Dagur - 11.07.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 11.07.1935, Blaðsíða 1
D AG UR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júll. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðsfumanns fyrir l.des. XVIII. ár -m ■1 Akureyri 11, júlí 1935. 28. tbl. Þar sem íhaldið ræður. Stórstúku- Áslandið i VesSinaiinaeyjuni. þ Í D Q Í O Laust fyrir miðjan júní birtist í Lögbirtingablaðinu auglýsing frá bæjarfógetanum í Vestmanna- eyjum, þar sem hann neyðist til sökum margra ára vanskila að framkvæma lögtak á eignum Vestmannaeyjabæjar og auglýsa þær til uppboðs. Rúmri viku síðar sltrifar Jóh. Gunnar ólafsson bæjarstjóri í Vestmannaeyjum greín, sem birt- ist í Morgunblaðinu, og skýrir þar frá, að bærinn hafi greitt skuldina, sem var tilefni auglýs- ingarinnar, og hafi hún því vei'ið kölluð aftur. Jafnframt lætur bæjárstjórinn svo sem hagur bæjarins sé í mikl- um blóma og að engin gi’eiðslu- vandræði séu þar á fei'ð. En svo kynlega bregður þó við að tveimur til þremur dögum síð- ar neyðist bæjarfógetinn í Eyjun- um til, vegna kröfu frá Veðdeild Landsbankans, að auglýsa til sölu á nauðungaruppboði allar eignir Vestmannaeyjabæjar og auk þess ALLAR TEKJUR BÆJARINS. Hinn 27. f. m. birtast um þetta í Lögbirtingablaðinu svohljóðandi auglýsíngar frá bæjai'fógeta: UPPBOÐ. Eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans verða eignir og tekjur Vestmannaeyjasýslu (nú kaup- staðar), með ábyrgð sýslunefnd- ar sem slíkrar, seldar á nauð- ungaruppboði, sem byrjar hér á skrifstofunni fimmtudaginn 26 sept þ. á., kl. 14, til greiðslu á höfuðstóli kr. 6592.40+472- 05.96 +100867.44 +150793.53 og 15341 82, auk vaxta og kostnaðar, samkvæmt 5 skulda- bréfum útg. 20. ág. 1914, 2. okt. 1914, 16. okt. 1915 og 9. sept. 1920. Skjöl þau, sem varða söluna, veiða til sýnis hér á skrifstof- unhi vikuna næsta á undan uppboðinu. Bæjarfógetaskrifstofan í Vestmannaeyj- um, 25. júní 1935. Kr. Linnet. UPPBOÐ. Eftir kröfu Veðdeildar Lands- bankans verða húseignirnar Sjúkrahús og barnaskólahús kaupstaðarins með öllu tilheyr- andi, þar með lóðanéttindum, seld á nauðungaruppboði, sem byrjar hér á skrifstofunni fimmtudaginn 26. sept. þ. á, kl. 13, til greiðslu á höfuðstóli kr. 9954,00+35995.10 og 28- 700.59, auk vaxta og kostnað- ar samkvæmt skuldabréfum útg. 29. marz 1928, 8. marz 1929 og 19. maí 1930. Skjöl þau, sem varða söluna, verða til sýnis hér á skrifstof- unni vikuna næstu á undan uppboðinu. Bæjarfógetaskrifstofan í Vestmannaeyjum 25. júní 1935. Kr. Linnet. Þai'f nú ekki framar vitnanna við. Ekki aðeins eignir, heldur og tekjur kaupstaðarins eru auglýst- ar til sölu á nauðungaruppboði I þessu hreiðri íhaldsms, Vest- mannaeyjum. Kemur nú Eyjaskeggjum í koll aö hafa falið þeim flokki forust- una, sem reyndur er að afglöpum og ábyi'gðai'leysi í fjárstjórn, bæði fyrir sjálfan sig og það op- inbera. r a Eins og kunnugt er hefir Stein- grímur Steinþórsson iátið af stjórn bændaskólans á Hólum, þai” sem honum hefir verið veitt búnaðai’málastjói’astaðan. I hans stað hefir Kristján Karlsson ráöunautu)- Búnaðar- sambands Suðurlands verið skip- aður skólastjóri á Hólurn frá 1. þ. m. að telja. Kristján er enn ungur maður. Hann stundaði fyrst nárn á Laugum og síðan á Hvanneyrí. Að því loknu fór hann utan og lauk prófi við iand- búnaðarháskólann í Kaupmanna- höfn. Eftir heimkomuna varð hann ráðunautur Búnaðarsam- bands Suðurlands og bústjóri í Gunnaxsholti og hefir reynzt á- gætur við þau störf. Hann er ættaður frá Veisu í JMjóskadai og er systursonur Sig- urðar fyrrv. búnaðarmálastjóra. Þeir, sem til Kristjáns þekkja, hyggja gott til skólastjórnar hans, sem háð var hér á Akureyri í ár, stóð frá 27. f. m. til 2. þ. m., að báðurn dögurn meðtöldum. 53 full- trúaf voru mættir. Samkvæmt skýrslum embættismanna voru 1. febr. 1935 í landinu starfandi 46 undirstúkur með 2412 félögum og ■ 41 unglingastúkur með 3349 fé- lögum, þar af í undix'stúkum 879. Reglufélagar alls U882. Mikill áhugi var ríkjandi á þinginu rneðal fulltrúa og félaga um Reglúmál. Lauk þinginu með hinurn mesta sarnhug og ein- dx-ægni. Sunnudaginn 30. júní fóru Stórstúkufulltrúar í Vaglaskóg. Þriðjudaginn 2. júlí skoðuðu þeir listigarðinn og iðnsýninguna. Embættismenn voru kosnir sem hér segir: Stói*templar: Friðrik Á. Brekk- an, rithöfundur. Stórkanzlari: Jón Bergsveins- son, framkvæmdastjóri, Rvík. Stórvaratemplar: Guðrún Ein- arsdóttir, fi*ú, Hafnarfirði. Stórritari: Jóhann Ögmundur Oddsson, Rvík. Stórgjaldkeri: Sigurður Jóns- son, skólastjóri, Rvík. Fyrrum stórtemplar: Sigfús Sigurhjartarson, kennari, Rvík. Stórkapelán: Gísli Sigurgeirs- son, Hafnarfirði. Stórgæzlumaður unglingastarfs: Steindór Björnsson, efnisv., Rvík. Stórgæzlum. löggjafarstarfs: Felix Guðmundss., verkstj., Rvík. Stórfræðslustjóri: Einar Björns- son, Rvík. Stórfregnritari: Helgi Helga- son, verzlunarstjóri, Rvík. Mælt var með Brynleifi Tobi- assyni menntaskólakennara á Ak- ureyri í einu hljóði sem umboðs- manni Alþjóða-HátempIars. Margar tillögur voru afgreidd- Nýja-Bíé Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9 Barkskipið „Margrét" Dönsk tal og hljómmynd í 10 páltum. Aðalhlutverkin leika: Karin Nellemose, Lau Lauritzen jun., Ib Schönberg 0. fl. þekktir danskir leikarar. Pfýöilega skemmtileg sjömannasaga. ar á þinginu, einkum um út- breiðslu Reglunnar, bindindis- fræðslu og varðandi löggjöf um áfengismál. I sambandi við þingíð var hald- inn fundur á Hástúkustigi. í þinglok var haldið samsæti í Templarhúsinu »Skjaldborg«, og tóku um 80 Templarar þátt í því. Var það fjörugt og hið ánægju- legasta í alla staði. Á þessu þingi kaus Stórstúkan tvo heiðursfélaga, þá br. Kristjcm Pálsson á Hjalteyi’i og br. Þárar- inn Jónsson í Reykjavík. Er það fágætur heiður, en verðskuldaður í alla staði, þessum ágætismönn- um til handa. Næsta Stórstúkuþing verður haldið í Reykjavík 1936. — Elzta stúkan á Suðurlandi, »Verðandi« nr. 9, varð fimmtíu ára gömul 3. þ. m. Lifa tveir af stofnendum hennar enn í Templarliðinu, þeir Sveinn Jónsson, trésmíðameistari í Reykjavík, og Gísli Lárusson í Vestmannaeyjum, báðir heiðurs- félagar Stórstúkunnar. Af núlifandi Templurum á Ak- ureyri, er aðeins einn heiðursfélagi Stórstúkunnar: Bjarni Hjaltalín, fiskimatsmaður. Innflutningshöftin og íhaldið. Morgunblaðið hefir að undan- förnu verið að belgja sig út yfir því, að gjaldeyris- og innflutn- ingsnefndin beiti hlutdrægni f innflutningsleyfum sínum á þann hátt, að hún hlynni að kaupfélög- um á kostnað kaupmanna. Tekur blaðið sem dæmi þessarar hlut- drægni úthlutun innflutningsleyfa til Kaupfélags Reykjavíkur og telur, áð það félag hafi fengið að flytja inn óhóflega mikið af vefn- aðarvöru á þessu ári. Jafnframt heldur blaðið því fram, að önnur kaupfélög fái innflutningsleyfi eftir villd, bæði á vefnaðarvöru og öðru. Formaður gjaldeyris- og inn- flutningsnefndar, Skúli Guð- mundsson, hefir í Nýja dagblað- inu svarað þessari ádeilu íhalds- blaðsins og sýnt fram á með töl-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.