Dagur - 28.12.1935, Side 1
D AGUR
líemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÖNI Þ. ÞóR.
Norðurgötu3. Talsími 112.
Uppsögn, bundin við ára-
mót, sé konrdn til af-
greiðslumanns fyrir 1. des.
XVIII
. ár. |
Akureyri 28. desember 1935
52. tbi.
Benzínskaltur og
bílsljóraverklall.
Undir þinglokin samþykkti AI-
þingi að hækka benzínskattinn úr 4
aurum í 8 aura á lítra. Á að verja
því fé, er inn kemur við þessa
hækkun, og sem áætlað er að verði
250 þús. kr., til endurbóta á fjöl-
förnustu þjóðvegum og til lagning-
ar nýrra vega. Við þetta vinnst
tvennt: Bætt samgönguskilyrði á
landi og aukin atvinna.
Erlendis er litið svo á, að bíl-
arnir eigi að kosta viðhald veg-
anna, því eins og kunnugt er, slitna
vcgirnir mest af bílaumferðinni.
Þess vegna er benzínskatturinn hár
erlendis, eða eins og hér segir í eft-
irtöldum löndum, samkvæmt upp-
frá vegamálastjóra:
11,27 aurar
lýsingum
Noregur
Sviþjóð
Danmörk
England
Sviss
Belgía
Þýzkaland
Frakkland
Italía
11,68
13
16.43
25,18
29,51
35.43
47,20
49,28
Við samanburð kemur í ljós, að i
hverju þessara landa er benzín-
skatturinn hærri en hér; þar sem
hann er hæstur, meira en sex sinn-
um hærri, og að meðaltali meira en
þrefaldur við það, sem hann er hér
eftir hækkunina. Sést af þessu, að
Alþingi hefir stillt mjög í hóf um
hækkun skattsins samanborið við
það, sem annarstaðar gerist.
Þrátt fyrir þetta hafa bílstjóra-
félögin í Reykjavík og Hafnarfirði
verið lokkuð út í verkfall vegna
hækkunarinnar á benzínskattinum.
Talið er að »sjálfstæðismenn«
standi að baki verkfallinu, og njóta
þeir dyggilegrar aðstoðar kommún-
ista, sem þeir siga fram í þessu
máli. Hyggjast óvinir Mjólkursam-
sölunnar geta eyðilegt hana á þenna
hátt, með því að koma í veg fyrir
flutninga á mjólkinni til Reykjavik-
ur, en engar líkur eru taldar fyrir
því, að þetta fagra (!) áform takist,
því önnur flutningatæki eru notuð í
stað hinna makráðu bíla.
Tilraun var gerð í þá átt að koma
á samúðarverkfalli hér á Akureyri,
en það mistókst með öllu.
Alþýðusambandið er andstætt
verkfallinu.
Abessiníudeilan.
Laval, forsætisráðherra Frakka,
og sir Samuel Hoare, utanríkis-
málaráðherra Breta, komu sér fyrir
skömmu saman um lausn Abessiníu-
deilunnar. Voru tillögur þeirra af-
hentar Abessiníukeisara, Mussolini
og Þjóðabandalaginu.
Tillögur þessar vöktu undrun um
allan heim. Samkvæmt þeim .átti
ítalía að fá til yfirráðu mestan hluta
hinna herteknu svæða í Abessiníu
og auk þess víðtæk réttindi til at-
vinnurekstrar í öðrum hlutum lands-
ins. Til endurgjalds átti Abessinía
að fá mjóa landræmu til sjávar og
aðgang að hafnarbæ þar.
Tillögur þessar vöktu mikla
gremju, ekki aðeins í Englandi og
um allan hinn brezka heim, heldur
og víða annarstaðar og jafnvel í
Frakklandi sjálfu. Var litið svo á,
að brezki utanríkismálaráðherrann
hefði látið Laval leiða sig í gildru,
en hann hefir alltaf verið tregur til
refsiaðgerða gegn ítalíu.
Þingmenn úr stuðningsflokki
brezku stjórnarinnar risu öndverðir
gegn tillögunum og töldu, að þær
köstuðu skugga á heiður brezkra
stjórnmálainanna. Varð mótstaðan
svo hörð, að sir. Samuel Hoare haf-
ir hrökklast frá völdum og við þeim
tekið Anthony Eden til mikillar
hrellingar itölum.
Abessiníukeisari var ineð öllu frá-
hverfur tillögunum, og engin von er
talin um, að Þjóðabandalagið vilji
fallast á þær.
Samhliða berast fregnir um fram-
rás Abessiníumanna á vígstöðvun-
um.
Leiðréttiny. í greininni »Sá yðar,
sem syndlaus er«, o. s. frv., hafa í 1.
dálki, síðu 210, fallið nokkur orð úr
handritinu. Þar sen’i rætt er um héraðs-
fund á Ljósavatni, átti að standa (let-
urbreyttu orðin höfðu fallið úr í prent-
un):
»Eg var staddur á þessum fundi og
gerði fyrirspurn til yðar um það, hvort
þér fiyttuð tillöguna vegna þess,- að þðr
telduð óvenjulega þörf á presti á
Laugaskóla. Svöruðuð þér þvl játandi,
og að þér telduð Laugaskóla útiloka
sig meira frá kirkjunni en aðra skólat.
Til Sisfúsar Jónssonar Ási
11. des. 1935.
Aldursjöíur okkar sveitar!
Ég vil þig í ljóði hylla.
Aðeins sex þig árin vantsr
öldina svo megir fylla.
Glaður og hress á gamalsaldri,
glapin ei sýn að neinu ráði,
gengur staflaus stigu bratta,
stendur beinn, sem ösp á láði.
Þu í huga enn ert ungur,
yrkir meira að segja stundum,
fylgist með í flestum greinum,
fegurð metur enn hjá sprundum.
Veit ég þó, að ógnir ýmsar
aefi-götu varðað hafa.
En þú hefir ekki látið Iffið
lama þig eða binda klafa.
Hvaðan hefir þér kraftur komið
og kæti, er fram í elli skarta?
Það hefir veitt þér lundin létta,
lifandi von og trúað hjarta.
***
Láttu tindra enn um árabil
æskuleiftur björt í þínu geði.
Ég held, að elli engin væri til,
ef allir hrepptu trú og von og gleði.
S v e i t u n g i.
□ Kún 50361GS -
Frl.*. Alkv.*.
•»Scv)nvinnam 6. hefti, (nóvember) þ.
á., er nýkomin. Efni: Þjóðleikhúsið eft-
ir Jónas Jónsson, Einar Árnason alþm.
(60 ára), Jón Árnason framkvæmdastj.
(50 ára), Baldvin Baldvinsson bóndi
(65 ára), Hallur Kristjánsson bóndi
(60 ára). Ráðdeildarmenn, saga eftir
NÝJA’BÍÓ ■■■
g
I Laugardags- og sunnudagskvöld
■ kl. 9:
.Continental'
Tal- og hljómmynd í 10 þáttum.
Aðalhlutverkin leika og dansa:
Fred Aslaire og
Ginger Rogers,
frægasta danspar heimsins.
Flestir sem sáu dansmyndina
»Carioca« munu fagna þessari
mynd, sem sýnir nýjasta dansinn
»Continental« og sem ennfremur
er afar fyndin og fjörug gaman-
mynd,
Pétur Georg, Aldarminning tveggja
merkismanná, Kaupfélag Stykkishólms,
e. Stefán Jónsson, Samvinnustarfiö
innanlands, e. Ragnar Ólafsson, Fram-
haldsdeild Samvinnuskólans, Heimilið
— Kvenfólkið — Börnin (Sænska
»Smjörgæsin«), e, Auði Jónasdóttur.
Frá fæðingarbæ Shakespeares, e.
Svölu. Innanlands og utan (byrjun á
gi-ein um verzlunarstefnur), e. Jónas
Þorbergsson o.- fl. o. fl. — Auk þess
prýða ritið fjöldi mynda. Samvinnan
kostar aðeins kr. 2.50 árg. og kemur út
mánaðarlega, 16 síður í hvert skipti.
Er hún því ódýrari en nokkurt annað
tímarit, sem gefið er út hér á landi.
Geysir. Söngæfing á morgun, sunnu-
daginn 29. desember, í Skjaldborg kl.
5% e. h. v
Vep vörukönnunar
verða sölubúðir okkar á Akureyri lokaðar
sem hér segir:
Kjölbúdin frá 1.—3. jan. að báömn dögum meötöldum.
Malvörubúöin — 1.—5. — — — — —
Aðrar búðir —- 1.-10. — — — — —
Vegna reikningsskila byrja útlán ekki fyrr en
23, janúar,
Kaupfélag Eyfirðinga.