Dagur - 17.05.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 17.05.1934, Blaðsíða 3
54. tbi DAGUR i 151 Nú þegar eru komnar svo margar umsóknir um héraðsskól- ann, að útlit er fyrir að vísa verði nemendum frá. í Húsmæðraskólanum dvöldu 15 námsmeyjar. Getur skólinn eigi rúmað fleiri. Var sýning á handavinnu þeirra að skólalok- um. Sóttu hana fleiri en áður hefir verið og þykir þessi sýning hafa verið prýðilegri en áður. Er það álit manna, að vinnubrögð- um í skólanum sé að fara fram. Námsmeyjarnar stunduðu leik- fimi, sund og söng í Héraðsskól- anum. Þykir nemendum Héraðs- skólans allgóður liðsauki að ná- grönnum sínum, hinum tilvonandi búsmæðrum, þegar einhver há- tíða.höld eru hjá þeim, stiginn dans, sungnir söngvar, eða annar gleðskapur á ferðum. Gmsóknir um Húsmæðraskól- ann eru nú þegar orðnar meir en fjórum sinnum fleiri en hann rúmar næsta vetur. Jónas Jónsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins í sýslunni var hér á ferð rétt eftir sumar- málin. Hélt hann þrjá opinbera fundi, í Skógum, Laugum, o% á Húsavík. auk þess á Grenivík, en af þeiin fundi hefir sá, er þetta ritar, ekki neinar fregnir. Fundarboðandi hafði gert mið- stjórnum hinna flokkanna aðvart um fundina, en þær virtust ekki hafa skeytt því neinu, hvort sem það hefir verið af ótta við Jónas, áhugaleysi fyrir málstað flokk- anna, eða einhverju öðru. íhaldsmanna varð hvergi vart nema á Húsavík. Þar létu þeir ljós sitt skína, Einar Guðjohnsen og Björn Jósepsson læknir. En seinheppnir þóttu þeir í röksemd- um, og lét það að líkum, er saman fór óverjandi málstaður og léleg- ir ræðumenn. Einar Guðjohnsen flutti hina margtuggnu blekkinga- grein úr ísafold, um skuldasöfn- un Framsóknar og of miklar framkvæmdir. óskaði hann að lokum, að Laugaskóli væri kom- inn fram fyrir bryggjuna á Húsa- vík!! Það er kunnugra en frá þurfi að segja, að íhaldsmenn, bæði á Húsavík og annarsstaðar, myndu einskis fremur óska, en þess, að Héraðsskólarnir væru sokknir í sjó, vegna þess, að fylgi þeirra flokks byggist á menntun- arleysi almennings. En alþýða landsins ber allt annan hug til þeirra. Fátt af verkum Fram- sóknarmanna, og þá alveg sér- staklega Jónasar Jónssonar, hefir meiri vinsældir hlotið, en einmitt bygging Héraðsskólanna. ósk Einars Guðjohnsens mun því hafa vakið honum fulla andúð þeirra sem á hlýddu. Þá varð Einar að viðurkenna það, að verzlunarstéttin — þ. e. kaupmennirnir — ekki kaupfé- lögin — skulduðu erlendis 40 mil- jónir, eða helming allra skulda þjóðarinnar. Hinn helmingurinn eru gamlar eyðsluskuldir íhalds- ins, frá þess fyrri stjórnartíð, lán handa bönkunum, vegna ó- stjórnar íhaldsins, lán til að stofna Búnaðarbankann og lán vegna nokkurrá framkvæmda, sem þjóðin ekki gat beðið eftir. Fundarboðandi benti á, hvort ekki hefði verið réttara, að það fé, sem bankarnir hafa tapað á bröskurunum á Húsavík, hefði gengið til hafnarbóta þar, held- ur en að Laugaskóli væri kom- inn fram fyrir bryggjuna þar. Var því ekki mótmælt. Björn Jósepsson læknir átaldi bændur fyrir of dýr íbúðarhús. Sjálfur býr hann í 75 þús. kr. húsi. Einnig átaldi hann Kreppu- lénasjóð, sem allir vita þó, að fyrst og fremst ber fingraför í- haldsins og Bændaflokksmann- anna sem nú eru. Hélt hann á lög- um Ivreppulánasjóðs í hendinni og vitnaði til þeirra, en sagði þó vextina af lánunum 1% hærri en þeir eru og í lögunum stendur. Varð hann að biðja afsökunar á því á eftir. Bændaflokksmanna varð ein- ungis vart tveggja, þeirra bræðra Jóns Þorbergssonar á Laxamýri og Hallgríms1 á Halldórsstöðum. Var Hallgrímur á fundinum á Laugum, en Jón á Húsavík. Jón hóf mál sitt með því að undrast yfir, að sér skyldi vera sýnd svo mikil kurteisi, að ætla sér jafnan ræðutíma og hinum flokkunum. Er undrun hans skiljanleg, þegar fréttist af fundum Bændaflokks- forkólfanna á Suðurlandi, þar sem þeir taka mest allan fundar- tímann handa sjálfum sér og ganga lengra í því heldur en Jón Þorláksson gerði, áður en Fram- sóknarflokkurinn innleiddi jafn- rétti á pólitískum fundum og kenndi öðrum flokkum mannasiði í þeim efnum. Hefir Jón ottast, að hann yrði látinn gjalda smekk- leysis og yfirgangs Tryggva Þór- hallssonar. Annars voru ræður Jóns fullar af mótsögnum. Kvaðst hann vera á móti stéttaflokkum og hrópaði um frið, bræðralag og samheldni. Þó gerðist hann málsvari þess flokks, sem fyrst og fremst á að vera stéttarflokkur, og hefir þann einn tilgang að auka ófrið í land- inu og styðja að nýrri Sturlunga- öld. Allir fundu, að Hallgrímur bróðir hans talaði sárnauðugur, enda er hann heiðarlegur og greindur maður, sem vill yfirleitt vel. Sagt hefir verið að hann eigi að bjóða sig fram fyrir sprengi- liða hér, en yfirleitt trúir því enginn, að nokkur bóndi, og þá sízt Hallgrímur, fáist til að vega þannig aftan að sjálfum sér og stétt sinni. Þrátt fyrir loforð Einars 01- geirssonar mætti enginn fyrir hönd kommúnista á fundunum. Á fundinum á Laugum talaði einn piltur úr Laxárdal fyrir þeirra málstað, sem þó ekki er flokks- maður, og afneituðu honum flokksbundnir kommúnistar, sem á fundinum voru, og töldu að sér kæmi hann ekkert við. Má vera að það sé vegna þess að hann er - sanngjarnari, greindari og meira hugsandi heldur en ræðu- menn kommúnista yfirleitt. Er lítilmannleg aðferð þeirra komm- únista, sem ganga á milli barna og unglinga til þess að »agitera«, en þora ekki að koma fram á opinberum fundum, eins og dæmi eru til hér í sýslu. Annars er hnignun Kommúnistaflokksins augljós hér eins og annarstaðar. Á fundinum á Húsavík töluðu nokkrir kommúnistar við lítinn orðstír. Komu þar fram bæði »tækifærissinnar« og »réttlínu- •menn« til hláturs fyrir. almenn- ing. Einnig lýstu þeir því yfir, að' þeir kæmu ekki fram fyrir hönd flokksins. Er sízt að undra þótt menn fýsi ekki að gefa þeim stjórnmálaflokki atkvæði sitt, sem er eins áhugalaus um málstað sinn og kommúnistar hafa verið við þessi fundahöld. Þó ræður hitt mestu, að menn í þessu hér- aði trúa ekki á niðurrifsstefnu kommúnista og langar ekki til að leggja í rústir þær umbætur, sem orðið hafa á síðustu árum. Þeir trúa ekki heldur á hið sótsvarta íhald og afkvisti þess, Bænda- flokkinn — . sem sökkva vill Laugaskóla í sjó, sem býr í hús- um, sem kosta marga tugi þús- unda, á meðan bændur og verka- menn eiga tæpast þak yfir höfuð- ið; sem lætur bankana gefa bröskurum úr sínum flokki upp hundruð þúsunda, en vill ekki verja einni krónu fyrir bændur og vei’kamenn; sem heldur vernd- arhendi yfir fölsurum og fjár- dráttarmönnum úr eigin flokki, en hefir hegningarhúsin 'handa u mkomuleysingj unum. Frambjóðandi jafnaðarmanna, Sigurjón Friðjónsson, mætti á fundunum á Laugum og Húsavík. Sigurjón er greindur og gætinn maður, en gjalda mun hann þess, er hann hugðist fyrir nokkrum árum bræða saman íhald og jafn- aðarmenn. Mun engum hafa hug- kvæmzt slík sambræðsla öðrum en honum, og er af öllum talin ó- möguleg. óttast menn, að Sigur- jón hallist um of að stefnu Jóns Þorlákssonar, sem hér er talin fjandsamleg öllum umbótaflokk- um. Á fundinum á Húsavík kvaðst Sigurjón ekki vilja afsaka gerðir Jóns Baldvinssonar á Alþingi í fyrra, er hann felldi skattauka- frumvarp Ásg. Ásg. Þótti sú yf- irlýsing honum til hróss. Þrátt fyrir galla Sigurjóns munu jafnaðarmenn greiða hon- um atkvæði óskiptir, því vonlaust er um þingmennsku hans, en at- kvæðin koma á uppbótarsæti flokksins. Heyrzt hefir, síðan þessir fund- ir voru haldnir, að ihaldsmenn og kommúnistar ætli að halda fundi saman. Verður því að 'vísu ekki trúað fyrr en á reynir, en fjarri fer því að það sé ómögulegt, því ræflaskap og vesalmennsku þeirra tveggja flokka, ef dæma má eftir framkomu þeirra á þessum fund- um, virðast engin takmörk sett. En vissulega mun þeirra fáu fylg- ismönnum fækka að mun við það, ef þeir ekki þorá að mæta and- stæðingum sínum, en reyna að fara á bak við þá með fundahöld. 9. maí 1934. P. H. J. Bollapör með áletrunum, svo sem: »Til hamingju«, »Á fæðingar- daginn«. »Til mömmu«. »Til pabba*. »Til ömmuc. »Til afa« og ennfremur mannanöfn o. fl. Verð frá 55 au. parið. Brauns Verzlun. Páll Sigurgeirsson. Bækur. Til Fxreyja. — Ferðasaga ís- lenzkra skóladrengja vorið 1933. Rit þetta er einstætt fyrirbrigði í bókmenntasögu þjóðarinnar að því lejRi að það er ritað nær allt af barnungum höfundum, drengj- um úr 8. bekk A. Austurbæjar- skólaRvíkur. Því nær allar mynd- ir, sem í bókinni eru — að undan- teknum Ijósmyndum af helztu mönnum Færeyja — eru teknar eða teiknaðar af drengjunum sjálfum. Að efni til er bókin ferðasaga til Færeyja og heim aftur, en jafnframt þjóðlífslýsing frá Fær- eyjum. Bókin er 6 arkir að stærð og skiptist í 20 kafla. Formálann rit- ar fararstjóri og kennari drengj- Hin konunglega liðja í Kaupmannahöfn tilkynnir háttvirtum almenningi, að BRAUNS VERZLUN Páll Sigurgeirsson hefir AÐALÚTSÖIiU á Xkureyri, á hinum heimsfrægu vörum verksmiðjunnar og pantar hann ennfremur fyrir lysthafend- ur þá hluti og vörur, sem hann hefir ekki fyrirliggjandi, anna, Aðalsteinn Sigmundsson. Stefán Jónsson kennari ritar eina greinina. Hinar 18 eru eign drengjanna. Skipta þeir með sér verkum og lýsa sínu efninu hver. Allar eru greinarnar vel ritaðar af svo ungum höfundum, stíllinn víðast góður, látlaus og lipur. Kveðst Aðalsteinn Sigmundsson ekkert hafa leiðrétt nema ritvill- ur. í júlí í sumar er von færeyskra skólabarna í samskonar kynnisför til fslands. Ágóðinn af sölu bók- arinnar gengur til kostnaðar við móttöku og dvöl ' þessara litlu frænda okkar. Bókina ættu því sem flestir að kaupa. Hún er höf- undunum til sóma og lesendum til fróðleiks og ánægju.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.