Dagur - 17.10.1935, Side 2

Dagur - 17.10.1935, Side 2
178 DAGUR 42. tbl. Beinatikur íhald§ins. Þaö er á allra vitorði, að í eng- um stjórnmálaflokki hér á landi er hugsað jafnmikið um »bein« og bitlinga eins og í íhaldsflokkn- um, sem ranglega nefnir sig Sjálfstæðisflokk. Kemur þetta meðal annars greinilega fram í málgagni íhaldsins hér á Akur- eyri, er út kom 27. f. m. Þá flyt- ur »íslendingur« forustugrein með fyrirsögninni »Beinamannahjörð- in«, þar sem blaðið flytur lesend- um sínum þær fregnir, að núver- andi landsstjórn hafi »hrúgað upp« »nefndum« og »ráðiun« að »þarfleysu« og »einungis í þeim tilgangi fyrst og fremst að sjá þægum vikapiltum stjórnarinnar fyrir bitum og sopum, sem hægt væri að láta ríkissjóð kosta«. Er auðséð, að ísl. horfír »gírugum« augum eftir »beinunum«, en svo nefnir blaðið greiðslu fyrir unn- in störf. Síðan birtir »ísl.« langa skrá yfir þessar beinaveitingar núver- andi stjómar, og skal hún hér tekin til nokkurrar athugunar: 1. Stjórn markads- og veröjöfn- unarsjóös, Sú stjórn á að ráðstafa aukagjaldi því, sem lagt er á út- fluttan fisk, til að standast kostn- að við að selja fiskinn erlendis. Ráðstöfunin var gerð með sam- komulagi milli þingflokkanna og kostar ríkissjóð ekkert. íhalds- menn greiddu þessu atkvæði og eiga fulltrúa í þessari stjóm. Isl. telur þetta þarfleysu og stimplar sína flokksmenn í stjórn þessa máls sem beinatíkur! 2. Síldarútvegsnefnd. Hún ann- ast um einkasölu á síld samkvæmt óskum útvegsmanna sjálfra. Rík- issjóður ber engan kostnað af þessari nefnd. ísl. segir, að það sé þarfleysa að selja síldina! 3. VinníuvMðlunarskrifstofur. Þar fá menn »bein í ginið«, segir ísl. Hér er aðallega um að ræða vinnumiðlunarski'ifstofuna í Rvík. Af kostnaði við hana á ríkið að greiða % en Reykjavíkurbær %. Hluti ríkissjóðs er áætlaður á fjárlögum fyrir þetta ár 7000 kr. 4. Eftvrlit meó opinberum. rekstri. Nefndir þær (3) er hér um ræðir, hafa eftirlit með einka- sölum ríkisins og öðrum ríkis- stofnunum. Enginn kostnaður er fram yfir það, sem áður var, því lagðar voru niður stjórnarnefnd- ir, sem hin einstöku ríkisfyrir- tæki höfðu áður. Ihaldsmenn eiga sína fulltrúa í þessum nefndum. Þeir tilheyra því »beinahjörð- inni«! 5. Verkttmannabústaðir. Stjórn- arkostnaður ' og starfsmanna- kostnaður samkv. lögum um verkamannabústaði er einkamál byggingarfélaganna sjálfra og því með öllu óviðkomandi ríkis- sjóði. Byggingarfélögin sjálf greiða kostnaðinn. En ísl. telur lög þessi þarfleysu. 6. Innflutnings- og gjaldeyris- nefnd. Sú nefnd er jafnfjölmenn nú og áður. Skrifstofumönnum mun að vísu eitthvað fjölgað eins og eðlilegt er, þar sem verksviö nefndarinnar er stórum aukið. Enginn mun kippa sér upp við það, þó að ísl. telji störf þessarar nefndar þarfleysu, því kunnugt er, að íhaldsmenn láta sig verzl- unarjöfnuðinn engu skipta. 7. Skipulagsnefnd atvinniimÁla. i nefndinni eru 5 menn, og fá þeir aðeins dagkaup greitt fyrir fund- ardaga. Hjá nefndinni er einn fastur starfsmaöur og annar að hálfu, en ekki 4 eða 5, eins og ísl. segir. Um það efni lýgur hann því meira en um helming. 8. Kjötverólagsnefnd. Það var ógætilegt af ísl. að telja þessa nefnd þarfleysu, því að íhalds- menn hafa verið að leitast við að telja bændum trú um, að þeir hafi verið skipulagning afurðasölunn- ar hlynntir, en auðvitað gat sú skipulagning ekki átt sér stað án þess, að einhverjir sæu um fram- kvæmd hennar. ísl. hefir nú gert sitt til að svifta grímunni af ó- heilindum íhaldsins í þessu máli. 9. Mjó Ihv rv e rö lagsnefnd, og mjóllcursölunefnd: — ísl. segir: »Nefndum þessum mun stjórnað (!) af 8—10 mönnum«. (Hver skilur?) Rikissjóður ber engan kostnað af störfum þessara nefnda. Nefndirnar koma örsjaldan sam- an, og hefir hver nefndarmaður 10 kr. fyrir fundinn. Það blöskrar ísl. En hitt þykir blaðinu ekki frásagnarvert, að fulltrúi stóra í- haldsins, Pétur Magnússon, og fulltrúi litla íhaldsins, Jón í Stóradal, hafa hvor um sig 20 kr. á dag fyrir störf í Kreppulána- sjóði, hvort sem þeir vinna nokk- uð eða ekkert. íhaldsmenn eiga fulltrúa í mjólkurverðlagsnefnd og mjólkur- sölunefnd. 10. Fisldmálanefnd. I þeirri nefnd eru 7 menn, og eru aðeins 3 þeirra í stjórnarflokkunum. Kostnaður gx-eiðist ekki úr ríkis- sjóði. Formaður Sjálfstæðis- flokksins bar sjálfur fram frv. um að skipa jafnfjölmenna nefnd sem átti að heita »fiskiráð« og vera valdalaus að öðru en því, að greiða sjálfri sér laun. 11. Búnaöarmúlastjórmn. ísl. finnur að því, að núverandi stjórn hefir komið á þeim sparn- aði, að búnaðarmálastjóri er nú aðeins einn í stað tveggja áður. Er það fyndin heimska hjá blað- inu, að telja það aukningu á starfsmannahaldi, þegar einn kemur í stað tveggja. Blaðið læt- ur þau ósannindi fljóta með, að Methúsalem Stefánsson fái »föst laun« áfram. 12. Stjórn síldarverksmiöjanna og útvarpsráöið. ísl. hefir þetta tvennt undir sama númerinu og finnur að því, að fjölgað hefir verið um 2 í hvorri stofnuninni. Um fyrra atriðið ber þess að gæta, að ríkið rekur nú 5 verk- smiðjur í stað tveggja áður. Ríkið greiðir engan kostnað við þessa stjórn; það gera verksmiðjurnar sjálfar. í útvarpsráðið var bætt við tveimur. Áður áttu útvarpsnot- endur, sem standa undir stofnun- inni fjárhagslega, aðeins einn fulltrúa í ráðinu, nú þrjá, og verður það að teljast sanngjarnt. Aukinn kostnaður við þetta er 2000 kr. 13. Tónlistarstjóri, sem ráðinn var að útvarpinu, er nú horfinn frá því starfi. 14. Varaþuhur segir ísl. að ráð- mn sé að útvarpinu með 5000 kr. árslaunum. Degi er ókunnugt um árslaun hans, en vel er ísl. trú- andi til að kríta liðugt um þau. 15. Tryggingwmálanefnd. — Nefnd þessi starfaði í tvo mán- uði framan af árinu. Það er bros- legt að ísl. skuli telja þessa nefnd þarfleysu, þegar þess er gætt, að 6 flokksmenn blaðsins báru fram á Alþingi í vetur tillögu um að skipa milliþinganefnd í þessum málum. 16. Spitalanefnd. Þar er aðeins um fyrirkomulagsbreytingu að ræða, en ekki aukið starfsmanna- hald. 17. Berklavarnarstjóri. Hann er ráðinn af landlækni, og eru líkur til að fremur verði sparnaður en kostnaður fyrir ríkið af þeirri ráðstöfun, enda engir að henni fundið, nema þá þröngsýnustu f- haldspjakkar. 18. Stjórn skuldaskilasjóðs vél- bátaeigenda. íhaldsmenn báru sjálfir fram frv. um miklu stærri skuldaskilastarfsemi, þar sem stórútgerðin átti að innifelast í og hefði orðið að reka með mjög fjölmennu starísmannaliði. Eftir tillögum flokksmanna ísl. hefði því kostnaður á allan hátt orðið miklu meiri fyrir ríkissjóð. 19. Lögfræðmganefnd og fast- eignalánanefnd. í fyrrgreindri nefnd eru 3 rnenn, sem eiga að endurskoða réttarfarslöggjöfina. i nefndinni á íhaldsmaðurinn Ein- ar Amórsson sæti. íhaldsmenn voru með skipun þessarar nefnd- ar á s. I. þingi. Um siðartöldu nefndina er það að segja, að landbúnaðarráðherra fól á s. 1. hausti þrem mönnum að athuga fasteignalán landbún- aðarins með það fyrir augum, að sett yrðu ný lagaákvæði um leng- ing lánstíma og lækkun vaxta. Þessi löggjöf er nú komin í kring. ísl. telur þetta starf fyrir land- búnaðinn þarfleysu ,og telur eftir lítilfjörlegan kostnað við það. Kemur þar enn í ljós íhaldsum- hyggjan fyrir þeim atvinnuvegi. 20. Smjörlíkiseftirlit. Hér er aðeins um að ræða að fullnægja venjulegum heilbrigðiskrofum. Engin útgjöld fyrir ríkissjóð, því smjörlíkisverksmiðjui’nar greiða kostnaðinn. 21. B/ifreiða- og raftækjaemka- salan er gróðafyrirtæki en ekki útgjaldaauki fyrir ríkið. Sveita- sjóðunum er einnig ætlaður hluti af þeim ágóða. 22. Scndimenn til útlanda. Þeir hafa sízt verið fleiri nú en að undanförnu, nema að því leyti sem fiskimálanefnd hefir sent •menn utan til markaðsleita, Er þar verið að bæta úr vanrækslu fyrri ára. ísl. telur þá viðleitni þarfleysu og er það eftir öðrum háttum í- haldsins. Hafa þá í stuttu máli verið gerð nokkur skil »beina«- og »bitlinga«-þvaðri íhaldsblaðsins. öll umbótastörf telur það þarf- leysu og allan kostnað „við um- bæturnar bitlinga. Þetta er auð- vitað skiljanlegt frá svartasta í- haldssjónaimiði. Hitt er öllu verra, þegar allt löðrar í blekk- ingum og ósanhindum eins og á sér stað í grein ísl. og hér hefir verið sýnt fram á. Málstaður, sem þarf á shkum vopnum að ha’da, er aurnk unarverður. Að lokum skal svo rekin ein í- haldsdúsa upp í Islending: Rekur blaðið ekki minni til þess, að á valdatímum íhaldsins var eitt sinn að þess tilhlutun skipuð 5 manna. nefnd, til þess að meta Landsbankann? I þessa nefnd voru valdir 5 svörtustu í- haldsmenn. Enginn veit til þess, að nokkurt gagn hafi flotið af störfum þessarar íhaldsnefndar, en fyrir einskis nýtt starf var stungið að hverjum nefndarmanni sex þústund kránnm, eða 30 þús. krónum alls. Er þetta aðeins eitt dæmi um gírugar beinatíkur íhaldsins. Þessa dúsu getur svo ísl. sogið fyrst um sinn. Nýkomið Rúsínur, steinlausar. — Fíkjur í lausri Apricosur. — Kúrennur. — Citronur. — Melonur. — vigt og pökkum Kaupfélag Eyfirðinga Nýlenduvörudeild.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.