Dagur - 17.05.1934, Blaðsíða 1

Dagur - 17.05.1934, Blaðsíða 1
r^ t DAOUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- iögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Arni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsimi 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIL ár. í Akureyri 17. maí 1934. 54. tbl. Hveoæropiðer. Innlendar fréttir. Opinberar stolnanir, baokar o. s. (rv. Pósthúsið virka daga kl. 10—6, helgi- daga kl. 10—11. Landssíminn milli Reykjavíkur, Akur- eyrar og Hafríarfjarðar opinn alla daga, allan sólarhringinn, einnig bæjarsímar þessara bæja. Bókasafnið : kl. 4—7 alla virka daga, nema á mánudag. Útlán miðv.- og laugardaga. Skrifstofa bæjarfógeta kl. 10—12 og 1 —5 alla virka daga. Skrifstofa bæjarstjóra kl. 10—12 og 1%—5 alla virka daga. Skrifstofa bæjargjaldkera kl. 1—5 alla virka daga nema á mánud. kl. 1—7. Landsbankinn kl. 10%—12 og 1%—3, alla virka. daga. Útvegsbankinn kl. 10%—12 og kl. 1— 2%, alla virka daga. Búnaðarbankinn kl. 2—4 frá Vio~Va' 1—3 frá x/6—Vio a^a virka daga. Sparisjóður Ak. kl. 3-4 alla virka daga. Afgreiðsla »Eimskips« kl. 9—12 og 1— 5 alla virka daga. Afgreiðsla »Sameinaða« kl. 9—12 bg 1—7 alla virka daga* Afgreiðsla »Bergenske« kl. 9—12 og 1 —6 alla virka daga. Skrifstofur K. E. A. kl. 9—12 og 1—6 alla virka daga. Heimsóknartími sjúkrahúsa. Sjúkrahús Akureyrar kl. 3—4 alla virka daga og kl. 2—4 á helgidögúm. Kristneshæli kl. 12%—2 virka daga, 3%—5 á helgidögum. Á þessum tím- um eru fastar bílferðir milli Akur- eyrar og Kristneshælis. Viðtals- og lækningastofa Rauðakross- ins Brekkugötu 11, kl. 1—2 virka daga. ókeypis. Viðtalstimi lækna. ** Steingrímur Matthíasson kl. 1—2, (Brekkugötu 11). Valdemar Steffensen kl. 10—12 og 4— 6 virka daga og 10—12 helgidaga. Pétur Jónsson kl. 11—12 og 6—6 virka daga og kl. 1—2 helgidaga. Arni Guðmundsson, kl. 2—1 alla virka daga, l%-2% helgid. á 2. lofti K. E. A. Helgi Skúlason augnlæknir kl. 10—12 og'6—7 virka daga og kl. 1—2 helgi- daga á 2. lofti K. E. A. Friðjón Jensson tannlæknir kl. 10—12 1-3 og 4-6 virka daga, kl. 10-12 helgid. Engilbert Guðmundsson tannlæknir, kl. 10—11 og 5—6 virka daga á 2. lofti K. E. A. Nýjá-Bíó föstudagskvöld kl. 9. Póstar koma og fara vikuna 17/5—21/s: Koma: 18. Súðin að vestan. 21. ísl, fra BorQevrardeilunni lokiD. Eftir bardagann á Sigiu- firði ganga verkamenn á Borðeyri að þeim boðum kaupfélagsstjórans, er þeir höfðu nýlega hafnað. — Samkvæmt útvarpsfregn á þriðjudagskvöld er lokið vinnu- deilunni á Borðeyri. Var gerður um það samningur á Siglufirði' á þriðjudaginn, og sömdu þeir Þor- móður Eyjólfsson, fyrir hönd Verzlunarfélags Hrútfirðinga og Þóroddur Guðmundsson fyrir hönd V. S. N. og verklýðsfélags- ins á Borðeyri. En meginatriði samningsins eru þessi: i 1. Verzlunarfélag Hrútfirðinga greiðir taxtakaup verklýðsfé- lagsins við skipavinnu. 2. Verklýðsfélagsmenn sitji fyr- ir 7/10 hlutum skipavinnunnar,' en þurfa þá heldur eigi að ábyrgj- ast nægilegt vinnuafl til af- greiðslu skipanna. Verzlunarfélag Hrútfirðinga annast um 3/10 hl. vinnu við afgreiðsluna. 3. Málshöfðanir allar og skaða- bótakrofur allar falli niður. 4. öll skip Eimskipafélagsins eru leyst úr banni jafnharðan og samningarnir eru undirskrifaðir. Þessi samningur skal standa til 5. maí 1935. Þá er, sem betur fer,' útkljáð þessi deila, og virðist sem fyrr hefði mátt vera, þar sem verk- lýðsfélagið hefir nú, eftir ósigra verkamannanna hér og á Siglu- firði, gengið að öðrum kostinum, er Kristmundur Jónsson, kaupfé- lagsstjóri á Borðeyri bauð verk- lýðsfélaginu þar, en það hafnaði. En kostirnir voru þessir: 1. Verk- lýðsfélagsmenn á Borðeyri sitji fyrir allri vinnu við afgreiðslu skipa, en ábyrgist aftur á móti nægilegt vinnuafl til afgreiðsl- unnar. 2. Verklýðsfélagið sitji fyrir 7/10 hlutum vinnu við af- greiðsluna, án allrar skuldbind- ingar á móti, en Verzlunarfélag Rvík. 22. Nova að austán frá Noregi. Landpóstur frá Einarsstöðum. Fara: 19. Súðin austur um. Laiidpdst- ur til Einarsstaða. ísland til Rvíkur, 22. Nova vestur um til Reykjavíkíir, 23. Drangey til Sauðárkróks, Hrútfirðinga annist 3/10 hluta afgreiðslunnar. Eins og menn sjá, er það þessi síðari kosturinn, sem VSN hefir nú gengið að fyrir hönd Verklýðs- félagsins á Borðeyri. Liggur í augum uppi, að það er fullkomin játning um ósigur, eftir ófriðinn hér og á Siglufirði, enda kom á báðum stöðum rækilega í ljós magnleysi VSN til þess að knýja fram verkbannið, þrátt fyrir öll sigurópin í dálkum »Verkamanns- ins«. Verkamannafélag Siglu- fjarðar rekid úr Al- þýðusambandinu. Að því er útvarpsfregn hermir á þriðjudagskvöldið, samþykktí stjórn Alþýðusambandsins á mánudagskvöldið var, að reka Verkamanriafélag Siglufjarðar úr Alþýðusambandinu, sökum þess að það hafi í hinni nýafstöðnu vinnudeilu starfað í samráði við VSN og eftir boðum þess og með því brotið lög Alþýðusambands- ins. Kalt vor. Síðustu vikuna hefir tíð verið óvenjulega stirð um land allt, bor- ið saman við undanfarin ár. Hér á Akureyri, og norðanlands og austan, hefir snjóað undanfarna daga, jafnvel á láglendi, og í gær- kvöldi var alhvítt hér í Eyjafirði alveg ofan í sjó. Er þetta ískyggi- legt um sauðburðinn, ef eigi breytir skjótt til betra. Frá ólafsvík er símað að tíð sé þar mjög köld og heyleysi að verða almennt. Og að sunnan hef- ir verið falazt eftir heyi héðan, hvort sem það á allt að fara á Snæfellsnes, eða jafnvel víðar. Ouðmundur Tómasson, héraðs- læknir á Siglufirði sagði af sér í vetur og hefir Bragi Ólafsson læknir fengið embættið. Kom hann norður með »Dettifossi« á fostudaginn var. Framboð. Um þessi framboð hefir síðast lieyrzt: Á Akuréyri verður í kjöri sen\ frambjóðandi Framsóknarflokks- ins Árni Jóhannsson, gjaldkeri. Af hálfu Sjálfstæðisfiokksins í Hafnarfirði Þorleifur Jónsson, ritstjóri; í Barðastrandarsýslu Jónas Magnússon, kennari; í Norðyr-Múlasýslu Árni Jónsson frá Múla og Árni Vilhjálmsson. xæknir á Vopnafirði; á Seyðisfirði Lárus Jóhannesson hrm.; í Suð- ur-Múlasýslu Árni Pálsson pró- fessor og Magnús Gíslason sýslu- maður; í Norður-ísafjarðarsýslu Jón Auðunn Jónsson bæjarstjóri á Isafirði. Af hálf u kommúnista í Norður- Þingeyjarsýslu Áki Jakobsson; á Seyðisfirði Jón Rafnsson. ÚTVARPIÐ. Fimmtudaginn 17. maí: Kl. 19.20 Lesin dagskrá næstu viku. Kl. 20.30 Jón Norland læknir: Frá Noregi. Erindi. Föstudaginn 18. maí: Kl. 19.25 Þor- valdur Árnason. Erindi. Kl. 20.30 Jón Norland læknir. Erindi. Kl. 21 Syrpa Norðurlandasöngva. Kl. 21.30 Þ. Þ. Þ. skáld les upp. Fjær og nær. Silfurbrúðkaup áttu í fyrradag þau hjónin Pétur Jónasson á Hjalteyri og frá Valrós Baldvinsdóttir. Var þar margt manna samankomið og fóru margir héðan af Akureyri til þess að tjá þeim árnaðaróskir sínar. Mannalát. Ekkjan Elísabet Sigurðar- dóttir, Strandgötu 19B, lézt 8. þ. m. Bjó hún síðustu árin hjá tveim dætr- um sínum, Steinunni og Sigurlínu Fló- ventsdætrum. — Árni Runólfsson, bóndi á Atlastöðum í Svarfaðardal, háaldrað- ur maður, lézt að heimili sínu nýlega. Hann var greindarmaður. og merkis- bóndi. Jarðarförin fer fram í dag. BarnaskóUinum var sagt upp 12. þ. ni. Skólastjóri skýrði í ýtarlegri ræðu frá starfinu síðastl. vetur. Fullnaðar- prófi luku að þessu sinni 63 börn. Á- kveðið er að héðan verði sent allstórt sýnishom af vinnu skólabarnanna, svo sem smíðum, saumum, prjóni vinnu- bókum, kortagerð o. fl., á landsýningu barnaskólanna, sem haldin verður í Reykjavík í næsta mánuði. Hjálpræðisherinn. — Samkomur -á Hvítasunnudag: Helgunarsamkoma kl. 11 f. h. Sunnudagssamko'ma kl. 2 e. h, Hjálpræðissamkoma kl. 8^ e, h.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.