Dagur - 15.11.1934, Blaðsíða 3

Dagur - 15.11.1934, Blaðsíða 3
132. tbl. DAGUR 361 ÓDÝR DVERGLAMPI er'ekki sá, sem kostar minnst, heldur hinn, sem minnstu eyðir, það er að segja lampi sá, sem gefur skæra birtu við lítinn raf- straum og þolir mikinn hristing. — SRAM dverglampar eru öðrum fremri. eigin reikning, en selt af'lann til söltunar og í bræðslu og hafa því s. 1. tvö ár og einnig þetta ár farið á mis við góðan hagnað af eigin soltun og síldarverzlun. Þó hafa þau öll árin gert meira en að bera sig. Þar er að vísu stjórn öll í bezta lagi og hagnýting á öllu góð, eins og vitanlegt er að á og þarf að vera. Þá hefir bæjarútgerðin í Hafn- arfirði gefið ýmsar upplýsingar í tölum, er nefndar verða. Þessi út- gerð er togaraútgerð og rekin fyrst með einum togara, en síðar tveimur. Atvinna á sjó á ári miðað við eitt skip hefir reynzt að vera kr. 117000.00, en atvinna í landi við fiskverkun um kr. 81000.00, og auk þess um 30.000 kr. vinna við viðhald skips, upp- skipun og útskipun kola og salts o. f 1., sem af útgerðinni leiðir. Auk þess hefir hafnarsjóður fengið auknar tekjur vegna út- gerðarinnar og bærinn a. m. k. um 15,000 kr. aukin viðskipti af því, sem hann leggur sjálfur fram beinlínis til fæðis skips- hafnar. Alls er talið að komið hafi inn til bæjarins vegna út- gerðarinnar og þá að langmestu leyti í vinnulaunum á síðustu 3— 4 árum um kr. 1200,000.00. Reikningsleg útkoma er þannig, að á útgerðinni tapaðist árið 1931 (en það ár töpuðu allir) kr. 80.- 000.00. 1932 tapaðist kr. 45.000,- 00, en þá voru afskrifaðar af eigninni um kr. 16.000.00. Árið 1933 var hagnaðurinn kr. 21.000.00, en þó einnig afskrifað- ar um kr. 16.000.00, og fram- kvæmdastjóri taldi líkur benda til, að þetta ár mundi verða svip- að, ef ekki kæmu óhöpp fyrir og fiskur seldist líku verði og áætl- að var í sept. s. 1. Það má því segja að Hafnar- fjarðarbær hafi tapað á útgerð- inni þessi ár um kr. 100.000.00 rnóts við þær kr. 1200.000.00, sem inn í bæinn hafa komið vegna hennar, ef litið er á tölurnar ein- ar. En vitanlega segja þær ekki allt, því vist má segja, að bæjar- félaginu hafi á óbeinan hátt auk- izt máttur við þessar aðgerðir, þótt hann sé eigi mældur eða veg- inn. Ef litið er nú til okkar hér og athugaðir möguleikar og tiltæk úrræði, með þessar upplýsingar f huga, þá blasa við nokkrar stað- reyndir, sem benda verður á. Af 34 manna áhöfn á togara fullyrða kunnugir menn, að Akur- eyri myndi að minnsta kosti fyrst í stað, ekki geta lagt til nema 18 menn. Hina þyrfti að fá að, en það eru þeir menn, sem að mestu leyti inna af hendi sérfræðileg störf á skipunum. Þessir 18 menn fæddu með sér vegna atvinnunn- ar á sjónum, 4 menn hver eða alls um 90 manns, og þá auðvitað að auki atvinnan í landi við fisk- verkunina o. fl. þ. h. Aftur á móti myndi Akureyri geta lagt til að mestu eða öllu leyti áhöfn á línuskip, en það eru 18 menn á hvert, á venjulegum þorskveiðum, segjum 16 menn héðan og fæddi hver með sér tvo menn vegna atvinnunnar á sjó eða 48 alls, og svo kæmi þá at- vinnan í landi til viðbótar. En nú er þess að gæta, að sennilegt má telja, að hægt væri að fá allt að því 3 línuskip fyrir eitt togaraverð og mætti því segja, að sama fjármagn og ligg- ur í einum togara og gæti hér fætt með atvinnu á sjó að m. k. 90 manns, myndi veita möguleika til þess að geta fætt vegna at- vinnu á sjó a. m. k. 140 manns, ef um línuskip væri að ræða, auk atvinnu í landi. Þegar nú þess er gætt, að ef byggja ætti afkomu útgerðarinn- ar á aðeins einu skipi, t. d. ein- um togara, sem gæti þá ef til vill þegar á fyrsta ári misheppn- ast veiði, því satt er það sem sagt er, að hætt er einu auga, þá gæti það haft hinar alvarlegustu afleiðingar, en aftur á móti haila ólíklegt að svo færi um t. d. 3 línuskip, að öllum gangi svo illa, að eitt geti ekki bætt upp annars halla. Og þar sem 3 slík skip hefðu litlu meira fjármagn í sér fólgið en einn togari og ef litið er á þá staðreynd, að línuskip eru hent- u.gri til síldveiða, en á þeirri út- gerð og veiði yrð afkoman að byggjast að verulegu leyti hér, þá þykir nefndinni sem verulega tryggari grunnur sé undir útgerð þeirri hér, sem ræki veiðiskip með t. d. 3 línuskipum en einum togara. Fyrir því leggur nefndin til, að keypt séu 3 línuskip, eitt á stærð við »Eldborg«, er Borgnes- irgar keyptu sl. haust, en.hún er um 200 brúttó smálestir að stærð og er ágætlega fallin til ísfisks- útflutnings, þar sem hún rúmar eins mikið og stærstu togarar, eða um 120—140 smálestir, og tvö smærri skip, 100—140 brt. smálestir að stærð. »Eldborg« kostaði um 115,000 kr. og fullyrt er af nákunnugum mönnum, að systurskip hennar, »Eldey«, myndi fást fyrir það verð eða minna, en það skip er enn óselt, eða var það að m. k. 25. sept. sl. Þessi skip eru talin framúrskarandi traustlega byggð og mjög hentug okkur, enda mjög ódýr á þetta verð. Þá er talið lík- legt af kunnugum mönnum, að fást myndu ágæt línuskip af 100 —140 brt. smálesta stærð, fyrir 75—100.000 kr. hvert. Mætti því ætla að þessi 3 skip væri hægt að fá fyrir um eða lítið yfir kr. 300.000.00, ef hygginda og hag- sýni væri gætt við kaupin og öt- ullega í þau ráðist. Það virðist ástæða til að geta þess að lokum, að ýmsir hafa haldið því fram, til sönnunar því, að erfið væri aðstaða Akureyrar til útgerðar, að þurrka þyrfti mikið, ef til vill mest af aflanum, syðra, því ekkí kæmi til mála, að flytja hingað til verkunar vertíð- arfiskinn sunnan úr Faxaflóa. — Þetta er að vísu rétt að slíkur flutningur kæmi naumast til mála, nema síðasta túr á vorin, er halda skyldi norður hvort eð væri. Um þetta hefir verið rætt syðra, meðal annars við útgerðar- stjórann í Hafnarfirði. Er hann þeirrar skoðunar, og fullyrti að að því væri nú unnið og óhætt væri á það að treysta, að komið yrði á þeirri miðlun í þessum efn- um, að t. d. Akureyrarskip gætu á vertíðinni syðra lagt upp afl- ann þar til verkunar hjá verkun- arstöð, er útgerð hefði, og Akur- eyri tæki aftur á móti sama fisk- magn til verkunar frá stöðinni af skipum, er veiddu hér nyrðra á vorin,- svo að hver staður fengi raunverulega að njóta þeirrar vinnu, sem framleiðslutæki hans veittu. Þetta hefir meginþýðingu fyrir okkur hér og ætti, þótt einhverj- ir annmarkar kynnu að verða á slíkum skiftum, að geta orðið vel Sandbreiðsla um götur bœjarins. Ég hafði ekki ætlað mér að láta bæjarmál til mín taka, en knýj- andi nauðsyn fær mig til að rjúfa þögnina, um það hvernig sand- urinn er borinn á götur bæjar- ins. Eins og öllum almenningi hér í Akureyrarbæ er ljóst, .eru það þrír menn, sem tekið hafa að sér að flytja mjólk þá, er mjólkur- samlag K. E. A. lætur fara með til kaupenda sinna, nemur þessi flutningur 3—4 vagn- eða sleða- hlössum daglega fyrir hvern. Það er því ekki nema eðlilegur hlutur, þó okkur, þessum mönnum, sé það viðkvæmt mál, þegar góðu akfæri er allt í einu spillt svo, með sandyfirbreiðslu, að lítt mögulegt er að komast um göt- urnar með hálffermdan sleða. Þannig var yfirbreiðslan í dag um Oddeyrargötu, Oddagötu og Þingvallastræti. Heiðraðir lesendur freistast nú ef til vill til að ætla, að ég meini að meira tillit sé tekið til okkar, framkvæmanlegt og yrði þá með því hrundið úr vegi einni aðal- mótbárunni, sem óneitanlega hef- ir haft við allveruleg rök að styðjast. Að öllu þessu athuguðu og vegna þess ástands, sem nú ríkir í atvinnumálum bæjarins, er þess að vænta að þeir, sem á annað borð leitast við að hugsa um ein- hver úrræði, sem verulega þýð- ingu hafa til framdráttar at- vinnulífinu hér í bæ, geti orðið sammála um það, að sú leið, sem tillagan bendir á, með þeim rök- stuðningi er að framan greinir, sé forsvaranleg og faranleg, og er þá eftir að sjá, hvort bæinn brestur nú mátt og menningu samtakanna til að bjarga sér. þessara »mjólkurpósta« og þeirra fáu annara, sem um götumar fara með hestæki, en allra hinna. Því fer fjarri að ég meini neitt slíkt. Sjálf sandbreiðslan er sjálfsögð þegar nauðsyn krefur, til að tryggja mönnum hættu- lausa umferð í hálku, en hún má ekki vera nein handahófsvinna, þannig, að í sitt skipti sé borið áhvom kant vegarins eða á miðja götu, og þá stundum þvert yfir alla götuna. Hún þarf að vera vel skipulögð, eftir hallalegu gatn- anna og ávallt framkvæmd af samvizkusömum mönnum, sem eru starfi sínu vaxnir. Og síðast, en ekki sízt, hún þarf að vera framkvæmd með það fyrir augum, að létta ok hinna mállausu, líðandi vinnu- dýra, hestanna, svo lengi sem um- ferð með hesta er leyfð í þess- um bæ. Um þetta síðasta atriði býst ég við að meiri hluti, ef ekki allir Akureyrarbúar, séu mér sam- mála. Ég skora því hérmeð á bæjar- stjórn, verkstjóra og alla þá, sem 1 framtíð vinna að sandbreiðslu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.