Dagur - 10.01.1935, Side 3
2. tbl.
DAGUR
7
sinnar síldar, ákvæði um jafnað-
arverð á síld sömu gæða, um-
boðslaun til að standast kostnað
við sölu og- öll þau atriði önnur,
er hann telur þurfa.
10. gr. — Brjóti löggiltur út-
flytjandi ákvæði laga þessara eða
reglugerða, sem settar eru sam-
kvæmt þeim, getur síldarútvegs-
nefnd svift hann löggildingu og
kært hann til fjársekta.
11. gr. — Nú telur ríkisstjórn-
in og síldai'útvegsnefnd, með til-
liti til markaðslanda og innan-
landsástands, að betur muni not-
ast útflutningsmöguleikar með
því að taka upp einkasölu á síld,
og getur ríkisstjórnin þá, með
samþykki síldarútvegsnefndar, ef
félag síldarframleiðenda, sem
uppfyllir ákvæði 3. málsgr. 4. gr.,
æskir þess, veitt því um ákveðinn
tíma einkarétt til að selja og
flytja síld til útlanda, enda séu
þá framkvæmdastjórar tveir, og
tilnefni síldarútvegsnefnd annan
þeirra.
Sé , slíkur félagsskapur síldar-
framleiðenda ekki til eða síldar-
útvegsnefnd mæli eigi með því,
að honum sé veittur slíkur einka-
réttur, getur ríkisstjórnin falið
síldarútvegsnefnd einkasölu á
síld til útlanda, enda komi sam-
þykki nefndarinnar til. Ræður þá
síldarútvegsnefnd tvo fram-
kvæmdarstjóra til þess að annast
síldarsöluna og gerir aðrar þær
ráðstafanir, sem nauðsyn krefur.
Skal með reglugerð, er atvinnu-
málaráðherra gefur út, ákveða
í'yrirkomulag einkasölunnar, Verk-
svið framkvæmdarstjórnar og
annað það, er leiðir af ákvæðum
þessarar greinar.
Sé síldarútvegsnefnd falin
einkasala á síld, telst kostnaður
við störf hennar með rekstrar-
kostnaði einkasölunnai'.
12. gr. — Brot gegn lögum
þessum og reglugerðum, settum
samkvæmt þeim, skulu sæta með-
ferð almennra lögreglumála og
varða sektum, allt að 200000 kr.
nema þyngri refsing liggi við
samkvæmt öðrum lögum.
13. gr. — Lög þessi öðlast þeg-
ar gildi.
■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■
Dánairdxgur. Hinn 7. þ. ra. andaðist
að heimili sínu, Hlöðum í Glæsibæjar-
hreppi, Halldór Stefánsson bóndi þar,
kominn lítið yfir fertugt. Banamein
hans var berklaveiki. — Halldór heit-
inn var hinn ágætasti drengur á alla
lund, prýði sinnar stéttar og hvers
manns hugljúfi. Hefir því orðið hér-
aðsbrestur við fráfall hans. Þó er hí-
býlabresturinn vitanlega sárastur.
Hann lætur eftir sig ekkju, tvö börn
þeirra ung og gamlan föður sinn, Ste-
fán Stefánsson, áður bónda á Hlöðum,
sem nú er kominn yfir áttrætt og situr
eftir í sárum.
Þá er og nýlega. látin húsfrú Guð-
laug Sigríður Þórðardóttir, kona Páls
Jónssonar á Staðarhóli við Akureyri,
en móðir Gunnars Pálssonar söngvara,
frú Sigurjónu konu Jóhanns Frímanns
kennara, frú Lovísu konu Kristins
Þorsteinssonar deildarstjóra, og þeirra
systkina. Frú Guðlaug var framúrskai'-
andi dugnaðar- og sæmdarkona.
SlÖfl SÍ03SÍ3 pÍBfiS. Beejarstjórnarkosn. á ísafirði.
Þingið sat samtals í 83 daga
og voru alls haldnir 165 þing-
fundir, þar af 67 í neðri deild, 69
í efri deild og 29 í sameinuðu
þingi. Þingið hafði alls 185 mál
til meðferðar, þar af 145 frum-
vörp, 38 þingsályktunartillögur,
1 fyrirspurn og auk þess 1 til-
laga frá meiri hluta kjörbréfa-
nefndar út af kosningunni í
Skagafirði.
79 lög voru afgreidd frá þing-
inu, þar af 33 stjórnarfrumvörp
og 46 þingmannafrumvörp; 22,
þingsályktunartillögur voru sam-
þykktar. 4 stjórnarfrumvörp og
54 þingmannafrumvörp urðu ekki
útrædd. 2 þingmannafrumvörp
voru felld og 6 vísað frá með rök-
■ studdri dagskrá. 2 þingsályktun-
artillögum var vísað til stjórnar-
innar og 14 urðu ekki útræddar.
í þingslitaræðu forseta samein-
aðs þings, Jóns Baldvinssonar,
fórust honum meðal annars orð á
þessa leið:
»Þingið hefir að þessu sinni af-
greitt mörg stói'vægileg mál, og
vil ég þar tilnefna löggjöf við-
víkjandi skipulagi á sölu land-
búnaðarafurða innanlands og um
sölu sjávarafurða erlendis, sem
hvoi-ttvegja eru hin þýðingar-
mestu mál, er ráða þarf fram
úr. Og þótt skiptar séu skqðanir
um einstök málsatriði, þá geta
sjálfsagt allir sameinast um þá
ósk, að þessi löggjöf svo og önn-
ur störf Alþingis megi verða til
gagns og nytsemdar þjóð vorri,
og eins um þá ósk, að oss takist
að sigrast á þeim ískyggilegu
örðugleikum, sem nú ógna at-
vinnuvegum landsmanna«.
Nýtt tímarit.
Skákblað er merkilegt ,í blaða-
útgáfu íslenzku þjóðarinnar. Um
allmörg undanfarin ár hefir þessi
fagra íþrótt, skáklistin, ekki átt
sér neinn reglulegan boðbera hér
á landi. — Þeir sem hafa vilj-
að útvega sér einhvern fróðleik
um skákina, hafa mátt gera sér
það að góðu, að sækja allt slíkt
út fyrir landsteinana, á ýmsra
þjóða máli. Að vísu má geta þess,
að blað um þetta efni var gefið
út hér nokkurn tíma, eða á með-
an áhugi skákmannanna var
mestur, en svo dofnaði hann, og
blað þeirra hætti að koma út. Síð-
an liðu nokkur ár, og lítið orð
fór af skáklistinni á íslandi, eins
og á meðan ekkert skákblað var
til. Á því sviði var kyrrstaða.
Þessari íþrótt hnignaði á ís-
landi, á meðan hún dafnaði hröð-
um skrefum á meðal annara
þjóða. En sem betur fór, lá skák-
listin ekki lengi i í dauðadái hér.
Nýjir áhugamenn komu frarn.
Má vel vera, að heimsókn heims-
meistarans í skák, dr. Aljechins,
hingað, fyrir nokkrum árum síð-
an, hafi haft sín áhrif. Eða þá
heimsóknir erlendra skákkappa
hvor til annam, og skákþingin,
þar sem keppt var um meistara-
Kommnnistar skreppa saman.
Kosning bæjarstjórnar á fsa-
firði fór fram 5. þ. m. samkvæmt
nýjum lögum. úrslitin urðu þessi:
Alþýðufl. hlaut 669 atkv.
Sjálfstæðisfl. hlaut 503 —
Kommúnistafl. hlaut 93 —
í bæjarstjórn ísafjarðar eru 9
fulltrúar. Alþýðufl. kom þannig
að 5 fulltrúum, Sjálfstæðisflokk-.
urinn 4, en kommúnistar komu
engum að, og ekki nálægt því. Er
því Alþýðuflokkurinn í meirihluta
í bæjarstjórninni.
í fyrra féllu .bæjarstjórnar-
kosningar þar í kaupstaðnum
þahnig, að Alþýðufl. fékk 4 full-
trúa, Sjálfstæðisfl. 4 og kommún-
istar einn. Ætluðu þá kommún-
istar að rifna af monti og stór-
mennsku yfir þessum stórkost-
lega sigri, en afturförin, er í ljós
kom við þessar nýafstöðnu bæj-
arstjórnarkosningar, er í fullu
samræmi við ástandið í flokknum
í heild sinni.
tignir. En það mun hafa vakið
erlendar þjóðir, betur en nokkuð
annað, til íhugunar á skákinni.
Það er þessvegna ekki ólíklegt,
að þetta sama hafi. haft áhrif á
íslendinga. Áhugi þeirra fór að
smáleysast úr fjötrum, og síðast
liðin ár hafa þeir iðkað íþrótt
þessa af kappi, og sent nokkra
sína beztu skákmenn til annara
landa, á kappmót þar.
Þá vantaði aðeins sitt eigið
málgagn. Áhuginn var nú til en
efni lítil. Þrátt fyrir það hafa
þeir viljað sýna, að íslendingar
þyrftu ekki að vera eftirbátar
annara þjóða á þessu sviði. Nýtt
skákblað hóf göngu sína, í nóv.
sl. og þar með hafa íslendingar
fengið þá ósk sína uppfyllta að
eignast aftur skákblað á móður-
. máli sínu. Þetta nýja skákblað
er 16 síður í Eimreiðarbroti, og
er því ætlað að koma út 6 sinnum
á ári. Verð árgangsins er kr. 4.25.
— Ritstjórarnir eru 4, Jón Guð-
mundsson og Björn Fr. Björns-
son Reykjavík og Björn Halldórs-
son, lögfræðingur og Haukur
Snorrason, skrifstofumaður hjá
K. E. A., báðir hér á Akureyri.
Er því sýnilegt, að ekki skortir
ritstjóra. Og allt eru þetta ungir
og efnilegir menn, fullir af áhuga
fyrir málefninu, og ágætir skák-
menn að auki. — Björn Halldórs-
son, lögfr. sendir ávarpið, sem er
stutt en mjög laglega ritað. Er
það, fyrst og fremst hvatning til
íslendinga, að efla þessa góðu í-
þrott, sem hann telur að við séum
fyllilega samkeppnisfærir í við
aðrar þjóðir, þegar tillit er tekið
til þess, hve okkar þjóð er fátæk
og fámenn. Þá kemur skákfræði;
vörn dr. Tarrasch gegn drottn-
ingarbragði, síðan fréttir frá
norræna skákþinginu sem háð var
í Kaupmannahöfn, 18.—25. ágúst
sl. og mættir voru 74 fulltrúar
frá öllum Norðurlöndum, og þar
á meðal 5 frá íslandi. Þá koma
tefldar skákir frá þinginu, eftir
ýmsa, sem þátt tóku í keppninni,
og er hvorttveggja í senn, á-
nægjulegt og fróðlegt að athuga
þær. Ekki síður er fróðlegt að
ýfirfara skák heimsmeistarans
dr. Aljechins á móti hollenzka
meistaranum, dr. Euwe, frá skák-
þinginu í Zúrich 1934, en þá skák
vann dr. Euwe. Síðan annáll, sem
skýrir skemtilega frá helztu skák-
viðburðum á þessu ári, skákdæmi
eftir Hannes Hafstein, Hauk
Snorrason og Helga Sveinsson, og
að síðustu nokkur orði til kaup-
enda. Þegar efnisyfirlit blaðsins
er athugað, sézt, að þar kennir
margra grasa. Má fyrst og fremst
nefna allar skákirnar, annálinn
og- fl. og. fl. Allt er blaðið hið
myndarlegasta, og bæði pappír
og prentun i góðu meðallagi. Er
vonandi , að það mætti eiga langa
og merkilega sögu að baki, er
tímar liðu. Ég trúi ekki öðru en
því, að íslendingar vilji vinna að
því, að skákin eignist sinn
þroskaferil hér, sem annarstaðar.
En það gera þeir bezt með því að
kaupa, lesa og útbreiða Skákblað-
ið.
27. des. 1934.
Ámi Bjarmvr
frá Höfðahverfi.
Afmælisfagnaður.
U. M. F. Svarfdæla hélt hátíð-
legt 25 ára afmæli sitt 30. des. s.
1. og bauð til ýmsum gestum, bæði
úr sveitinni og utan hennar,
stofnendum og vinum. Fór afmæl-
isfagnaðurinn fram með rausn og
prýði í hinu ágæta húsi félagsins
á Dalvík.
Deginum áður fylgdu ungmenna-
félagar fastri venju, að sýna sjón-
leik í sambandi við aðalfund og
hefir sú venja haldizt í félaginu
frá stofnun þess. Nú sýndu þeir
»Æfintýri á gönguför«, að ýmsu
leyti mjög vel. Einkum var það
eftirtektarvert, hve útbúnaður
allur var glæsilegur og smekkleg-
ur, miðað við erfiða aðstöðu í
litlu þorpi. En það verður skilj-
anlegra þegar þess er gætt, að
þarna hafa þeir glímt við þetta
viðfangsefni í 25 ár og fómað
því miklum tíma, og einn þeirra
félaga, Steingr. Þorsteinsson,
unnið það til að dvelja í Kbh. ár-
langt eða meir, til þess að fá til-
sögn í listmálaraiðn og hafði
hann málað leiktjöldin af mikilli
smekkvísi, og er vafalaust efn-is-
maður á því sviði.
Á liðnum 25 árum hefir U. M.
F. Svarfdæla unnið menningu
Svarfdæla mikið gagn og sýna
verkin merkin. Og þó ekkert lægi
eftir það annað en sundskálinn og
hið ágæta samkomuhús þess á
Dalvík og trjáreiturinn, niætti