Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 15.03.1934, Blaðsíða 1
DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhauns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XVII . ár. t Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgö'tu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin vift ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 15. marz 1934. 28. tbl. I nnlendar f rótti.r. Flokksþing Framsóknarmanna. er sett skyldi 17. þ. m. í Reykja- vík, er nú ákveðið að sett skuli degi síðar, sökum seinkandi skips- ferða. Er þetta gert til hægðar- auka Norðlendingum og Austfirð- ingum og er þó vafasamt að komi að haldi, sökum þess hve skipa- ferðir eru óhentugar úr lagi um þetta leyti. Landsfundur bænda, er nú stendur yfir í Reykjavík, hefir samþykkt að skora á stjórnina að hverfa frá gullfæti í gengismál- inu og taka upp nýja mynt. Enn- fremur að lækka nú þegar gengi krónunnar um 25% að minnsta kosti. (ÚF). Guðmundur Hliðdal landsímastj. og Gunnlaugúr Briem verkfræð- ingur eru nýkomnir frá útlöndum og samningagerðum um hina fyr- irhuguðu þráðlausu talstöð í Reykjavík, er hafa skal beint samband við Danmörku og Eng- land. Búizt er við að stöðin verði reist innan 12 mánaða og kosti um 375,000 kr. Hefir hagkvæmt lán fengizt, og verða vextir af því Sy^fo. Þá hefir og Marconi- félagið brezka lofað 10000 ster- lingspunda láni til framkvæmda og verða vextir af því fé 5%. — Gjöld til London verða 12 eða 12V2 shilling fyrir minútu hverja sem talað er, en viðtalsbil hvert verður 3 mínútur. Má þó búast við að gjaldið lækki, ef stöðin fær nóg að gera. Samanborið við önn- ur lönd eru samningar hagkvæm- ir fyrirísland. T. d. er gjaldið 12 shillingar fyrir mínútu hverja ef talað er frá London til skipa inn- an 900 kílóm. fjarlægðar, en 24 ef fjarlægðin er meiri en 900 kíló- metrar, frá London til Kairo 24 shillingar, til New York, Austur- Canada og Indlands 40 sh„ til Cuba 52 sh. og til Sandwichseyja 66 sh. Ráðgert er að halda áfram að byggja verkamannabústaði í Rvík í sumar, áfasta við þá, sem áður hafa verið byggðir. Mynda þá bú- staðirnir fullbyggðir ferhyrning, er nefndur verður »Alþýðuhverfi Vesturbæjar«. — Formaður bygg- ingarsjóðs, Magnús Sigurðsson, hefir útvegað 225.000 kr. lán hjá líftryggingarfélaginu »Thule«, til 40 ára, með 5% vöxtum, affalla- laust og án umboðslauna. Er gert ráð fyrir að byggja 50 verka- mannabústaði og verði því lokið 14. maí 1935. ívar Þórarinsson fiðluleikara, Guðmundssonar, er nýlega kom- inn til Reykjavíkur frá Kaup- mannahöfn, þar sem hann hefir lært nýja iðngrein, en það er fiðlusmíði. Er hann fyrsti fslend- ingur er það smíði hefir numið. Ætlar hann nú að setjast að í Reykjavík og koma þar upp verk- stæði, smíða fiðlur, gítara og önnur strengjahljóðfæri og gera við þau. Hafi slík hljóðfæri bilað nokkuð að mun hér á landi, hafa eigendurnir neyðzt til þess að senda þau utan í viðgerð, en nú þarf þess eigi framar. — Leifur Ásgeirsson, stærðfræði- meistari, settur skólastj. á Laug- um, hefir nú verið ráðinn til þess starfa næstu 5 ár. Ráðsmaður verður þar Jóhann ólafsson. Aflafréttir. Uppgripaafli hefir verið á Isa- firði undanfarna góðviðrisdaga og hefir aflazt þar 8—15 skp. á bát, en sumir aflað jafnvel meira. * * * Vélbáturinn Egill frá Húsavík, er um viku hefir verið á hákarla- veiðum, kom nú inn með full- fermi. Hafði hann fengið 112 há- karla og 12(?) tunnur lifrar. Stærsti hákarlinn, er báturinn fékk, var 17 fet á lengd og í hon- um 112 lítrar af lifur. Lungnapest hefir gert vart við sig í Borgarfirði syðra, en eigi eru þó mikil brögð að henni enn. GENGI var um síðustu helgi sem hér segir: Sterlingspund 22.15, dollar 4,37i/2, þýzkt mark 172.90, franskur franki 28.82, belga 101.80, svissneskur franki 141.26, líra 38.00, finnskt mark 9.93, peseta 60.28, czeknesk króna 18.42, sænsk króna 114.41, norsk króna 111.44, dönsk króna 100. Gullverð íslenzkrar krónu, miðað við gullverð frankans, var 50.74. (ÚF). Gllmu- og skemmtanamót verður haldið að Laugaskóla 28. þ. m. Standa ungmennafélög í Þingeyjarsýslu að mótinu. (ÚF). t Magnús Einarssoi, organisti. Þar er sannmerkilegur maður til moldar genginn. Langa æfi vann hann, fullur af eldlegum á- huga, við léleg laun og litlar þakkir. Það er svo með hann, sem marga af ágætustu mönnunum, að það er fyrst nú, fyrir tiltölulega fáum árum, sem menn eru að átta sig á því, hvílíkan mann við höf- um átt í honum. Brautryðjend- urnir og afburðamennirnir eru nálega aldrei metnir að verðleik- um af samtíðinni, og svo var og um hann. Hann sótti heldur ekki eftir metorðum né mannvirðing- um. Honum var listhneigðin í blóð borin, og á unga aldri brauzt hann í því, að afla sér dálítillar menntunar í sönglist. Dvaldi hann vetrartíma hjá sr. ólafi Pálssyni á Melstað, og nam af honum undirstöðuatriði söngfræð- innar, og einhverja tilsögn mun hann hafa fengið hjá honum í orgelspili. Mörgum árum síðar dvaldi hann í Kaupmannahöfn, og naut kennslu í hljómfræði hjá tónskáldinu Viggo Sanne. Þó námið væri þannig mjög af skornum skammti, var Magnús merkilega vel að sér. Lögmál hljómfræðinnar, jafnt óskrifuð sem skrifuð, lágu ljóst fyrir hon- um. Brennandi áhugi var það sem einkum einkenndi störf hans, og ég er sannfærður um, að Magnús Einarsson hefir, af náttúrunnar hendi, verið okkar mesti söng- stjóri (dirigent). Hann var bráð- natinn við raddkennslu og slyng- ur að koma röddum saman. Hann var hrifnæmur mjög, og það svo, að þeir sem með honum unnu, gátu ekki varizt þess að smitast af honum hvað það snerti. Átti hann þess vegna betra með að ná valdi yfir þeim, sem hann stjórn- aði, sem og samúð þeirra, er á hlýddu. Magnús Einarsson á öllum öðr- um íslendingum frekar skilið að teljast brautryðjandi kórsöngs hér á landi, einkum karlakórs. Þar komst hann langt fram úr sínum tíma. För hans með Heklu til Noregs, skömmu eftir aldamót- in, mun lengi verða í minnum höfð. Magnús var prýðilega gefinn. Glaðlyndur og spaugsamur ávallt, ? Nýja-Bíó Föstudags- laugardags og sunnu- dagskvöld klukkan 9. Síðasli Molanii. Fyrri hluti 10 pættir. íal- og hliómmynd i tveim hlutum - 20 páltum. Aðalhlutverkin leika: HARRY CAREY og ROBER? BOSWORTH. Mynd þessi er tekin eftir hinni heimsfrægu Indfánasögu Coopers, Gerist hún um miðja 18. ðld, er Frakkar og Englendingar eru að berjast um yfirráðin í Ame- ríku. Koma þar mikið við sögu Indíánahöfðingjarnir Sagamore og Uncas sonur hans, sem gengu f lið með Englendingum og unnu mikið þrekvirki. Myndin er talin að vera sígild menningarsöguleg heimild frá þessu tímabili, stórkostlega spenn- andi og með atbrigðum fögur landlagsmynd, mjög laglega hagmæltur, og urðu margar lausavísur hans land- fleygar. Hann las mikið, einkum hin síðari árin, og gat aldrei bók- arlaus verið heimafyrir. Tví- kvæntur var hann og lifir hann síðari konan, Aðalbjörg Steins- dóttir, sem og dóttir þeirra hjóna. Magnús á mikið og merkilegt menningarstarf að baki sér hér í bæ. Og um land allt mun hans minnst af öllum þeim f jölda, sem beinlínis eða óbeinlínis nutu hans náðargáfna. Fyrir rúmu ári var hann heiðr- aður með riddarakrossi ísl. fálka- orðunnar. S. B. Erl. fréttir. f danska þinginu voru á þriðju- daginn til umræðu húsnæðislögin, er samþykkt voru á ófriðarárun- um til þess að koma í veg fyrir húsaleiguokur í bæjum og borg- um. Hafa Danir litið ríkt eftir því, að þau væru haldin. En húsa- leiguokrurunum hefir auðvitað verið meinilla við þau. — í um- ræðunum á þriðjudaginn kom í ljós, að jafnaðarmenn og frjáls- lyndi flokkurinn vildi halda í lög- in, en íhaldið var algjörlega á móti þeim, kvað þau óþarfar leif- ar ófriðaráranna og enga hættu á því, að húseigendur og leigjendur mundu ekki eftirleiðis koma sér Fraiuh. á 4. síðu,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.