Dagur - 30.01.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 30.01.1936, Blaðsíða 3
f 5. tbl. DAGUR 19 með loftskeytum veiðiskipa og refs- ingu, sem nemur allt að tveggja ára fangelsisvist fyrir aðstoð við veiði- þjófa. Eru lög þessi þegar gengin í gildi. Þessi framkoma íhaldsblaðanna- er mjög í samræmi við baráttu nú- verandi formanns Sjálfstæðisflokks- ins og annarra liðsmanna hans gegn frumvarpi Jónasar Jónssonar, sem miðaði að því að koma í veg fyrir að njósnum væri komið til togaranna með loftskeytum, um hreyfingar varðskipanna. Mættí þetta frumvarp, sem kunnugt er, eindregnum fjandskap Ólafs Thors og fleiri íhaldskurfa. Hafði Ól. Th. þau orð um frumvarpið, að það væri tii skammar að setja lög, sem miðuðu að því að koma í veg fyrir að veiðiþjófum væri leiðbeint úr landi við iðju sína. Hvað mun hafa valdið þessum fjandskap Ólafs Thors gegn málinu? Því verður hver að svara eftir sínu eigin hug- boði. En hvernig sem þau svör verða, þá er það víst, að smáútgerðar- menn, sem harðast hafa orðið úti vegna landhelgisþjófnaðarins, munu undir stjórn Áskels Snorrasonar, söng í Nýja-Bíó síðastliðið fimmtu- dagskvöld 23. jan., við sæmilega aðsókn, þegar tillit er tekið til þess, að þetta var í miðri viku. Á söng- skránni voru 12 lög, öll með ís- lenzkum textum, og voru fjögur þau fyrstu eftir Bellman. Kórinn telur nú rúmlega 40 manns. Vart verður annað sagt en.sam- söngur þessi tækist vel eftir ástæð- um. Ekki virðist áskorta alúð söng- stjóra né söngmanna, heldur miklu íremur góðan efnivið, sérstaklega í 1. rödd. Verður það einkum áber- andi þegar syngja þarf sterkt (For- te), sérstaklega á háum tónum. Auðheyrt er að bassinn ber af í kórnum og eru þar ótvírætt beztg söngkraftarnir. Flokknum tekst bezt að syngja viðkvæm lög, eða létt og leikandi, að syngja piano og undir- söng með lokuðum munni. En hann skortir kraft og tenorinn tónhæð, og var það sérstaklega áberandi í »Ó1- afur Tryggvason«, sem annars var vel sungið, og »Vorsöng« e. Prins Gustaf. Eitt bezta lagið var »Fjær er hann enn þá« finskt þjóðlag. Einsönginn söng ungur piltur, Sverrir Magnússon, og fór laglega með. Er þetta í fyrsta sinn, er hann syngur einsöng opinberlega, og ma því búast við að flokkurinn eignist þar góðan kraft. Ennfremur má geta þess að Magnús Sigurbjörns- son, er söng bassasóló í »Bára blá«, hefur mjög góða bassarödd. Y. .Togarinn Andri strandaði við austur- strönd Englands s. 1, föstudag'. Var hann á leið til Grimsby með 3000 körf- ur fiskjar, sem hann ætlaði að selja þar á mánudaginn. Róðrarbátar björg- uðu skipshöfninni, þar sem ekki var hægt að koma björgunarbátum við. Voru margir skipverjar orðnir allþjak- aðir, en hresstust furðu fljótt.. minnast þess, að það var formaðui' Sjálfstæðisflokksins og blöð hans, sem beittu sér á móti því, að þeir væru með löggjöf verndaðir gegn ásælni þjófanna og aðstoð njósnara þeirra i landi. Og jafnframt munu smáútgerðarmenn ekki gleyma því, að það er núverandi dómsmálaráð- herra, sem komið hefir þessari verndunarlöggjöf á með snarræði og festu. Hitt skiptir þá minnstu, þó íhalds- blöðin ýlfri eitthvað fyrir munn Ól- afs Thors. Nýárshugleiðinaar. Fátt er það, sem hvarflar eins oft í hugann hjá þeim, senr lifa við þau skiiyrði að búa í híbýlum með torf- þaki yfir og hafa samskonar hús handa fénaði sínum og forða, eins og það, hvernig þeir eigi að bæta húsakynni sín, bæði íbúðina og úti- liúsin og ekki síður, hvernig þeir geti gert það fjárhagsins vegna. — Og það er ekkert kynlegt við það, þó að slíkar spurningar endurtak- ist hvað eftir annað. Þó má segja, að það sé þó nú fyrst, eftir úrkomusumarið 1934, sem slíkar spurningar þrýsta mikið á. Þá kom það fyrst og greinilegast i ljós, að torfbýlin þoldu ekki þessa meðferð náttúruaflanna. Þak og veggir urðu þá gegnsósa af vatni, og hafa ekki náð sér enn. Það hafa heldur ekki komið svo miklir þurrk- ar síðan. Það er nú þegar auðsýnilegt, að dagar torfhúsanna eru þá og þegar taldir, og það af þeirri ástæðu, að ekki er vinnandi vegur að halda þeim við. Bleytan frá torfinu feygir viðina og þeir ónýtast á fáum árum. Veggirnir síga hraðfara, húsin skekkjast og allt steypist að grunni. Auk þess eru torfbýlin köld og saggasöm, óholl mönnum og skepn- um og ónýta alla hluti, hverju nafni sem nefnast, sem í þeim eru geymd- ir. Þau eru með öðrum orðum orð- inn eyðandinn, í stað þess að vera verjandinn. Af þessu má sjá, að það er ekki eingöngu óhagsýni að reyna að viðhalda því, sem er eyðandi og deyðandi, heldur blátt áfram heimska. Eitt af því, sem setur svip menn- ingar á umhverfi, eru húsakynnin; ekki húsakynni, eins og þau, sem þegar er lýst, heldur húsakynni, er svara til þeirrar þarfar, sem nú er þekkt orðin og þess, sem krafizt er. En hún er sú, að húsin séu gerð af varanlegu og vatnsheldu efni, björt og hlý og loftgóð. Þau eiga enn- fremur að vera haganlega gerð, laus við allan íburð eða skraut og sem mest við hæfi hverrar jarðar. En þó að húsakynnin séu gerð eins haganlega og kostur er á eða þekking manna nær, þá kosta þau alltaf nokkurt fé. Og það er einmltt sú hliðin, sem þeim mönnum vex í augum, sem lifa við sviplík skilyrði og fyrr er greint. En það er ’knýj- andi nauðsyn að breyta til. Og sö nauðsyn verður knúin fram fyrr en varir. Nú er vitað, að K. E. A. hefir stofnað sjóð, sem kallaður ei »Menningarsjóður«. Það er enn- fremur vitað að úr þeim sjóði hefir verið gefið. Nú er það spurning og umhugsunarefni, hvort Menningar- sjóður K. E. A. bregzt tilgangi sín- um með því að lána fé til bænda, s.em bæði þurfa og vilja byggja upp á jörðum sínum, en eru þess van- nráttugir áf eigin ramleik. Ef það skyldi reynast þannig, að A'lenningarsjóður bryti ekki í bág við reglur sínar, þótt hann gengi inn á þessa braut, þá er það sýnt, að hér er komið að verkefni, sem bæði er eitt hið þarfasta, fegursta og vin- sælasta, sem K. E. A. hefir afkast- að, auk þess sem það- yrði óbrot- gjarn minnisvarði þess um langan aldur. Það er ósennilegt, að »Menning- arsjóður« bregðist hlutverki sínu, þótt hann styðji að menningu sveit- anna á fyrrnefndan hátt, — sveit- anna, sem K. E. A. á bæði rætur sínar og stofn að þakka. Á eitt er enn að líta og það er það, að mest af því láni, sem gengi til þess að byggja upp í sveitunum, yrði til efniskaupa og þarafleiðandi til vaxandi viðskipta. Ekki virðist ósanngjarnt, að lán- ið yrði langt vaxtalaust afborgunar- lán, þó þannig, að engin afborgun yrði greidd það ár, eða þau ár, sem lánsþegi notaði sér lántökuna. Hlið- stætt dæmi er það, að þegar verið er að gefa úr sjóðnum, þá fást hvorki vextir né afborgun af því fé, og þörfin er þar sízt meiri. Þessar nýárshugleiðingar eru fram settar í þeim tilgangi að beina athygli að þessum umtalaða sjóði og því verkefni, sem bíður hans í framtíðinni, og að heyra annara álit um það. Verði línur þessar til að vekja á- huga á málefni þessu, þá er betur sagt en þagað. Egó ATHUGASEMD. Dagur hlýtur að víðurkenna með háttvirtum höfundi greinarinnar hér að framan, að byggingamál sveit- anna sé hið alvarlegasta úrlausnar- efni. Hitt er annað nrál, hvort Menn- ingarsjóður K. E. A. er þess megn- ugur eða hefir aðstöðu til að leysa úr þeim vanda. Að athuguðu máli verður blaðið að líta þannig á að svo muni ekki vera. Um tilgang sjóðsins er það tekið fram í 2. gr. reglugerðar hans, að hann sé í því fóiginn »að halda uppi fræðslu í félags- og samvinnu- málum og veita fjárhagslegan stuðn- ing hverskonar menningar- og fram- farafyrirtækjum á félagssvæði K. E. A.« Að vísu er það rétt athugað af greinarhöfundi að híbýlakostur 1 sveitum stendur í nánu sambandi við menningu þeirra, en hitt er engu síður víst, að fyrir stofnendum sjóðsins og þeim, sem settu honum reglugerð; vakti ekki sú hugmynd, að hann yrði lánaður út til einstak- linga á þann hátt, sem greinarhöf- undur stingur upp á. Tilgangur Isjóðsins var og er sá, auk þess að halda uppi fræðslu í félags- og sam- vinnumálum, að styðja fjárhagslega þau menningar- og framfarafyrir- Það tilkynnist að jarðarför Jóns Jónssonar, sem andaðist 27. janúar, fer fram frá heimili hins látna, Brekkugötu 15 (Uppsölum) 3. febrúar kl. 1 e. h. Aðstandendur. tæki, sem miðuðu til almennings- lieilla á vissu sviði. Tilgangur hans er ekki sá, að styðja einn og einn mann til framkvæmda, jafnvel þó að þær framkvæmdir séu nauðsynlegar eins og umbætur á húsabyggingum í sveitum. Þá er og vert að athuga, að þó horfið væri að því ráði að verja sjóðnum eins og greinarhöf. leggur til eða bendir á, þá væri samt sá meingalli á þeirri ráðstöfun, að eng- in fullnægjandi lausn vandamálsins fengist með því móti, af því að tekj- ur sjóðsins hrykkju svo örskammt til fullnægingar hinnar miklu þarfar. I reyndinni myndi það því verða svo, að aðeins örfáir menn nytu góðs af ráðstöfuninni, en flestir jafnþurfandi yrðu að snúa á braut allslausir. Þá er enn vert að athuga, að til er annar sjóður, sem meðal annars hefir það hlutverk með höndum að hjálpa tíl við híbýlabætur í sveitum. Það er Byggingar- og landnáms- sjóður. Hann er fyrir almenning t öllum sveitum landsins og lætur fé af hendi með svo góðum kjörum að segja má, að lán úr honum séu vaxtalaus. Að vísu er vitanlegt, að sá sjóður er of seinvirkur til endur- bygginga í sveitum, en við það verð- ur þó að una að sinni og alltaf mið- ar í áttina. Úthlutun á fé Menningarsjóðs K. E. A. hefir 5 manna stjórn á hendi og framkvæmir hún hana annað- hvor eftir eigin frumkvæði eða sam- kvæmt umsóknum, er fram koma. Nú er mönnum að sjálfsögðu frjálst að sækja um fé úr sjóðnum til end- urbóta á húsakynnum í sveitum, en þó lítur Dagur svo á að þeim beiðn- um bæri að synja, ekki fyrir það að þörfin á bak við beiðnirnar væri ekki brýn, heldur vegna þess að þær væru ekki í samræmi við tilgang sjóðsins eins og áður er sagt, og þá ekki síður fyrir þá sök, að sjóðurinn er þess alls ekki um kominn að taka að sér svo erfitt hlutverk, sem hon- um væri ætlað, ef hann ætti að leysa byggingamál sveitanna svo neinu verulegu næmi. En þó að Dagur geti ekki fallizt á umrædda bendingu greinarhöfundar, þá er áhugi hans fyrir umbótum á byggingum í sveitum lofsverður. Kolanáwur Færeyja hefir danskt fé- lag- með 300 þúsund króna lilutafé, ný- lega keypt af frönsku félagi. Kolin liggja mjög ofarlega í jörðinni og er sagt að þarna muni vera nóg af þeim, handa eyjarskeggjum. Bœndiir á Svalbwrðsströnd héldu þorrablót í samkomuhúsi sveitarinnar s. 1. Iaugardag. Var margt til skemmt- unar, svo sem ræður og söngur yfir borðum, og að lokum stiginn dans, þar til dagur rann,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.