Dagur - 31.10.1935, Page 3
44. tb!.
DAGUR
187
Sagnakver.
Önnur útgáfa. Snæbjörn
Jónsson. The English Book-
shop. Reykjavík 1935.
Björn Bjarnason frá Viðfirði
gaf út 2 hefti af »Sagnakveri«.
Hið fyrra árið 1900, hið síðara
1903. Nú hefir Snæbjörn Jónsson
gefið kver þessi út á ný í einu
lagi. —
Sögurnar eru um fjörutíu að
tölu, og tilheyra ýmsum flokkum
þjóðsagna og eru margar þeirra
einkennilegar og festast í minni
þeirra, er lesa.
Svo er um söguna af Sólheima-
Móra, er hann kom á gluggann
yfir séra Búa Jónssyni á Prests-
bakka og kvað eftirfarandi vísu:
Vaki þú Búi
Viljirðu finna Móra!
Knæfur er knúi;
Kyrkt hef ég fjóra!
Eítt’ upp í ljóra!
Lítt’ upp í Ijóra!
En ástæðan var sú, að prestur
lagði ekki trúnað á drauga cöa
forynjur, og vildi Móri færa hon-
um heim sanninn í því efni!
Stafsetning þessarar útgáfu er
hin sama og var á fyrri útgáfun-
um. Þeir,. sem unna þessari teg-
und sagna, hafa nú tækifæri vil
að eignast skemmtilegar og vel
skrásettar sögur, alvarlegs og
broslegs efnis.
F. H. B.
Egill Þorláksson: Bemsku-
mál I—II. Útgefandi Þor-
steinn M. Jónsson Akur-
eyri.
Eins og nafnið bendir til, eru
bækur þessar ætlaðar börnum,
sem eru að byrja að stauta.
Höfundurinn er kennari og
barnavinur og fyrir honum mun
hafa vakað að semja bók, er væri
við barna hæfi, og það ætla ég
að honum hafi tekizt prýðilega
frá almennu sjónarmiði skoðað.
Viðfangsefnin eru hversdagsleg,,
en þó til að auka þekkmgu barns-
ins á því, er það kemur í dagleg
kynni við, í umgengni sinni við
tilveruna.
Td skýringar textanum eru
ýmsar myndir, sem hjálpa til að
glæða athygli barnsins.
Ég hefi ekki þá reynslu, sem
nægileg er, td að dæma um hvað
bezt er við barna hæfi, en mér
virðist að þó að bækur þessar séu
ljósar og liprar,. þá sakni ég ein-
hvers, er ég vildi hafa fundið þar.
Ég hefði viljað, að seinna heft-
ið hefði verið vitund þyngra en
það er, eða alvörumeira, því þeg-
ar fram í dregur, ættu börnin að
vera svo sjálfbjarga, að þau vilji
fara að hnýsast í þroskaðra efni.
F. H. B.
Nýlega er byrjað á því, að gefa ís-
lendingasögurnar út á sænsku í, vand-
aðri útgáfu. Er fyrsta sagan, Eyr-
byggja, nýlega komin á maxkaðinn, og
fara sænsku blöðin viðurkennandi orð-
pm um útgáfuna.
Skýrsla.
Heilsufræðissýning læknafélags-
ins var haldin á Aknreyri dagana
22. sept. til 6. okt., að báðum
meðtöldum þeim dögum. Bæjar-
stjóri St. Steinsen opnaði sýning-
una með þakklæti til læknafélags-
ins fyrir að halda þessa sýningu,
sem væri þörf og fræðandi fyrir
almenning og óskaði þess að
bæjarbúar vildu sem flestir færa
sér þann fróðleik í nyt.
Stgr. Matthíasson héraðslæknir
skýrði frá tildrögum sýningarinn-
ar og þakkaði forgöngumönnum
þeim dr. Skúla Guðjónssyni og
dr. Helga Tómassyni fyrir þetta
framtak þeirra í þarfir heilbrigð-
ismálanna.
Jón Jónsson læknir þakkaði
fyrir hönd læknafélagsins, fyrir
þá velvild, er stjórnir skóla og
bæjar hefðu sýnt með því að
lána barnaskólann endurgjalds-
laust og skýrði því næst frá,
hvernig sýningarmununum væri
fyrir komið í hinum rúmgóðu
og björtu skólastofum. Því næst
var sýningin skoðuð og útskýrð
fyrir gestunum, sem voru um
60 — 70 manns, því meðlimum
skóla og bæjarstjórnar og öllum
opinberum starfsmönnum heil-
brigðismálanna, ritstjórum blaða
ogýmsum öðrum mætum mönn-
um hafði verið boðið að vera við
athöfn þessa ásamt mökum sín-
um. Góður rómur var gjörður
að sýningunni er nú þakkti vegg-
ina í 4 skólastofum og ganginn
á milli þeirra. Oll blöð bæjarins
fluttu greinar um sýninguna og
hvöttu bæjarbúa til að gefa ræki-
lega gaum þeirri fræðslu er þar
væri að fá.
Skömmu eftir að sýningin var
opnuð hélt Læknafélag Akureyr-
ar fund til að ræða um sýning-
una og hvern stuðning félagið
gæti veitt henni, var þar sam-
þykkt, að læknarnir skyldu veita
aðstoð sina, til þess að haldin
væru fræðsluerindi á hverju kvöldi
um eitthvert heilbrigðismál.
Skiftu læknarnir verkefnum
milli sín og voru þessi erindi
flutt:
Héraðslæknir Stgr. Matthías-
son:
1. Um lækningar fornmanna.
2. Um berkla og berklavarnir.
3. Um líkamlega hreysti fyrrum
og horfur nú.
Læknir Árni Guðmundsson:
1. Um meðferð ungbarna.
Læknir Jón Geirsson:
1. Um kynsjúkdóma.
Læknir Jón Jónsson:
1. Um vöxt og þroskun tannar-
innar, skemmdir, eyðing og
glötun.
2. Um farsóttir i landinu fyrrum
og nú.
3. Um ófriðinn i likamanum
(baráttan við sýklana).
Læknir Pétur Jónsson:
1. Um krabbamein.
Læknir Valdemar Steffensen:
1. Um sóttvarnir og framkvæmd
þeirra fyrrum og í nútímanum.
Augnlæknir Helgi Skúlason:
1. Um áverka á augun.
Tannlæknir Engilbert Guð-
mundsson;
1. Um tannskemmdir og aðgerð
þeirra.
Pau kvöldin, sem ekki voru
erindi flutt, var sýningin útskýrð
og auk þess á öðrum timum, ef
henta þótti og eftir var óskað.
Sýningin var opin daglega kl.
4—7 og 8 — 10 síðdegis.
Aðgangur að sýningunni kost-
aði 1 któna fyrir fullorðna og
25 aura fyrir börn. En auk þess
voru seldir aðgöngumiðar að sýn-
ingunni og fræðsluerindunum, er
giltu fyrir allan timann, fyrir að-
eins 2 kr., var það gert með sér-
stöku tilliti til þess að skólafólk,
sem vildi notfæra sér sýninguna
sem bezt, gæti daglega athugað
hana fyrir litið fé. Okeypis að-
gang að sýningunni fengu skóla-
börnin undir umsjón kennara á
þeim timum, sem hún var ekki
opin fyrir almenning, sömuleiðis
fengu skátar úr skátafélögum
bæjarins, er önnuðust dyravörzlu
og útsendingu auglýsinga, að
skoða sýninguna fyrir ekki neitt.
Alls skoðuðu sýninguna á 5.
hundrað manns.
öllum þeim, sem veittu aðstoð
við sýninguna vil eg hér með
færa hinar beztu þakkir fyrir
hönd læknafélagsins og mína, en
sérstaklega vil eg þakka Oddi
Björnssyni prentstofueiganda fyrir
góð ráð viðvíkjandi undirbúningi
undir sýninguna, og Þórði Sveins-
syni skátaforingja fyrir ó-
þreytandi hjálpsemi sína og
skátanna við auglýsingastarfsemi,
dyravörzlu og fl. Að siðustu
þakka eg skólastjóra Snorra Sig-
fússyni fyrir áhuga hans og góðan
skilning á sýningunni, og alúð-
jega og góða samvinnu.
Jón Jónsson iæknir.
Undir merki friðarins.
Kyrrlát kvöldstund ríkir. Eg sit
við gluggann og horfi á trjátopp-
ana, sem vaggast hægt og hljóð-
laust fyrir aftanblænum. Gull-
rauðir geislar kvöldsólarinnar
varpa einkennilegum töfrandi blæ
yfir vaggandi limið, og berjaklas-
arnir fullþroskaðir, og aðrir á-
vextir, sem eru á leið til fullkom-
ins vaxtar, — fá sterkari liti en
nokkru sinni.
Suðandi flugur og kvakandi
fuglar sveima fram og aftur, leik-
andi sína lífsþáttu, meðan sumai*-
ið varir. »Hér er sannarlega dá-
samlega gott að lifa«, og ég finn
sterka löngun til að stemma radd-
bönd mín og taka undir með flug-
unum og fuglunum, en ég veit
fyrirfram, að ég er hjáróma, og
því tek ég heldur blaöið og penn-
ann, og læt song minn birtast f
þeirri þegjandi túlkun, sem penni
og blek geta veitt.
Skólinn liggur rétt við alfara-
veg, svo að ég sé allt það kvikt,
sem daglega leggur leið sína milli
áfangastaða, að heiman eða heim-
leiðis. Og hér er mikil umferð á
öllum tímum árs, en einkum þó að
sumrinu, þvi sumarið er tími far-
fuglanna og ferðafólksins, fyrst
og fremst. Aðeins örsjaldan sést
fótgangandi maðui*, og á öllu
sumrinu hefi ég aðeins einu sinni
séð mann á hestbaki, en það var
einn af garðyrkjumönnum skól-
ans, sem sat karlveg yfir hið
breiða bak á Claus. Claus er hest-
ur skólans, notaður til að draga
plóginn, raðhreinsarann og létti-
vagninn. Hjólandi fólk þeytist
eftir veginum stanslaust allan
daginn. Börn, sem nýbyrjuð eru
að ganga, og gamalmenni, sem á
morgun leggjast í kör, — að ó-
gleymdum öllum þeim, sem eru á
aldri milli þessara tveggja tak-
marka, — allir hjóla. Mótorhjól-
in — bílungana — sem einhver
íslendingur fann viðeigandi sem
íslenzkt nafn — er mér í nöp við,
af því að þau ætla að æra mig í
hvert sinn, sem þau fljúga fram-
hjá með eldingarhraða, því minna
dugir ekki, og hávaðinn gefur
mér tilefni til að ákveða, að nú
skuli ég stoppa bómull í eyrun,
áður en næsti mótorhjóls-ferða-
langur kernur. En ég hefi gleymt
því, svo ég óska honum góðrar
ferðar, sem nú kemur, og vona
að hann neyðist til að hjóla helm-
ingi lengra en hjólreiðarmaður-
inn á Akureyri forðum, áður en
hann fær stöðvast. Já, og svo eru
bifreiðarnar. Auðvitað flytja þær
flesta ferðamennina yfir landið
þegar járnbrautunum er sleppt.
En bifreiðarnar eru keppinaut-
ar járnbrautanna, harðir keppi-
nautar, en á sama tíma lika hjálp-
arhellur, því vítt um heiminn ber
bifreiðanotkun og arður hennar
halla þann, sem er á rekstri járn-
brauta.
Bílvegirnir eru dýrir, en bif-
reiðarnar borga þá, sem og rétt
er. Benzínskatturinn er sá rétt-
látasti skattur, sem fundinn verð-
ur úr því annars skattleggja skal.
Og benzínskattinn á að nota til
að byggja vegi og brýr, og um-
fram allt að viðhalda þeim, svo
sléttir séu og góðir yfirferðar á
öllum þeim tímum, sem veðrátta
leyfir umferð. Hér er skatturinn
13 aurar á 1. Það þætti víst mikið
heima. — En það var ekki ben-
zínskattur, sem ég ætlaði að ræða
í dag. Eg hefi aðeins brugðið upp
smámynd af þeim sífellda ferða-
straum, sem hér er, mynd, sem ef
til vill gefur ástæðu til að álykta
og slá föstu, að það er líklega
engin tilviljun að skóli sá, sem
hér var stofnsettur fyrir 14 ár-
um, einmitt hlaut heimili sitt hér.
Þeir eru margir, bæði menn og
konur, sem beygja út af hinum
fjolfarna þjóðvegi og leggja leið
sína heim að skólanum, annað-
hvort sem nemendur, eða vegfar-
endur, sem gjaman vilja sjá
hann og skoða.
Meðan heimsstyrjöldin stóð,
vaknaði í hugum ýmsra ágætis-
manna vítt um heim sú hugsun,
að ef til vill mætti eitthvað gera
til þess að skapa þann bræðra-
lagsanda og þann skilningsþátt
stétta, þjóða og heimsálfa í milli,
sem styrjaldahættu og stríð gætu
fyrirbyggt í framtíðinni. Var það
danskur maður, Peter Mannicke,
sem gekk í fylkingarbroddi, en í