Dagur - 30.01.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 30.01.1936, Blaðsíða 1
D AGUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júli. XVIV. ár ár. | Afgreiðslan er l»já JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112 Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. Akureyri 30. janúar 1936. Níræður samvinnumálaleiðtogi. Hinn 28. þ. m. var Benedikt Jóns- son frá Auðnum níræður. Hann hefir nú um langt skeið átt heimili á Húsavík og gegnt þar störfum við Kaupfélag Þingeyinga. Þrátt fyrir sinn háa aldur er Bene- dikt iðandi af fjöri og heitur af á- hugaeldi félagslegra hugsjóna. Hann hefir nú um 50 ára skeið ver- ið einn af höfuðleiðtogum Þingey- inga í samvinnumálum. Áður fyrr var Benedikt efnalítill smábóndi og bjó á lítilli Jörð, Auðmun í Laxár- dal. Ekki er hann skólagenginn, nema í sjálfs sín skóla, en hann notaði vel tómstundirnar frá barn- æsku til bóklesturs og fræðiiðkana, og á unga aldri hafði hann numið tungur Norðurlandaþjóða og auk þess þýzku og ensku af sjálfum sér. Um 1880 var hann orðinn svo fær í ensku, að hann hafði á hendi bréfa- skriftir til Englands, þegar undir- búningur var hafinn um stofnun Kaupfélags Þingeyinga. Þessi fá- tæki einyrkjabóndi komst svo langt í bóklestri, fræðimennsku og rit- störfum, að líklega hefir enginn af stéttarbræðrum hans á síðasta mannsaldri staðið honum á sporði í þeim efnum. Og þó lifði hann í af- skekktri sveit. Einkum vann hann að því að koma á framfæri til al- mennings félagslegum hugmyndum, er hann hafði lesið um í erlendum ritum. Þrátt fyrir fátækt sína kom hann upp fjölbreyttu félagsmála- bókasafni, og jafnframt átti hann meginþátt í því að koma á fót lestr- arfélagi samvinnumanna í Þingeyj- arsýslu, sem síðar sameinaðist hinu ágæta bókasafni á Húsavík, sem nú hefir verið byggt yfir vandað hús. Er það einskonar minnisvarði um brautryðjendur sámvinnunnar í hér- aðinu. I grein um samvinnustarfið I Þingeyjarsýslu, sem Jónas Jónsson ritaði árið 1933 í »Samvinnuna«, farast honum meðal annars svo orð um Benedikt: »Benedikt á Auðnum bjó til orðið kaupfélag. Og hann hefir nú í hálfa öld verið raunverulega prófessor í félagsmálaefnuin Þingeyinga. Hann hefir starfað eins og hinir fornu, grísku spekingar. Hann hefir ekkl átt neinn háreistan fyrirlestrarsal, ekki þegið nein laun fyrir starf sitt, ekki haft lærisveina, sem undir for- sjá hans hafa búið sig undir em- bættispróf og brauðatvinnu. Bene- dikt hefir fyrst og fremst safnað í bókasafn sitt og héraðsins hinum beztu félagsmálaritum, sem fáanleg hafa verið. Hann hefir lesið þessi rit, sennilega ekki öll, en miklu meir en nokkur annar hérlendur maður. Og hann hefir opnað hug sinn fyrir æskunni og gefið henni án endur- gjalds af auði þekkingar sinnar og hugsjóna. í hálfa öld hefir Benedikt Jónsson dregið að héraði sínu fé- lagsvísindi samtíðarinnar og dreift þeim til allra, sem við máttu taka, ýmist með viðræðum, eða með þvl að lána bækurnar til lestrarhneigðu og fróðleiksfúsu mannanna, sem hann þekkti í sýslunnk. Þetta fræðslu- og menningarstarf Benedikts frá Auðnum, sem hér hef- ir verið að nokkru lýst, hefir brunn- ið eins og bjartur viti yfir sam- vinnumálunum í landi voru í hálfa öld. Dagur óskar hinum níræða öld- ungi, sem enn er ungur í anda, frið- sæls og hamingjuríks æfikvölds. Fréttcmtwri útvarpsins á Blönduósi segir í símskeyti: í hríðinni 14. desem- ber s. 1. vantaði víða. margt af fénaði og einnig eitthvað af hrossum, þó mun flest hafa náðst lifandi, þó fennt hafi, svo verulegir skaðar urðu ekki að. Á Eyvindarstöðum í Blöndudal, vant- aði folald eitt, og var talið víst, að það hefði fennt. Var leitað eftir hríðina á þeim stöðum sem það hafði haldið sig í byrjun hríðarinnar, en árangurslaust. Hinn 8. þ. m. var ennþá leitað, og fannst það þá fennt í einum skaflinum, og var IV2 metra snjólag ofan á þvi. Polaldið var lifandi og gat gengið hjálparlaust til bsejar, eða um 2 km., en þá var fola]dið búið að lifa 25 daga í snjó og hefir á þeim tíma enga nær- ingu fengið. Talið er að hestar geti ekki lifað nema mjög stutt í fönn, en þetta dæmi sýnir hið gagnstæða. (FÚ). KIRKJAN. Messað í Glerárþorpi n. k. sunnudag (2. febr.) kl. 12 á hádegi og á Akureyri sama dag kl. 2 e. h. (Sjómannadagur). Lilc Helga, Gunnarss0nar frá Fagra- nesi á Reykjaströnd (sem varð úti í of- viðrinu mikla 14.—15. des. s. 1.-) fannst nýlega á milli Fagraness og Sauðár- króks. Hafði Helgi verið á réttri leið, cg átti aðeins 2% km. heim til sln. Nýárskveðja 1936. Já — kom þú blessud sunnan, sól og seg: ég hefi engu gleymt. Allt rætist enn um birtu og blóm, sem börn í myrkri hefir dreymt. Mín veslings jaröar villtu börn, þó víki Ijósió yktair frá, /;oð rennur aftur, ungt og héitt . og eilífnýtt, sem lífsins þrá. En hversu lengi Ijóma skal miit líknarblys á heift og kvöl? Hve oft skal auga sólar sjá þá sömu eymd og villuböl? Hve lengi hin milda móðir jörð að metta allt og blessa allt, en börnin frávillt greiöa gjald í grimmd og villu — þúsundfallt? Hve lengi snilld, er guð þeitn gaf, i grimmdar þágu noiuð skal? Hve lengi blóði blandaö haf og blessuð mold því saurguö af? Hve lengi strítt, hve lengi ætt? — Ö, litlu, heimsku jaröarbörn, þiö brjótið ykkar beztu gull og brenniö eigið lán og vörn. Æ, hættiö, hættið Ijótum leik; öll likn er þreytt, öll von er mædd. Sjálf náttúran, sem ykkur ól, um endalokin mannlífs hrædd. Mitt blys er enn jafn bjart sem fyrr, öll blessun stærri en ykkar þörf. Þiö börn, sem æðiö, breytiö leik og brekafýsn í göfug störf. í ykkar tryllta ærslahóp tuargt undrabarniö leiö og beið þcss dags, er jöröu flytti frið og felldi lás aö blindri neyð. Enn gef ég Ijós — enn gefur lif mér geisla vonar fram á stig aö rætist draumur allra og alls, þá eilif blessun guðs, um þig. Hulda. Kvermadcild Slysavarnafélags íslands á Akureyri efnir til skemmtunar sunnudaginn 2. febr. n. k., sjómanna- daginn. Seld verða merki þann dag og fjölbreytt kvöldskemmtun verður um kvöldið. Styðjið gott málefni með því að kaupa merkin og sækja kvöld- slcemmtunina. Nýlega er kominn út í Reykjavík bæklingur um bílstjóraverkfallið. Höf- undur er Sveinbjörn Guðlaugsson, for- maður bifreiðadeildar »Dagsbrúnar«, l 5. tbl. NÝJA-BÍÓ Föstudags- laugardags- og sunnudagskvöld kl. 9. Regina Þýzk tal- og hljómmynd í 10 þáttum, Aðalhlutverkin ieika: Louise Ullrich, Adolf WohibiUck oo Olga Tscbechowa. Mynd þessi segir áhrifaríka og einkennilega sögu um ungan verkfræðing úr þýzk- um smábæ, sem unnið hefir sér fé og frama i Ameríku og kemur heim í kynnisför. Har lendir hann í ástaræfin- týrum, sem mjög áhrifarík verða fyrir hann og fleiri og segir myndin frá því, með snilldarlegum leik aðalper- sónanna. Leikur hinn glæsi- legi Adolf Wohlbriick verk- fræðinginn, Louise Ullrich ástmey hans og Olga Tsche- chowa íláráða heimskonu. Úr dagbók Skiðastaða. »Upp til fjalla, upp til fjalla, á mig kallar vorsins blær«. — Svo kvað eitt góðskáldið okkar. f dag er ekki vorblær í lofti. Ástand og út- lit hjá okkur Norðlendingum er nú allt á annan veg, og hefir að von- um sett óhug í marga. Hvað er það þá, sem dregur fólkið í dag hingað upp á hálendið? Eru það viðtökurn- ar, sem von er á hjá Snorra Sigfús- syni Skíðastaðabónda, sem dvaldi hér í nótt ásamt nokkrum hóp ung- menna. Er það- svalur fjallablærinn og fannbreiðurnar, sem vekja fjalla- þrána? Eða eru það áhyggjur og tilbreytingarleysi daglega lífsins, sem nú á að reka á flótta? Hvað sem um þetta er, þá er það víst, að fleira kallar menn til fjall- anna en vorblærinn einn. ÞvT það er óvenjulega fjölmennt hér nú. Og það er vel farið. En því miður eru þó fleiri þeir sem heiina sitja og mun hvorki skorta tíma né tæki til að draga skíði á fætur sér og nota þá ágætu aðstöðu sem nú er, og hef- ir verið í vetur til að iðka þá skemmtilegu og hollu hreyfingu, er skíðagangan veitir. Það er dásamlega fallegt hér upp ,til fjallanna í dag. Þau eru í við- hafnarfötum vetrarins, sem ofin eru (Franth. á 4. síöu),

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.