Dagur - 21.11.1935, Síða 3

Dagur - 21.11.1935, Síða 3
47. tbl. DAGUR 199 ••• •♦• •-• > • #■# # ♦ 4»- •-• ♦ ♦ • ■♦-«•--•-•-•"•-•-• ♦‘-1 t Karl Ingjaldsson dáinn. I Við samstarfsmenn hans og vin- ir eigum erfitt með að átta okkur á því, að hann sé horfinn sýnum. Okkur hafði ekki í hug komið aö við fengjum ekki lengur að njóta samvista hans, þessa prúða, yfir- lætislausa manns, og trausta og hugheila félaga og vinar, sem nú er dáinn í blóma lífsins, við svo að segja upphaf æfistarfsins, sem hann hafði ákveðið að helga líf sitt og krafta. Karl var fæddur að öxará I Þingeyjarsýslu 29. maí árið 1900. Ólst hann þar upp hjá foreldr- um sínum, Ingjaldi Jónssyni og* Elínu Kristjánsdóttur og var hjá þeim þar til árið 1925, að hann fluttist til Akureyrar og réðist þá til Kaupfélags Eyfirðinga við verzlunarstörf, en fór þaðan skömmu síðar og var um tíma starfsmaður við verzlunina París hér í bæ, en réðist síðan aftur til Kaupfélags Eyfirðinga og var þar starfsmaður síðan. Á þessum árum fór Karl utan og dvaldi þar um tíma, til þess að afla sér aukinnar þekkingar og meifi kunnleika á viðhorfum þeirra mála, er hann hafði ákveð- ið að vinna að. Árið 1933 kvæntist hann eftir- lifandi konu sinni, Hallfríði Gísladóttur, og eignuðust þau eitt barn. Þegar Kaupfélagi Eyfirðinga, við breytt og bætt húsakynni, var skipt í deildir, var Karli falin stjórn einnar déildárinnar og því starfi gegndi hann til dauðadags. Þegar hann hafði tekið við for- stöðustarfinu, fékk hann fyrst notið sín fullkomlega. Þá kom skýrast í ljós hve ágætur starfs- maður hann var. Lipurð hans og hlýja viðmót aflaði honum vin- sælda þeirra, er við hann skiptu, en reglusemi og áliugi trausts þeirra, sem hann vann fyrir, og engan veit ég þann, sem ekkí kveður hann með hlýhug og sökn- uði. Og við, starfssystkini hans, sem þekktum hann bezt, söknum hans mest, þeirra er ekki voru hans nánustu. Við störum á auða rúm- ið hans í hópnum og grátklökkvi grípur hugann, og þó að annar taki upp merkið, sem nú er fall- ið, þá fyllir hann aldrei rúm Karls Ingjaidssonar í hugum okk- ar, — það er helgað honum og honum einum. En við erum öll glöð, mitt í sorginni, glöð yfir að hafa átt Karl að félaga og vini, og kveðj- um hann nú í hinzta sinn með hjartans þökk fyrir allt og allt. Stárfsbróðir. II. Mlnningacocð. Sumir dagar geta orðið í minn- ingu manna sem dimmar skanun- degisnætur. Þetta verður þegar atburðir dagsins rista rúnir sorg- ar og saknaðar, eða á annan hátt kasta skuggum á lífið og tilver- una. Einn slíkur dagur verður mér, og vafalaust ýmsum fleirum hér, 12. nóvember síðastliðinn. Var það sakir þess að þá dvöldum við — og þó aðeins í anda flest af okkur — við dánarbeð eins ágæts manns og vinsæls förunautar, Karls Ingjaldssonar frá öxará, sem í dag er til grafar borinn. — Sviplegra hefir fráfall sumra orð- ið en hans, þó að banalegan væri ekki löng. Við vissum fyrir hvað verða mundi af fregnum, sem okkur bárust um líðan hans síð- ustu dægrin. En það er ekki allt- af létt að átta sig á veruleikanum. Og jafnvel í sjálfu vonleysinu er stundum erfitt að varpa frá sér allri von. Og óvenjulega snöggur sjónarsviptir og áberandi fannst mér vera við burtköllun hans. Það er svo stutt síðan að hann var með okkur, vann í sama verka- hring. Þar hefir orðið tilfinnan- legt skarð fyrir skildi. En stærra er þó höggið í garð vina hans og kunningja. En ennþá stærst og óbætanlegast í hóp ástvinanna. Með Karli sál. er góður maður og grandvar hniginn til moldar á bezta aldri. Hann átti að sumu leyti ekki marga sína líka. Ég hafði náin kynni af honum s. 1. 9 ár, enda mátti heita að við vær- um samstarfsmenn lengst af þau ár. Ekki minnist ég þess, að ég sæi hann allan þann tíma skipta skapi, né tala styggðarorð til nokkurs manns. Slíkt eru fádæmi. Geðprýði hans og stilling var al- veg einstök. Prúðmennska í fram- göngu, orðum og athöfnum var honum eðlishvöt en engin upp- gerð. Reglusemi og trúmennska var af sömu rót. Þetta eru gæfu- menn. Þeir hljóta jafnan að mak- legleikum vinsældir að launum og virðingu. Og hann átti fjölmarga vini en áreiðanlega engan óvin. En þessir menn geta einnig haft sínar byrðar að bera. Og það hafði Karl sál. að vissu leyti. — Heilsu hans var þannig háttað, að á annan tug ára mun hann fáa daga eða engan hafa verið alheil- brigður. Þó vann hann flesta þeirra sem ekkert væri að. Á ung- lingsaldri lá hann þunga legu, svo að vart var honum líf hugað. Eft- ir það náði hann sér aldrei. Hann leitaði ýmsra ráða, en fékk ekki fulla bót. Hann var sjaldan þjáð- ur, en alltaf háður þessum sama sjúkleika og þurfti jafnan að vera á verði gegn honum. Þeir einir, sem slíkt reyna, munu til fulls skilja hversu þreytandi líf það er. Og þarf nokkurt þrek til að taka því með stillingu. En það raskaði ekki ró hans. Nú hefir hann feng- ið fulla bót þessara meina. En dýru verði var hún keypt. Hópur vina saknar hans nú sárt og hefði feginn óskað honum lengra lífs auðið. En urn það er ekki að fást. Klökkur hugur vor og hlýjar þakkir fyrir góða sam- fylgd fylgja lionum svo langt, sem mannlegur andi nær út á djúpið ó- kunna, sem hann hefir nú lagt út á, og við munum öll á sínum tíma kanna. Við, hin mörgu, sem kynntumst honum, eigum aðeins kærar og bjartar minningar um hann. Og það er vafalaust eitt hið bezta og varanlegasta, sem nokkur lætur eftir sig. Að enduðu slíku lífi get- ur sérhver lagzt til hinstu hvildar rólegri en ella, hvað sem aldrinum líður, því að »sé gott að hljóta gamals ár er góðum betra að deyja«. E i n n úr'vinahópnum. KIRKJAN. — Messað á Akureyri n. k. sunnudag (24. þ. m.) kl. 2 e. h. Almennur fundur var haldinn í Sam- komuhúsinu í gærkvöld, til þess að ræða um hina vaxandi áfengisneyzlu og böl það, er af því leiddi. Ræðumenn voru ákveðnir fyrirfram og' voru þeir þessir: Snorri Sigfússon, Stefán Krist- jánsson frá Glæsibæ, Pétur Sigurðsson og Brynleifur Tobiasson. Fundurinn var fjölmennur. Leitin að flugmanninum Kingsford- Smith er nú hætt, án þess að hafa bor- ið árangur. Er engin von talin til þess, að hann sé ennþá lifandi. Ungur, þýzkur píanoleikari og hljóm- sveitarstjóri, Robert Abraham að nafni, er nýkominn til bæjarins og mun dvelja hér í vetur. Hann hefir hlotið músík- menntun sína við hljómlistaháskólann 1 Eerlín og' hefir stjórnað hljómleikum bæði í París og Kaupmannahöfn við mjög' g'óðan orðstír. Er hér gott tæki- færi fyrir bæjarbúa, sem áhuga hafa a píanóleik og hljómfræði, að menntast a því sviði. Listamaðurinn talar dönsku mjög vel, svo að engin vandræði ættu að hljótast af málinu. He.imilasambandió heldur hátíðlegt 11 ára afmæli sitt mánudaginn 25. þ. m. kl. 8, í sal Hjálpræðishersins. Þar verður veitt kaffi, og' einnig fást keypt- ir nokkrir gagnlegir, ódýrir heimaunn- ir munir. Söngun og hljóðfærasláttur. Allir velkomnir, svo lengi sem húsrúm leyfir. Aðgangur 0.50. Heimilasamband- ið hefir orðið mörgum til blessunar á undanförnum árum,' bæði heimilum og einstaklingum. Ensku kosningamar fóru þannig, að þjóðstjórnin bar sigur úr býtum. Fékk hún nokkurn meiri hluta atkvæða og yfirgnæfandi tölu þingsæta. Verka- mannaflokkurinn jók tölu þingsæta sinna mjög mikið. Magnús Siguíðsson bóndi 00 sttiðvarstjóri að Kinnarstöðum, A. Barð. MilýNINGARDRÆTTIR. Ég- heyi'ði freg-n, sem hrelling bar I'rá harmi lostnum bæ: Að hann, sem garðinn græddi þar og gerói frægan æ, nú liggi nár á lágum beð, við lokinn æfidag. Svo mörgum hefir ’ann hlýju léð, að hann á skilið brag’. Þá kom ég fyrst að Kinnarstað, — með kreppu um sálarvé — og stórum augum starði á það, sem stolt hvers bónda sé: Hve allt var snoturt úti við, hve inni hreint og bjart. — Og gjörvalt bæjarbragsins snið minn bernskuhuga snart. Hans þrifabú á þjóðbraut stóð — og þoldi samanburð. Um innið stöðugt öldin tróð — en aldrei bjargarþurrð. i bjarta, hlýja bænum hans var beini ávallt til — ogfró hins þreytta ferðamanns, sem fann þar hvíld og yl. Þar undu gisting ótal manns og af sér þreyðu él. Þótt lemdist hríð um leggi hans, þeim leið þar prýðisvel. En greiða fæstir greiddu þar með gildi meiru en orð. — Þeir minnast kannske Magnúsar, sem mettust við hans borð. Hann jafnan athvai*f æsku var og ól upp níu börn. En fimm af hópnum fundust þar, sem flesta skorti vörn. Hann kom þeim öllum eins til sem eigin barna hóp. [manns, — Nú syrgja þau og sakna hans, er sögu þeirra skóp. Svo voru einnig önnur börn, sem áttu þarna vin, sem þurftu tíðum vesöl, vörn, er váöfl spenntu gin. Og fáir áttu fegri hjörð, né fengu betri arð. — Með búmannshug var hirðing svo hámark þroska varð. [gjörð Nú ert þú farinn, frændi minn, til feðra þinna heim. En hér mun lifa hróður þinn í hljóðum norður geim: Þótt bænda hefðir búninginn og brytir engra rétt! — Þú hafðir af því heiðurinn að hækka þína stétt. Þig syrgja börn og svanni kær, þin saknar fjöldi manns. í kyrrð, svo vítt sem kynning nær, þú kaust þér vinafans. Og frá þeim öllum ósk sú fer — þótt ýmsra rödd sé klökk: Svo fylgi heill og friður þér og fáðu dýrstu þökk! Sig. Guðmunz Sigurðsson. Hjálpræöisherinn. Fimmtudag kl. Æskuliðssamkoma. Sunnudag: kl. 10% Bæn. Kl. 2 og kl. 6 Barnasamkoma. Kl. 8% Vakningarsamkoma. Mánudag: Kl. 8% HeimiJissambandið. Árshátíð,

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.