Dagur - 05.09.1935, Síða 1

Dagur - 05.09.1935, Síða 1
DAGUR semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Ámi Jóhanns- son í Kaup/él. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÖNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu 3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XVIII. ár T Akarcyri 5. september 1935. ; 36 tbl. Á öðrum stað hér í blaðinu birtist grein eftir Ragnar Ólafs- son lögfræðing í Reykjavík, þar sem hann tekur til athugunar þá kenningu ísl., að sjálfstæði þjóð- arinnar sé í voða statt, af því að S. i. S. hafi gerzt meðlimur enska samvinnusambandsins. R. Ó. skýr- ir þetta mál mjög greinilega og með þeirri skýringu kemur það í ijós, að þessi mikli ótti ísl. um sjálfstæði þjóðarinnar, veðsetn- ingu á jörðum og öðrum eignum bænda(!) o. s. frv. stafar af tuttugu og tveggja króna og fimmtán cmra gjaldi, sem S. L S. verður að greiða enska samband- inu í eitt skipti fyrir öll. Þetta er sú upphæð, er segja má að S. i. S. setji í hættu — sem þó í raun og veru er engin hætta — gegn því að njóta betri kjara en ella. Það fer að verða heldur óaðgengi- legt fyrir blað kapitalista að halda því fram, að þessar 22 krónur setji alla.þjóðina og þó fyrst og fremst íslenzka sam- vinnumenn í slíkan voða, sem blaðið hefir áður lýst. atiessiníudeiian. ófriðarhorfur frá hendi Musso- lini virðast stöðugt magnast eftir því, sem lengra líður. Er ekki annað sýnilegt af orðum hans og athöfnum en að honum sé bláköld alvara að virða ákvæði Þjóða- bandalagssáttmálans að engu og ráðast með offorsi á Abessiníu hið bráðasta. Fari svo, er það skylda Bandalagsins samkv. 16. gr. sáttmálans að beita refsiá- kvæðum þessarar greinar gegn 1- tölum, sem meðal annars er í því fólgið, að allar aðrar þjóðir Bandalagsins slíti tafarlaust öll- um verzlunar- og fjármálavið- skiptum við Italíu. Þjóðabandalagsráðið situr nú fund í Genf, til þess að ræða og taka ályktanir um þessi vanda- mál. Hófst sá fundur síðdegis í gær. Bíður allur heimurinn eftir úrslitum þar. Mussolini hefir haft hótanir í frammi, ef sú ákvörðun yrði tekin að beita refsiákvæðun- um gegn Itölum. Mussolini hefir látið í ljósi, að hann væri staðráðinn í að leggja Abessiníu undir Italíu, hvað sem hver segði, og koma þar á fót fas- Það er auðvitað eðlilegt, að hinar viðkvæmu »sjálfstæðis«- taugar ísl. verði órólegar við þá tilhugsun að verið sé að ofurselja sjálfstæði þjóðarinnar í hendur útlendu auðfélagi. En þegar búið er að skýra það fyrir blaði kapí- talista, að enska samvinnusam- bandið er ekki auðfélag og að hér er aðeins um 22 kr. áhættu að ræða, þá ætti auðvaldsblaðinu að verða hughægra og órólegar taug- ar þess að komast í jafnvægi. Nema svo sé að málæði ísl. um þetta efni hafi verið gegn betri vitund og aðeíns fram komið af ákafri löngun blaðsins til að þjóna rógburði gegn Samb. ísl. samvinnufélaga og forstjóra þess. Ef svo er, þá mun heilsufar kaupmannablaðsíns fara æ versn- andi. Hilmar Stefáiisson, sem hefir stjórn- að útibúi Landsbankans á Selfossi, hef- ir verið skipaður aðalbankastjóri Bún- aðarbankans. Ritstjórn Nýja dagblaðsins. Sú breyt- ing hefir orðið á ritstjóm N. dagbl., að Gísli Guðmundsson er hættur því starfi, en Sigfús Halldórs frá Höfnum gegnir því einn framvegis. istastjórn, til þess að manna þjóðina. Hitt er þó vitanlegt, að það eru gæði landsins, sem Mus- solini ágirnist, fremur en Abes- siníuþjóðin. En nú fyrir fáum dögum hefir gerzt atburður í Abessiníu, sem getur ruglað stríðsáætlun Musso- lini. Á föstudaginn var skrifaði stjórn Abessiníu undir samning við ensk-amerískt auðfélag, »The African Exploration and Develop- ment Corporation«, sem hefir að- albækistöð sína í London, þar sem félagi þessu er veitt sérleyfi til þess að vinna málma og steinoh'u í suðausturhéruðum landsins, og er það einmitt það svæði, sem ítalir munu sérstaklega sækjast eftir. Fyrir þetta sérleyfi er tal- ið, að félagið hafi greitt margar millj. sterlingspunda. Líta ýmsir svo á, að félag þetta hafi trygg- ingu fyrir því, að stjörnir Bret- lands og Bandaríkjanna muni aldrei láta það viðgangast, að gengið sé á hluta þess þar suður- frá af ítölum. Að öðrum kosti mundi það ek'ki Kafa lagt út í samningagerð sem þessa. Er það margra álit, að keisar- inn í Abessiníu hafi með þessu leikið illa á Mussolini, Skemmtisamkoma verðui' í Samkomu- húsinu föstudaginn 6. þ. m. (annað 'kvöld), kl. 9 e. h. Þar syngur hin góðkunna söngkona, ungfrú Jóhanna Jóhannsdóttir 9 lög eftir útlenda og innlenda höfunda. Frú Þorbjörg' Halldórs frá Höfnum aðstoð- ar. Þá verður og' leikinn 4. þáttur úr »Lénharði fógeta«, eftir E. H. Kvaran. Leikur Agúst Kvaran Lénharð; mun mörgum forvitni á að sjá hann í því hlutverki. Jóhanna Jóhannsdóttir leik- ur Guðnýju. Hefir hún fengið mikið lof fyrir frammistöðu sína á leiksviði í Reykjavík. T. d. lék hún annað að- alhlutverkið í »Meyjarskemmunni«. Ey- stein Brandsson leikur Skjöldur Hlíðar. Auk þessara skemmtiatriða les. Sig. Eggerz bæjarfógeti upp. Hljóðfæraleikarar frá hótel Akur- eyri leika á undan leiksýningunni lögin úr »Lénharði fógeta«. Má húast við ágætri kvöldskemmtun. Nefndarkosning. Á fundi, sem hald- inn var á sunnudaginn, þar sem mætt- ir voru fulltrúar frá ýmsum félögum hér í bænum, var kosin 7 manna nefnd til undirbúnings félagsstofnunar til reksturs nýrra iðngreina í bænum. Var fundur þessi framhald af fundi, er Iðn- aðarmannafélag Akureyrar hafði stofn- að til áður, til þess að ræða um aÞ vinnuleysið í bænum og bætur við því. 1 nefndina voru kosnir: Sveinbjörn Jónsson byggingameistari, Sig. Ein. Hlíðar dýralæknir, Ólafur Jónsson framkvæmdastjórí, Árni Jóhannsson verzlunarmaður, Erlingur Friðjónsson framkvæmdastjóri, Stefán Árnason verzlunarmaður, Steingrímur Aðal- steinsson bæjarfulltrúi. Til vara.: Kon- ráð Vilhjálmsson kennari og Gísli R. Magnússon afgreiðslumaður. Bjarni Bjömsson, hinn góðkunni hláturvekjari, skemmti í Samkomuhús- inu síðastl. laugardags- og sunnudags- kvöld með gamanvísnasöng, upplestri og eftirhermum. Hermdi hann meðal ann- ars eftir 10 þekktum stjórnmálamönn- um, og var sumt af því hreinasta list. Einkum tekst honum snilldarvel að líkja eftir Ólafi Thors. Meðferð Bjarna á hlutverkum sínum var tekið með dynjandi lófaklappi og' skellihlátrum, sem vel hefði mátt stilla betur í hóf. Eiga ýmsir eftir að læra að hlæja og' skemmta sér, án þess að viðhafa trufl- andi hávaða. Blindravinafélag fslands. Stofnfund- ur félagsdeildar fyrir Norðuriand verð- ur haldinn í »Zion« á Akureyri, laug- ardaginn 7. sept. kl. 5 e. h. Frummæl- andi þar verður formaður Blindravina- fél. Islands, Sig. P. Sívertsen, vígslu- biskup. Allir, sem áhuga hafa á blindramálum, eru velkomnir á fund- inn. —I NÝia-BÍÓ WMÍ Föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9: í U i Ö i i S [] y X i! III (To mand frem for en Enke) Sænsk tal- og söngva- mynd í 10 þáttum. Aðalhlutverkin leika: Gðsta Ebman, Bengt Djurberg, Gull-Ma$> Norin og óperusöngvarinn Martin öhman. Þetta er saensk gamanmynd með ýmsum af þekktustu leikurum Svía. Er efni myndarinnar um afarflókin skulda- og ástamái, sem Gösta Ekman lendir í alveg óviljandi, því það er húsbóndi bans, sem I skuldar og þarf að ná sér í rikt kvonfang. Eru atburðir þessir mjög I gamansamir og leikur Ekmans afar I góður. Hinn frægi hirðsöngvari Martin 0hman Byngur í myndinni. I Síldarsöltunin. Að kveldi þess 31. á- gúst sl. var siidarBÖlfcun í öllu í landinu sem hér segir: Matjessíld Saltsíld Hreinsuð síld Kryddsíld 7135 tunriuf 45558 — 25 — 18000 — Hausskorin og magadregin 1569 Sykursöltuð 2976 Flött i 174 Alls 75437 tunnur Belgíudrottning ferst við bilslys. Síð- astl. fimmtudag voru konungshjónin í Belgíu á ferð í bifreið meðfram Lu- zernvatni í Sviss, og ók konungur bif- reiðinni. Við bugðu á veginum fór bif- reiðin út af honum á mikilii ferð og rakstá grjóthrúgu og síðan á tré. Kast- aðist drottningin út úr bílnum og dð samstundis. Konung sakaði lítið. Stóð hann þarna yfir líki konu sinnar ná- fölur og' skjálfandi af harmi. Ástríður drottning var frá Svíþjóð. Hún var tæpra 30 ára. Hún hafði á- unnið sér ást og virðingu belgisku þjóðarinnar, og er þjóðin því harrni lostin við hið sviplega fráfall hennar. Dánardægur. Nýlátinn er hér á spít- alanum Jón Jónasson ökumaður, oft kenndur við Rifkelsstaði. Hann var um sextugt ■ og lætur eftir sig ekkju og 4 tmg börn. Elísabet Sigurða/rdóttir forstöðukona matsölunnar »Heitt og kalt« í Rýík drukknaði í Soginu um síðustu helgi. Jóhann Ragúels kaupm, hér í bæ átti sextugíafmæli 3. þ. m.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.