Dagur - 28.12.1935, Blaðsíða 3

Dagur - 28.12.1935, Blaðsíða 3
52. tbl. DAGUR 221 Svona er íhaldið. Kafli úr bréfi. — — — Eins og kunnugt er, hefir verið byggð ný steinsteypubrú yfir Skjálfandafljót, undan Skriðu- hverfi. Var lokið við að steypa jbrúna 12. okt. s. 1. Brúin er hið prýðilegasta mannvirki og forstöðu- mönnunum, Árna Pálssyni verk- íræðing og Sigurði Björnssyni verk- stjóra, til stór sóma. — Eftir að lokið var steypuvinnu við brúna, var farið að setja upp hand- rið, taka niður »uppslátt« o. fl. Þá var og byrjað á uppfylling beggja megin við brúna. Var það mikið verk og seinunnið. En þegar lokið var vinnu við brúna 11. nóv., var uppfyllingunni nær lokið. — Hinir sunnlenzku verkamenn, ásamt Sig- urði Björnssyni fóru alfarniir frá Húsavík 16. nóv. áleiðis til Reykja- víkur. Árni Pálsson verkfræðingur var farinn nokkru fyrr. Allir þessir Sunnlendingar gátu sér góðan orðs- tír og er þeirra minnzt með þakk- læti fyrir vel unnið starf og drengi- lega framkomu í hvívetna. Undarlegt þykir sumunr það, að hin nýjabrú-skuli vera gerð að póli- tísku bitbeini í munni sumra íhalds- manna og blaða þeirra. »ísafold« hóf íhaldssönginn, eins og hún er vön. Svo tók »Dalakarl« undir i »íslendingi«, þegar hann fékk grunntóninn frá ísafold. Benti þetta á, að íhaldseðlið er sjálfu sér líkt. Erþaðekkií fyrsta sinn, sem íhalds- pakkið ræðst á framkvæmdir, sem horfa til almennings heilla, og reyn- ir að svívirða þá menn, er að þvl vinna að koma umbótunum í fram- kvæmd. Og af því að Jónas Jónsson lalþm. var einn sá maður, er átti !góðan þátt í því, að hin nýja brú komst á, þá var auðvitað að reyna að sverta hann í almenningsálitinu, jaínvel þó þeim íhaldsmönnuin sé það engin nýung. En það fór sem oftar, að íhaldinu brást listin. Sví- virðingarnar, sem áttu að hitta J. J. og fleiri nafnkennda menn, flugu aftur í fang íhaldsins, þaðan sem þær komu í fyrstu. Og þar hvíla þær í heimskufullri ró, i kaldri for- sælu, við brjóst íhaldsins. En það, sem gerði gæfumuninn, var aðeins ein grein, sem J. J. skrifaði í Nýja dagbl., þar sem hann hrakti um- mæli ísafoldar með rökum og vitn- aði til staðreynda. Þar með var og Dalakarli svarað, þó grein hans kæmi seinna út. — Lofum svo íhaldinu að þjóna sinni lund. Lofum því aö flónska sig á hinni nýju brú. — Brúin er byggð og verður ekki aftur tekin, hvað senr ihaldið segir. Brúin er almennings eign, og verður til almennings nota. Hún verður einn þáttur af mörgum, sem styður að almennri hagsæld og -framför lýðs og lands. En þess vegna er það, að íhaldið illskast og telur brúarbygginguna óþarfa og fé það, sem í hana fer, illa farið. Svona er íhaldið! En þegar háttsettir íhaldsmenn skaða ríkið (banEána) um tugi og hundruð þúsunda með ýmiskonar fjálmálabraski og óreiðu, þá minn- ast þeir aldrei með einu orði á slíka hluti, íhaldsmennirnir, fyrr en opin- berar umræður neyða þá til þess. En þá verja þeir svívirðingarnar af öllu sínu viti, eins og fjármálaspill- ingiri væri þeirra hjartfólgið stefnu- mál. Svona er íhaldið!------------ N. Haustið er komið og veturinn er genginn í garð. Sólin hefir hnigið til viðar. Allt í ríki náttúr- unnar hefir búið sig undir vetur- inn. Blómin hafa fölnað. Blöðin á trjánum hafa visnað og hnigið máttvana til jarðar. Fuglamir, sem voru svo glaðir og ánægðir, þegar sólina sá í sumar, hafa kvatt okkur, þegar þeir sáu ís- kalda snjóhrímið klæða efstu fjallatindana. Með blómunum hefir hnigið til moldar ein hin mætasta kona þessa héraðs, Jóna Jóns- d ó 11 i r. Hún andaðist að heimili sonar síns, Rútsstöðum í Eyjafirði, föstudaginn 14. nóv. s. 1., fullra 75 ára að aldri. Hún var fædd að öxnafellskoti í Eyjafirði 24. maí 1860, og ólst upp hjá móður sinni fyrstu æfiár sín. En vegna efna- skorts móðurinnar var litlu stulk- unni, Jónu, komið til vanda- lausra. Innan við fermingu fór hún að vinna fyrir sér og var sótzt eftir henni í vistir vegna ýmsra kosta hennar. Haustið 1886 giftist Jóna Guðmundi Jónassyni á Finnastöðum í Sölvadal. Vorið eftir reistu þau bú á Vs jörðinni Finnastöðum. Árið 1880 fluttu þau þaðan að Kambfelli. Brátt kom það í ljós að efnahag- ur þeirra blómgaðist, og öllum þótti mikið til þeirra koma. Árið 1897 fluttu þau að Þormóðsstöð- um í Sölvadal, sem þá var orðin eignarjörð þeirra, og bjuggu þar góðu búi í 33 ár. Á þessum árum byggðu þau að mestu öll hús á Þormóðsstöðum og gerðu nokkrar jarðabætur. Af hínum miklu störfum heimilisins áttí konan sinn hluta. Hún var stórvirk og iðjusöm, og sihugs- andi um heimilisins hag og ham- ingju. í hjónabandinu eignuðust þau 8 börn. 3 af þeim dóu í æsku, en 5 lifa, 4 stúlkur og 1 piltur, sem öll eru gift. Þau Guðmundur og Jóna bjuggu allan sinn búskap fram til dala, þar sem vegir eru langir og erf- iðir, en þar eru aftur landkostir góðir og ilmur blómanna meiri og heilnæmara fjallaloftið, sem er mikils virði. Mann sinn missti Jóna fyrir 5 árum og varð það mikill missir. Ekkjan hætti að búa og jörðin fór i eyði í eitt ár. Húsfrú Jóna vann öll sín heim- ilisstörf með miklu jafnaðargeði, sagði fólki sínu vel fyrir verkum og yfirsté alla örðugleikana með hægð og stillingu. Það var ætíð bjart í sál hennar. 28. nóv. 1935. Bækur. Frú E. De Pressensé: Mamnui litla I. Frumritað á frönsku. Þýðendur: Jóhannes úr Kötl- um og Sigurður Thorlacius. Akureyri 1935. Þorsteinn M. Jónsson. Þetta er þriðja bindið af safn- inu úrval úr heimsbókmenntum bama og unglinga. Áður var kom- ið Kak. Eir-eskimóinn, I. og II., hin óviðjafnanlega barnabók um líf heimskautabarnanna, er Violet Irwin hefir samið upp úr hinum heimsfrægu ferðabókum Vil- hjálms Stefánssonar. Er það ekki að efa, að sú bók mun verða vin- sæl meðal barna og unglinga, enda er hún bæði hugðnæm af- lestrar og menntandi um lífernis- hætti þessara nágranna okkar. Þessi þriðja bók í safninu er ekki síður vel valin. í henni er lýst lífi munaðarleysingjanna í París, hinni ótrúlegu baráttu þessara smælingja, kjarki þeirra og þrautsegju. Sagan dregur fram i einfaldri en þó átakanlegri mynd flesta frumdrætti skapgerðarinn- ar, hinar óbilgjörnu þarfir líkam- ans og þau áhrif, er skortur þeirra hefir á lundarfar og líð- an, ýmist til að gera menn harð- ari og eigingjahnari eða þá fórn- fúsari og betri Það er sýnt, hvernig auðurinn getur einnig haft samskonar áhrif á menn, al- veg eftir hugarfari þeirra og upp- lagi, sumir verða hugsunarlausari og eigingjarnari, aðrir gjöfulli og betri. Frá bæjardyrum þessara smælingja blasir mannlífið og vandamál þess við í ógleymanlega skýrri mynd og mennirnir eru leiddir fram með kostum sínum og brestum í ákaflega hófsamleg- um og sönnum búningi. Þýðendur og útgefandi eiga þakkir skyldar fyrir að hafa valið jafngóðar barnabækur og þessar til útgáfu. Þær eru vel fallnar til þess að vekja hollar hugsanir og göfugar tilfinningar i brjóstum ungra les- enda, en þó einkum sniðnar til að þroska hugsana- og gáfnalíf barnanna. Frágangur allur á bók- unum er hinn smekklegasti. Þess væri óskandi að þessu ágæta fyr- irtæki Þorsteins M. Jónssonar yrði svo vel tekið, að framhald gæti orðið á útgáfu þessa bóka- safns. Benjamin Kristjámsson. Hans Aanrud: Sesselja síöstakkwr og fleiri sögur. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Útgefandi: Isafold- arprentsmiðja h. f. Rvík. Ágæt bók á eftir stafrófskver- inu. Sesselja síðstakkur fjallar um seljalífið í Noregi og lýsir hjásetunni og fénaðinum á mjög eðlilegu barnamáli. Enginn efi er á því að ungum lesendum mun þykja bók þessi einkar skemmti- leg aflestrar, enda er þýðandan- um trúandi til að velja vel og þýða á lipurt og viðfelldið mál. Við erum smám saman að eign- ast gott safn af barnahókum og er Sesselja síðstakkur góð viðbót við það, sem þegar er komið út af þessu tagi. Benjamín Krist-jánsson. KHstmann Guömundsson: Böm ja/rða/r. Skáldsaga. Ólafur Erlingsson. Reykja- vík. 1935. Kristmann Guðmundsson er mikilvirkur rithöfundur. Hann hefir nú um margra ára skeið sent frá sér hverja skáldsöguna á fætur annari, ritaðar á norsku, og getið sér góðan orðstír fyrir meðal útlendra þjóða. Hafa nokkrar af þeim verið þýddar á íslenzku og eru orðnar Islending- um að góðu kunnar, t. d. Morg- unn lífsins, sem er ein af hans beztu sögum. Þetta mun vera fyrsta skáld- sagan er höfundurinn ritar jöfn- um höndum á íslenzku og norsku og bregður því fyrir á nokkrum stöðum, að höf. hefir ekki íslenzk- una fullkomlega á valdi sínu. Það verður heldur ekki sagt, að stíll- inn sé verulega tilkomumikill eða auðugur. En hann er þá jafn- framt sundurgerðarlaus og blátt áfram og bersýnilegt að höf. ein- beitir hugsuninni að sjálfu sögu- efninu og persónunum. Þetta er engu minni kostur, enda er það sýnt að höfundurinn þekkir per- sónur sínar vel og tekst með sál- rænni nákvæmni að hafa þær sjálfum sér samkvæmar allt til enda. Á sama hátt er örlagaþráð- ur sögunnar rakinn með skáld- legri innsýn. Efnið er eigi stór- fellt. Það er tekið úr striti og bar- áttu íslenzkrar alþýðu. En það er yfrleitt mjög hófsamlega með það farið, hvort heldur sem lýst er stoltum konum af ríkum ættum, eins og Valborgu Gunnarsdóttur, sem vægir aldrei fyrir örlögum sínum, eða kotungslegum en þrautseigum vinnumannssálum eins og Þorgilsi manni hennar, eða unglingum eins og Sigmundi syni þeirra. Lýsingin af Þorgilsi í andarslitrunum er ágæt, þessum þrjózka kotungi, sem meir óttað- ist lífið en dauðann og Ijafði þess- vegna svo vel ráð á að bjóða dauð- anum byrginn. Annars verða kon- urnar hjá Kristmanni yfirleitt höfði hærri en mennirnir, það er eins og lífsþróttur kynstofnsins samansafnist í þeim, þar sem þær gegna köllun sinni sem ástmeyjar og mæður í senn. Karlmennimir eru allir reikulli og þverbrotnari. Bezt takast honum að jafnaði ást- arsögurnar og þannig er um þátt Kolbrúnar í þessari bók. Sá vor- næturdraumur ástarinnar, sem hún er gerandinn í, verður hálfu áhrifameiri fyrir þann undirleik óhugnaðarins, sem birtist í næt* urferðum brjáluðu stúlkunnar, er situr um hana eins og grimmúðug örlögin og tortímir henni. En Sig- mundur, sem örvilnast yfir því að vita hinn bjarta líkama rotna í moldinni, og spyr alla hvort þeir viti nokkuð um konuna sina, spyr prestinn og hvern sem hann hitt- ir, en fær aldrei fullnægjandi J. G.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.