Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 4

Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 4
4 DAGUR 1. tbl. hans. Rryddar hann einatt lýs- ingar sínar gaxnanyrðum og kímni. Málfar hans er lipurt og Jifandi, sundurgerðar- og tiidurs- laust, yfirleitt vel íslenzkt. Þó bregður þar fyrir danósa orð- tækjum, en ekki verða talin mik- il brögð að því. Hjá danósa ís- lenzku fáum vér fæstir komizt nú á dögum. Höf hefir mikið vald á tungu vorri. Hann hefir á tak- teinum urmul orða, sem eðlilegt er um jafn-minnugan mann og víðlesinn um alþýðleg fræði og þjóðleg rök. Hann er gæddur all- mikilli lýsingaorku, einkum á ut- anverðri menningu, verkfærum og hlutum. Samt sópar ekki mjög að stíl hans, og hann er ekki á neinn hátt sérkennilegur. Þótt ég hafi — að vísu fljótlega — farið yfir þessa löngu bók, treystist eg ekki að lesa úr henni nokkra málsgrein og fullyrða um hana: »Þetta hefði enginn getað skrifað nema séra Jónas«. Hann skortir og annað einkenni stíl-listamanns: Hann gengur naumast þannig frá nokkurri setningu, að hún greyp- ist, sem spakmæli eða smellið vísuorð, ósjálfrátt í minni. ósjálf- rátt finnst mér, aö þessum fjöl- fróða menntamanni og virðingar- verða hæfileikamanni hafi verið of létt um að orða og færa í letur. Mér finnst—einnig ósjálfrátt —, A áramótum. (Frh. af 1. síðu). Lækna-, lögfræðinga- og presta- efni eru fleiri fyrirliggjandi en þjóðin þarfnast. En það vantar vel menntaða menn á öðrum svið- um, sérstaklega á kaupsýslu-, ut- anríkismála- og framleiðslusviö- unum. Inn í framleiðsluna þarf að veita straumum menntunar, tækni og þekkingar. Allir umbótamenn landsins verða í framtíðinni að þoka sér fast saman um sameiginleg átök til þess að hrinda þjóðfélaginu fram til meiri þroska og full- komnunar og til mannbætandi starfa. í því trausti að það megi tak- ast, býður Dagur öllum landslýð Gleðilegt nýfár. Lárus H. Biaruasou, fyrrverandi hæstaréttardómari, andaðist í Reykjavík á snnnudag- inn var. Fæddur var hann 27. marz 1866 í Flatey á Breiðafirði og var því 68 ára að aldri. Foreldrar hans voru Hákon Bjarnason kaupmaður og kona hans Jóhanna Þorleifsdóttir. Lárus tók stú- dentspróf við Reykjavíkurskóla 1885 og tók lögfræðispróf frá há- skólanum í Kaupmannahöfn vorið 1891. Sama ár var hann settur málaflutningsmaður við landsyf- irdóminn og ári síðar settur sýslumaður í fsafjarðarsýslu. Ár- ið 1894 var hann skipaður sýslu- maður í Snæfellsnes- og Hnappa- dalssýslu og varð síðan forstöðu- maður lagaskólans 1908 og árið > ♦ • • •-•-♦-♦ •-•-•-' sem hann hafi því sloppið um of við meðgöngutíma og fæðingar- hríðir. Enginn nær fullkomnum tökum á tor-numinni list málfars og orða, nema hann, að minnsta kosti í byrjun, berjist við óþjált efni og tor-orðaðar hugrenning- ar eða hugsanir, og orðunin sjálf sé honum í senn erfiði, leikur og þolinmæðiraun. Dr. Einar ólafur Sveinsson hefir annazt útgjöf á bókinni. Af gömlum kunnugleik á hon- um þykist eg vita, að hann sé til slíks vanda ágætlega fall- inn. Samt þykir mér efnisskráin ekki eins fullkomin og vei-a þyrfti, og er slíkt ekki ný bóla um íslenzkar bækur. Englending- ar ættu að verða oss fyrirmynd í þessu efni. í efnisskrá íslenzkra þjóðhátta finn eg t. d. ekki slík atriðisorð sem skjá, vcbðberg, bú- smala (— mjólkurær), nábjargir og mörg önnur orð, sem öll eru vel skýrð í bókinni og of langt yrði að telja hér. En íslenzku- kennarar þurfa að geta flett slík- um orðum jafnfljótt upp í bók þessari og slíks er kostur í hand- hægri orðabók. ísafoldarprentsmiðja á þakkir skilið fyrir útgjöf á þessu merki- lega stórvixki og vöndun til þess á allan hátt. Sigwrður Guðmundsson. 1911 pi-ófessor við háskólann í Reykjavík. Árið 1919 varð hann dómari í hæstarétti, en lét af því embætti fyrir nokkru vegna heilsubrests. Áxúð 1904 var hann skipaður í milliþinganefnd í kirkjumálum og í millilanda- nefndina 1907. Einnig var hamx formaður í milliþinganefnd 1924 um sparnað í ríkisrekstri. Kona hans var Elín Pétursdóttir amt- manns Havsteen, og missti hann hana um aldamótin eftir fremur stutta sambúð. Hann var þing- maður Snæfellinga frá 1901— 1907, konungkjörinn þingmaður frá 1909—1911 og 1. þingmaður Reykvíkinga 1912—13. Af þessu stutta yfirliti má sjá, að L. H. B. var við margt riðinn um dagana, enda var hann gáfu- og hæfileikamaður meira en í meðallagi. f hinni fyrri flokkaskipun var hann heimastjórnaxmaður og kvað mikið að honum í þeim flokki sem annarstaðar. Nýlátinn er í Reykjavík síra Guðm. Guðmundsson frá Gufudal. Hann var kvæntur Rebekku Jónsdóttur, Sig- urðssonar, alþm. á Gautlöndum, og fað- ir Haralds Guðmundssonar ráðherra og þeirra systkina. Síra Guðmundur var orðlagður gáfu- og mælskumaður. Hann var allmjög hniginn að aldri. Iðnpróf. Nýlega hafa tveir iðnnemar lokið prófi hér i bænrnn. Ágúst Halb- laub í vélsmíði með aðaleinkunn 5,0. Hefir hann verið nemandi hjá véla- verkstæðinu Odda hér í bæ undanfarin 4 ár. — Kjartan Magnússon í húsa- smíði með aðaleinkunn 4,8. Hefir hann stundað nám síðustu 4 ár hjá Ágústi Jónssyni trésmiðameistara í ólafsfirði. Hæsta einkunn við iðnprðf er 6t0, Tilkynning. Hérmeð tilkynnist heiðruðum viðskiptavinum vorum, að verðið á h r á o 1 í u lækkar frá og með 1. janúar 1935 um 1 eyri kílóið og verður jafnframt gefinn 10 prc. afsláttur af verðinu við staðgreiðslu, enda sjáum vér oss ekki fært frá þessum tíma að veita gjaldfrest á þessari vöru. Akureyri, 31. desember 1934. H.f. Shell. - Qlíuverzluii íslands h.f. Gilkynning- Vegna óvenjulega mikilla örðugleika á að innheimta skuldir hjá viðskiftavinum vorum, tilkynnist hér með að allir þeir, sem eiga óumsamda skuld hjá einum eða fleirum uin nýjár 1935, mega búast við því, að fá ekki vinnu afgreidda hjá oss, nema þeir greiði skuld sína fyrir 31. janúar, eða semji um hana. Akureyri 30. desember 1934. Járnsmiðir og Vélsmiðir. Serva er nýjasta eldavétin á markaðnum. Húu hetir alla beztu kosti hinnar ágætu Aga- eldavélsr, en kostar aðeins brot áf hennar verði. — SERVA er sérstakiega sparneytin og brennir öllum eldi- við. A'lar húsmæður þurfa að kynnast þessu ágæta áhaldi. — SERVA- eldavélin er f notkun og til sýnis f NýjU maíSÖIunnÍ, Hafnarstræti 102, Ak- ureyri, sími 173. Emnig er hægt að tá uppiýsingar bjá Sveinbirni Jóns- syni byggingameistara. Umboð fyrir ísland: JÓN LOFTSSON heildsali, Reykjavík, Matreiðsliiflaiflsheið held eg í Nýju heimabökuninni frá 7. —21. jari. n. k. kl. 4 — 7 síðd. Talið við mig sem fyrst; Elínborg Finnbogadóttir Saumanámskeiö hefi eg áformað að byrja 14. þ.m., ef Guð lofar. Kenni allskonar kven- og drengjafata saum, flos og fl, hannyrðir. Stelania Georgsdóltir, Norðurg. 4. Jörðin og Skógar i Glæsi- bæjtrhreppi er ábúðar í næstu laus til kanps fardögum. Heyfengur er í meðalári: taði 140 hestar, úthey 150—200 hestan Útbeit góð. Mjólkursölu möguleikar. Nánari upplýsingar gefur Eiríkur Stefánsson eða eigandi jarðarinnar, Svantriður Bjamadóttir, Ringvallastræti 4, Akureyri. Rauða-Kross Deild Ahureyrar ráð- gerir að halda mikla jólaveizlu í Sam- komuhúsinu á sunnudaginn kemur, sem er síðasti eða 13. jóladagurinn. Verður þar sameiginlegt mötuneyti og dansað fram eftir nóttuxmi. Vonandi fjölmenna hæjarbuar til að styðja gott málefni, Sundmet. 7. des. síðastl. viðurkenndi stjórn 1. S. 1. met á 100 stiku bring-u- sundi kvenna, er Anna Snorradóttir Sigfússonar setti á sundmóti, sem háð var fyrir Norðlendingafjórðung hér á Akureýri 16. sept. s. 1. Anna er korn- v.ng stúlka, varð 14 ára daginn sem hún setti metið. Er hún sérstaklega efnileg sundkona, og haldi hún áfram að æfa sig af kostgæfni, mun hún óef- að slá fleiri sundmet á næstu árum. Jólatrésfagnaður bamastúknanna »Sakleysið« og »Samúð« verður haldinn í Samkomuhúsinu laugardaginn 5. þ. m. og hefst kl. 4Vz stundvíslega. Allir meðlimir stúknanna eru vel- komnir á skemmtunina. Aðgöngumiðar kosta ekkert, en allir þeir, sem eiga ógreidd gjöld, verða að greiða þau um leið og’ þeir sækja aðgöngumiða sína, en þeir verða afhentir í stúkustofunni niðri í Skjaldborg á föstudaginn kl. B —7 síðd. en EKKI við innganginn. Ritstjóri: Ingimar Eydal. Fréttaritstjóri: Sigfús Halldórs frá Höfnum. Prentsmiðja Odds Rjörnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.