Dagur - 17.05.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 17.05.1934, Blaðsíða 2
T * 150 DAGUR 54. tbl. r Iskyggilegar framtíðarhorfur. Er ný Sturlungaöld runnin upp ? Kommúnistaí’ hafa nú nýskeð vakið á sér allmikla eftirtekt með framferði sínu hér á Akureyri og Siglufirði. Þeir leggja verkbann á öll skip Eimskipafélagsins út af ágreiningi vestur í Hrútafirði. Þegar Lagarfoss kom hér síðast, ætluðu þeir að hindra afgreiðslu skipsins með ofbeldi. Lið er dreg- ið saman til varnar. Fylkingar síga saman á bryggjunni og hnoð- ast á annan klukkutíma. Þá sjá kommúnistar sitt óvænna og hverfa á braut. Þessi leikur var ófagur og sið- laus, en tiltölulega meinlaus. Á- verkar sáust þó á einstöku manni úr varnarliðinu, en fremur lítil- fjörlegir. Skömmu síðar kemur Dettifoss. Sami leikur hefst þá á ný. Komm- únistar skipa sér við landgöngu- brú skipsins og mynda fylkingu yfir þvera bryggjuna. Þannig standa þeir klukkutíma eftir klukkutíma,við því búnir að hafin verði sókn á hendur þeim. En af sókninni verður ekki, sem betur fór, því nokkurn veginn var víst að meiðsl og jafnvel stórslys hefðu. af hlotizt, ef slegið hefði í bardaga þarna á bryggjunni. En til þess kom eigi. Skipið létti landfestum er á daginn leið og færði sig að innbæjarbryggjunni, þar sem varnarlið hafði skipað sér í þéttum fylkingum. Komm- únistar treystust þá ekki til að hefja sókn. Þeir höfðu tapað í leiknum. En allan síðari hluta dagsins og langt fram á nótt norpuðu þeir í nístingskulda á ytri bryggjunni í þeirri von, að skipið kæmi þangað aftur, en það kom ekki. Nú víkur sögunni til Siglufjarð- ar. Þegar Dettifoss kom þangað á sunnudagsmorguninn, eftir að hafa fengið afgreiðlsu hér, var hann afgreiddur þar, en sú af- greiðsla varð nokkuð söguleg. Þar sló í harðan bardaga milli komm- únista og samansafnaðs varnar- liðs. Frá þeirri sennu og lokum hennar hefir áður verið skýrt hér í blaðinu. Meðal annars voru kommúnistar vopnaðir grjóti, sem þeir létu dynja á andstæðing- um sínum. Af því hlutust vitan- lega stórmeiðsl og má heita að legið hafi við bana. Er það ekki þeim að þakka, er áverkana veittu með grjótinu, þó ekki hlytist bani af. Það er alltof lint að orði kveð- ið að segja, að hér hafi farið fram ófagur leikur, sýnilega er hér á ferðinni siðlaus, villidýrs- legur æðisgangur, sem hlýtur að vekja hrylling í brjóstum allra nokkurnveginn óspilltra manna. Siömenningin í landi hér er horf- in aftur á bak um 7 aldir, til hræðilegasta tímabilsins í sögu þjóðarinnar, Sturlungaaldarinnar. Þá notuðu »höfðingjarnir« grjót jiver ó, annan. Kolbeinn Tumason, höfðingi í Skagafirði, féll fyrir steinkasti í Víðinessbardaga árið 1208. í Fóabardaga 1244 hafði Þórður kakali hvert skip hlaðið grjófi, en aftur á móti hafði Kol- beinn ungi eigi grjót nema lítið eitt á tveim skipum. Nú hafa kommúnistar tekið upp bardagaaðferð siðlausra »höfðingja« á Sturlungaöld, þá aðferð, að útkljá ágreiningsmál með grjótkasti. Kommúnistar hér á Akureyri hafa enn ekki tekið til grjótsins svo að vitað sé. Aftur á móti hafa þeir beitt nöglunum til að klóra andstæðingum sínum í framan. Sjálfsagt harma þeiv það, að fingur þeirra skuli ekki vera vaxnir klóm á meðan á því stend- ur, enda væri það vel við eigandi, því aðferðin er dýrsleg, þó ekki sé hún lífshættuleg. Og allt þetta segjast kommún- istar gera til verndar smábænd- um vestur í Hrútafirði! II. Kommúnisminn er aðflutt of- beldisstefna, sem setur hnefarétt- inn og vöðvaaflið í stað siðlegrar málefnabaráttu. Hann er orðinn að átumeini í þjóðlíkamanum og ei að hrinda af stað nýrri Sturl- ungaöld. En rætur þessa meins er að finna í tregðu og viljaleysi í- haldsflokksins um að hlynna aö högum verkalýðsins í kaupstöðun- um. Það eru því í raun og veru íhaldsmenn, sem bera ábyrgð á því, að þessi útlenda ofbeldis- stefna hefir náð að festa rætur í kaupstöðum og sjóþorpum. Það eru íhaldsmenn, sem hafa skapað kommúnismanum lífsskilyrði hér á landi, með illri stjórn. Síðan nota ófyrirleitnir og ábyrgðar- lausir landshornamenn sér þessi skilyrði til þess að æsa hinn ó- greindari hluta verkalýðsins til hermdarverka, grjótkasts og naglarifs. íhaldsmenn færa sér síðan hermdarverk kommúnista í nyt með því að reisa á þeim kröf- una um ríkisher,til þess að brjóta niður lýðræðið í landinu og koma á einræöisstjórn, sem á að hlynna að lötum ístrubelgjum, bröskur- um og fjársvikurum innan íhalds- flokksins. Til að koma þessu í framkvæmd, hefir íhaldsflokkur- inn komið sér upp nazistadeild sinni, sem er í opinberu banda- lagi og samvinnu við flokkinn og hefir tekið að sér að flytja fagn- aðarboðskap hinnar grimmustu, grályndustu og siðmenningar- snauðustu einræðisstefnu, sem nú er uppi í heiminum, og formaður fhaldsflokksins, Jón Þorláksson, hefir flutt merkisberum Hitlers- stefnunnar opinbert þakklæti fyr- ir drengilegan stuðning við flokk- inn og hrósað þeim fyrir »hrein- ar hugsanir«. Þannig er það þá orðið í reynd- inni, að þessir þrír aðilar, komm- únistar, íhaldsmenp og nazistar, eru í nokkurskonar bandalagi um að koma á nýrri Sturlungaöld með öllu því siðleysi og allri þeirri spillingu, er til þess nægir, að þjóðin glati frelsi sínu og sjálfstæði, bæði efnalegu og and- legu. Þetta hefir skeð á þann hátt, aö íhaldið hefir veitt lífsskilyrði fyrir kommúnismann, og komm- únistar hafa undirbúið heppileg- an jarðveg fyrir nazismann. Þess- ar tvær útlendu ofbeldisstefnur eru nú viðbúnar að heyja blóðugt stríð um yfirráðin í þessu landi, stríð, sem hlýtur að steypa þjóð- inni í glötun, ef meiri hluti henn- ar tekur ekki til öruggra ráða. ískyggilegar framtíðarhorfur blasa því við sjónum manna. Það er aðeins eitt bjargráð, ein lausn til í þessu máli. Kosningar tilAlþingis fara fram innan fárra vikna. úrslit þeirra segja til um það, hverjir fara með völdin næsta kjörtímabil. Ef kjósendur bera gæfu til að fela frjálslyndu umbótaflokkunum völdin yfir málum þjóðarinnar — Framsókn- arflokknum og Alþýðuflokknum — þá getur öllu verið borgið. Fari hinsvegar kjósendur svo gáleysis- lega með atkvæði sín á kjördegi, að gefa ofbeldisflokkunum byr undir vængi, þar með talinn í- haldsflokkurinn, sem hefir naz- istadeildina í sinni þjónustu, þá fær þjóðin að kenna á grjótkasti Sturlungaaldar og öllum þeim hörmungum, er því fylgir. Bréf úrSuður-Þingeyjarsýslu. Hinn nýliðni vetur verður mjög í minnum hafður hér í sýslu, vegna snjóléttis og stöðugrar sunnan- og suðvestanáttar. Var Fljótsheiði bílfær nær því allt af þar til rétt fyrir sumarmál, að nokkurn snjó gerði, og milli Mý- vatnssveitar og Húsavíkur hefir verið bílfært allan veturinn að frátöldum örfáum dögum. Nokk- uð miklu hefir verið eytt af heyj- um í sýslunni, þrátt fyrir snjó- leysið, sérstaklega vegna þess, að lungnaveiki í sauðfé hefir gert vart við sig á nokkrum stöðum. Gefst mönnum einna bezt, til að forðast tjón af hennar völdum, að gefa fénu vel og láta það eiga sem bezt. Skólunum á Laugum var sagt upp, héraðsskólanum fyrsta sum- ardag og húsmæðraskólanum 29. apríl. í héraðsskólanum höfðu dvalið, að meira eða minna leyti, 68 nemendur, en 64 tóku próf. — Hinn nýi skólastjóri, Leifur Ás- geirsson,hefir unnið álit og traust héraðsbúa í bezta lagi. Hyggja menn mjög gott til hans skóla- stjórnar framvegis. Enda bera nemendur hans honum svo vel söguna, sem framast má verða. Hinn 28. mai’z hélt skólinn op- inbera samkomu. Skemmti skóla- fólk með leikfimi og söng og sýndi lifandi manntafl. Auk þes3 fór fram á samkomunni kapp- glíma S. Þ. U. Samkomuna sóttu á fjórða hundrað manns. Fór hún hið bezta fram, og er mjög á- nægjulegt til þess að vita, hve héraðsbúar sýna skólanum mikla virðingu og vinsemd. Má þar til nefna að bannað var að reykja nokkursstaðar innan veggja skól- ans, og var því banni hlýtt í bezta lagi; Ekki sást vín á nokkrum manni, sem teljandi væri. Er því vel farið, ef það er almennings- álit,- að menningarstofnanir, slík- ar sem skólarnir, eigi að vera hafnar yfir þann ósið, og menn- ingarleysi, sem reykingar og á- fengisneyzla eru á opinberum samkomum. Leikfimi, sund, smíðar, handa- vinna kvenna og söngur var allt mjög mikið stunduð í skólanum. Var prýðileg sýning á handa- vinnu og smíðum í lok prófsins og hefir aldrei verið eins mikið smíðað í skólanum og þennan vet- ur. Söng stunduðu nemendur af mikilli prýði og sýndu hve á- stundun og góður vilji geta náð góðum árangri í því sem öðru. Það sem ofiu öðru fremur setti sviiJ sinn á skólana á Laugum, þennan vetur, er hin nýja raf- stöð héraðsskólans. Hefir hún gengið ágætlega í vetur. Má þakka það dugnaði hins frá farna skólastjóra, Arnórs Sigurjónsson- ar, að rafstöðin var byggð svo snemma, án hans væri hún ekki komin upp. glHWHHHHHHlHHHi s Kodak-filmur allar venjulegar stærðir. Ljósmynda-hefti (Ama- tör-album) í fjölbreyttu — ú r v a 1 i. — Kaupfélag Eyfirðinga Járn- og Olervörudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.