Dagur - 06.09.1934, Blaðsíða 4

Dagur - 06.09.1934, Blaðsíða 4
Akureyrardeildarmenn í Kea sem ætla að fá fóðurbæti á næsta vetri þurfa að gera pantanir á skrifstofu Kea fyrir 15. þ. m. Buick-bifreið: Notuð 7 manna Buick- bifreið í góðu standi, er til sölu nú þegar. — Upplýsingar gefur Þór O. Bjöm§son, K.E.A. og flytja nýtt líf inn í strjálbýlið. Margir fróðleiksfúsir st'arfsmenn víðsvegar um landið myndu taka þátt í slíkum námsskeiðum, ef þeim væri vel stjórnað. Eirílcu/r Sigurðsson. Flugheræfingar í Frakklandi. Undanfarna viku hafa stórkost- legar flugheræfingar farið fram í Frakklandi. í tilefni af þeim hef- ir komið fram hin mesta óánægja í frönskum blöðum, er telja, að komið hafi í Ijós við æfingar þessar, að ómögulegt sé að verja París fyrir flugliði óvinahers, með þeim tækjum, er fyrir hendi séu. Annars er búist við, að jafn- vel óvenju miklar heræfingar muni fram fara víðsvegar urn Norðurálfu í haust. Hin nýja flugvél með »vindmylluvængina«, er Spánverjinn Juan de Cierva fann upp fyrir nokkrum árum, og sem getur hafið sig beint í loft upp, einmitt með tilstyrk »vindmyllu- vængjanna«, þykir nú hafa reynzt svo vel, að póststjórnin í Lund- únaborg hefir ákveðið að fá sér slíkar vélar til þess að taka póst víðsvegar í borginni og flytja á aðalpósthúsin. Svo öruggar þykja þær nú orðnar bæði til flugs og lendingar. V afnavcxltr. Mikill vöxtur nefir nýlega hlaupið bæði í Níl og Ganges og hafa báðar ^gert stórskaða. Járnbrautarslys allmikið var nálægt Parísarborg um síðustu helgi. Talið er að um 50 manns hafi hlotið limlestingar. Orænlandsstjórn tilkynnir að grænlenzki vísinda- leiðangurinn undir forystu dr. Lauge Koch hafi lagt af stað heimleiðis til Danmerkur á þriðjudaginn var. Telur hún að árangur af leiðangrinum hafi á- gætur orðið. Ungmennastúkan Akurlilja nr. 2 heldur fund í Skjaldborg sunnudaginn 9. þ. m. kl, 7% e. h. Kosnir embættis- meirn. Vetrarstarfið, Félagar fjölmenn- Íð. . Deildarstjóri. Tilkynning. Umsóknum um ellistyrk ber að skila á skrifstofu mína fyrir lok þessa mánaðar. Bæjarstjórinn á Akureyri, 5. sept. 1934. Sieinn Steinsen. Uno sneiiimbær kýr,, 1 Upplýsingar gefur Karl Ingjaldsson í Járn- og glervörudeild K. E, A. Til leigu fyrir einhleypan 1 stofa, með Ijósi og hita og sérinngangi. Einar Einarsson, sími 128. vantar á fámennt heimili rétt við Akureyri. Uppl. hjá Árna Jóhannssyni, Kea. e Æ R U R teknar í viðskiftareikninga. Verzlun Krisfjáns Sigurðssonar. »Zeppelin greifi«. hið mikla, þýzka flugskip, er frægt varð undir stjórn dr. Hu- go Eckener, er nú að leggja í einn meiriháttar leiðangurinn enn. Er förinni að þessu sinni heitjð til Suður-Ameríku. Kjólasaumaverkstæði Iieíi eg opnað í BREKKUGÖTU 25. Siini 317. Get tekið nokkra nemendur. ÁG-ÚSTA BJARMAN. Pað líður óðum að þeim tíma er þið þurfið að fara að hugsa fyrir vetrinum með því að sjóða niður garð-ávexti, kjöt og fiskmeti. — Nú, eins og undanfarið, er sjálfsagt að panta Niðiirsuðticiósir með smelltu loki. Nlðursuðudósir með loki og gúmmí- hring. „Weck“ niðursuðuglös, sem viðurkennd eru um allan heim þau beztu. Leirkrukkur og -krúsir af öllum stærðum frá Járn- & glervörudeild Kaupfél. Eyfirðinga. Sænska prjónavélin FAMA er frá- bær að gerð og smíði, enda búin til af hinum velþekktu H U S- Q V A R N A vopnaverksmiðjum. — Vélin hefir alla þá kosti, sem fullkomnustu þýzkar vélar hafa að bjóða. Leitið tilboða hjá okkur og glæpist ekki á að kaupa dýrari vélar. »FAMA« prjónavélin býður yður alla þá kosti, sem krafizt verður. — Samb. ísl. samvinnufélaga. Fréttaritstjóri: Kitstjóri: Ingimar Eydal. Sigfús Halldórs xrá Höfnum. Prentsmiðja Odds Bjömssonar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.