frægi danski landkönnuð- ur og mannfræðingur Knud Ras- mussen, var jarðsettur í gær með mikilli viðhöfn, að viðstaddri konungsfjölskyldunni og hinum mesta manngrúa, æðri sem lægri, utanlands að sem innan. Ríkiserf- ingi Dana og ýmsir vísindamenn fluttu kveðjur yfir líkbörunum. — Knud Rasmussen var maður á bezta aldri, en sýktist af blóðeitr- un í sumar á Grænlandi, var fluttur heim til Danmerkur og talin á batavegi, er honum sló niður aftur fyrir jólin, svo að til bana dró. — Danmörk. Frá Danmörku er víðvarpað í gær, að mál hafi verið höfðað á hehdur hægrimannablaðinu »Da- gens Nyheder«, fyrir mannskemm- B FRÉTTIR. Hin nýja rafstöð á Blönduósi tók til starfa 2. janúar. Hún framleiðir 300 hestöfl. í sjálfu kauptúninu er orkan notuð til ljósa, suðu og hitunar, Hvenær komumt við Akureyringar svo langt að það veröi almenningi kleift. Einnig á að nota hana til þess að reka frystihús síðar. Auk þess munu nokkrir bæir úr næstu sveitum geta fengið orku frá hinni nýju rafstöð. Orkuverið er byggt við skurð all- mikinn, er gerður hefir verið úr Laxár- vatni til þess að ná nægilegri. f allhæð á sem auðveldastan hátt. Framh. á 4. síðu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.