Dagur - 30.01.1936, Blaðsíða 4

Dagur - 30.01.1936, Blaðsíða 4
20. 5 tbl. Ársfundiir Mjólknrsamlags K.E.A. verður haldinn í samkomuhúsinu Skjaldborg á Akureyri, fimmtu- daginn 6. febrúar n.k., og hefst kl. 13. Dagskrá samkvæmt reglugerð Mjólkursamlagsins. Akureyri, 29. janúar 1936. Félagsstjórnin. in Siltrastaðir (Jr dagbók Skíðastada. (Framh. af 1. síðu). úr kristalskornum marmarahvítrar mjallar og gullbrydduð sólarljósi. Þau hafa klæðzt þessum sömu föt- um í þúsundir ára, þegar veðurfar- ið hefir verið líkt og nú. Klæða- breyting tízkunnar nær ekki svona hátt. — Manni iiggur við að vor- kenna þeim, sem heima eru og ekki eiga kost á að njóta þessarar feg- urðar, en átelja hina sem geta farið en gera það ekki. En það er fleira að sækja til fjall- anna en fegurðina eina. Hér er hið ódýrasta og einfaldasta heilsuhæli, sem hugsast getur, bæði fyrir lík- ama mannsins og sálu. Heilsubrunn væri ef til vill réttara að nefna það. Mikið fé myndi sparast og margur maðurinn verða eldri en ella, ef þessa tækifæris væri leitað af al- menningi iðuglega strax frá æsku- skeiði. — Ykkur finnast þetta ef til vill öfgar. Þið um það. Ég held að það sé verst fyrir ykkur sjálf. Og ekki veldur sá er varar. Og hugsun- arháttur sá, sem skapaðist við þessi skilyrði og lífsvenjúr mundi áreið-' anlega verða annar, haldbetri og hollari en sá, sem þróast í þrengsl- um og hringiðu kaupstaðanna og fánýtu félagslífi þar. Nú sýður kaffið og við setjumst að drykkju, göngumóð, glöð og rjóð. Híttumst heil að Skíðastöðum næsta sunnudag. 26. jan. 1936. Þ. Samvinnan 7. hefti 1935. Efni: 600 fiúsund krónur, e. J. J., samvinnustarf- ið innanlands, e. Ragnar ólafsson, Sam- vinnumenn, e. ritstj., Á vegamótum, saga, e. Per Hallström, Sláturfélag Suðurlands, e. Guðl. Rósinkranz, Jól 1 — Börnin; H. S. B. (stærsta samvinnu- byggingafélag í Evrópu), e. axb, Karl Edvard, e. Hasse L., Gamalt stef. Auk þess fjöldi mynda. Lögrétta, 2. h. 1935, hefst á greina- flokki eftir Vilhj. Þ. Gíslason undir heildarfyrirsögninni Um víða veröld. Næst kemur Frá aldarafmxli Matthlas- a/r Jochumssonar. Þá Frá Litla-Fjalli, sögukaflar og náttúrulýsingar frá Svisslandi, eftir Þorstein Jósefsson. Næst er framhald á Sigurðar kviðu Fáfnisbana, eftir Sigurjón Friðjónsson. Þá kemur framhald af skáldsögunni Gríma, eftir Theódór Friðriksson, þá Raforkumál fslendinga, eftir Martein Bjarnason, og enn eru í ritinu ljóð, eft- ir Guðmund Friðjónsson og Þorstein Gíslason. í Skagafirði fæst til kaups og á- búðar i næstu fardögum. Semja ber við undirritaðan eiganda jarðarinnar fyrir 15. marz n.k. Jóhannes Steingrims. Til solu er nýbýlið MÓBERG við Kljá- strönd. Býlinu fylgir auk í- búðarbúss, fjós, hlaða^ áburð- arhús, 3 dagsláttur afgirt tún, sem gefur af sér 30 — 40 hesta af töðu árlega. Móbergi 14. jan. 1936. Itfiirn Björnsson. Xóbaksdósir fundnar. Merktar. Upplýsingar gefur. Sigríðnr Baldvinsdóftir, ÍBÚÐIR til Ieigu. Jón Guðmann. Hænsnafóður. Hveiti. Maísmjöh Haframjöl. Rúgmjöl. Hrlsgrjón. Fyrirliggjandi. JÓN GUÐMANN. Hinu margmntalaða kapptefli milli dr. Aljechin og dr. Euwe lauk í desem- ber, og tapaði Aljechin heimsmeistara- tigninni. Af 30 töflum umsömdum, vann dr. Euwe 9, dr. Aljechin 8, en 13 urðu jafntefli. Hinn nýi heimsmeistari er hollenzkur. Hjálprxðishreinn. Sunnudag kl. 10 V2 Bæn. Kl. 2 Sunnudagaskóli. Kl. 8% Umræðuefni: Hverjir eru hinir innsigl- uðu á Glerhafinu? »Pianovígsla«. Allir velkomnir. Iðunn er nýlega út komin. Efni: Dr. Paul de Kruif: Dauðinn í mjólk. Þýtt hefir Vilmundur Jónsson landlæknir. — Þorbergur Þórðarson: Með strandmenn Ernest Hemingway: (saga). H. K. Laxness Jón Þórðarson frá Borgar- holti: Kvöldvísa. — Guðm. Daníelsson frá Guttormshaga: Eg vaki í nótt (kvæði). Sami: Vetur (kvæði). Benja- niín Kristjánsson: Kommúnismi og kristindómur. — Bækur, eftir Stefán Einarsson og Á. H. Eimreiðin, síðasta hefti síðasta árs, flytur aldarminning Matthíasar Joch- umssonar, eftir Guðmund Finnbogason, kvæði um ölínu skáldkonu, eftir Guð- mund Fi-iðjónsson, smásögu,. eftir Jakob Thorarensen, hvítabjarnaveiðar í Þing- eyjarsýslum, eftir Jóhannes Friðlaugs- son, sögu, eftir Selmu Lagerlöf, hálfr- ar aldar minning st. Eining (með 40 myndum), eftir Freymóð Jóhannsson, Máttarvöldin, eftir A. Cannon, kvæði, eftir örn Amarson, ritsjá 0. fl, Svíþjóð, e. Guðl. Rósinkranz, Jól í Eng- til Reykjavíkur. landi, e. Svölu, Heimilið — Kvenfólkið Ljós heimsins þýddi. Þeir sem ætla að fá útlendan áburð hjá okkur á þessu ári skili pöntunum hingað á skrifstofuna fyrir febr.lok n.k. Kaunfélag Eyfívðinga. JARÐEPLI Félagsmenn sem ætla að selja jarðepli, ættu að láta okkur vita nú þegar, hve mikið þeir hafa af söluhæfum jarðeplum. Peir sem geta, ættu að senda þau nú strax. Verðið hátt sem stendur. Kjötbúð K.E.A. Vmnumiðlunarskrifstofa Akureyrar tekur til starfa 1. febrúar n.k. í Lundargötu 5 hér í bæ. Hin árlega atvinnuleysisskráning fer fram 1., 3., 4. og 5. febr. n.k. kl. 9 til 12 f. h. og 2 til 7 e. h. Karlar og konur norðan Kaupvangsstrætis mæti til skráningar 1. og 3., en innan Kaup- vangsstrætis 4. og 5. febrúar. Vinnumiðlunarskrifstofan verður því næst opin fyrst um sinn alla virka daga, verkafólki og at- vinnurekendum til aðstoðar, kl. 4 til 7 síðdegis. Sími 110. Akureyri 27. janúar 1936. Stjóm Vinnmniðlunarskrifstofunnar. TiUminn áburður. Verð á þeim tegundum af tilbúnum áburði, er verða til sölu á komandi vori, er áætlað þannié, miðað við 100 kiló: Kalksaltpétur 17- ■18 krónur. Kalkammonsaltpétur 19- ■20 - Kalk-Nitrophoska 26- ■27 - Garða-Nitrophoska um 30 - Superfosfat — 8 - Kalí 40 prc. 12- -13 - Tröllamjöl 17- -18 - Menn eru beðnír að athuga, að Kalk-Nitrophoska er ný tegund af Nitrophoska, er kemur í stað þess, sem áður hefir verið mest notaður. Þessi nýja tegund er nokkuð efnasnauðari og þarf þvi að nota um 15 prc. meira af Kalk-Nitrophoska, en af hinum. r Aríðandi er, að allar pantanir séu sendar sem fyrst, og í allra síðasta lagi fyrir 15. Mars. Áburðarsala ríkisins. Ritstjóri: Ingnnar Eydal. Prentsmiðja Odds Björnssonar,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.