Dagur - 16.01.1936, Page 3
3. tbl.
D AGUR
11
HJARTÁNS PAKKIR vottum við ðilum þeim morgu nær og
fjær, er sýndu okkur samúð og hjálp við andlát og jarðarfðr okkar
hjartkæru dóttur og systur, Hallfríðar Eggertsdóttur. Óg einnig
þeim, er á margan hátt glöddu hana í hennar löngu veikindum,
biðjum við algóðan guð að endurgjalda.
Fjöldskylda Eggerts Guðmundssonar.
Á fundi 2. maí 1909, lagði um-
sjónarmaður skólans, Oddur Björns-
son, fram itarlega skýrslu um skól-
ann frá stofnun hans. Er sú skýrsla
samin og undirskrifuð af séra Jón-
asi, sem mun hafa verið skólastjóri.
Á þeim fundi voru einnig lagðar
fram ýmsar teikningar nemenda, og
þóttu þær yfirleitt mjög góðar. —
Reglugjörð fyrir skólann er þó ekki
sainþykkt fyrr en á fundi 12. okt.
1909. Þar sem að þessi reglugerð
mun hafa verið látin móta starfsemi
skólans fram að 1918, vil ég nefna
hér helztu ákvæði hennar:
Skólanum er skipt i tvær deildir,
og eru ná'msgreinar: dráttlist, ís-
lenzka, stærðfræði, bókfærsla og
danska. Ennfremur saga og landa-
fræði í fyrirlestraformi. Er ætlazt
til þess, að í skólanum séu fluttir
fyrirlestrar um helztu nýungar og,
framfarir á sviði iðnaðarins. —
Kennslutínú sé 2 klst. á dag í
hvorri deild, frá 7—9 á kvöldin.
Skólinn byrji 20. október og starfi
til sumarmála. 1 skólanum séu hald-
in 2 próf á hverju skólaári, hið fyrra
20.—22. desember og hið síðara við
lok skólaársins. Prófdómendur gefi
einkunnir með kennurum skólans.
Þeir nemendur, sem sækja skólann
í 3 mánuði samfieytt og ljúka vor-
prófi, fái skírteini. Umsjónarmaður
gefi skólanefnd skýrslu unr skólann
við hver áramót, er svo sendist
Stjórnarráði íslands.
Starfaði nú skólinn af miklum
krafti og fór nemendum alltaf fjölg-
andi. Þannig eru í skólanum vetur-
inn 1910—11 64 nemar. Fækkaði
þeim svo aftur næstu tvö ár, en vet-
urinn 1914—15 komst nemendatal-
ann upp í 66.
Má vafalaust telja árin 1910—
16 blómaár skólans. Aðeins vetur-
inn 1912—13 eru fremur fáir nem-
endur í honuin. ÖII þessi ár var
skólinn haldinn í gamla barnaskóla-
húsinu og fékk 1000 kr. styrk frá
ríkissjóði. En skólagjöld voru mjög
lág. — ; j
Því fer nú fjarri, að allir þessir
nemendur væru iðnnemar hjá meist-
urum í bænum. Meiri hluti þeirra
var námfús æskulýður óviðkomandi
iðnaði og nokkur hluti fulllærðir
iðnaðarmenn, sem vildu verja kvöld-
stundum sínum til þess að full-
komna sig í dráttlist.
Eftir 1916 fer að draga úr vexti
skólans og árin 1918, 1919 og 1920
starfaði skólinn alls ekki. Voru til
þess ýmsar ástæður. Dyrtiðin og
'önnur óáran lá þungt á mönnum
þau árin. Teiknikennara var erfitt
að fá og húsnæðisleysið var slæm-
ur þröskuldur.
Árið 1921 tók skólinn aftur til
starfa. Átti hann þá í sjóði 656 kr.
og með því fé var honum hrundið af
stað. Ríkissjóðsstyrk fékk hann það
ár eins og áður, 1000 kr. Aðalá-
herzlan var lögð á dráttlist. Hélzt
skólinn í því fornú til 1923— 24, en
það ár voru nemendur skólans 19
að töiu.
Á þessum árum var mikíll hluti af
starfsémi Iðnaðarmannafélagsins
bundinn við skólann, og hans oft og
íiarlega getið í bókum félagsins.
1924 er ríkissjóðsstyrkurinn lækk-
aður um helnúng, niður í 500 kr,
örðugt um kennara og húsnæði og
liggur skólinn í hálfgerðu dái þar
tii haustið 1926 að Sigurður Guð-
mundsson skólameistari lánar
kennslustofu fyrir hann í Mennta-
skólanum og Haukur Þorleifsson
varð skólastjóri. Þann vetur voru
neinendur 28 að tölu, allt iðnnemar.
Um þetta leyti fékkst ríkissjóðs-
styrkurinn hækkaður aftur upp i
1000 kr. fyrir atbeina Erlings Frið-
jónassonar, sem þá var alþingis-
maður bæjarins.
Var þá einnig kosin ný skóla-
nefnd, sem starfaði óbreytt fram á
síðustu ár, þeir Sigtryggur Jónsson,
Eggert Guðmundsson og Sveinbjörn
Jónsson.
Það haust var einnig samþykkt
að leggja fram 200 kr. úr félags-
sjóði og 100 kr. úr skólasjóði til á-
haldakaupa fyrir skólann. Skóla-
gjald var þá enn hækkað nokkuð.
Um þetta leyti er einnig farið að
ræða um húsabyggingu fyrir skól-
ann og fundahöld félagsins. Er
upphafið að þeim unrræðum það, að
Tryggvi Jónatansson býðst til að
selja félaginu part í húsi, er hann
var að byggja við Glerárgötu, með
góðuin skilmálum. Annað tilboð
barst um hús Jóns Esphólín. Hvor-
ugu þessara tilboða var þó tekið. En
eftir miklar bollaleggingar og ráða-
gerðir, var brotizt í að byggja
skóla- og fundahúsið við Lundar-
götu. Var húsið vígt hátíðlega 4.
nóv. 1928.
Óefað má telja það merkustu
tímamót Iðnskólans. Með því líka,
að þá tók við stjórn hans sá maður,
sem æ síðan hefir haft hana á hendl,
Jóhann Frímann. Á þessu herrans
hausti 1928 tókst þannig Iðnaðar-
mannafélaginu að skapa kvöldskóla
sínum lífvænleg skilyrði:
Fast aðsetur í eigin húsi, ágæta
kennslukrafta, og talsvert aukin
kennslutæki. Það var samin og
samþykkt ný námsskrá. Skólanum
skipt í 4 bekki, einn fyrir hvert
námsár iðnnemanna og regluleg árs-
próf og burtfararpróf háð árlega.
Skólagjöldin voru þá einnig hækkuð
að mun.
Hið gamla fyrirkomulag vel-
gengnistíinabilsins var tekið upp, að
leyfa námfúsum ungmennum utan
iðnnáms að njóta kennslunnar og
stofnuð svokölluð alþýðudeild, sem
brátt varð vinsæl og mikið sótt. —
Bætti það fjárhag skólans nokkuð og
fjörgaði og prýddi skólahaldið: Með
því líka að meiri hluti þessara auka-
nema voru stúlkur.
Félagslíf í skólanum hefir oftast
verið fremur dauft, sem eðlilegt er,
þar sem skólahaldið hefir sjaldan
verið í föstum skorðum. En nú í
haust hafa nemendur stofnað mjög
lífvænlegt málfundafélag og það
byrjað að gefa út lítið en myndar-
legt blað — Iðnskólablaðið — sem
ætlað er að koma út tvisavar í mán-
uði.
Þau ár, sem liðin eru frá þessum
merkilegu timamótum skólans
haustið 1928, hefir Iðnaðarmanna-
félag Akureyrar gert sitt ítrasta til
/þess að halda skólanum á fram-
farabraut, undir þeim skilyrðum,
sem þá voru sköpuð. Nú síðustu ár-
in hefir hann notið 2000 kr, styrks
úr ríkissjóði og 600 kr. styrks frá
Akureyrarkaupstað. En meistarar
greiða 75 kr. skólagjald með hverj-
um iðnnema.
Neniendum skólans hefir alltaf far-
ið fjölgandi síðustu árin. Stunda nú
um 85 nemendur náin þar. Þar af
35 iðnnemar.
Ég tel óþarft að fara nánar út i
sögu skólans þessi ár. En ég vil geta
þess hér, samkvæminu til ánægju
og kennurum skólans og nemendum
til verðugs heiðurs og uppörfunar,
að hann mun undanfarin ár hafa
staðið fyllilega jafnfætis tilsvarandi
iðnskólum á Norðurlöndum, eftir
því sem ég þekki bezt til. Þetta
mun líka hafa verið markmið hinna
áhugasöinu upphafsmanna skólans
fyrir 30 árum. Og vel sé það.
Þótt þessi saga Iðnskóla Akur-
Svínarækt.
II.
IJrviil og uppeldi.
Það er yfirleitt minni örðugleik-
um bundið að rækta venjuleg land-
svín, heldur en hin stóru, ensku
svín, og jafnvel kynblöndun (kryds-
ning) af Yorkshire og landsvínum,
krefjast meiri nákvæmni og betrl
aðbúðar á allan hátt, ef svínaræktin
á að gefa góðan arð.
Landsvinin — einkum þau norsku
— eru, að mínu áliti, alveg sjálf-
sögð fyrir staðhætti okkar íslend-
inga, ef við á annað borð hugsum
til svínaræktar.
Þegar valin eru undaneldisdýr,
skal það gert með nákvæmni, sam-
fara þekkingu. Það er ekki nóg að
líta á stærð þeirra, það verður
miklu heldur að velja hraust, frjó-
söm og vel vaxin dýr. Slík fást þau
ekki, nema út af góðum foreldrum,
með þekktri kynfestu, samfara
góðri meðferð í uppvextinum.
Sumar svínaættir eru meira haldn-
ar af ýmsum kvillum en aðrar, og er
álit sérfræðinga að það gangi í
erfðir. B'einkröm (rachitis), hnútar
á fótum og helti í sambandi við þá
og kviðslit, eru algengustu kvill-
arnir.
Komi einhver þessara kvilla fyr-
ir í gothóp (kuld), er talið óráðlegt
að nota grísi úr honum til undan-
eldis þó alheilbrigðir séu að sjá.
Hinar mjög kynbættu ættir eru yf-
irleitt meira haldnar af kvilluin
þessum og ber sérstaklega oft mik-
ið á þeim hjá Yorkshire og York-
shire-kynblöndun og verður því að
gæta mestu varúðar, við val undan-
eldisdýranna, undir þeim kringum-
stæðum.
Þegar velja skal undaneldis eða
lífgyltur, skal taka tillit til: Frjó-
semi, nánu8fu ættliða, að hún sé
'eyrar sé stutt og aðeins í stórum
dráttum, vildi ég mega setja hon-
um marknúð nokkurt næstu árin.
Og markmiðið er það, að hann sýni
sem fullkomnust verk nemenda
sinna á iðnskólaþingi Norðurlanda,
sem háð verður í Reykjavík 1944.
Þessi þing eru haldin fimmta
hvert ár í höfuðborgum hvers Norð-
urlandanna til skiptis. Einn þáttur
þeirra er sýning á vinnu iðnskóla-
nemenda, iðnfræðibókum og fl. við-
víkjandi iðnaðarmenntun í því landi
sem þingið fer fram í. 1944 er röð-
in komin að Islandi. Þá verður Iðn-
skóli Akureyrar að sýna erlendum
og innlendum gestum, að hann sé
kominn á fullorðins ár og standi
ekki að baki sains konar skólum
Norðurlanda«.
róleg og þrífist vel, búkurinn lang-
ur og vel þroskaður, með sterk-
byggðum afturhluta. Júgrið vel mót-
að og spenarnir sem flestir — 12
til 16 — er talið ágætt. Undaneld-
isgöltur skal vera vel vaxinn, líf-
legur en góðlyndur, því dæmi eru
til að geltir geta orðið mannýgir.
Sama er að segja um göltinn og
gyltuna, að afturhluti hans skal
vera sérlega vel þroskaður. Er oft
mjög mikill munur á grísunum 1
því efni. Hreinkynja skal gölturinn
vera og af góðri xtt. . Þunnvaxnir
geltir, með veika fætur, eru ónot-
hæfir, sama er yfirleitt að segja um
kynblandaða gelti.
Geltir verða kynþroska 6—7
mánaða gamlir, ef þeir hafa holla
húsvist og gott og nægilegt fóður,
og má þá — í stöku tilfellum —
fara þegar að nota allþroskaðan
gölt, en yfirleitt skulu þeir vera 8
—9 mánaða gamlir, þegar byrjað
er að nota þá.
Hafi gölturinn gott húspláss,
samfara góðu fóðri og nægilegri
hreyfingu í hlaupagarði, telst hann
notkunarfær til 6—7 ára aldurs. Og
sé um verulega gott kynbótadýr að
ræða, skal nota það sem lengst. Hér
kemur þó til greina þyngd galtar-
ins, sem getur orðið svo mikii, að
hann verði ónothæfur af þeim sök-
um, þó gott dýr sé.
Flestir svínaeigendur eru þvf
hættir að hafa geltiha mjög gamla,
eða aðeins 3ja—4ra ára, nema unt
afbragðsdýr sé að ræða, Smáfram-
leiðendur geta oft haldið eintti eða
tveimur gyltum undir gölt úr næst-
síðasta gothóp, ef meðferðin er
þannig að hann hafi getað náð full-
um þroska, miðað við aldur. En of-
uriítið hlýtur að seinka gotum hjá
gyltunni með því móti, því eins og
áður er talið, má gölturinn alls ekki
vera yngri en sjö fnánaða, þegar
hann er notaður,