Dagur - 19.07.1934, Side 2
222
DAGUR
81. tbl.
ÓLÍK VI
Það er athyglisvert hvernig af-
staða þingflokkanna til þjóðmál-
anna kemur fram síðan kosning-
unum lauk.
Á undan kosningunum bjugg-
ust íhaldsmenn við að verða í
meirihluta á þinginu. Til þess
þurftu þeir að fá minnst 25 þing-
sæti. Þetta hefði þeim tekizt,
ef spádómur þeirra um 6—8.
þingsæti Framsóknarflokksins
hefði rætzt. En hann rættist ekki.
í stað JB—8 þingsæta Framsókn-
armanna, fengu þeir 15 þingmenn
kosna í sveitakjördæmum og
hefðu fengið þremur eða fjórum
fleiri, ef »bændavinunum« eða
sprengimönnum hefði ekki tekizt
að spilla því. — Endalokin urðu
því á þá leið, að í stað 25 eða
fleiri þingsæta, sem íhaldsmenn
ætluðu sér, fengu þeir ekki nema
20 með uppbótarþingsætum. Með
því var útilokað, að íhaldsmenn
fengju yfirráðin á Alþingi og i
stjórn landsins. Kosningarnar
kváðu upp dauðadóm yfir íhalds-
stefnunni.
Þingmenn umbótaflokkanna
tveggja eru fulltrúar hinna vinn-
andi stétta í landinu. Tvö mál,
sem afkoma þessara stétta er
mjög undir komin, bíða eftir úr-
lausn. Það er afurðasölumálið og
atvinnumálin. Hið fyrra snertir
framleiðendur til sjávar og sveita
og hið síðara einkum verkalýð í
kaupstöðum og í sjóþorpum. Það
er lífsnauðssyn að finna báðum
þessum málum heppilega úrlausn.
Heill þjóðarinnar krefst þess, að
þau séu tekin föstum tökum. Um
þessi tvö mikilsverðu atriði sner-
ust meðal annars síðustu kosn-
ingar. íhaldsmenn hafa annað
tveggja sýnt þeim megnt tóm-
læti eða beina lítilsvirðingu og ó-
vild.
Hinar vinnandi stéttir hafa fal-
ið fulltrúum sínum á Alþingi að
leysa þessi mál. Það er því hlut-
verk þeirra og skylda að vinna
að því með þrótti og festu að
giftusamlega rætist úr með sölu
framleiðslunnar og hið lamandi
atvinnuleysi í landinu.
Um þessa knýjandi nauðsyn
ætla fulltrúar umbótaflokkanna
að taka höndum saman í bróður-
legri samvinnu, þó ýmislegt
greini þá á að öðru leyti. Það er
þeirra aðalviðhorf til þjóðmál-
anna eftir kosningarnar.
En hvert er þá viðhorf íhalds-
ins á sama tíma?
Á undan kosningunum sögðu í-
haldsmenn, að stefna sín væri
»stétt með stétt«. Þetta margend-
urtóku þeir og hrópuðu það út til
þjóðarinnar í blöðum sínum, út-
varpsræðum og á mannfundum.
Nú hafa fulltrúar tveggja
stétta komið sér saman um að
leysa aðalvandamál þeirra beggja
með sameiginlegu átaki. Það er í
raun og veru ekki annað en það,
að leiða út í virkileikann áhuga-
mál það, er íhaldsmenn sögðust
vilja berjast fyrir, þegar þeir
voru að afla sér kosningafylgis.
Jin gvo bregður við eftir kosnihg-
Ð H 0 R F.
arnár og þegar þeir hafa beðið
ósigur, að þeir tala með dýpstu
fyrirlitningu og meira segja eru
grútfýldir yfir því; að nú skuli
það í'áð tekið, að stétt vinni með
stétt að framgangi mestu nauð-
synjamála, og brjóta þannig af
sér alla þá falsgyllingu, er þeir
voru að klína utan á sig á undan
kosningunum. Og þá flokka, sem
að því vinna, að sameina stéttirn-
ar, nefna íhaldsmenn í óvirðing-
arskyni allajafna »rauðu flokk-
ana«. Lýsir það vel innræti í-
haldsins, er það telur það til
verstu byltingastarfsemi að bæta
kjör vinnandi stéttanna. Það er
viðhorf þess til vandamála þjóð-
arinnar.
Áhugamál íhaldsmanna í Rvík
• eru alls annars eðlis en umbóta-
flokkanna (»rauðu flokkanna« á
máli íhaldsmanna). Það eru völd-
in yfir fjármagninu, yfir bönk-
um og sparifé þjóðarinnar, sem
þeir mæna eftir, til þess að geta
notað það að eigin vild, sér og
sínum til hagræðis. En þar sem
nú íhaldsmenn hafa tapað kosn-
ingunum, eru þeir úfnir í skapi
og tala nú mikið um, að breyta
þurfi enn á ný stjórnarskránni
og rýra vald sveitanna meira en
orðið er. íhaldsmenn vilja með
öðrum orðum, að þjóðin steypi
sér út í nýja stjórnarskrárdeilu
og neyti orku sinnar til slíkra
hluta í stað þess að ráða fram úr
aðkallandi málum, er afkoma og
velferð almennings veltur á. Ög
deiluna um stjórnarskrána og
breytingar á henni ætla þeir að
nota til þess að tefja fyrir al-
mennum velferðarmálum, svo sem
afui-ðasölumálinu og lausn at-
vinnuleysisins, og til þess að
brjóta sveitavaldið í landsmálum
fullkomlega á bak aftur, svo að í-
Zialdið fái betri aðstöðu um meiri-
hlutavald á Alþingi en það nú
hefir.
Þetta er eitt stærsta áhugamál
íhaldsins eftir kosningarnar. Og
íhaldsmenn eru teknir að hrópa á
hjálp jafnaðarmanna, til þess að
koma fram þessu nýja áhugamáli
sínu.
Frá Ólafsvík.
Hinn 80. f. m. var stofnað
kaupfélag' í ólafsvík. Stofnendur
voru um 20, en von á fleiri síðar.
Flest. eru þetta ungir menn og
áhugasamir um félagsmál. Verzl-
un hefir verið óhagstæð í ólafs-
vík, og því þörf á góðri sam-
vinnuverzlun.
Nýlega fór þar fram kosning á
tveim mönnum í hreppsnefnd.
Fram að þessu hefir íhaldið ráð-
ið þar öllu. En nú beið það ósig-
ur. Jafnaðarmenn fengu meiri
hluta atkvæða og komu að öðrum
manninum. i ólafsvík er mönn-
um farið að skiljast, að »forsjá«
»Kveldúlfs« er ekki eins holl al-
þýðunni, eins og heilbrigð samtök
um verzkmar- og atvinnuraál,
Frá aðalfundi S. I. S.
Úr skýrslu framkvæmdarstjóra,
útfhdningsdeildar.
(Niðurlag).
Eins og áður hefir saltkjöts-
verzlunin verið aðallega bundin
við Noreg. Af ársframleiðslunni
hafði Sís þar til sölumeðferðar
5.586 tn. af dilkakjöti og 668 tn.
af ærkjöti. Dilkakjötið nær allt
selt, en nokkuð óselt af ærkjöt-
inu.
Saltkjötssalan í Noregi hefir
ekki gengið að óskum. Veldur því
þrennt: lágt kjötverð í landinu,
óvenjulega bág afkoma við síld-
veiðar í Noregi í vetur og þó ekki
sízt, að Norðmenn söltuðu tals-
vert af sínu kjöti eftir íslenzkri
fyrirmynd. Fengu þeir kaupmann
á Húsavík til þess að útvega
mann héðan til að kenna þeim
saltk j ötsverkun.
Freðkjötsverzlunin gekk að
öllu samanlögðu vel á árinu, þrátt
fyrir innflutningshömlurnar í
Englandi. Var verðið þar nokkru
hærra en áður og kaupendur mik-
ið bjartsýnni. Tókst að selja mest
af kjötinu fyrirfram. Freðkjöts-
salan til Svíþjóðar gekk vel, en
þangað var selt töluvert mikið.
Til Danmerkur voru einnig seldir
nokkur þúsund skrokkar. En þar
kom fram sá annmarki, að ís-
lenzkur kaupmaður seldi þangað
2000 skrokka og spillti það söl-
unni, vegna þess hvað þetta kjöt
var selt lágu verði. Eru slík und-
irboð kaupmanna sem þetta eitt
alvarlegasta íhugunarefni fyrir
afurðasoluna.
AIls frystu félögin til útflutn-
ings 101.598 skrokka.
Um ull og gærur er það að
segja, að í ársbyrjun 1983 voru
óseldir 6.160 sekkir af fram-
leiðslu tveggja síðustu ára á und-
an. Þessar eftirstöðvar voru að
seljast fram eftir árinu og var
því ekki lokið fyrr en um haustið.
Af ullarframleiðslu ársins 1933
seldi Sís 7.154 sekki og gekk sal-
an greiðlega. Verð á ull hækkaði
til muna á árinu. Verðmunurinn
á gærum nam tii hækkunar frá
fyrra ári 42 aurum á kg. Alls
seldi Sís á árinu 363 þús gærur.
Auk þeirra vara, sem þegar eru
taldar, seldi Sís ýmsar fleiri bún-
aðarafurðir, t. d. skinn, húðir,
æðardún, lax, prjónles, garnir, o.
fl. Skinn og húðir seldust sæmi-
lega; æðardúnssalan gekk mjög
treglega og stafar það af því, að
þýzki markaðurinn hefir brugð-
izt, en langmest af dúninum hef-
ir jafnan verið selt til Þýzka-
lands.
Fisksölu hafði Sís töluverða á
árinu og fór hún fram með sama
hætti og 1932, með milligöngu
Fisksölusamlagsins. Fulltrúi Sís í
Fisksölusamlaginu er Vilhjálmur
Þór kaupfélagsstjóri.
Fjögur seinustu árin hefir
frameiðsla Gefjunar verið sem
hér segir:
Dúkar Lopi Band
metr. kg. kg.
1930 8,187 23,513 2,703
1931 10,615 3^,003 2,892
1932 16,800 37,200 2,400
1933 24,000 46,000 3,000
Eins og skýrslan ber með sér
hefir framleiðsla Gefjunar aukizt
ár frá ári, og síðan hún kom í
eigu Sís, hefir hún tvöfaldað
framleiðslu sína. Er nú verið að
bæta nýjum vélum við, og er
þegar búið að auka húsrúmið svo
sem þessi viðbót útheimtir. Nýju
vélarnar vinna kamgarn úr ull-
inni, og er það miklu sterkara og
fínna en venjulegt ullarband og
dúkar úr því miklu fínni og hald-
betri en þeir, sem Gefjun hefir
áður framleitt. Ullarþvottavélarn-
ar fengust með sérstaldega góð-
um kjörum og eru miklu stærri
en þörf er á fyrir klæðaverk-
smiðjuna og getur því gæruverk-
smiðjan notazt við þær líka.
Saumastofur hafa verið starf-
ræktar bæði á Akureyri og í
Reykjavík síðastl. ár og hefir
reksturinn gengið sæmilega. Þeg-
ar saumastofan byrjaði í Reykja-
vík, var naumast mögulegt að fá
saumuð föt fyrir minna en 80
kr. með tilleggi, en saumastofa
Sís setti verðið strax niður í 58
kr. með tilleggi. Síðan hafa klæð-
skerarnir verið að lækka sauma-
launin, og eru þeir margir lcomn-
ir niður í 60 kr.
Gæruverksmiðjan afullaði 93
þús. gærur á árinu, en aftur á
móti var ekkert fengizt við sútun
á árinu, þar sem söluhorfur bentu
til, að það gæti orðið mjög á-
hættusamt.
f ráði er að byggja nýja gæru-
verksmiðju í sumar. Verður hún
wwwiwwwwiwwwwa
Sjóklæði. s
Mikið úrval af ágætum
Olíutreyjum, buxum, stökkum, hött-
um, kjólum, pilsum, svuntum, ermum
og dökkum síðkápum.
Kaupfélag Eyfirðinga.
Járn- og Olervörudelld.