Dagur - 19.12.1935, Blaðsíða 5

Dagur - 19.12.1935, Blaðsíða 5
51 tbl. DAGUE 217 •-• • • • • • • «• • • • • • • •-• • •« • • . t*að tilkynnist hér með vinum og vandamönnum, að jarðarför mannsins mins elskulega, Eiðs Árnasonar, Svalbarðseyri, sem andaðist síðastliðna sunnudags- nótt, er ákveðin laugardaginn 21. þ. m. kl. 1 e. h. frá Svalbarðs- kirkju. Svalbarðseyri 17. des. 1035, Birna Guðnadóttir. Mandarínur á ÍO aura stykkið fást í Nýlenduvörudeild. vinnunámskeiðs þess, er halda á hér í bænum í vetur að tilhlutun Fjórðungsþingsins«. — Rf'iknmgar fj óró wngs þvtigsins fyrir árin 1933—1934 og sömu- leiðis fjárhagsáætlun fyrir árin 1935—1936 samþ. Dráttwbraut á Dalvík: Fram- iagt erindi frá Fiskifélagsdeild Dalvíkur, þar sem farið er fram á að þingið mæli með málaleitun deildarinnar um fjárstyrk frá Fiskifélaginu til dráttarbrautar á Dalvík. Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Styrkur til fulltrúa. Þá var samþykkt að heimila stjórn fjórð- ungsþingsins að styrkja þá full- trúa, sem erfiðast eiga með þing- sókn, að einhverju leyti. Næsti þingstaður var ákveðinn Akureyri. S tj ómarkosning: Forseti: Guöm. Pétm-sson með 8 atkv. Varaforseti: Jón Kristjánsson með 6 atkv. Ritari: Hreinn Pálsson með 5 atkv. Vararitari: Stefán Jónasson með 5 atkv. Gjaldkeri: Jóhannes Jónasson með 8 atkv. Varagjaldkeri: Helgi Pálsson með 7 atkv. Endurskoðendur: Páll Einarsson. Ari Hallgrímsson. Vestmenn. Útvarpserindi um landnám íslendinga í Vesturheimi. Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Reykjavík. 1935. 1 erindum þessum eru rakin til- drög Vesturheiinsferða. Fyrst sagt frá útflutningi Mormóna, frá Vest- mannaeyjum, Landeyjum og Suður- Iandi, en það eru fyrstu vesturfar- ar, er við þessa sögu koma og þeir fluttu vestur 1855 og settust að í Spanish Fork í Utah. Þá koma Brazilíuferðir tíl sög- unnar, og þeir, sem tóku þátt í þeim. Þær ferðir hófust 1863 og stóðu til 1870, en þó var það fátt, er til Brazilíu fluttist. Árið 1870 hefst hinn mikli út- flutningur frá Islandi til Norður- Ameríku og stendur yfir fram yfir síðustu aldamót. Enginn veit með vissu hversu margir fluttu vestur á þessum ár- um og eru ágizkanir manna mjög á reiki í því efni. Árið 1884 áætlar Frimann B. Arngrímsson tölu Is- lendinga í Vesturheimi 5000. — Ar- ið 1888 áætlar Jón Ólafsson þá 8— 9 þúsund, en í grein sinni urn þetta efni, sem birt var í Tímariti Þjóð- ræknisfélagsins 1932, kemst síra Rögnvaidur Pétursson að þeirri uiðurstöðu, að á árunum 1872— 1892 flytji rúm 10 þúsund íslend- ingar vestur. En á öllu útflutnings- tímabilinu frá 1872—1931 felst honum til að vestur hafi flutt tutt- "ugu þúsund og fiinm hundruð ís- lendingar. Með líkri fjölgun og á íslandi, á söinu árum, gerir síra Rögnvaldur ráð fyrir, að rúmar 37 þúsundir Is- lendinga búi nú í Canada og Bandaríkjunum. Aðrir gizka á hærri tölu og nokkrir á miklu lægri tölu. Þessar áætlanir eru gripnar úr ritinu Vestmenn, til þess að gefa mönnum hugmynd um hvað sá, eða þeir færasf í fang, er rita vilja land- námssögu Vestur-íslendinga frá fyrstu árum og niður til dagsins í dag. Þetta á ekki að vera neinn rit- dómur um bók Þorsteins Þ. Þor- steinssonar, heldur vildi ég geta bókar þessarar og vekja athygli á því, að hér er mikið efni saman komið um landnám íslendinga i Ameríku. En ósjálfrátt spyr maður eins og skáldið: »Hver tæmir allt það timburrek af tímans Stórasjó?« En bók Þorsteins er mjög virð- ingarverð tilraun i þá átt. Þeim, er síðar kunna að rita um þetta efni, mun verða auðveldari eftirleikurinn. Æskilegt hefði verið að höf. hefði séð sér fært að láta nafnaskrá fylgja bókinni. Ennfremur hefði ég kosið, að hann hefði lýst ítarlegar hversdagsstörfum og búnaðarhátt- um Vestur-íslendinga. Eg hefði síður saknað atriða, er snertu safnaðamyndun og trúar- bragðakrit,envísteiga þau mál sína sögu, en ég hygg að það sé að verða dauð saga, sem lítíð gagn og enn minna gaman er upp að rifja. Gott væri ef bókin yrði til þess að draga saman hugi þeirra, sem á Jslandi búa og bræðra þeirra og systra vestan hafs. Öllum, sem nokkuð þekkja til manna og mál- efna hjá Austur- og Vestur-íslend- 'ingum, hlýtur að renna til rifja samstarfsleysið þeirra á milli. Að stofna til samvinnu milli heimaþjóðarinnar og Vestur-lslend- inga, sem byggð væri á samúð og skilningi beggja aðila, væri hið þarfasta verk. Austur-íslendingar hljóta að játa, ' að landið er enn ekki hálfunnið. Allt bendir til, að þeir fái ekki — er stundir ltða — að búa að land- rými þessu óáreittir, þegar stöðugt þrengist meðal allra þjóða úti um víða veröld. Sennílegt er að fjöldi Vestur-lslendinga vildi flytjast heim, ef nokkuð væri fyrir því máli beitzt, og ákjósanlegri innflytjendur yrði ekkl hægt að fá. F. H. Berg. Fengum nú með „Dettifoss" Gardínuiau Flónel Hvií léreft Mislii silkiléreft Purkur, hvitar og mislitar. Kaupfélag Eyfirðinga Vefnaðarvörudeildin. Saltaður upsi til skepnufóðurs og manneldis verður seldur næstu daga i kornvörupakkhúsinu. Verð kr. 5.50 50 kg. pakki. Kaupfélag Eyfirðinga. Aletruð bollapör í miklu úrvali Kaupfélag Eyfirðinga jdrn- og glervörudeild. Höfum nú fengið afíur Æðar dún Kaupf. Eyfirðinga járn- og glervörudeild. að panta i jólamat- inn fyrlr helgina. Kjötbi K E ð. Sku^jj!a-8veinu verður leikinn f síðasta smn á sunnudaginn milli jóla og nýjárs með lækkuðu verði. Sýning leiks- ins á sunnudaginn fórst fyrir vegna 6- veðar*, Gleð jið börnin og gefið þeitn góðar bækur: Um sumarkvold Við Alftavatn Báðar eftir yngsta og vin- sælasta rithöfund landsins, dlat Jótl. Sigutðsson, sem nú er nýlega orðinn 17 ára. V illidýrasögur handa böcnum eftir magister írna Friðtiksson. Anna í Grænuhlíð ' I.—III. bindi. Pað er eins og yndæll draum- ur, að lesa sögurnar ura Önnu í Grænuhlíð. Skemmti- legri og hollari unglinga- bækur eru ekki tii. — Gefid börnum yðar þess- ar bœkur í jólaajöf! íslenskir leirmunir ættu að vera öllum íslendingum kærkomin jólagjöf. Komiö og skodid aður en þér kaupið annað. Kaupfélag Eyfirdinga járn- og glervörudeild fæst til kaups og ábúð- ar í n. k. fardögum. Semja má við Sigfns E. Axfjörð. Zion. Sunnud. 22 .des: Barnasamkoma kl. io f. h. Almenn samkoma kl. 8,3o, Jóhannes Sigurðsson predikar. Allir velk,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.