Dagur - 10.01.1935, Page 1

Dagur - 10.01.1935, Page 1
D AGUR Ktmui' út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. ‘Afgreiðslan ©r hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIII. ár i Akurcyri 10. janúar 1935, 2. tbl. Tilkynning. útgáfustjórn »Dags« hefir tek- ið þá ákvörðun, að blaðið komi fyrst um sinn aðeins einu sinni út í viku. Jafnframt lækkar verð blaðsins, meðan svo stendur, nið- ur í 6 kr. árgangurinn. Þessi breyting á blaðinu er gerð vegna fjárhagsörðugleika. Stækk- un blaðsins á síðasta ári hafði vitanlega í för með sér stórlega aukin útgjöld, en tekjurnar hafa ekki vaxið að sama skapi. Af- leiðingin hlýtur að vera fjárhags- halli, sem verður að stemma stigu fyrir. Það er auðskilið, að útgáfa blaða, eins og rekstur annara fyr- irtækja, gengur örðugar á erfið- um tímum, eins og nú eru, held- ur en þegar góðæri er. Það þarf því enginn að kippa sér upp við, þó að »Dagur« dragi saman segl- in í bili, jafnhart og nú er í ári. Strax og ástæður leyfa, mun blað- ið færast í aukana aftur. Frá bæjarstjórn. Á fyrsta bæjarstjórnarfundi ársins, 4. þ. m., urðu einna mest- ar umræður um 2. lið í einni fundargerð fjárhagsnefndar af þremur, er.lágu fyrir fundinum. Var þar þess getið, að Tunnu- verksmiðja Akureyrar ætlaði sér eigi að nota ábyrgðarheimild bæj- arstjórnar, er fengin var til þess að starfrækja verksmiðjuna, sök- um þess að fél. hefði eigi tekizt að tryggja henni vinnufrið. Lagði nefndin því til að bæj- arstjóri leitaði leigukjara á verk- smiðjunni, ef bæjarstjórn sýndist að láta bæinn sjálfan smíða tunn- umar, og þá sömul., að bæjar- stjóri leitaði samþykktar verk- lýðsfélaga bæjarins um að hindra ekki vinnu þeirra, er vildu vinna að tunnusmíði, eða öðrum at- vinnubótum, séu þær reknar þannig, »að i vinnulaun sé greitt það, sem vinnan gefur af sér, eða m. ö. o. sá tekjuafgangur, sem eftir verður þegar allur reksturs- kostnaður við fyrirtækið, annar en vinnulaun, hefir verið greidd- ur. Jafnóðum og vinnan hefir* verið af hendi leyst, greiðist fyrir hana að nokkru leyti eftir því, sem bæjarstjóm telur fært, án þess að hætt verði við halla á fyrirtækinu, en afgangurinn greiðist þegar uppgerð hefir far- ið fram«. — Var þessi till. samþ. Eins og getið var í síðasta blaði, er nýlátinn í Reykjavík síra Guðmundur Guðmundsson frá Gufudal. Hann lézt á Landakots- spítalanum aðfaranótt 2. þ. m., 75 ára að aldri. Síra Guðmundur var fæddur að Giljá í Húnaþingi 7. júlí 1859. ólst hann upp með móður sinni. Byrj- áði hann fulltíða maður á skóla- námi, því að bláfátækur var hann, en námsgáfurnar óvenju- legar. Lauk hann stúdentsprófi árið 1887, en guðfræðipmfi 1889 og vígðist prestur að Gufudal sama ár. Þjónaði hann því presta- kalli, unz hann fluttist til ísa- fjarðar árið 1905. Snemma kom í Ijós áhugi séra Guðmundar á stjórnmálum og hneigðist hann fljótt til jafnaðar- stefnunnar. Blað gaf hann út á ísafirði, »Njörð«, en stofnaði síð- an »Skutul«, sem nú er orðinn málgagn Alþýðusambands Vest- firðingafjórðungs. — Snemma gat síra Guðmundur sér þann orðstír fyrir mælsku, að flaug um allt land. En annars mun hiklaust mega það um hann segja, að hann sé að flestu einna merkileg- asti’ brautryðjandi hérlendur þeirrar stefnu, er hann fylgdi. Síra Guðmundur var giftur Re- bekku dóttur Jóns Sigurðssonar frá Gautlöndum og Sólveigar Jónsdóttur frá Reykjahlíð, hinni merkilegustu konu. Áttu þau 10 börn, 7 syni og 8 dætur, og eru öll á lífi. Meðal þeirra eru Jón ríkisendurskoðandi, Haraldur at- vinnumálaráðherra, Steingrímur ríkisprentsmiðjustjóri og Þóra, fyrrverandi yfirhjúkrunarkona við Akureyrarspítala. S. H. f. H. Jan'ðrækta/rfélag Akureyrar hetdur fund n. k. sunnudag. Eins og sjá má á auglýsingu, sem birt er hér í blaðinu verður þar til umræðu mál, sem alla félagsmenn varðar og taka þarf af- stöðu til* á fundinum. Messaö á Akureyri á suhnudaginn kemur, kl. 2 e. h. ásamt viðbótartill. frá Jóh. Jón- assyni á þá leið, að bæjarstjórn óskaði eftir 8ja manna nefnd frá hverju verklýðsfélagi til að ræða þetta mál við nefnd úr bæjar- stjórn. Þá var og samþykkt að lækka rafmagnsmælaleiguna um helm- ingr. Kosnin^in í Saar. Á mánudaginn var hófst at- kvæðagreiðslan í námahéraðinu Saar, um það, hvort héraðið skuli framvegis lúta Þjóðverjum eða Frökkum. Telja flestir langlík- legast að atkvæðagreiðslan muni falla Þjóðverjum i vil. — Á mánudaginn greiddu atkvæði öku- menn og póstmenn, er sérstaklega verða önnum kafnir sjálfan kosn- ingadaginn, sem er 13. þ. m. Atkvæðagreiðslunni á mánu- daginn er haldið stranglega leyndri, unz aðalkosningin er um garð gengin. Dularfullt hvarf. Undanfarin kvöld hefir í út- varpinu frá Bakkafirði verið lýst eftir manni. Hafði maður þaðan, er var við smalamennsku þar í Hafnarlandi, rekizt á annan mann og spurði sá sma-lamann um rétta leið til Bakkafjarðar. En eigi hefir vegleitandi komið fram á Bakkafirði síðan, né annarstað- ar, svo menn viti. Eldsvoðar. Af mmma völdum. Á fimmtudagsmorgun kl. 8 varð elds vart á efri hæð í húsi Kaupfélagsins í ‘ Stykkishólmi. Varð eldurinn fljótt slökktur, því að veggir og gólf eru úr stein- steypu, en skemmdir urðu auðvit- að allmiklar á vörum af reyk og vatni. Síðar um daginn, er farið var að rannsaka þetta nánar, kom i ljós, að brotizt hafði verið inn í húsið um kjallaraglugga á norð- urstafni og leit svo út sem eldur hefði verið kveiktur á tveim stöðum í vörugeymslunni. Er vit- anlega haldið áfram rannsókn- um í málinu. Skeprmtjón. Á bænum Tungu í Brynjudal gekk bóndinn, 'Helgi Árnason, síðastur um fjósið, kl. 8 á föstu- dagskvöldið. En kl. 7 um morg- Nýja-Bíó sýnir fimtadagskvðld kl. 9 hina ágætu mynd ' ii1 !■ I ■ ir mmmm. fllpýflusýning. Niðursetf verð. Sýnd i siðasta sinn. uninn, er fólk kom á fætur, var fjósið mjög brunnið að innan, eða langmest af innviðum, og lágu þar dauðar, kafnaðar og brunnar, 5 kýr og 1 lambhrútur, en í kálfi, ■ er lá í dyrunum, var líf, og hjam- aði hann er út kom. Er talið að kviknað hafi í þaki frá neista úr strompi bæjarhúss, er þar er ná- lægt. Ofsarok * æddi í gær víða unl Vestur- og Norðurland, síðari hluta dags, en stillt- ist vel með kvöldinu, Um tjón er lítið frétt nema að þak með öllum bitum tók af steinsteypu- húsi á Skagaströnd. Mun þó enginn hafa meiðst, en flytja verður fólk úr húsinu. Hálfhræddir voru menn í gærkvöldi um vélbátinn NJÁL frá Siglufirði, er reri kl. 4 í gærmorgun á djúpmið 14 mílur NV. af Siglufirði. 5. þ. m. opinberuðu trúlofun sína ung- frú Anna Kristín Ásgeirsdóttir frá Sól- borgarhóli, Kræklingarhlíð og Gísli M. Ólafsson, bílstjóri. .. / Zíon. — Sunnudaginn 13. jan. kl. 10 f.h. Sunnudagaskóli, kl. &llt e. h. Almenn samkoma. — Allir velkomnir. K.F.U.M. — Fundur í báðum deildum manudaginn 14. þ. m. kl. 8 >/2 e. h. — Áríðandi að meðlimir mæti. Guösþjónustur í Grundarþingaprcsta- kalli: Hólum 20. jan. kl. 12 á hádegi. Saurbæ sama dag kl. 3 e. h. Fátxkrafulltrúastaöan var á síðasta bæjarstjórnarfundi veitt Jóhannesi Jón- assyni bæjarfullti-úa. Hér með tilkynnist vinum og vandamönnum, að konan mín og móðir okkar, Guðlaug Sigríður Þórðardóttir, frá Staðarhóli, andaðist á Sjúkrahúsi Akureyrar Iaugardaginn 5. þ. m. Jarðarförin fer fram frá heimili hinnar látnu laugard. 12. þ.m. kl. 1 e.h. Páll Jónsson. Gunnar Pálsson. Sigurjóna Pálsdóttir. Snorri Pálsson. Halldóra Pálsdóttir. Lovísa Pálsdóttir. Matthildur Pálsdóttir.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.