Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 03.01.1935, Blaðsíða 3
1. tbl. DAGUR 3 slíkimi híbýlum. »Rakinn var aðir á ölmusubænum. Séra Jónas verstur, svo að allt rann út í segir frá karli einum vestur undir slaga, einkum þar sem rigninga- Jökli, sem var bjargálnabóndi í samt var. Láku húsin eins og sinni sveit. Hann flakkaði um hrip í rigningum«. — — »Þetta Húnavatnssýslu ummiðbik síðustu gerði allt megnasta óloft í bæina, aldar. Hann haföi reiðingshest í enda verður útlendingum jafn- togi og jafnvel tvo síðustu árin, tíðræddast um það í bókum sín- og »bað beininga og aflaði vel«. um, sem von var til. Rakinn »Hann þáði bæði ull, smér, vað- feygði og ýldi loftið. Þá bætti það mál og peninga«.Hann þuldi raun- ekki til, sem sumstaðar var siður, ir sínar og fátækt fyrir Húnvetn- að hafa forir á hlaðinu, nálægt ingum, kvað konuna í rúminu, bæjardyrum, og ræsi fram öll göngin og út í forina, til aö flytja lekavatn, og svo var þá hellt í ræsiö því, sem til féllst í bænum og út átti að fara. Það var nú tíð- ast sunnanlands. Þá var og títt við sjóinn að hafa tunnur í bæj- ardyrum með lifur og grút og slógi«. óloftið varð óskaplegt »sumstaðar í baðstofunum«, enda voru þær oftast heldur lágar, og brast því mikið loftrúm. »Þar sem kýr voru inni eða sauðkind- ur, bætti það ekki um, einkum kindurnar«. Ljósreykur var mik- ill, »svo að baðstofur voru allar svartar uppi í, og blátt hryðjað- ist upp frá brjósti þeirra, er inni voru, enda var oft eins og þoka í baðstofum uppi af reyk. Svo barst fúaloftið, rakt og rotnað, framan úr göngunum, og þegar kalt var inni, rann allt út í slaga. Aldrei var hægt að opna glugga, nema þegar skjánum var kippt úr til þess að hrinda út snjó« o. s. frv. Þessi sýnishorn úr bók séra Jónasar ættu að duga til þess, að lesendur sjái, að hún flytur ekki dauðan fróðleik á blaðsíðum sín- um. En áður en ég lítilsháttar ber saman liðnar tíðir og líðandi tíð, vík ég að,,hversu ráðið var fram úr atvinnuleysi fyrri alda. Atvinmdeysingjar voru látnir flakka. Er kaflinn um orlofsferð- ir og flökkulýð einkar-skýr og lifandi. Hefði þó átt að segja miklu gerr frá þessum mikla vandræðalýð og drottins ölmus- um. Hér bíður skemmtilegt verk- efni listræns rithöfundar, að taka þar við, er séra Jónas Jónasson þraut. »Kóngsins flækingar« var í raun réttri löghelgað heiti á þessum fóstrum volæðis, virðinga- leysis og allsleysis, því að Krist- ján konungur 3. skipaði svo fyr- ir, að snauðir menn yrðu að vera á flækingi. Þótt þessir atvinnu- leysingjar ættu ekki eins mikið undir sér og þeir eiga, sem betur fer, nú á dögum, áttu þeir það til, aö gerast bæði hortugir og heimtufrekir. Þessir förumenn voru geysi-ólíkir, enda fóru þeir á verðgang af næsta ólíkum hvöt- um og ástæðum. Sumir voru hin- ir þörfustu, t. d. bóksalar. Af því að þeir buðu bækur til kaups, að kalla, á hverjum bæ, var miklu meir keypt af bókum en gert hefði verið án þessara einkenni- legu verzlunarferða. Sumir voru letingjar og dáðleysingjar, sem engu nenntu.brast sómatilfinning, og kusu sér því flakkið eður sjálft iðjuleysið að atvinnu. Þeir voru og ekki allir blá-snauðir, sem flakk og fjárbænir veittu lífsvið- urværi. Sumir urðu jafnvel efn- »börnin sjö, sitt á hverju árinu og ekkert til að klæða þau eða fæða«. »Hann endaði með (ís- lenzkulegra: á) því, að kaupa jörðina, sem hann bjó á«. At- vinnuleysisstyrkurinn mikli, verð- gangur og förumennska, hefir verið mis-notaður þá sem nú. Ýmsir þessara flækinga voru aumingjar eður á einhverja lund vankaðir, kunnu enga vinnu eða gátu ekki unnið, sökum heilsubil- unar, eður enginn fékk, sökum örðugra skapsmuna, tjónkað við þá né tætt. Örðug æskukjör og illt uppeldi hafa oft átt sök á slíku, svo að, ef til vill, má kalla ömurlegt hlutskipti þeirra og ó- hamingju þjóðfélagsins sök. Þess þarf naumast að geta, að eg tel þessi úrræði liðinna alda á at- vinnuleysi og böli, sem því ávallt fylgir, enga fyrirmynd. Eg gat þess, að »lslenzkir þjóð- hættir« ýttu til samahburðar á þjóðfélagi voru áður og nú. Þá er eg hljóp fyrst yfir þá, flugu mér í hug orð Wagners í Faust eftir Goethe, að gaman væri að renna sér ofan í anda liðinna tíma til þess að skoða, »wie wir’s dann zuletzt so herrlich weit ge- bracht« (o: hve langt vér erum nú að síðustu komnir áleiðis). En samanburður á fortíð og samtíð er næsta varasamur og viðsjáll. Það er ekki auðvelt verk, að bera saman líðan manna né kynslóða. Nákvæm mælitæki vantar og verða víst seinan fundin. Það bregzt oftar en varir, að góð lífs- skilyrði að utan, þægilegur- efna- hagur og vistleg híbýli veiti njót- anda sínum sælu hugar og hugar- ró. Sífellt vaxa þarfir og lífs- kröfur. Vellíðan manna fer ekki svo mjög eftir, hvað þeir hafa efni á og hvað þá skortir, sem eftir hinu, hve hann er langur eða skammur, spölurinn í milli óska þeirra og langana annars vegar og raunverulegs hags þeirra og að- búnaðar hins vegar, og hve sterk- lega þeir finna til slíks. Því er vel hugsanlegt, að karl og kerling í koti sínu eigi meiri vellíðan að fagna, njóti dýpri lífsgleði og á- nægju heldur en kóngur og drottning í ríki sínu og háreystri höll. Það er engan veginn víst, að eftirsóknarvert sé, að koma kot- ungsdótturinni í drottningarsess. , En hvað sem líður lögum hugar- sælu vorrar, verður að telja það víst, að fullnæging á nokkr- um frumþörfum mannlegs lífs sé óhjákvæmilegt vellíðunarskil- yrði. Svangur og kaldur getur tæpast látið sér vel líða. Þarfir á fæði og klæðnaði, hita og húsa- skjóli, nokkurri gleði og nægum svefni verða ekki niður þaggaðar, Hið mikla Ijósmagn hefir geri OSRAM-lampann heimsfrægan. hinn Ijósskæri. Biðjið þess vegna um gasfylta OSRAM-lampa. nema með nokkru eftirlæti við þær. Því verður naumast með rökum neitað, að þessum megin- þörfum er nú almennt ríkulegar fullnægt en nokkru sinni fyrr í sögu lands vors. Að vísu brjótast gömul mein út annarstaðar á þjóð-líkamanum, er þau eru skor- in af einu líffæri hans. Nýrri menningu fylgja, sem dauðinn og skugginn mönnunum, nýir félags- sjúkdómar. Lækninga-tilraunir á þeim virðast margar harla tví- sýnar, er til lengdar lætur. Samt er almenn vellíðan vor á meðal meiri en dæmi eru til áður á voru landi. Meinin gerast vægari en fyrrum, þótt illa verki í þau enn. Það er ótrúlegt, að nokkur kunnugur óskaði sér aft- ur liðinna alda og lífsskilyrða eða vildi skipta á nútíð þjóðar vorr- ar og fortíð. Vér verðum að nokkru að taka hér undir með Matthíasi: »Andinn sér, aö verki lífsins munar, sér hann þynnast, þennan kynjavak. Mikil bók og long, sem »íslenzk- ir þjóðhættir«, er unnið hefir ver- ið að f jölda ára, verður eigi rétti- lega rýnd né metin, nema menn hafi notað hana langan tíma, eða þeir séu því sérfróðari um efni hennar, sem hana meta. En slíku er ekki fyrir aö fara, þar sem eg er. Grein minni er og aðallegaætl- að að vera ritfregn, en ekki rit- rýni. En sitthvað kannast eg þar viðfrá æskudögum, og virðist mér höf. segja þar skýrt og rétt frá venjum og verkfærum. Þó hnaut eg um eitt atriði, nauða smávægi- legt að vísu, svo að nær engu skiptir. Höf. minnist á klukku- leysið.1) Hér í Saurbæjarhreppi atti enginn úr milli 1860 og 1870 ’) Eg þekki embættismarm, sem enn er nokkuð innan við sextugt, er eignaðist ekki vasa-úr fyrr en \ skömmu síðar en hann lauk háskóla- prófi í JCawpmannahöfn, nema presturinn og Páll bóndi Steinsson á Tjörnum í Eyjafjarð- ardal (faðir Pálma Pálssonar, yf- irkennara). En eg efa, að menn hafi verið svo naskir að vita,hvað tímanum leið, sem mér virðist höf láta í veðri vaka. Að minnsta kosti var smölum ekki alltaf trú- að til slíks í bernsku minni. Hvít línvoð var breidd á baðstofuþak- ið, þáer smali skyldi halda af stað úr hjásetunni með kví-ær heim til mjalta. Og sama segir granni minn, Snorri skólastjóri Sigfús- son, að verið hafi siðvenja í Svarfaðardal. En ekki hefi eg fundið, að höf. geti þessa í bók sinni. Stafar ekki óstundvísin, ís- lenzka og alkunna, með fram af klukkuleysinu, og af því að mönn- um varð skotaskuld úr að finna af brjóstviti sínu, hve framorðið var? En sleppum slíkum hégóma. Höfuðgildi bókarinnar er fólgið í því, að hún geymir stórmerkileg- an fróðleik um liðið þjóðlíf vort og skýrir hugmyndir vorar um horfna menning vora eða hverf- andi. í henni má finna óvenju lif- andi skýringar og glöggvar á ýmsum orðum og- orðtækjum tungu vorrar. Enginn móðurmáls- kennari má vera án »fslenzkra þjóðhátta«. Því er samt ekki að leyna, að víða er fljótt yfir ,sögu farið, einkum í seinni hlutanum, er mér virðist hafa að mun verr tekizt en fyrri hálfa hennar. Stafar slíkt, ef til vill, af því, að þar hefir verkinu verið lengra á veg komið. Kunnugir láta mjög af vitsmunum séra Jónasar, og hann hefir áreiðanlega verið raun- gleggri á mannlegt líf en gengur og gerist. Því hefði mátt búast við spaklegri hugleiðingum í þess- um þáttum en þar verða fundnar. En allt af ber að hafa í huga, að hér ræðir, af höfundar hálfu, um ófullnað verk. Bókin er í því ólík ýmsurn fræðibókum vorum, að hún er víða skemmtileg. Höf hefir verið skopvís, sem ráða má af sögum

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.