Dagur - 12.09.1935, Blaðsíða 2

Dagur - 12.09.1935, Blaðsíða 2
156 DAGUR 37. tbl. Kennaramótið í Stokktiélmi. Viðtal við Krislbförgu Jónatans- dóttur kennslukonu. Kristbjörg Jónatansdóttir kennslukona við barnaskóla Akur- eyrar er nýlega heim komin af norræna kennaramótinu, sem haldið var í Stokkhólmi dagana 6. —9. ágúst sl. Dagur sneri sér til Kristbjarg- ar og bað hana að segja sér hið helzta af förinni og kennaramót- inu. Varð hún vel við þeirri mála- leitun. Hvernig gekk ferðin yfirleitt? Ágætlega. Sólin hló við okkur frá heiðum himni, vindarnir voru í felum og Ægis dætur stigu létt- fættan dans og hjöluðu við skip okkar á leiðinni yfir hafið. Aðeins einn dag hossuðu þær okkurfull hátt, en þá vorum við orðin svo vön leik þeirra, að við tókum okkur það ekki nærri. Eg var mjög heppin með ferðafélaga, enda snúa menn sjaldan út á sér ranghverfunni, þegar veðrið leikur við mann, eins og það gerði við okkur. Hve margir tóku þáttí mótinu og frá hvaða löndum? Talið var að á mótinu hefðu verið saman komnir milli 5 og 6 þúsund kennarar. Voru þeir frá Norðurlöndunum 5 og auk þess einhverjir fulltrúar frá Eystrasaltslöndunum 3, Estlandi, Lettlandi og Lithaugalandi. Auð- vitað voru Sviarnir þarna lang fjölmennastir. Hvað voru margir íslenzkir kennarar á mótinu? Við islenzku kennararnir vor- um vist eitthvað um 30. Fenguð þið, islensku kennar- arnir, dálítinn ferðastyrk frá rikinu ? Já. Síðasta Alþingi veitti kenn- urum 5000 kr. ferðastyrk, sem fræðslumálastjórnin skifti svo á milli þeirra, er um það sóttu. Flestir fengu 200 kr. styrk. Viðtökurnar munu hafa verið góðar, þvi Sviar' eru sagðir mjög gestrisnir? Já, viðtökurnar voru ágætar, en það var nú ekki allt Sviunum að þakka. Fræðslumálastjórnin okk- ar hafði kosið 5 af íslenzku kennurunum i einskonar forstöðu- nefnd, eins og tíðkast á slikum mótum, og tilkynnt móttökunefnd Svianna, hve margir islenzkir kennarar óskuðu eftir bústað í borginni, á meðan á mótinu stæði. Við, sem fórum yfir Dan- mörku, fórum held eg öll sunnu- daginn 4. ágúst yfir til Svíþjóðar og var forstöðunefndinni kunn- ugt um það. Og það var ekki eingöngu tekið á móti okkur tveim höndum heldur mörgum hönd- um, þegar við komum á járn- brautarstöðina um kvöldið. Þeg- ar lokið var tollskoðun og öðrum athugunum, sem nauðsynlegar þykja á þeim stöðum, var okkur ekið heim á »Pensionat Windsor«, Skepparegatan 32, þar sem flestir íslendingarnir bjuggu á meðan þeir dvöldu i Stokkhólmi. Þarna var eins og ofurlítil íslendinga nýlenda þessa daga, þarna héldu íslendingarnir einkafundi sína og réðu ráðum sínum, þetta var á ágætum stað í borginni, og þar fór prýðilega um okkur, og svo var það líka fremur ódýrt, og ekki veitti nú af að halda í aur- ana, því ekki hafði útflutnings- og gjaldeyrisnefnd verið örlál á erlenda gjaldeyrinn við okkur, þegar við vorum að hefja förina. Var ekki þröngt um húsnæði fyrir allan þenna aðkomumanna- fjölda? Aldrei urðum við neitt vör við þrengsli i borginni, hvorki úti né inni, nema morguninn, sem mótið var sett, og að kvöldi þess sama dags, er Stokkhólmsbær hafði móttökuhátíð fyrir kennar- ana í »Stadshuset«, einhverju fegursta samkomuhúsi á Norður- löndum, og máske þó víðar sé leitað. Þangað komst ekki nema lítill hluti aðkomukennaranna, enda ekki fleirum boðið. En ís- lendingarnir voru allir í þvi boði. (Það er ekki alltaf verst að vera minstur). Hvernig hófst mótið? Mótið hófst þriðjud. 6. ágúst, kl. 10 árdegis á hátíðlegri sam- komu í Blasieholms kirkjunni. í því húsi er talið að mæzt geti flestir menn undir einu og sama þaki í Stokkhólmsborg, og þó er þar í mesta lagi hægt að troða inn 4000 manns. Margir urðu því frá að hverfa við dyrnar, og þótti þeim, sem að likindum lætur, súrt í broti að hafa kom- ið svo langa vegu, en fá svo ekki að sjá neitt af dýrðinni. Nokkur bót var það í máli, að athöfn- inni allri var útvarpað, og há- tölurum mörgum fyrir komið í húsi því, er skólasýningin var í. Þangað fóru margir af þeim, sem útilokaðir voru. í kirkjunni hófst samkoman á hljómleikum. Þá talaði fyrstur formaður skólamótsnefndarinnar sænsku B. J:son Bergqvist. Bauð hann gestina velkomna með ræðu. Þá voru hljómleikar aftur. Að þvi búnu talaði kennslumála- ráðherra Svia og svo hver af öðrum, einn fulltrúi fyrir hvert land, sem gesti átti á fundinum. Á eflir hverri ræðu var jafnan sunginn og leikinn þjóðsöngur þess lands, er ræðumanninn útti. Að endingu voru svo hljómleik- ar. Öll athöfnin stóð yfir um 2 klukkustundir. Hverjir töluðu af hendi íslend- inga? Af hendi fslendinga talaði þarna Arngrímur Kristjánsson kennari í Rvík, núverandi formaður S. 1. B. Á lokahátíðinni talaði Guðjón Guðjónsson, skólastjóri í Hafnar- firði, og erindi á fundinum fluttu þeir Guðjón Guðjónsson, er mælti á sænska tungu og Sigurður Einarsson, kennari við Kennara- skóla Islands. Hann talaði á dönsku. Hvernig rómur var gerður að máli íslendinganna ? Ekki var eg annars vör en gott þætti að heyra til íslending- anna, enda fannst mér þeir koma þarna fram sjálfum sér og okk- ur öllum Islendingunum til sóma, og eg held mér sé óhætt að full- yrða, að sama hafi verið álit hinna landa minna, sem þarna voru. Erindi Sigurðar Einarssonar var útvarpað, en til þess var jafnan valið eitt erindi á dag. Mér er kunnugt um, að sama dag og Sigurður flutti erindið, var hann beðinn um það til birt- ingar, og bendir það til, að eigi hafi þótt alllítið til þess koma. Erindið fjallaði um: »íslenzkt uppeldi að fornu og nýju«. Guð- jón Guðjónsson talaði aftur um »íslenzka vinnuskólann*. Hvað er að segja um fyrir- komulagið? Að lokinni setningu mótsins hófust fyrirlestrar kl. 2 s.d. þenna fyrsta dag, en hina 2 dagana hófust þeir kl. 9 árdegis. Fyrir- lestrarnir voru fluttir á 6, og stundum 7 stöðum samtímis, um ólik efni. Sumir fyrirlestrarnir voru fluttir með það fyrir aug- um, að umræður yrðu á eftir. En jafnvel þó svo væri ekki ráð fyrir gert, var leyfilegt að hafa umræður, ef þess var óskað og fundarstjóri áleit tíma til vera. Alls voru haldnir um 60 fyrir- lestrar. í tilhögunarskrá mótsins var skrá yfir öll erindin, og varð því hver og einn að gera það upp við sjálfan sig á hvað eða hvern hann helzt vildi hlusta í hvert sinn. Erindi áttu að jafnaði ekki að vera lengur en hálfa stund, jafnvel þó ekki væri ætlast til að umræður færu fram á eftir. (Framh.). Láfin er að heimili sínu, Grundar- argötu 4 hér í bæ, ekkjan Sigríður Jónsdóttir, móðir þeirra Jóns og Bene- dikts Steingrímssona, háöldruð kona. Einnig er nýlega látinn Valdimar Þorláksson frá Hvammi, aldraður maður. Sildveíðin. Nýskeð var búið að salta og sérverka alls í landinu 87490 tn. af síld. Reknetaveiði heldur enn áfram. Karfaveiðar. Togarinn Sindri er fyrir nokkru byrjaður á karfaveiðum, og er karfinn lagður upp á Sólbakka vestra og bræddur þar, nema lifrin, .sem verður flutt út frosin. Er það stjórn í’íkisverksmiðjanna, sem gengst fyrir þessari tilraun. Togarinn hafði veitt vel síðast er fréttist, t. d. feng- ið 48 tonn af karfa á 30 klst. vestur á Halamiðum. Verð á karfa er hærra en á siid. Tilraununum verður haldið á- fram að minnsta kosti fyrst um sinn. Síðari fregnir herma, að togararnir Snorri goði og Gulltoppur séu auk Sindra ráðnir af fiskimálanefnd til karfaveiða fyrir Vestfjörðum, og hefir veiði þeirra gengið ágætlega. Talið er að góð karfamið séu einnig' fyrir Norður- og Austurlandi. Að lokum hafa enn tveir togarar verið ráðnir til karfaveiða í viðbót, svo nú stunda 5 togarar veiðina, sumir fyr- ir Norðurlandi og leggja upp í ríkis- verksmiðju á Siglufirði. KIRKJAN: Messað í Lögmannshlíð n. k. sunnudag' (15. þ. m.) kl. 12 á hád. Karlakór Akureyrar: Fundur í kvöld kl. 7% í Verklýðshúsinu. MÆTIÐ. Kvæði um Akureyri hefir Sigfús Elí- asson ort og gefið út á spjaldi. Kvæð- ið er 30 vísur undir sama bragarhætti og »Þú vorgyðjan svífur«. Höfðingleg gjöf. Geysir í Haukadal hefir verið á hvers manns vörum síð- ustu vikurnai', eða frá því hann hóf gos sín á nýjan leik, eftir nær 20 ára hvíld. Jafnframt hafa heyrst haima- tölur yfir því, að þessi frægi hver skyldi vera í eign útlendinga. Nú hefir verið úr þessu bætt. Sig- urður Jónasson framkvæmdastjóri í Reykjavík hefir gefið ríkinu Geysi og hverasvæðið þar umhverfis, sem selt hafði verið út úr landinu, eða andvirði þess að upphæð 8000 kr. til greiðslu á kaupverði hveranna, og hefir Sigurður fyrir hönd eigenda gefið afsal fyrir eigninni til ríkisstjórnar Islands. Mun alþjóð þakka Sigurði Jónassyni fyrir þessa höfðinglegu gjöf. Guðsþjónustur í Grundarþingapresta■ Icalli: Möðruvöllum, sunnud. 22. sept. kl. 12 á hád.; Hólum, sunnud. 29. sept. kl. 12 á hád.; Saurbæ, sama dag, kl. 3 e. h.; Grund, sunnud. 6. okt., kl. 12 á hád.; Kaupangi, sunnud. 13. okt. kl. 12 á hád.; Munkaþverá, sama dag, kl. 3 e. h. ■nmnnimRHfKma | Athugið! Fnlin kosta nú aðeins kr. ■N — K ■ ' »■ , 50 kílójð S! M ata re p I i fást fyrir -....- i^m hálfvir ði. Kaupfélag Eyfirðinga. Nýlenduvðrudeild.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.