Dagur - 12.09.1935, Blaðsíða 1

Dagur - 12.09.1935, Blaðsíða 1
D AGUR semur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkerl: Ámi Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir l.des. XVIII . ár. | Akureyri 12.september 1935. J 37. tbl. 9 » o + Frá Genf. Á fundi Þjóðabandalagsráðsins í Genf hefir Eden fulltrúi Breta meðal annars skýrt frá því, að Aloysi barón fulltrúi ftala, hafi krafizt frelsis fyrir ítalíu til þess að beita áhrifum sínum til menn- ingar og framfara í Abessiníu, án íhlutunar annara. Eden kvað það rétt vera, að Abessinía þyrfti umbóta við, og því hefði hann stungið upp á að áætlun um.fram- farir Abessiníu yrði samin á veg- um Þjóðabandalagsins, en með fullu samþykki Abessiníu. ftalski fulltrúinn neitaði þeirri uppá- stungu. Eden kvað Þjóðabandalagsráðið myndi vinna að því, að þörfum og kröfum ítalíu yrði fullnægt, án þess . að gengið sé á rétt Abes- siníú. Aloysi barón talaði um »á- gengni Abessiníu«. Hann lýsti yfir því, að ítalía myndi telja það herfilegustu móðgun, ef Abessiníu leyfðist frámvegis að vera með- limur Þjóðabandalagsins með jafnrétti við ítalíu. Aloysi útbýtti meðal meðlima Þjóðabandalagsins ákæruskjölum ítalíu gegn Abessiníu; eru þau 700 blaðsíður að stærð. Samkvæmt fyrirskipunum frá Róm lýsti fulltrúi ítala yfir, áð bann mundi ekki verða viðstadd- ur neinar umræður um Abessiníu- deiluna, ef fulltrúi Abessiníu fengi leyfi til að vera viðstaddur. Þegar því fékkst ekki framgengt, gekk fulltrúi ítala af fundi. Fulltrúi Abessiníu, dr. Jeze, mælti meðal annars á þá leið, að ef tilgangur ítalíu væri sá, að koma á siðmenningu i Abessiníu, þá hefði hún valið til þess ein- kennilegar leiðir, og mundi sú sið- menning vera annars háttar en þær framfarir, sem keisarinn hefði í huga fyrir land sitt. . Litvinoff, fulltrúi Rússlands, sagði, að krafa ítala um fullkomið athafnafrelsi, og þá einnig til að leggja út í stríð, væri í raun og veru yfirlýsing um, að ítalía teldi sig ekki bundna neinum þeim al- þjóðasamningum, er hún hefði undirritað. Hversu hörmulegt sem siðferðisástandið í Abessiníu væri, þá væri engin ástæða til að ráð- ast á þjóðina með vopnum. Þjóða- bandalaginu bæri skylda til að standa fast við þá hugsjón, að ekkert stríð setti sér stað innan vébanda þess, nema í algerðri sjálfsvöm. Samkomulag varð á Genf-fund- inum um skipun nefndar til þess að fjalla um deilumál ítalíu og Abessiníu. Nefndin er skipuð full- trúum af hálfu Bretlands, Frakk- lands, Póllands, Spánar og Tyrk- lands. í nefndinni eru Eden af hálfu ’Breta, Laval af hálfu Frakka, Beck af hálfu Pólverja, Signor Madariago af hálfu Spán- verja og Paras af hálfu Tyrkja. Eftir tilmælum K. E. A. breytti sýslunefnd Eyjafjarðar fjárskila- reglugerð sýslunnar á síðastliðn- um vetri á þá leið, að fjallgöngur eiga nú að byrja mánudaginn i 21. viku sumars, en byrjuðu áður mánudaginn í 22. viku. Eftir mánaðardegi hafa göngur byrjað frá 17.—23. sept. (færst til vegna sumarauka). En í framtíðinni munu göngur hefjast 10.—16. sept. Sýslunefndin hefir að vísu lagt til, að göngur byrji 14. sept., en óvíst hvort það verður. Ástæðan til þess, að samþykkt er að byrja göngur fyrr en áður, mun vera sú, að enskur kjötfræð- ingur hefir látið það álit uppi, að dilkarnir væru farnir að leggja af þegar þeim er slátrað — sér- staklega þeir, sem slátrað er seinni hluta sláturtíðar — og kjötið þá ekki eins útgengileg vara á enskum markaði. Það er svo hugmyndin að konn.st fram hjá þessu skeri með þvi að byrja fyrr slátrun. En ég er í vafa um, að það takist með þessu einu, ég álít að aflegging dilkanna muni sjaldan stafa af því að of áliðið sé í sláturtíð, heldur muni hún orsakast af þeim miklu viðbrigð- um, sem lambið verður fyrir, þeg- ar að er rekið fram og aftur og oft á tíðum sett á lélegra beiti- land, en það hefir lifað á um sum- arið. Þó sauðkindin sé harðgerð skepna, þá eru dilkarnir í raun og veru mjög viðkvæmir, og þau miklu viðbrigði, sem þeir verða fyrir, þegar þeir komast undir manna hendur að haustinu, er oft á tíðum þannig, að þeir hljóta að leggja af. Við athugum ekki eins vel og þyrfti að vera, hvað mikið er'und- ir því komið, að fara vel með þetta innlegg okkar, Okkur hættir Eooert Stefánsson. Á fyrsta tug 20. aldarinnar varð íslenzku þjóðinni það full ljóst, að henni bar að heimta pólitískt jafnrétti við Dani. Ný vakningar- alda gekk yfir landið. Allt frá fyrstu tímum hefir íslenzka þjóð- in átt fjölda skálda, og síðan rit- öld hófst, fjölda rithöfunda, en á listamönnum á öðrum sviðum ber ekki svo teljandi sé, fyrr en eftir síðustu aldamót. Einar Jónsson og Ásgrímur hefja göngu sína um aldamótin. Nokkru seinna Kjar- val og fleiri málarar. En sá, sem mest vakti athygli á íslandi, var Jóhann Sigurjónsson. Hann vaktl athygli og hrifningu um skandi- navisku löndin með leikritum sín- um. Höfn varð um skeið aðalað- setursstaður þessarar endurfæð- ingar íslenzkra lista, allt þar til nokkrir ungir íslenzkir listamenn gerðu sig ekki ánægða með að ganga eingöngu þessa gömlu slóð íslénzkra mennta, heldur vildu stækka sjóndeildarhring sinn með því að sækja menntun lengra út í heim, til stóru, fjölmennu menntalandanna, og bera hróður Nýja-Bió sýnir fimmtudaginn 12. þ. m. kl. 9 myndina Fátæki miljóna- mæringurinn. í þessari fjörugu og skemmti- legu graynd leika aðalhlut- verkin: Hans Junkermann. Heinz Rumann oy ída Wíist. íslenzkra lista og bókmennta víð- ar um, en til skandinaviskra landa. Einn þessara manna, og sá, sem einna mest hefir gert til að kynna ísland, listir þess, bók- menntir og menningu út um Ev- rópu, er Eggert Stefánsson söngv- ari. Ungur fór hann í tónlista- skólann í Höfn. Síðan stundaði hann nám í Stokkhólmi, þar komst hann í mikið álit og í Sví- þjóð söng hann í nokkur ár við glæsilegan ortstír. En hann sann- færðist um það, að allir, sem ætl- uðu sér að fá stórt nafn í heimi listarinnar, urðu að fara víðar en um Norðurlönd. Ibsen, Björnson og Strindberg urðu heimalönd sín of lítil. Smáborgarabragurinn varð þar of mikill. Þeir hefðu al- drei náð heimsfi’ægð, ef þeir hefðu ekki leitað til stóru menn- ingarlandanna. Árið 1919 brá Eggert Stefánsson sér til London og söng þar og vakti strax mikla athygli áheyrenda sinna. Þar kynntist hann konu af göfugum, ítölskum ættum, frá Milano. Þess- ari konu kvæntist hann og settust (Framh. á 3. síðu)i til að gleyma því, að því aðeins sýnir skepnan okkur fullt gagn, að hún njóti fullrar nærgætni. Það, sem við þurfum að gera, er að fara eins vel með féð, eins og við getum. Við þurfum að reka það hægt, svo það hitni sem minnst. Við megum ekki hund- beita það meir en þörf er á og helzt ekki á láglendi. Við þurfum að gæta þess, að það standi sem allra stytzt inni í réttum og hús- um. Við hverja aðah'étt þyrfti að vera sérstakt hólf, fjárhelt, til að geyma fé í yfir nótt. Það má ekki taka í ullina á fénu. Við þurfum að gæta þess, eins vel og unnt er, að lömbin villist ekki frá móður- inni. Og við þurfum að reyna að hafa beitilandið eins gott og hægt er. Og þá þurfum við einnig að draga féð rétt í. sundur í réttun- um, svo það þvælist ekki meira en þörf er á. Ég álít vel viðeigandi, að um leið og hreppsnefndir senda frá sér gangnamiða, þá brýni þær fyrir gangnamönnum að fara sem bezt að fénu og jafnframt að leita eins vel og unnt er á afréttinni, því á haustnóttum er ætíð Ieiðin- legt að vita til þess að fleiri og færri kindur verða úti, og það oft fyrir það, að gangnamexm eru ekki nógu árvakrir við leitina. Bándú

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.