Dagur - 19.12.1935, Síða 1
D AGUR
íeniur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Arni Jóhanns-
son í Knupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR.
Norðurgötu 3. Taisími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé komin til af-
greiðslumanns fyrir 1. des
XVIII. ár
■í
Akureyri 19. desember 1935
51 tb!
o «3- & •«*
Mannskaðai’ og íjár-
tjón af ofviðri.
Siðastl. laugardag skall á aftaka
norðanveður nreð fannkomu yfir allt
Norður- og Vesturland og hélzt aila
næstu nótt og fram á sunnudag.
Olii veður þetta stórfelldum mann-
skaða og fjártjóni víða um land og
umhverfis landið. Skal hér getið um
hið helzta, sem frétt er af i þessum
efnum.
■Áður en óveðrið skall yfir, fóru
feðgar tveir frá Látrum á Látra-
strönd, Steingrímur Hallgrímsson
og Hallur sonur hans, á vélbát inn
að Grímsnesi, tii að sækja kind, og
gekk bæði lending þar og burtför
ágætlega. En er feðgar komu að
Látrum, var brimið orðið svo mikið,
að ólendandi var. Á sunnudags-
morguninn fann bóndinn í Miðvík
bátinn utan á Knararnesi, sem er
skammt utan við Garðsvík á Svai-
barðsströnd, og var Steingrímur ör-
endur í bátnum með áverka á höfði.
Hafði bátnum sýnilega verið lent
þarna og líkið lagt til. Á mánudag
var hafin leit að Halli af 15 mönn-
um af Svalbarðsströnd og á þriðju-
daginn fór skip héðan af Akureyrl
með fjðlda manna, sem Ieituðu
hans, en allt reyndist árangurslaust.
Alitið er, að Hall hafi hrakið í sjó-
inn. Kindin, sem Láfrafeðgar höfðu
meðferðis, fannst í fyrradag lifandi
skammt frá Miðvík.
Þenna saina óveðursdag fór fólks-
bifreiðin A 6 með nokkra farþega
áleiðis til Svalbarðseyrar frá Akur-
eyri. Hrepptu þeir svo vont veður,
að þeir settust að á Varðgjá. Kl.
rúmlega 6 um kvöldið lögðu tveir
bílfarþeganna, þeir Eiður Arnason,
Svalbarðseyri og Þorsteinn Sigur-
björnsson, Fagrabæ, af stað gang-
andi heim til sín. Veðrið var ógur-
legt, og villtust þeir mjög. Eiður
var ekki vel búinn og gafst upp,
enda mun hann hafa orðið veikur.
Andaðist liann í höndum Þorsteins,
en hann komst loks snemma nætur
heim að Grund við Svalbarðseyrf
og sagði frá tíðindum. Brugðu
menn þá við að leita líks Eiðs og
fundu skjótt, enda var það þar
skannnt frá. — Eiður lætur eftir
sig konu og sex börn, og fæddist
það yngsta tveim dögum eftir
dauða hans.
Óveðursdaginn var báturinn Sviði
frá Bolungarvík á leið til Aðalvíkur
og missti út einn mann og varð
honum ekki bjargað, Hann hét
Magnús Guðmundsson og var úr
Reykjavík.
í Vestinannaeyjum fauk bátur
með tveim mönnum í um koll þar á
höfninni, og drukknaði annar
þeirra. Hann hét Guðmundur Guð-
mundsson.
Vélbáturinn Kjartan ólafsson frá
Akranesi fór í veiðiferð sl. föstudag
og hefir ekki komið fram eða fund-
izt þrátt fyrir mikla leit. A bátnum
voru 4 inenn.
Frá Ljárskógum kemur sú sím-
fregn, að Valgeir Björnsson, Ytra-
Felli á Fellsströnd, og fóstursynir
hans tveir hafi á laugardaginn far-
ið út í eyju að sækja fé. Báturinn
fannst mannlaus.
Frá Stykkishólmi kemur önnur
simfregn, sem hermir, að bátur hafi
farizt þar skammt frá með tveim
mönnum.
Þá er enn símfregn um, að bát-
ur hafi farizt af Barðaströnd ineð
tveim mönnum. Hétu þeir Stefán
Jónsson frá Arnólfsnesi og Jakob
Jakobsson frá Hamri.
Tveir bátar frá Sauðárkrók, Ald-
an og Njörður, fórust báðir á
Skagafirði. Fórust þar 7 menn
Nöfn þeirra voru: Sigurjón Péturs-
son, Sveinn Þorvaldsson, Margeir
Benediktsson, Bjarni Sigurðsson,
Björn Guðmundssn, Ásgrímur Sig-
urðsson og Magnús Hálfdánarson.
Á Grænumýrartungu í Hrútafirði
hné Björn Þórðarson niður örendur
við fjárhúsvegg eftir að hafa lengi
dags strítt við að koma fé í hús. —
Hann var ekkjumaður og átti 4
börn uppkomin.
Helgi Guðmundsson frá Fagra-
nesi i Skagafirði varð úti á niilli
Sauðárkróks og heimilis síns.
Auk þeirra mannskaða, sem héi
er getið og vitað er um, hefir ó-
veður þetta ollið öðru tjóni víðsveg-
ar. Vitað er meðal annars um þetta:
Fjárskaðar urðu í Húnavatnssýslu,
Dalasýslu og Þingeyjarsýslu. —
Við Vestmannaeyjar sökk vélbátur-
inn Ófeigur og ennfremur trillubát-
ur. — Á Húsavík rak tvo báta í
land og brotnuðu báðir í spón. —
Mjólkurflutningabátur Höfðhverf-
’inga lá í Nollsvík, rak í land og
brotnaði í spón. — Á Möðruvöllum
i Hörgárdal fuku á annað hundrað
hestar af heyi, eign Davíðs bónda
Eggertssonar, auk annara minni
skemmda, er þar grðu-
KIRK.JAN: Measað I Akureyvarkirkju
kl. 2 e. h. næstk. sunnudag'. — JÓLA-
MESSUR: Aðfangadagskvöld kl. 6 e.
h. Akureyri. Jóladag kl. 11 f. h. Akur-
eyri; sama dag kl. 2 e. h. Lögmanns-
hiíð; sama dag kl. 6 e. h. Akureyri,
barnagTiðsþjónusta. 2. jóladag: Akur-
pyri kl. 2 e. h.
Brynjar Eydal var meðal farþega
hingað á Dettifossi nú í vikunni. Ea-
hann heim kominn eftir 5% árs dvöl
í Kanada..
Geysir. Söngsefing í kvöld á venju-
legum stað og tíma.
NÝJA-BÍÓ
sýnir fimmtudaginn 19. þ.m.
kl. 9.
fiog a sjiiKfi
Aðalhlutverkm leika
Ralpb Bellamy. Fay Wray.
Notið tækifærið til að sjá
þessa ágætu mynd.
„íslendingur" rennir
niður illmælunijUm K.
E. A. og iramkvæmda-
stjóra þess.
i síðasta tölubl. »íslendings« gat
að líta svolátandi yfirlýsingu:
»Landskjálftaféð og K. E. A.
I grein með þessari fyrirsögn í
27. tbl. ísl., 5. júlí s. 1., voru um-
mæli, sem ef til vill hefði mátt
skilja svo, að K. E. A. eða kaupfé-
lagsstjóra Vilhjálmi Þór, væri
brugðið um óráðvendni í sambandi
við meðferð samskotafjár til endur-
byggingar á landskjálftasvæðinu.
Ot af þessu vill blaðið hér með
lýsa því yfir, að engin slik aðdrótt-
un átti að felast í nefndri grein,
enda hefir blaðið — að fengnum
ýmsum upplýsingum, sem þá voru
ekki fyrir hendi — enga ástæðu tii
að gruna K. E. A. eða forstjóra
þess um neina óráðvendni í sam-
bandi við meðferð landskjálftafjár-
ins eða viðskifti félagsins ut af því
máli«.
Með þessari yfirlýsingu hefir Isl.
rennt niður rógi og dylgjum um K.
E. A. og framkvæmdastjóra þess í
þessu máli. Slíkt ofaníát íhalds-
blaðsins á fyrst og freinst rót sína
að rekja til hræðslunnar við það,
að rógurinn og dylgjurnar myndu
óhjákvæmilega hafa í för með sér
peningaleg útlát úr pyngju blaðs-
ins.
Með þessari yfirlýsingu Isl. er
jafnframt kveðin niður illkvittni og
rógur blaðs nazistadeildar ílialds-
ins gegn K. E. A. og framkvæmda-
stjóra þess í máli þessu. Er það vel
farið, að slíkt saurblað verði sér til
háðungar á þenna hátt.
Gu5sþjónustur í Gnmdarþingapresta-
kalli: Möðruvöllum á jóladag kl. 12 á
hádegi; Saurbæ á jóladag kl. 3 e. h.;
Hólum á annau kl. 12 á hádegi; Grund
á Gamlaársdag kl. 3 e. h.; Kaupangi á
nýjársdag kl. 12 á hádegi; Munkaþverá
sunnud. 5. jan. kl. 12 á hádegi.
Hjónaband. Föstudaginn 13. des. sl.
voru gefin saman í hjónaband í Kaup-
mannahöfn ungfrú Ingveidur Fjeldsted
Hjartardóttir útgerðarmanns hér í bæ
og kaupmaður Haraid Dan Christensen.
Laugordaginn 28. des. n. k. heldur
kvenfélagið »Iðunn« í Hrafnagilshreppi
samkomu í þinghúsi hreppsins og hefst
hún kl. 9 e. h. Til skemmtunar verður:
Jón Norðfjörð syngur gamanvisur. Ef
til vill erindi. Dans. Ágóðinn rennur I
sjúkrasjóð félagsins. ölvaðir menn fá
ekki inngöngu.
Hjónabönd: Síðastl. laugardag og
sunnudag voru gefin saman í hjóna
bönd af sóknarprestinum á Akureyri:
Ungfrú Gyða Jónsdóttir, Akureyri og
Jóhannes Björnsson, Nolli við Laufás.
— Ungfrú Björg Hallgrímsdóttir og
Bjarni Rósantsson múrarameistari,
bæði til heimilis á Akureyri. — Ung-
frú Steinunn Guðjónsdóttir og Jón Sig-
urðsson á Akureyvi. — í fyrradag voru
ennfremur gefin saman ungfrú Guðríð-
ur Brynjólfsdóttir og Steindór Helga
son, til heimilis á Siglufirði.
Hjúskupur: Föstudaginn 22. nóv. s.l.
voru gefin saman í hjónaband af sókn-
arprestinum í Grundarþingum ungfrú
Gunnhildur Kristinsdóttir í Samkomu-
gerði og Daníel Sveinbjarnarson frá
Saurbie.