Dagur - 13.09.1934, Blaðsíða 2

Dagur - 13.09.1934, Blaðsíða 2
286 D AGUR 105. tbl. Öfugmœli ihaldsblaðanna. Ritstjórar íhaldsblaðanna hafa aldrei fengið orð fyrir að vera sterkir í rökfærslu í málaflutn- ingi sínum fyrir flokk sinn eða í ádeilum sínum á andstæðingana. Þó kastar nú fyrst tólfunum með ánalegar rökvillur þeirra síðan þeir biðu ósigur í kosningunum. Það er ekki einungis að engin heil brú finnist í árásum íhaldsblað- anna á umbótaflokkana og ríkis- stjórnina, heldur úir og grúir af ámátlegum öfugmælum í skrifum þeirra. Skulu hér tilfærð dæmi þessu til sönnunar. Ritbullur íhaldsins halda því fast að lesendum sínum, að Fram- sóknarmenn á þingi hafi alger- lega snúið baki við Jónasi Jóns- syni og vilji ekki líta við honum framar. Þeir Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson hafi skotið honum aftur fyrir sig við síðustu stjórnarmyndun og setzt sjálfir í valdastólana, bæði af valdafrekju sjálfra sín og þó einkum af trú- leysi á getu J. J. til stjórnmála- starfsemi. J. J. sé því ekki orðinn nema pólitískt rekald á stjórn- málahafinu, sem enginn flokks- manna hans taki tillit til. Jafnframt þessum fullyrðing- um um áhrifaleysi J. J., stað- hæfa íhaldsblöðin, að fulltrúar Framsóknarflokksins í ríkis- stjórninni, þeir Hermann og Ey- steinn, séu ekki annað en vikalið- ug verkfæri í höndum J. J. Hann skipi þeim fyrir verkum, og þeir hlýði honum eins og auðsveipir þjónar. Staðhæfingar íhaldsblaðanna eru á þessa leið: 1. J. J. er pólitískt rekald, yfir- gefinn aumingi, og flokksmenn hans taka ekkert tillit til vilja hans. 2. J. J. drottnar yfir flokks- mönnum sínum í ríkisstjórninni, og þeir eru vikaþægir hlaupa- drengir hans. Þannig láta ritbullur íhalds- flokksins staðhæfingar sínar stanga hvor aðra til dauðs. Þá segja íhaldsblöðin, að J. J. sé hreinræktaður sósíalisti og þægt leiguþý þeirra. En í sömu andránni skýra sömu blöð frá því, að sósíalistar hafi þvertekið fyrir, að J. J. færi i stjórnina, af því að þeir hafi vit- að, að hann mundi ekki verða þeim eða stefnu þeirra auðsveip- ur. íhaldsblöðin skýra svo frá: 1. J. J. er þægt leiguþý sósíal- ista. 2. Sósíalistar neita að hafa J. J. í stjórn, af því að hann er þeim ekki auðsveipur. Enn láta ritskussar íhaldsins fullyrðingar sínar ríða hvor ann- ari á slig. Þessi hlægilegu öfugmæli þeirra manna, sem íhaldsflokkurinn hefir valið til sóknar og varnar jnálstað sínum, sýna vel og sanna bjálfahátt þeirra, lítilmennsku og óremdarástand flokksins, sem þeir vinna fyrir. Þó er enn ótalin allra átakan- legasta öfugmæla-vitleysa íhalds- blaðanna. Þau segja, að skipulagning af- urðasölu landbúnaðarins sé ein- göngu gerð að undirlagi sósíal- istaforingjanna og eftir þeirra fyrirsögn. Þau segja, að sósíalist- ar séu búnir að gleypa allan Framsóknarflokkinn, og hann sé því ekki lengur til, nema sem kviðfylli í maga Alþýðuflokksins. Til sönnunar þessu færa íhalds- blöðin skipulagning kjötsölunnar, sem þau segja að hafi í för með sér »óeðlilega« og »gífurlega« hækkun kjötverðsins. Á þenna hátt halda íhaldsblöðin því fram, að foringjar sósíalista beiti sér fyrir og ráði »óeðlilegri« og »gíf- urlegri« hækkun verðs á fram- leiðslu bænda, sem valdi verka- mönnum í kaupstöðum hins gíf- urlegasta skaða, þrauta og hörm- unga. Og þetta segja blöð íhalds- ins að sé alveg óyggjandi sönnun þess, að flokkur verkamanna sé öllu ráðandi og búinn að gleypa flokk bændanna, Framsóknar- flokkinn. Niðurstaða íhaldsblaðanna f þessu efni er sem hér segir: Verkamenn ráða öllu, en Fram- sóknarmenn eða fulltrúar bænd- anna engu. Sönnun: Afurðir bændanna eru látnar hækka gíf- urlega í verði til tjóns fyrir verkalýðinn. Það er nú raunar svo að sjá, sem blaðamenn íhaldsins hafi sjálfir haft eitthvert veður af því, að þessar röksemdir þeirra, eða réttara sagt þessi röksemda- leysa, yrðu naumast teknar gild- ar. Þess vegna koma þeir fram með þá skýringu, að foringjar Alþýðuflokksins vilji að verka- lýðnum líði sem allra verst og sé sem þrautpíndastur, til þess að þeir geti ráðið við hann og notað hann til allskonar hermdarverka og byltingarstarfs. En í hugum allra viti borinna manna kemur fram sú spurning: Hvaða þörf hafa foringjar verkalýðsins fyrh* byltingu, úr því þeir eftir frásögn skrifbullara íhaldsins hafa nú þegar öll ráð í hendi sér og geta skipað , öllum málum að eigin vild? Það er alveg sýnilegt, að þessir blekbullarar íhaldsins eru ekki færir um að hugsa nokkra rökrétta hugsun í blekkinga- og rógiðju sinni. Hér kemur og annað til greina, sem setur kórónuna á alla þessa öfugmæla-vitleysu íhaldsblaðanna. Þau kenna foringjum verka- manna um það, að kaup verka- manna í opinberri vinnu var hækkað lítið eitt. íhaldsblöðin hafa logið því, að foringjum verkamanna hafi verið selt sjálf- dæmi í kaupgjaldsmálinu, og þessa afstöðu hafi þeir ætlað að nota og noti til þess að sprengja óhæfilega upp kaup verkamanna þeim til fjárhagslegs framdrátt- ar. Allir menn með fullu viti sjá, að hér ríður hvað í bág við ann- að. Enn verður hið sama uppi á teningnum íhaldsins, öfugmæli á öfugmæli ofan. Fyrst segja blöð þess, að foringjar verkamanna vilji níðast sem mest á þeim, síð- an að þeir hlaði undir verkamenn með óhæfilega háu kaupgjaldi. Ritstjórar íhaldsblaðanna eru orðnir frægir á vissan hátt. Þeir eru frægir að endemum, sem öf- ugmælasmiðir. Líklega þykir for- ingjum íhaldsins það betra en ekki, þó sú frægð sé ekki vel til þess fallin, að auka hróður blaða þeirra eða flokksins í heild sinni. Ráðandi menn íhaldsins og Reykjavíkurbær. Höfð eru eftir einum drambsamasta konungi, er sögur fara af, þessi um- mæli: »Ríkið, það er eg sjálfur*; Ráðandi menn Íhaldsflokksins í Reykjavík hugsa eitthvað þessu líkt. Fámenn íhaldsklíka ræður yfir og stjórnar málefnum höfuðstaðarins. Allir vita hvernig það hefir gengið. Bænum er neitað um lán til jafn- bráðnauðsynlegra hluta og atvinnubóta, svo að ríkisstjórnin verður að koma til hjálpar. Ríkisstyrk til atvinnubóta ver meiri hluti bæjarstjórnar Reykjavíkur ekki til eiginlegrar atvinnubótavinnu, heldur til að standast kostnað við þau verk, sem bærinn undir öllum kringumstæð- um þarf að láta vinna, svo sem gatna- gerð. Að þessu leyti er Reykjavíkurbær að nokkru Ieyti kominn á Iandið fyrir óstjórn nokkurra íhaldsmanna, þar sem ríkið greiðir að nokkru kostnað við þau verk, sem bærinn að sjálfsögðu á að standa straum af. Nú hefir ríkisstjórnin nýja ákveðið að kippa þessu í lag og því sett þau skilyrði fyrir atvinnubótastyrk frá ríkinu, að honum verði varið til eiginlegrar atvinnubótavinnu, sem um leið verður atvinnuaukning fyrir þurfandi verkalýð- inn. Þessari ráðstöfun hafa ráðandi menn íhaldsins tekið hið versta. Þeir vilja að Reykjavík verði áfram á landinu. Þeir vilja, að ríkisstyrkur standi undir nauðsynlegum og sjálfsögðum fram- kvæmdum bæjarins, svo sem venjulegri gatnagerð. En sé minnst á hina misheppnuðu stjórn íhaldsmanna á málefnnm Reykja- víkurbæjar, þá stökkva íhaldsblöðin ætíð upp á nef sér fyrir þeirra hönd og kalla aðfinnslurnar á framferði til- tölulega fámennrar íhaldsklíku í Reykja- vík níð og róg um Reykjavíkurbæ. Af þessu verður ekki dregin önnur ályktun en sú, að ráðandi íhaldsmenn í Reykjavík hugsi líkt og Loðvík 14, Frakkakonungur, er hann miðaði allt við sjálfan sig og var vanur að segja: »Ríkið, það er eg sjálfur*. Fáeinir íhaldsbubbar í Reykjavík segja: »Reykjavík er ekki annað en við sjálfir«. Það er nú að vísu von að íhalds- mönnum sé það viðkvæmt, þegar þeim er bent á mislukkaða stjórn þeirra, þar sem þeir fá öllu ráðið eins og í Reykjavíki Það er öllum orðið ljóst, að í hinum svæsnu árás- um og álösunum þeirra á stjórn and- stæðinga sinna birtast þeirra eigin syndir. Þeir hafa heimtað það, að rík- ið notaði tekjur góðæra til þess að greiða skuldir, sem þeir sjálfir hafa stofnað til, og til að safna í sjóð, er grípa mætti til, þegar harðnaði í ári. En sjálfir hafa íhaldsmenn gleymt eða ekki skeytt um að fylgja þessum heil- ræðum. Þeir notuðu ekki tekjur góð- æranna til þess að létta skuldum af Reykjavíkurbæ, en sökktu bænum í þess stað í dýpra og dýpra skuldafen, þar til lánstraustið var glatað og hin hataða ríkisstjórn varð að koma til bjargar. Þeir söfnuðu heldur ekki í sjóð til hörðu áranna, því Jakob Möller lýsti því nýlega yfir á bæjarstjórnar- fundi í Reykjavík, að bæjarkassinn væri galtómur og engir peningar fyrir þendi til hjálpar nauðstöddum bæjar- búum. Öll stjórn íhaldsmanna á málefnum Reykjavíkur hlýtur fyr eða síðar að útrýma þeim misskilningi þeirra, að Reykjavíkurbær sé ekki annað en þeir sjálfir. Allt þetta hefði »Islendingur« meðal annars gott af að athuga. m m E m 2 2 Vetrarkápurnar margeftirspurðu teknar upp í dag. Kaupfélag Eyfirðinga. Vefnaðarvörudeild. Hiilliiillliiiiifiiililfflf

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.