Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 1
LANDSBöKASAFN JV2'Í37í79 DAGUR kemur út á þriðjudögum, fimmtudögum og laugar- dögum. Kostar kr. 9.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga Gjalddagi fyrir 1. júlf. * * - •»< XVIII. -• •- •-•-• • •--•--< I. ár. | Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin viö ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. jvAktireyri 3. janúar 1935. 1. tbl. ¥ Liðna árið. Árið 1934 er »liðið í aldanna skaut«. Það hefir á margan hátt verið þungbær reynslutími fyrir íslenzku þjóðina og einstaklinga hennar. Að vísu hefir veðráttan verið einstaklega mild, en norð- austanáttin í nær allt sumar veitti mönnum á Norður- og Austurlandi þungar búsifjar, og er sú saga svo alkunn að hana þarf ekki að rekja hér. Hin miklu fóðurbætiskaup vegna hraktra og stórskemmdra heyja er þungur skellur fyrir landbúskapinn. Lágt verð á framleiðsluvörum bænda getur illa mætt þeim mikla kostn- aðarauka. Þá hefir og fleira komið til, sem þjakað hefir Norðlendingum. Hinir óvenjulega miklu jarð- skjálftar, sem gengu yfir á síð- altliðnu vori, gerðu hinn mesta usla á eignum ýmsra manna og ollu stórfelldu fjárhagstjóni. Þar við bættist svo sjávarflóð það á síðasta hausti, sem olli nýrri eyði- leggingu og stói’vandræöum, sem seint verður úr bætt. Á þenna hátt hafa náttúruöflin lagt í rúst- ir og sópað burtu verðmætum, er nema hundruðum þúsunda, ef ekki milljónum króna. Slík fjár- hagsleg sár verða ekki grædd á skömmum tíma. Á viðskiptahömlum þjóða á milli hefir engin linun verið á ár- inu. Þær hömlur koma þungt nið- ur á okkur íslendingum, af því að framleiðsla okkar er svo fá- brotin og einhæf, og við verðum því svo margt að sækja til ann- ara þjóða, sem við getum ekki án verið. Söluörðugleikar á íslenzkri framleiðslu hafa vertð miklir og um þessi áramót er mikið óselt af henni. Af öllu þessu leiðir, að erf- itt hefir verið að láta framleiðsl- una bera sig. Nýafstaðið þing hefir gert mikið til þess að tryggja aukna sölumöguleika á erlendum mark- aði og skipuleggja sölu á afurð- um innanlands. Var tíl alls þessa hin brýnasta nauðsyn. Fyrst varð að setja löggjöf um þetta efni. En vitanlega veltur mest á þvi, hvemig tekst að framkvæma lög- gjöfina. Undir því er farsæld þjóðarinnar að miklu leyti komin ( framtfðinni. Faðir minn, Stefán Stefáns- son, útvegsbóndi, Miðgörðum í Grenivík, andaðist á|Sjúkrahús- inu hér á nýársdag. Akureyri 2. janúar 1935. Hermann Stefánsson. □ Rún 5935168 - Hátsl.'. Frainlíðarhorfur. Um þessi áramót er þjóðin stödd í miklum vanda og margs- konar erfiðleikar steöja að. Á- standið er þannig, að erfitt eða nær ómögulegt er að segja, hvað framtíðin ber í skauti sínu. öll stærstu ríki veraldar eru lömuð af viðskiptakreppunni. Þar á ofan bætist hræðsla við stríð, æg'ilegra en nokkru sinni fyrr, þar sem ioft verði banvænt af eitri. Þjóð- irnar horfa með kvíða fram á leið. Hví skyldum við Islendingar vera þar undantekning? Við er- um einn lítill hlekkur í heims- keðjunni. íslenzka þjóðin er stödd í mikl- um erfiðleikum. Einn spyr ann- an: Ifvert stefnir? Enginn getur svarað, svo fullnægjandi sé. Eitt er þó víst: Miklir reynslutím- ar eru framundan. En mikill reynslutími getur verið og á jafn- framt að vera mikill lærdómstími. Við þurfum að vera menn til að horfast í augu við erfiðleika lífs- ins, læra af þeim og sigrast á þeim. Þeir einir, sem þora að horfast í augu -við erfiðleikana, eru líklegir til þess aö geta sigr- að þá. Mest er um vert að skilja breytingar tímanná og kunna að taka þeim á réttan hátt. En því megum við aldrei gleyma, að harðstjórn og grimmdarverk frelsa aldrei heiminn, heldur menntun, þekking, mannúð og göfgi. Það, sem við eigum að keppa að, er farsælt samfélag, þar sem enginn þarf að þjást vegna skorts á lífsnauðsynjum. Enginn þarf að fara varhluta af gæðum lífsins, sé rétt að öllu farið. Á þeim tímum, sem nú fara í hönd, þarf íslenzka þjóðin að vera vel vakandi: Nóg eru verk- efnin að leysa. Ný viðfangsefni hrópa á nýja menn með nýja þekkingu. Það vantar ekki menn í þau embætti, sem fyrir eru. (Frh. á 4. siftu). Ritfregn. íslenzkw þjóðhsettir eftir séra Jónas Jónasson frá Hrafnagili. — Eina-r ól. Sveinsson bjó undir prent- un. Reykjavík 1934. (Isa- f oldarprentsmiðj a). íslendingar hafa, sem víðkunn- ugt er, löngum verið mikil fræði- þjóð. Þeir hafa alla sína dagá verið þyrstir í fróðleik, einkum í sagnafróðleik og þjóðlegan fróð- leik yfirleitt. Þeir hafa verið sólgnir í.vitneskju um æfi for- feðra sinna og ættir þeirra og um atburði og tíðindi, sem gerzt hafa með þjóð vorri á liðnum ár- um og öldum. Fræða-iðkanir og svölun á fræðaþorsta hefir stytt feðrum vorum og mæðrum marga langa skammdegisstund, reynzt þeim bót á mörgu böli, huggun í mörgum harmi, varið þá leiðind- um í fásinni og fábreytni dag- legra starfa og afdalalífs. En veittust fræðistörf og fræða- nautnir þjóð vorri ókeypis, ólíkt því, sem títt er um flest vor verð- mæti og lífsins gæði? Var ekki á þeim ranghverfa? Hafa þau eigi sölsað um of undir sig orku frá félagslegum nauðsynjum, sem af þeirri sök var alls eigi bætt úr eða verr bætt úr en ella mundi? Át ekki fortíðin á þennan hátt krafta frá samtíð og framtíð? Er ekki líklegt, að sumum mestu hæfileikamönnum vorum hafi sézt yfir þarfir og viðfangsefni fyrir framan fætur sér, af því að alltaf var stanzað og staðnæmzt til að líta yfir farinn veg? Gleymdist það ekki meinlega í slíku ferða- lagi, að guð er ekki guð dauðra, heldur lifenda? Spurningar mín- ar og efasemdir má ekki skilja svo, sem ég geri lítið úr ræktar- semi við sögu vora og fornar minningar. Því má ekki gleyma, að hyggja verður að fortíðinni, ef vinna á samtíö og framtíð gagn. En öllu verður að stilla í hóf. Og stærra er að hugsa og skapa heldur en safna fróðleik og geyma gamla menning í minni. En svo virðist, sem þjóð vorri hafi löngum illa skilizt slíkt. Þó að fornsögu-höfundar vorir lýsi margir af snilli mannlegri sál, og þeir séu mannskiljendur, raunsæ- ir og djúpsæir, þá hafa fræði- menn vorir lagt meiri alúð við að safna, varðveita, muna heldur en hugsa, skilja, skýra. Þeim hefir verið annara að hrúga saman staðrevndurn heldur en tengja INýja-Bíól Sýnir í kvöld fimtudaginn 3. þ. m. Eg sfBfl um pig. Hin stórfenglega söngva- mynd með Jan Kiepura í aðalhlutverkinu. saman orsakaböndum staðreyndir og atburði. En fróðleikurinn einn fær áreiðanlega aldrei leyst þjóð vora úr álögum né fomeskju- ham. Og enn keppast lærðir og leikir við að fræða þjóð vora um sögu hennar og fortíð. Að vísu er enn óræktarsamlega hirt um sumar fornleifar vorar og sögumenjar, t. d. legsteina, búðatóttir og fom- ar rústir. Á hitt er kapp lagt, að geyma foi'tíðina í bókum, og er það íslendingum líkt. Bóklegum fróðleik um fortíð vora er nú hellt yfir landið. Þessi fróðleikur er vitanlega mis-merkilegur, mis- jafnlega frjór. En hann virðist smátt og smátt færast í lífrænna horf. Hann fjallar, fremur en fyrrum, um lífið sjálft eða færist því nær. Eitt hið skýrasta dæmi þessarar gæfuvænlegu þróunar á þjóðlegri fræða-iðkan er ný-út- komin bók, »Islenzbi.r þjóðhættir«, eftir séra Jónas Jónasson, um 500 blaðsíður, að meðtaldri efnis- og nafnaskrá. Samt fékk þessi góð- kunni menntaklerkur eigi lokið þessu mikla verki, áður en hann lézt, og er slíkt allt af raunalegt. Séra Jónas Jónasson hefir ver- ið eljumikill bókiðnamaður og stói-huga. Hann gegndi örðugum kennslustörfum og afskaplega tímafrekum, stórum timafrekari en ókunnugir fá að nokkru ráðið í af stundaskrá hans í skóla- skýrslum. Allt skólaárið hefir hann hlotið að eiga sára-fáar tómstundir. En sumarleyfið var þá langt, og það hefir hann not- að svikalaust og sérhlífnilaust.. Hann virðist verið hafa einn þeirra manna, sem hafði enga eirð í sér, gat varla dregið and- ann, nema hann gæti sífellt feng- izt við ritstörf, menntazt og menntað, fræðst og frætt. Er slíkt eitt andlegra fyrirmanna ein- kenni. Hann sökkvir sér, einkum á efri árum, sem margir góðir

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.