Dagur - 21.11.1935, Side 1

Dagur - 21.11.1935, Side 1
D AGUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupféi. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgrefðslan er hjá JÓNI Þ. ÞÓR. NorðurgötuS. Talsími 112. Uppsögn, bundin við ara- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akurcyri 21. nóvember 1935. ! 47. tbl. Sextíu ára félagsskapur. Hinn 17. nóv. s. 1. var hátíðleg- ur haldinn víða um heim í tilefni af 60 ára afmæli Guðspekifélags- ins. Aðalhátíðahöldin fóru fram á höfuðstöðvum félagsins eða í Adyar á Indlandi. Félagið var stofnað í New York 17. nóv. 1875. Aðalstofnend- ur þess voru H. P. Blavatsky, rússnesk kona af tignum ættum og afburða gáfuð, og H. S. Olcott, ameriskur ofursti. Aðaltilgangur þessarar félagsstofnunar var sá, að vinna á móti hinni römu efn- ishyggju og »dogmu«-trú, sem á þeim tímum var ríkjandi. Stefnu- markinu vildu stofnendur ná með því að fá menn til að rannsaka sjálfstætt þau dularöfl, er náttúr- an og mannlífið hafa í sér fólgin, og með því að vinna saman á þeim grundvelli án tillits til lit- arháttar eða trúarjátninga. Var stefnuskrá félagsins þegar samin, og gildir hún enn í dag í höfuð- atriðum. Stefnuskráin hljóðar svo: 1. Að móta kjarna úr allsherj- arbræðralagi mannkynsins án til- lits til kynstofna, trúarskoðana, kynferðis, stétta eða hörundslitar. 2. Að hvetja menn til að leggja stund á samanburð trúarbragða, heimspeki og náttúnivísinda. 3. Að rannsaka óskilin (unex- plained) náttúrulögmál og öfl þau, er leynast með mönnum. Eins og stefnuskráin ber með sér, er Guðspekifélagið nokkurs- konar vísindafélag, en alls ekki trúfélag, enda hafa menn með fjarskyldar trúarskoðanir á öli- um tímum, síðan félagið var stofnað, safnast undir merki þess. Forseti félagsins varð H. S. Olcott þegar í byrjun, og hélt hann því embætti til dauðadags, eða til ársins 1907. Var H. P. Blavatsky hans önnur hönd og ruddu þau félagsskapnum braut víða um lönd með aðstoð margra ágætra manna. Þegar Olcott leið, tók hin heims- kunna enska kona, Annie Besant við forsetastörfum og hafði þau á hendi til dánardægurs síns 1933. í hennar tíð óx félaginu ás- megin og naut hún ekki eingöngu virðingar meðal félagssystkina sinna, heldur og meðal þúsunda manna út í frá. Hún lét ekki þar yið lenda að fylgja stefnuskrá fé- lagsins út í æsar, heldur tók hún ósleitilega þátt í sjálfstæðisbar- áttu Indverja og hvers kyns ann- ari starfsemi, er miðaði að vel- ferð manna. Aðalsamstarfsmaður hennar var C. W. Leadbeater biskup, há- menntaður maður og dulspeking- ur mikill. Meðal annars var hann afburða ungmennakennari, og urðu margir til að senda börn sín til hans, því enginn þekkti betur en hann hina duldu hæfileika, er í nemendum bjó, enginn vissi bet- ur en hann í hvaða farveg var heppilegast aö beina fræðslunni. Leadbeater dó 1934. Þessi fjögur stórmenni, H. P. Blavatsky, H. S. Olcott, Annie Besant og C. W. Leadbeater, hafa með fórnfýsi sinni og framúr- skarandi hæfileikum blásið lífs- I anda í féiagið, og mun minning þeirra og starf um aldir blossa sem bjartir vitar á andnesjum mannlífsins. Núverandi forseti félagsins er enskur og heitir Georg Arundale. Eftir 60 ára starf telur Guð- spekifélagið um 40 þúsund með- limi, er hafa deildir í 48 löndum. Refsiaðgerðii' Banda* lagsþjóðanna gegn ítalíu komu til framkvæmda 18. þ. m. Taka 50 þjóðir þátt I þeirn. Forystumenn þjóðabanda- lagsins halda því fram, að refsi- aðgerðirnar hljóti að hafa í för með sér mikla lömun á stríös- framkvæmdum ítala í Abessmíu og- því meir, sem lengra liðim, enaa er talið að þegar sé farið að bera á matvælaskorfi á ítalíu og hækkandi verðlagi. Frá stríðinu sjálfu berast við og viö fréttir um áframhaldandi sigra ítala og smáþokast þeir inn í landið, en verulegar stórorustur hafa enn ekki orðið. Eftirtekt vekur það, að yfirfor- ingja ítalska hersins í Abessiníu hefir verið vikið úr embætti og leallaður heim. Þykir það benda á, að stjórnin á ítalíu sé óþolin- móð yfir því, hvað innrás hersins gangi seint. En eftir er að vita, hvort hér verður nokkur breyting á, þó að nýr yfirhershöfðingi komi til sögunnar. Nýtt inænv s ót tnrtilfe 11 i hefir komið fyrir hér í bænum. Er það barn Stein- þ.órs Jóhannssonar kennara, sem fyrir •* því hefir orðið. Samkvæmt ákvörðun lækna í bænum var Barnaskólanum iokað í gær og tekur ekki tii starfa aft- ur fyrr en eftir viku. Ásgeir Ásgeirsson, fræðslumálastjóri, dvelur nú í Vesturheimi og flytur fyr- irlestra um ísland, ó vegum ýmissa fé- iaga. í byrjun þessa mánaðar flutti hann fyrirlestur í Columbia-háskóla í New-York. Var troðfullt hús, og erind- inu framúrskarandi vel tekið. Zíon. Samkoma. á sunnudaginn kl. 8% e. h. Allir velkomnir. • « « 9 -9 ® ♦ NÝJA-BÍÓ Föstudags-, laugardags- sunnudagskvöld kl. 9: og flst fluQkonunnar. Hrífandi og efnisrík talmynd eftir skáldsögu Gilbeif Frankau. Aðalhlutverkið leikur: Katharine Hepbnrn. Drottning kvikmyndanna. Myndin er sterk og voldug lýsing á ástalífi ungrar flug- konu. Jóni Bunnarssyni sag( upp itarfi. Hinn 5. þ. m. gerðist sá at- burður á fundi stjórnar síldar- verksmiðju ríkisins, að fram- kvæmdastjóra verksmið junnar, Jóni Gunnarssyni verkfræðingi, var sagt upp starfinu frá 1. marz 1936, en i hans stað ráðinn Gísli Halldórsson verkfræðingur, þó svo, að hann komist á full laun (þúsund kr. á mánuði) frá næstu áramótum og fái að njóta til- sagnar Jóns í tvo mánuði. Að þessari ráðstöfun stóðu þrír úr stjórninni, þeir Sveinn Bene- diktsson, Jón Sigurðsson og Páll Þorbjarnarson. Þormóður Eyj- ólfsson, formaður stjórnarinnar, og Jón Þói’ðarson frá Laugabóll voru 'þessu andvígir. Það, sem Jóni Gunnarssyni var til foráttu fundið af meiri hluta verksmiðjustjórnarinnar, var, að hann kynni ekki að umgangast verkamenn og viðskiptavini og skorti verzlunarþekkingu. Síðan þetta, skeði, hefir mikill meiri hluti starfsmanna verk- smiðjanna á Siglufirði lýst óá- Jiægju sinni yfir brottvikningu Jóns Gunnarssonar. Ennfremur hafa nokkrir viðskiptavinir, svo sem Ingvar Guðjónsson, Vilhjálm- ur Þór og Axel Kristjánsson gefið yfirlýsingar, þar sem lokið er lofsorði á dugnað, áhuga og lip- urð framkvæmdastjórans. Það sýnist því vægast sagt vera eitthvað bogið við þessa ráðstöf- un meiri hluta verksmiðjustjórn- arinnar. Sveinn Benedikísson er talinn að hafa ráðið þessu. Fyrir fáum árum kom hann við sögu á Siglu- firði og það á þann hátt, að menn höfðu naumast búizt við því, að Alþýðuflokksmenn mynduðu sálu- félag með honum eða færu vel í vasa hans. Þessi hefir þó orðið raunin. / tilefni af 100 ára a.fmæli þjóö- íkáldsins Matthíasar Jochumssonar, hefir póststjórnin gefið út 4 tegundir hátíðafrímerkja, 35 aura, 7 aura, 5 aura og 3 aura. Öll eru frímerkin með mynd séra Matthíasar. Skiigga-Sveinn verður leikinn næstk. laugardags- og sunnudagskvöid. Þau þrjú kvöld, sem leikurinn hefir verið sýndur, hefir alltaf verið hús- fyllir. Það hörmulega slys vildi til á ísa- firði fyrir nokkrum dögum síðan, a6 barn datt ofan í pott með heitu vatni í, og- brenndist svo mikið, að þaö andað- ist samdægurs. Steingrimur Matthíasson héraðslækn- ir fór til útlanda með Bettifossi í síð- ustu viku og verður fjarverandi 2—3 mánuði. I fjarveru hans gegnir Árni iæknir Guðmundsson héraðs- og spítala- læknisstörfum, með aðstoð Kristjáns læknis Þorvarðarsonar. □ 16iin 503511268 . Frl.*. S. I. föstudagskvöld skýrði útvarpið frá því, að síldveiðin á öllu landinu væri orðin 123174 tn., en árið 1934 hafi hún verið um áramót 216760 tn. Vant- ar því 93586 tn. til þess, að sama síld- armagn sé komið á land nú, og áyið áður,

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.