Dagur - 12.09.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 12.09.1935, Blaðsíða 3
37. tbl. DAjGlJR 150 Um sundmótið. Sundmót fyrir Norðlendingafjórðung fór fram í sundlauginni hér á Akur- eyri, dagana 7. 8. og 9. þ. m. — Keppendur voru 25 frá þremur félög- um, allir hér á staðnum, og er það slæmt, að ekki skuli koma keppendur úr öðrum héröðum til að reyna sig við kappana hér, þar sem sundlaugum er óðum að fjölga og skilyrði þar af leiðandi bætt til sundiðkana, en það mun líklegæ stafa nokkuð af því, að mótið var auglýst með of skömmum fyrirvara, og er vonandi að það verði auglýst betur og með iengri fyrirvara næst. En þrátt fyrir það, að keppendur voru bara hér af staðnum, var mikill spenningur í fólki og margar bolla- leggingar um það, hverjir myndu bera sigur úr býtum. í 100 st. sundi karla, frjálsri aðferð, þar sem keppt var um Akra-bikarinn, voru flestir sammála um það, að Jóhannes Snorrason (K. A.) héldi bikarnum (hann vann hann í fyrra). Þó efuðu það sumir og álitu, að Magnús Guðmundsson (Þór) yrði nokkuð nærri Jóhannesi, en endirinn varð sá, að þeir urðu jafnir að marki, á 1 mín. 15,7 sek., en þar sem dóm- arar sáu, að Jóhannes tók aðeins fyr í vegg, voru honum dæmd verðlaunin og er það dálítil fljótfærni af dómurum, að dæma honum þannig verðlaunin, þar sem Jóhannes var ólöglega klædd- ur til sundsins. Hér skal ekki sagt um það, hvort það er forstöðumönnum mótsins, sem var íþróttafél. Þór, að kenna, eða dómurum, að leyfa Jóhann- esi að synda í mittisskýlu, en hvort sem er, þá á slíkt ekki að viðgangast, að á móti, sem er háð undir nafni I. S. í„ sé ekki fylgt reglum um búning leikmanna. Það var að vísu ekki Jó- hannes einn, sem svona var búinn, því á þessu bar nokkuð mikið, eink- um meðal keppenda frá K. A„ t. d. í boðsundinu, þar voru allir K. A. menn í mittisskýlum, en allir »Þórs«- menn í sundbolum, en vonandi er nú að þetta verði lagað fyrir næsta sund- mót. Þriðji maðurinn í 100 st. sund- inu var Sigmundur Björnsson (Þór) á 1. mín. 27,2 sek. og er það nokkuð mikill munur á þeim tveiro fyrstu og honum. Jóhannes og Magnús hafa bætt mikið tíma sinn frá því í fyrra, Jóhannes um tæpar 10 sek„ en Magn- ús um tæpar 13 sek. og er það góð framför á einu ári. í 50 st. sundi drengja, frjálsri að- ferð, var mikill spenningur fyrir því, ef Jónas Einarsson (K. A.), minnsti kappinn, sigraði, en svo fór nú ekki, því Árni Ingimundarson (K. A.) varð skarpari og var 36,2 sek. Næstir hon- um voru þeir Páll E. Jónsson (K. A.) og Jónas á sama tíma, svo þeir urðu að keppa aftur, og vantaði þá ekki eggjunarorðin frá áhorfendunum, því eftir að þeir lögðu af stað og þar til þeir komu að marki, öskraði hver áhorfandi í kapp við annan: Jónas! Palli! Palli! Jónas!, en þrátt fyrir það urðu þeir jafnir aftur, á 36,4 sek„ og var varpað hlutkesti á milli þeirra og hreppti Páll 2. verðl. og Jónas 3. verðl. í 200 st. bringusundi karla þóttust flestir vera vissir um, að Kári Sigur- jónsson (Pór) sigraði og slagurinn yrði svo milli Jóhannesar Snorrasonar og Helga Schiöth (K. A.) um 2. og 3. verðl. En þannig fór, að Jdhannes varð Jarðarför elsku litlu dóttur okkar, Sigríðar Jakobínu, er ákveð- in laugardaginn 14. þ. m. og hefst með húskveðju á heimili okkar. Pingvallastræti 6, kl. 3.30 e. h. §ólveig Einarsdóttir, Hannes J. Magnússon. Hér með tilkynnist, að móðir og tengdamóðir okkar elskuleg, Sigríður Jónsdóttir, andaðist fimtudaginn 5. þ. m. — Jarðarförin er ákveðin þriðjudaginn 17. sept. n. k. og hefst með bæn að heimili hinnar látnu, Grundargötu 4 kl. 1 e. h. Börn og tengdabörn. Hérmeð tilkynnist vinum og vandamönnum, að kon* an mín elskuleg og móðir okkar Ilólmfriður Gísladótt- Ir, andaðist að heimili sínu, Geislagötu 35, 10. þ. m. Jarðarförin fer fram fimtudaginn 19. þ. m,, og hefst með hús- kveðju á heimili hinnar látnu kl. 1 e. h. Akureyri 12. september 1935. Sigurjón Jóhannesson. Fanney Sigurjónsdótlir. Gisli Sigurjónsson. fyrstur, á 3 mín. 11,4 sek. og er það betri tfmi en náðist á meistaramótinu í Rvík um daginn; Kári var 3. mín. 16,8 sek. og Helgi 3 mín. 28,8 sek. íslandsmetið í þessu sundi er 3. mín. 8 sek. og hefir því náðst tiltölulega beztur árangur í þessu sundi af karla- sundunum hér. En í 100 st. sundi, frjálsri aðferð, fyrir konur, náðist þó beztur árangur, því þar setti Anna Snorrad. (U.M.F.A.) íslands-met. í fyrra synti hún þessa sömu vegalengd á bringusundi og setti þá íslands-met í 100 st. bringu- sundi kvenna og hreppti Axelsbikar- inn, en nú synti hún þetta á skrið- sundi og setti annað íslands-met og var 1 mín. 32,2 sek. og er það 5,3 sek. betra en gamla íslands-metið var, hreppti hún því bikarinn í annað sinn nú; á Anna því íslands met á báðum þessum sundum og er þó aðeins 14 ára að aldri, má því mikils vænta af henni sem sundkonu í framtíðiuni. Önnur varð Sigríður Ólafsdóttir (U.M. F.A.), á 1 mín, 50,8 sek. og þriðja Rebekka Jónsdóttir (Pór), á 1 mín. 52,2 sek. í 100 st. sundi, frjálsri aðferð, fyr- ir drengi, reyndist Jónas, þó lítill væri, nokkuð drjúgur, hann var þar fyrstur á 1 mín. 20,4 sek„ og vann þar með í fyrsta skipti Drengjabikar- inn. Annar varð Árni Ingimundarson (K.A.), á 1 mín. 27,9 sek. og þriðji Haraldur Kröyer (K.A.), á 1 mín. 29 sek. í 400 st. sundi, frjáls aðferð, karla, voru margir hræddir um, að Jónas Einarsson yrði þeim Jóhannesi og Magnúsi skeinuhættur, en flestir álitu að Jóhannes yrði fyrstur, Jónas annar og Magnús þriðji, en þar fór allt á annan veg. Magnús varð fyrstur, á 6 mín. 43,8 sek„ hafði hann samt verri aðstöðu, þar sem hann synti á móti bringusundsmanni, sem var mun seinni en hann, og hafði því Magnús eiginlega ekkert, sem hann gat miðað ferð sína við, nema klukkurnar, sem voru í höndum tímavarðanna, og er það verra fyrir menn, sem eru frekar óvanir að synda langsund; aftur á móti syntu þeir saman, Jónas og Jó- hannes, og kepptu því hver við annan alla leið, enda líka voru þeir mjög jafnir, þar til á síðustu 25 sek. að Jóhannes var skarpari og var 6 mín. 44 sek„ en Jónas var 6 mín. 47,4 sek. og er það mjög góð frammistaða hjá Jónasi, þar sem hann er aðeins 14 ára gamall. Boðsundið 4x50 st. sigraði sveit frá »Pór«, og var hún 2 mín. 19,4 sek. í henni voru þeir Jón Egilsson, Kári Sigurjónsson, Sigmundur Björnsson og Magnús Guðmundsson. Sveit frá K. A. var 2 mín 19,6 sek. í henni voru Jónas Einarsson, Helgi Schiöth, Jóhannes Snorrason og Árni Ingi- mundarson. Á sunnudaginn sýndu nokkrir menn dýfingar af stökkpalli og var gaman að sjá hinar ýmsu »kúnstir«, sem þeir gerðu í loftinu. Prenn verðlaun voru veitt fyrir hvert sund og voru það áletraðir silfurpen- ingar, hinir smekklegustu og vönduð- ustu að öllum frágangi. En það var eitt, sem mér fannst vanta í þetta mót, og það var vatns- knattleikurinn, því sjaldan hefi eg skemmt mér betur en að horfa á Sunnlendingana hér í fyrra keppa í þessu, og væri vel farið, ef félögin hér æfðu þessa íþrótt og kepptu í henni í sambandi við svona mót. S. Eggert Slefánsson. (Framh. af 1. síðuý. þau að i Milano. Hóf Eggert það- an söngferðir sínar um Evrópu og eina ferð til íslendingabyggð- anna í Ameríku. í París hélt hann hljómleika 1925, og töldu listdóm- arar hann einn af beztu og ein- kennilegustu söngmönnum nútím- ans. Síðan hefir hann haldið því áliti. Frægasti listdómari Parísar- borgar segir meðal annars, að meðferð listamannsins (E. St.) á iögunum hafi í sér kjarnmikinn þrótt og dularfullt hugmyndaflug. »islenzka músíkkin«, segir Louis Vuillemin, »hefir í honum lista- mann fyrstu tegundar«. En Egg- ert Stefánsson hefir ekki ein- göngu kynnt ísland út um heim- inn með söng sínum, heldur einn- ig með skrifum sínum. Jafnframt því, sem hann hefir vakið hrifn- ingu miljóna manna með söng sínum í útvörp stóru landanna og í sönghúsum, þá hefir hann skrif- að fjölda greina í útlend blöð og tímarit um island og íslendinga, menningu þjóðarinnar og listir. Hann hefir verið ólaunaður boð- beri hins unga íslenzka ríkis. — Eins má enn minnast, að bæði heima og erlendis hefir hann sungið lög eftir ung ug efnileg tónskáld íslenzk, svo sem Björg- vin Guðmundsson, Þórarinn Jóns- son, Áskel Snorrason, Sigvalda Kaldalóns, Jón Leifs, o. fl. og gert þeirra lög sum húslæg á ís- landi, sungin af öllum, og standa því tónskáldin í stórri þakklætis- skuld við hann. Eggert Stefánsson er innblás- inn listamaður, hann vill og gera þjóðina innblásna. Hann vill að straumar stóru menningarland- anna liggi til íslands og minnki smáborgarabraginn hér heima. Hann vill vera boðberi hinnar ný- vöknuðu smáþjóðar. SUka menn, Pökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Valdemars Þorlákssonar frá Hvammi. Aðstandendur. sem Eggert Stefánsson, eigum við of fáa. Slíkir menn vinna meira gagn, jafnvel til að nýir markaðir fyrir íslenzkar afurðir opnist, e« ýmsir þeir menn vinna, sem send- ir hafa verið oft og tíðum af ís- lenzkum stjórnai-völdum út í heim í markaðsleit, æfinlega hálaunað- ir, en oftast lítið kunnugir út ( heiminum og því minna innblásn- ir af þeirra hugmynd, að verða landi sínu til sóma, hvar, sem þeir fara. Á föstudaginn kemur syngur Eggert hér á Ákureyri, og mun ekki þurfa að hvetja bæjarbúa til að hlusta á söng hans. Z. Kvöldslcemmtunin í Sa.mkomuhúsinu á föstudagskvöldið, sem getið var um í síðasta blaði, var sæmilega sótt og fór hið bezta fram. Söng ungfrú Jóhönnu Jóhannsdóttur var tekið með aðdáun eins og venjulegt og verðugt er. Sig. Eggerz las upp úr bók sinni »Sýnir« og var gerður að góður rómur. Sýn- ingin á 4. þætti »Lénharðs fógeta« tókst afbrigða vel í höndum þeirra Kvarans, ungfrú Jóhönnu og Skjaldar Hlíðar. Höfðu margir við orð, að æski- legt væri að sjá allan leikinn í með- förum slíkra leikkrafta. Skemmtunin var endurtekin á sunnu- dagskvöldið. Hjónin Sólveig' Einarsdóttir og Hannes J. Magnússon kennari hafa orðið fyrir þeirri sáru sorg að missa eldri dóttur sína, Sigríði Jakobinu, 4 ára gamla. Hún dó úr lömunai'veiki. Swmkoma í Zíon sunnudagskvöld 15. þ m. kl. 8%. .— Allir eru velkomnir. Mxnusótt eða lömunarveiki stingur sér niður víða um land og hafa nokkur dauðsföll orðið af hennar völdum, þar á meðal 3 hér á Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.