Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 30.08.1934, Blaðsíða 3
99. tbl DAGUR 271 Ráðunauturinn í eyðimörkinni. Hinn nýi liðsauki í annan tug þeirra blaða, sem á allan hátt reyna að styðja íhaldið í landinu, en níða niður umbótamenn þjóð- arinnar, og þó þann helzt, sem athafnamestur hefir verið og vin- sælastur er, J. J., blað þeirra Bændaflokksmannanna, stundíU' sorpmennsku sína af mikilli tx’ú- mennsku. Með Morgunblaðsrit- hátt, röksemdafærslu og málefna- val er það sent út um byggðir landsins í óþökk flestra nýtilegra manna, kallar sig bænda- og sam- vinnublað, en sparkar í andlit bænda og samvinnumanna. Engir taka mark á þessu blaði. Allir vita, að það starfar fyrir and- vanafæddan flokk og á sér enga tilveru utan íhaldsins. Það er stofnað og stutt af þeim mönn- um, sem ekki höfðu gáfur eða þrék til að fylgja Framsóknar- flokknum í baráttu hans, eix höll- uðu sér meira og meíra í faðm íhaldsins. Það voru þeir, sem i-éðu því, að eftir hinn glæsilega kosn- ingasigur Framsóknarflokksiixs 1931 var sigursins ekki neitt, heldur gefizt upp fyrir íhaldinu og mynduð stjórn með því. Það voru þeii', sem heimtuðu, ekki hlutleysi til haixda M. G., ráð- herra íhaldsins, heldur fullt traust Framsóknarmanna. Það voru þeir sem komu í veg fyrir stjórnai-myixdun Sig. Kristiixsson- ar síðastl. haust, til þess að í- haldsi'áðheri’ann gæti setið á- fram. Það voru þeir, sem sendu »sprengiframbjóðendur« í flest öll kjördæmi landsins, þar sem Framsóknarflokksmenn voru í kjöri, til þess að reyxxa að koma í veg fyrir, að íhaldið hyrfi úr stjórn landsins. Og eftir allt þetta, sem öll þjóðin veit, og eft- ir að hún hefir sýnt þeim fyrir- litningu sína í kosningunum í sumar og vottað þeim óþökk sína, voga þeir að halda því fi’am, að þeir hafi síðan 1931 »viljað halda stai’fsemi hans (þ. e. Framsókn- ai’flokksins) á grundvelli sam- vinnufélagsskaparins, svo sem til var stofnað í upphafi«. Svo segir Pálmi Einarsson, hinn »fallni« ráðunautur bænd- anna. Hann hellir úr mæli heift- ar sinnar í 32. tbl. Framsóknar með öllum eiixkeixnum þess manxxs, sem varið hefir illan mál- stað, verið sigraður, en kaixn ekki að taka ósigri sínum eins og mað- ur. Og að hætti Morgunblaðsins ræðst hann á Framsóknarflokk- inn og formann hans, án allra raka og yfirvegunar og allra helzt án nokkurrar hliðsjónar af því, sem satt er og rétt. »Sókn su, sem framsóknarfé- lögin hófu í Reykjavík vorið 1932 var í því fólgin, að framtíð- arstefnuna skyldi marka á social- istiskum grundvelli«, segir Pálmi Einarsson. Allir vita, að þessi sókn miöaði að því einu að reyna að hreinsa flokkinn af óhreinind- um ihaldsins, sem núverandi Bændaflokksmemx höfðu yfir hann leitt. Framsóknarflokkurinn hafði frá upphafi umxið með jafnaðax’mömxum, vegixa saixninda þess kjörorðs, senx Tryggvi Þór- hallsson hafði skapað: »Allt er betra en íhaldið«, og sem haixn hélt sjálfur við, þar til íhaldinu tókst að kúga haixn 1931 og Jón Þorláksson las honum fyrir yfir- lýsinguna fi’ægu. Vegna þess að nokkur mál hljóta alltaf að vera sameiginleg fyrir báða flokkaixa, Framsókix og jafnaðarmenn, og vegna þess að Framsókixarflokk- urinn var ekki nógu sterkur til þess að geta unnið einn, hafði þessi samvimxa staðið til 1931. Þá varð haixix nógu stei’kur til að þurfa ekki stuðning jafixaðar- íxxanna, eix íxúveraixdi bæixda- flokksmenn réðu því, að siguriixn var feixgimx í hendur íhaldinu, vald byggðaixna var brotið niður og fyrir því séð, að Fi’amsókixar- flokkurinn gæti aldrei komizt í hreinan meirihluta aftui’. Og þó segir Pálmi Eiixarsson, að þeir hafi viljað halda flolekixum á grundvelli samviixnufélagsskapar- ins, »svo sem til var stofnað í upphafi, er hann hóf starf sitt«. Nei, sannleikui’imx var sá, að sókn Framsóknarfélaganna I Reykjavík var sókn gegn íhaldinu í flokknum, eins og sókn flokks- ins áður var sókn gegn íhaldiixu í landinu. Pálmi Einarsson veit það, að það eru hreiix ósannindi, að Framsóknarflokkurinn vinni íxú á öðrum gruixdvelli eix þeim, sem hann hefir unnið á áður, að öðru leyti en því, að hann hefir losnað við hina íhaldssömu menn, seixx mótuðu starf hans í 3 ár, og vinnur íxú með þeinx flokki, sem hann á flest sameiginleg mál með, í stað þess að vinna með flokki, senx er honunx fjandsamlegastur. Pálmi Einarsson þykist geta djarft úr flokki talað til bænd- anna. Hann er þeim að nokla’u kumxur. Fáein ár hefir hann ferðazt um landið og lagt á ráð, hvernig bezt mætti bæta og auka hin íslenzku tún. Hvert þau ráð hafa verið hollráð eða eigi, skal ég ekkei’t um segja. En fátækir bændur hafa tekið honum með kostum og kynjum, hann hefir verið þeim kærkomimx gestur og notið risnu þeiri’ar, sem bezt hef- ir verið til. Þeir hafa gengið með honum um óræktar mýrar og móa. Hann hefir sagt þeim hvar ætti að grafa skurð, hvar bezt væri að rækta, hverju þeir skyldu sá, hvaða vélar þeir ættu að kaupa til heyvinnunnar og gjarna bent fremur á þær dýrustu o. s. frv. Koma hans hefir verið sól- skinsdagur í lífi fátæka bóndans. Hann hefir séð í anda stórt, slétt tún, sem létt gæti af herðum hans þrældómnum við útengjaheyskap og slátt með orfi og ljá. Honum hefir jafnvel fundizt sem snöggv- ast að ekki þyrfti að verða svo langt að bíða þessara hluta. Haixn á jörðina sína sjálfui*. Haixn ræð- ur hvað hanix gerir við haixa. Konxa hins hvítbxysta Reykjavík- urmanns hefir fengið hann til að gleynxa sem snöggvast því, sem var og því senx 'er. En þegar hann er farinn og bóixdiixn geixg- ur á ný til ei’fiðis síns, rifjast það upp fyrir honum, að haixn er sokkinn í skuldir. Að á jörðinni hvíla veðskuldii', ef til vill dálítið nxeiri en hún er verð, ef til vill varla svo mikið, og þar að auki miklar verzluixai’skuldir. Afurðir búsins remxa til bankanna, til þess að hann verði ekki rekinn af jörðimxi, þær ei'u allar fyrirfram uppétnar og stundum ekkert eftir til þess að kaupa fyrir björg haixda fjölskyldunni eða þá í hæsta lagi að þær hrökkva til þess líka. Og haixix getur ekki grafið skurðinn, getur ekki rækt- að móimx eða mýrina, eltki keypt sláttuvél, yfirleitt ekkert gert af því, senx hamx þyrfti að gei’a og vildi gera við sína jörð, senx haixix á þó sjálfur. Er þetta að vera frjáls? Leiðir þetta til starfsemi, réttlætis, hanxingju? Pálmi Ein- arsson veit það vel, að fyrir þessa bændur hefir koma hans einungis orðið til þess að fæi'a þeim enn- þá betur heim sanninn um það, hvernig kjör þeirra væru, hversu þau væru óviðunandi, hversu þau leiddu til mikillar ánauðar, ó- starfsemi, óréttlætis og óham- ingju. Hann veit það líka, að þessir menn eru allmargir, þó hinir séu til, sem betur eru stæð- ir. Það gildir alveg einu hvað Pálmi Einarsson segir um þessi mál. Það vita allir, að þeir meixn, sem undangengin kreppu- og erf- iðleikaár hafa búið á kifkjujörð- unum, hafa íxotið langbeztra á- búðarkjara allra bæixda. Mun betri en sjálfseignarbæixdurnir svokölluðu og muix beti’i eix leigu- liðar einstakra jarðeigenda. Og hvað því líður hvoi’t kirkjujarða- bændurnir hafa verið athafna- minni og óstarfsamai’i en aðrir, er auðvelt að beixda á dænxi, senx sýna það gagnstæða. Og þó er sú ábúðai’löggjöf frumsmíði og gæti eflaust verið miklu betri. Nú fer því fjarri að Framsókn- arflokkurinn hafi nokkurntíma ætlað að taka jarðir af bændum. Hann hefir eiixn allra flokka krafizt þess, að ekki yrðu höfð ábúendaskipti á jörðunum, bænd- urnir yrðu ekki reknir af þeim. En haixn vill gefa'þeim bændum, sem vilja, kost á því að selja rík- inu jarðirnar, til þess að losna við skuldii’nar, ánauð þeirra og þrældóm. Og það er enginn efi á því, að hvað sem líður hrópum bændaflokksmanna um ágæti sjálfseignariixixar, þá horfir xxú fjöldi bænda vonai’augum eftir þeirri löggjöf, sem væntaixleg er unx þessi mál. 48% af bændum landsins eru leiguliðar. örfáir þeirra búa á jarðeignunx hins opinbera og njóta góðra kjara eins og áður er sagt. Fyrir hina hefir sáralítið verið gert af þeim, sem um lög- gjafarmálin hafa fjallað, fyrr en J. J. flutti frumvarpið til ábúðar- laga á þinginu í fyrra, sá maðui', senx Bændaflokkurhxix leggur mesta áherzlu á að svívirða. Pálmi Eiixarsson segir, að J. J. hafi uixnið að því að sanxeina Framsóknarflokkiixix sósíalistunx. Allt sé gert fyrir »sósa« og í þeirra aixda. í sama blaðiixu og grein hans birtist, er þó frá því sagt, að jafnaðai'menn hafi ekki viljað Jónas í stjórn, vegixa þess að þeim hafi ekki þótt haixix íxógu »auðsveipur«. f grein Pálma stendur þessi klausa: »Afurðasöluna átti að skipuleggja, eix það nxátti aðeins ekki gera það á þaixn hátt að véi'ðlagið hækkaði«. í sama blaðinu birtist frum- varp það um sölu og verð á slát- urfjárafui’ðum, senx orðrétt er orðið að lögum, samkvæmt á- kvörðuix hinnar nýju stjórnar, að öðru leyti eix því, að Búnaðarfél. íslands skipar ekki mamx í vei’ð- lagsixefixdina. Verður ekki annað skilið á blaðinu, en það telji frumvarp þetta líklegt til unxbóta, en Pálmi segii’, að í samningum flokkanna sé gert »beint ráð fyr- ir að verðið lækki« á afurðunum. Slíkur er sá hrærigraut.ur, sem þessir meixn sjóða í sínu blaði, botnlaus að vitleysum og mót- sögnum. Eins og nú er ástatt um fjölda af bændum landsins, sem þó telj- ast sjálfseignarbændur, þá er þeinx bókstaflega lífsspursmál að nota þá vegavinnu, sem kostur er á, þá tíma sem þeir helzt geta sinnt því. Bændaflokkurinn hefir ætlað að ærast út af því, að þess- ir menn hafa fengið kaup sitt lítið eitt hækkað. Og til þessara fátæku manna getur .Pálmi Ein- arsson verið þekktur fyrir að hreyta ónotum og bi’igzla unx vanrækslu við bú sín, þó hann viti, að þeir gera það út af sár- ustu neyð, sem skammsýnir, rostafullir menn, eins og haixix, hafa hvorki haft manndóm, vit eða vilja til að bæta úr, íxema með ráðleggingum um hluti, senx þeir ekki hafa á nokkurn hátt getað áorkað vegna kjara simxa. Og ekki nóg með það. Pálmi Ein- arsson hefir bókstaflega gengið í lið með þeim öflum, sem berjast gegn því, að kjör hinna fátæku batni. Hann hefir í’eynt eftir mætti að auka þingmannatölu í- haldsins, en fækka þingmönnuixx Fi’amsóknarflokksins. Og svo eftir sína smánarlegu úti’eið í Skaftafellssýslu ræðst hann með ofsa og taumlausum ósannindunx á þann flokk og þann mann, sem mest og bezt hefir stutt og reynt að bæta hag fátækra bænda. Það væri líklegt, að hanxx gæti ekki kinnroðalaust látið sjá sig út um sveitir landsins eftir slíkar aðfai*- ir, og í’áðlagt bæixdum um þá skurði, sem þeir ekki geta grafið, um tún, sem þeir ekki geta rækt- að, um vélar sem þeir ekki geta keypt, meðal aixnars vegna þess ofríkis, skilningsleysis og hreinn- ar illgirni, sem íhaldið í landinu hefir sýnt þeim frá því fyrsta til

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.