Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 2
2 DAGUR 1. tbl. íslendingar, á kaf ofan í fræði þjóðar vorrar og fortíð. En í fræðistundan sinni er hann ó- venju lifandi. Hann eyðir ekki tíma sínum í skýringar á ómerki- legum kveðskap né smámunalegar handrita rannsóknir. Hann kýs sér að viðfangsefni líf þjóðar vorrar, sem almenningur lifði því, rannsakar gervalla menning vora og siðu. Hann ætlar sér að semja á slíku í'ækilega lýsing og forða þannig deyjandi þjóðmenn- ingu vorri frá dauða gleymskunn- ar. Var þar mikið færzt í fang, eftir því sem háttað var vinnu- skilyrðum hans, þar sem hann bjó fjarri Landsbókasafni voru og var lýjandi skyldustörfum hlaðinn. Er nú svo komið, að þjóðleg vísindi verða naumast stunduð að gagni á voru landi nema í Reykjavík eða, að minnsta kosti, ekki án langdvalar þar. Eg kalla rit hans, hið mikla og ný- útkomna, lýsing, en ekki sögu, af því að slíkt þykir mér betur eiga við. Við lausleg kynni á þessari löngu bók hans virðist mér hann aðallega lýsa þjóðmenning vorri, sem hún var í bernsku hans, og rekja síðan nokkuð aftur, fi'am á 18. öld, stundum skemmra, stundum lengra, eftir því sem hann hefir heimildir til. Heitið á bók hans, »fslenzkir þjóðhættir«, er ágætlega valið, af því að menn- ing hverrar þóðar er að mestu fólgin í háttum hennar, siðum og venjum. Og hann sá og skildi réttilega, að ekki mátti dragast að semja slíkt verk. Vér lifum nú hið mesta menn- ingarrót, sem þjóð vor hefir nokkru sinni stýrt karfa sínum í. Allt breytist og byltist: verkfæri og venjur, siðferði og trú. Þar sem mannshöndin hélt áður um orfhælinn, draga nú hestar sláttuvélar. í stað hesta og handa vinna vélarnar sífellt meir og meir. Eitt hið skýrasta einkenni þessara miklu breytinga verður að telja það,að meiri hraði hefir færzt í líf og störf en áður. Dagleiðin gamla er orðin að klukkustundarferð. Núlifandi kynslóð hefir, sem viðurkennt er, meira gert fyrir land vort en allar kynslóðir hafa að saman- lögðu unnið fyrir það, síðan það var byggt. Táknræna mynd af slíku má sjá á sumum jörðum vorum, er setnar eru með fram- kvæmd og framtaki, t. d. á einu helzta höfuðbóli og elzta menn- ingarsetri Eyjafjarðar, Munka- Þverá. Núverandi ábúandi henn- ar og eigandi, Stefán Jónsson, hefir án efa bætt þetta forna stórbýli meir heldur en þeir hafa gert með tíu alda iðju og yrkju samanlagðri, allir höfðingjarnir, goðar, ábótar, sýslumenn, lög- menn og klausturhaldarar, sem þar hafa búið síðan á dögum Ingjalds Helgasonar magra, sem þar nam land. óðalsbóndinn á Munka-Þverá nýtur nú meiri þæginda á þessu forna fræða-óð- ali, með símstöð þess og útvarps- tækjum, bílveg heim í hlað og storkureistu íbúðarhúsi, raflýstu, rafhituðu, björtu vg loftgððu, heldur en mesti auðmaður lands- ins og einn æðsti embættismaður þess, Magnús lögmaður Björns- son, faðir Vísa-Gísla, bjó þar við á sinni tíð. Séra Jónas Jónasson skiptir bók sinni í kafla, sem lög gera ráð fyrir. Sú flokkun fer eftir skipting á menning og hversdagslífi þjóðar vorrar í þáttu eður atriði. Hver menning- arþáttur er fólginn í venjum, sem á var minnzt, starfsvenjum, nautnaven j um, hvíldarven j um, hugsunarvenjum, trúarvenjum o.s. frv. Hann hefur fyrsta kafla á daglegu lífi og byrjar á fótaferð. Því næst lýsir hann kvöldvökun- um og ljósmeti. Kveldvökur vor- ar hafa áreiðanlega verið ein hin frjóasta menningarvenja vor, þótt ég hyggi, að menning sú, er þær gróðursettu, hafi ekki rist eins djúpt og margir virðast ætla. Þá er gerð grein fyrir rúmföt- um og fatnaði karla og kvenna, æðri og óæðri. Höf. skýrir frá hreinlætisvenjum — eða öllu held- ur þeim hinum ótrúlega óþrifn- aöi og sóðaskap, sem íslendingar höfðu vanizt og þeir undu við öld eftir öld. Þá er greint frá matarhæfi, á hvaða fæðutegund- um alþýða nærðist, hve mikið var skammtað, hvernig háttað var þeim ílátum, er menn snæddu úr, hvernig maturinn var soðinn eða tilbúinn o. s. frv. Vér erum fræddir um gömul húsgögn og búsáhöld, og flytur bókin myndir af þeim, t. d. mjólkur- byttu, strokk, bullu, keraldi, ausu, sleif o. fl. Talin eru vinnu- brögð manna vetur, sumar, vor og haust, og þar sögð deili á sauðburði, fráfærum, seljum og seljavist, kaupstaðaferðum og slætti, rakstri, heyþurrk og hey- bandi. Þá koma haustannir' og vetrarstörf. Þar skiptir höf. vetrarvinnu í fjárhirðing og tó- vinnu. í þeim kafla eru ágætar myndir, t. d. af lyppandi konu, af lárum o. fl. Höf. gleymir ekki skepnunum né meðferð lands- manna á þeim né nytjum þeirra af þeim. Er kaflinn um sauðféð einna gleggstur og nákvæmastur, að mér viröist. Þar eru líka frá- sagnir af stekk, réttum, nátthaga, færikvíum, sem nú er flest horfið, nema ef til vill á afskekktustu stöðum. í siðari hluta bókar sveiflar höf. sér upp í æðra veldi og leiðir lesendum fyrir sjónir hátíðir og tyllidaga, eða leitíist við það. Hann hermir frá venjum við íæðingar, uppeldi á börnum og uppfræðing sem hann kallar svo. Þá fjallar þessi mikla bók um meðferð á líkum, um jarðar- farir, trúarlíf, siðgæði og hug- myndir um annað líf. Auðvitað hafa klerkinum Jónasi Jónassyni ekki gleymzt trúlofanir, brúð- kaupsveizlur né hjónavígslur. Einn síðasti þátturinn rekur og rannsakar ,»heiðnar menjar«, er enn má finna í hugsanafari al- þýðu. Þar eru nokkur skil gerð forlagatrú þjóðar vorrar, sem drottnar í fomsögum vorum og hvað mest í þeim, sem af mestri íþrótt eru samdar og skrásettar. Lifir hún enn, að einhverju leyti, í oss flestum, ef vér höfum nokkra trú. Loks er drepið á hjá- trú á ýmsum stöðum, sem eigi verður vítalaust farið fram hjá, nema eitthvað sérstakt sé þar að hafzt, sem vera á varnarráð gegn slysum og óhöppum. Ber margt furðulegt og íaránlegt á góma, þar sem sagt er frá hjá- trú fólksins og hugarburði þess og draumórum um annað líf. Það má marka af þessu efnis- yfirliti, þurru og lauslegu, að það er um auðugan garð að gresja í þessari miklu bók. Og fróðleik- ur hennar er þroskavænlegur, af því að hann með þægilegu móti laðar til samanburðar á æfi þjóð- ar vorrar, kjörum hennar og líð- an, fyrr og nú. Á öllum miðöld- um og myrköldum hafa menn gert sér margt til gamans »geöi þungu að kasta«. Þó að mikill væri þrældómurinn á heimilunum, þá skemmtu menn sér á vökun- um, sögðu sögur, draugasögur, huldufólkssögur, útilegumanna- sögur og æfintýr af kóngi og drottning-u í ríki sínu. Slíkir ljúf- lingsdraumar í æfintýragervi sýna, að þau sönnuðust í dimmustu moldarkofunum á drungalegustu draugatímum þjóðar vorrar, þessi vorbjörtu vonarmál Davíðs Stef- ánssonar: »Hjartað á sinn helgilund, hugurinn blá og opin sund«. Og menn kváðu vísur og rímur og skanderuðust. Og án efa hefir æskan, bæði meyjar og sveinar, skemmt sér dátt á vikivökunum. Þar voru, ásamt dönsum og söng- um, leiknir margvíslegustu leik- ar, einkum hjúskaparleikar. Og mikið var um veizlur, bæði brúð- kaupsveizlur og erfidrykkjur. Veizlurnar hafa án efa með fram sprottið af því, hve »fölvar nauðir« og skortur surfu fast að og héngu jafnan sem brugðinn brandur yfir öllu lífi og lands- lýð. Þessar miklu samdrykkjur voru . lifsvarnarráð, hjartastyrk- ing í hinni ótrúlegnstu eymd og ánauð. í bók séra Jónasar má sjá, að margt hefir verið um fagnað og dýrðir í veizlum þessum, þótt ekki væri þær fágaðar, er vér virðum þær fyrir oss á sjónarhól vorra daga. Brúðkaupsveizlur voru vanalega nokkra daga. En á milli þessara ■ hvíldar- og gleði- stunda er lífið óslitin harka, bæði við menn og málleysingja, börn og fullorðna. Og lægsti lýðurinn — og hann var fjöhnennur — vinnuhjú, beiningamenn og niður- setningar, hafa að líkindum öðl- azt litla hlutdeild í þessum fagn- aði. Fátt blöskrar manni meir á lestri bókar þessarar en meðferð á hvítvoðungum. »Húðleysur hafa víða kvalið börnin ákaflega, eink- um þar sem sóðar áttu í hlut og mikið var að gera. Enda varð kerlingunni, sem var að þvo barn- inu, ekki annað að orði en: »fúið er þetta«, þegar hún var að myndast við að þvo því við eyrað, og eyrað valt upp í lófann á henni (munnmælasaga)«. Börn- in hrundu líka niður í hrönnum, og fólkið trúði því, að slíkt væri eðlilegt, »væri hlutur, sem ekki yrði við ráðið« (bls. 269). Og vinnuharkan var afskapleg, ekki eingöngu um sláttinn, heldur og að vetrarlagi. Þá urðu margir að leggja á sig vökur við prjóna- skapinn. »En aldrei var þó ham- azt eins og vikuna næstu fyrir jólin, því að bæði var þá hvíldin í vonum, og svo þurfti að koma svo miklu í kaupstaðinn, sem hægt var, til þess að skuldin í búðinni stæði ekki fram yfir ný- árið«. Þá setti fólk »vökustaura«, sem kallaðir voru, á augnalokin »til þess að sofna ekki út af. Staurarnir eða augnateprurnar voru gerðar úr smá-spýtum ámóta stórum og eldspýtur gerast nú á dögum. Stundum voru og notuð baulubaun úr þorskhöfði cða eyruggabein úr fiski. Var skorið inn í beinið eða spýtuna til hálfs, en haft heilt hinum meg- in, og gerð á lítil brotalöm og skinninu á augnalokinu smeygt inn í lömina. Stóðu þá endarnir í skinnið, og var þá mjög sárt að láta aftur augun« (bls. 118). Er slíkt eitt dæmi þess, hvílíkt harð- ræði og kvalræði landsbúar á fyrri öldum bjuggu við. Og önn- ur aðbúð var víða að sama skapi. »Hálfgerður eða algerður sultur var þá svo almenn lenzka, að það " var ekki tekið til þess« (bls. 129). Og kaupið var lágt, bæði að fornu og nýju. Og húsakynni og óþrifn- aður voru óskapleg, og áttu húsa- kynnin að nokkru sök á því. Menn dæi nú á dögum, ef þeir ættu að hafast við að staðaldri í Nýju Rósarsápa, Möndlusápa, Baðsápa, Pálma- sápa, jafnast fyllilega á við beztu erlendar sápur. — Biðjið um Sjafnar handsápur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.