Dagur - 06.02.1936, Síða 3

Dagur - 06.02.1936, Síða 3
6. tbl. DAGUE 23 „Presturino ... lilut- dræg’ur við fræðsluna". (Sjá Malakía 2. 7.—9.) Síra, Benjamín í Saurbæ sendi okkur, Sjónarhæðarmönnum, pistil eigi lítinn í »Degi«. Var það óþarfi, að deila á fleiri en mig, því að einn ber ég ábyrgð á grein minni, en það gæti þó leitt til þess, að þau höggvaskipti ættu sér stað, að hann fengi að kernba um fleiri en eina kúluna á eftir. Hvað um það, hann geldur þó ríflega vöxtu af því, er jeg lagði inn til hans um daginn. Ei það þakka vert og góðra gjalda. Eg þakka síra Benjamín fyrir það, að hann tekur það skýrt fram með því, hvernig hann skilgreinií guðssonarhugtakið hjá Gyðingum og Grikkjum, að fæðingarsaga Jesú er tilbúningur í augum hans, gerð- ur af Lúkasi til að Grikkir skyldu trúa, að »Jesús væri guðssonurinn«. Eg þakka honum fyrir það, að hann kannast við að jólahaldið er af heiðnum uppruna. Eg þakka honum fyrir það, að hann tekur það skýrt fram, að hug- myndir þær, sem ég finni mig kall- aðan til að verja, séu í hans augum sprottnar af »álíka heiðnum rótunr eins og jólahaldið«. Sú »hugmynd«, er ég varði, var sú staðreynd, að Kristur var annars eðlis en vér, Guðs sonur í annarri merkingu en hægt er að kalla nokkurn annan mann. Þetta kallar þjónn hiiinar evangelisku lútersku kirkju heiðna hugmynd- Hann um það. Þá tel ég þökkunum lokið, og taka nú gjöldin við. Bókmenntaskilningur Saurbæjar- klerksins er ekkert aðalatriði í þess- ari deilu. Hann notar orðin skáld- skapur og sannleikur mjög í annarri merkingu en tíðkast hefir ’með þjóð vorri. Það er sérvizka, að taka aldagömul orð og troða í þau nýj- um merkingum, nema orðin hafi fyrnzt vegna notkunarleysis. Sktln- ingur minn eða misskilningur á sérvizku hans gerir mig hvorki hæf- ari né óhæfari til að skilja heilaga ritningu. Hefði ég lesið rit hans og ræður jafn kappsamlega og ég hefi lesið ritningúna og þau rit, er að henni lúta, þá hefði hann varla þurft að kvarta yfir skilningsleysi mínu. Síra Benjamín blandar saman kenningum kirkjunnar og kenning- um heilagrar ri^ningar. Kirkjukenn- ingar eru óáreiðanlegar, nema þær séu í samræmi við kenningar biblí- unnar. Hann ætti að kunna að greina þar á milli. Ritningin kennir, t. d-, guðdóm Krists, holdtekju hans, íórnardauða, upprisu, himna- för og endurkomu til að halda dóm, og auðvitað margt fleira. Kirkjan játar enn, að hún kenni þetta, en fjölmargir prestar eru hættir því. Tekin sem heild, þá kennir almenna kirkjan allskonar hjátrú og hindur- vitni, sem finnast ekki í ritningunnl, t. d- Maríudýrkun og endurfæðingu í ungbarnaskírn, hreinsunareld og fermingu, hún tilbiður dýrlinga og vigir vatn og presta. Ein deild þess- arar kirkju er »rúmgóða, íslenzka þjóðkirkjan«. ,Þar er þó að verða ríkjandi þótti sá, er vill »gera sitt eigið asklok að allra himni«, og sér hafi verið á allra vitorði, að mis- notkunin ætti sér stað og þá auð- vitað á vitorði ól. Th. líka. Með fullyrðingu sinni um þetta efni eru því íhaldsblöðin að bera það á Ól. Th., að hann hafi farið með vísvitandi ósannindi á Alþingi. Annar þingfulltrúi íhaldsins, Jó- hann Jósefsson úr Vestmannaeyjum, fór meðal annars svofelldum orðum um frumvarp J. J.: »Það þarf mikla oftrú á gagnsemi njósnarstarfseminnar, ef nokkrum dettur í hug að nokkur heilvita út- gerðarmaður fari að eyða tíma í það að njósna um hvar »Óðinn« »Þór«, »Fylla« og »Ægir« eru þá og þá stundina. Eg held að enginn útgerðarmanna fari að eyða tíma sínum í svo árangurslítið starf og ógöfugt. Eg hefi að minnsta kosti ekki slíka trú á gildi njósna«. Þessi þingmaður lýsir því þannig yfir á Alþingi, áð hann hafi enga trú á því, að þessar njósnir eigi sér stað og telur þá trú heimsku eina og þábilju. En samkvæmt fullyrðingu íhalds- blaðanna hefir þingmaðurinn vitað betur og hefir þá talað þvert um huga sinn. I þriðja lagi lét íhaldsþingmaður- ínn Jón Auðunn Jónsson svo um mælt, þegar rætt var um aukið eftir- lit með loftskeytanotkun veiðiskipa: »Hann (J. J.) hélt í upphafi, að loftskeytin væru mikið notuð í ó- leyfilegum tilgangi, en ég er sann- færður um, að liann hefir nú fengið þær upplýsingar í þessu máli, að hann veit, að þetta er ekki rétt«. Þessi þingmaður tekur skarið af, þar sein hann fullyrðir, að loftskeyt- in séu sama og ekkert notuð í ó- leyfilegum tilgangi. íhaldsblöðin fullyrða aftur á móti að mikil mis- notkun hafi átt sér stað, þetta hafi allir vitað og þá Jón Auðunn líka, og hefir hann þá eins og félagar hans verið að leika sér að ósann- indum á Alþingi. Þetta er dálaglegui vitnisburður, sem íhaldsblöðin á þenna hátt gefa þeiin Ólafi Thors, Jóhanni Jósefs- syni og Jóni Auðunn og raunar öll- um þingflokki íhaldsins, því hann barðist allur á móti því, að misnotk- un loftskeytanna og njósnarastarfið væri tekið föstum tökum, þrátt fyrir vissuna um að þessi hneykslis- og skaðsemdarstarfsemi væri í algleym- ingi, eftir því sem blöðum íhaldsins segist frá. Og eftirtektarvert er það, að fyrr- nefndir þrír íhaldsþingmenn, sem mest beittu sér á móti því, að frv. J J. næði fram að ganga, telja sig sérstaklega talsmenn sjómannastétt- arinnar. Gullfoss kom í morgun og fer eftir kl. 12 í kvöld áleiðis til Evíkur. ekki í friði upphafssannindi kristn- innar né heldur þá, er trúa þeim og verja þau. Presturinn segir, að þessi »útgáfa Lúkasar af fæðingarsögunnk hafi verið gerð til þess, »að fá hinn gríska heim til að trúa því, að Jes- ús væri guðssonurinn«. Páll postull ritar Grikkjum á þessa leið: »Það kenndi ég yður fyrst og fremst, sem ég einnig hefi meðtekið, að Kristur dó vegna vorra synda samkvæmt ritningunum, og hann var grafinn, og að hann er upprisinn á þriðja degi samkvæmt ritningunum og að hann birtist ... Hvort senr það því er ég eða þeir (hinir postularnir), þá prédikum vér þannig, og ÞANN- IG HAFIÐ ÞÉR TRONA TEKIЫ. (I. Kor. 15. 3.—11.). Hvað er minnzt á fæðingarsöguna hér? Ekki eitt orð. Hún var sjálf- sagt rituð löngu eftir það, að Páll iiafði ritað öll bréf sín'dil grískra og grískmenntaðra safnaða, og Lúkas var samstarfsmaður hans og vissi því vel um kenningar hans. Kristnir menn, grískir og grfsk- menntaðir, hafa þá skipt tugutn þúsunda. Hvaða ástæða var þá til að fara að spinna upp þennan þvætting, sem frásögn Lúkasar væri, sé hún ekki sögulega sönn, skrásetning atburða, er gerðust þannig og ekki öðru vísi. Hver sem vill hafa fyrir því, að lesa Lúk. 1. kap., 1. til 4- vers, hann getur sjálf- ur gengið úr skugga um það, að Lúkas skrifaði ekki fyrir hinn gríska HEIM, heldur EINN mann, hátt- settan, sem hann nafngreinir. Þótt guðspjall hans hafi breiðst síðan út um heiminn, það er mál, sem kemur ekki frásögn Lúkasar við né tilgangi hans. Presturinn segir: »Jesús hefir sennilega ekki farið í neitt mann- greinarálit eða »valið« lærisveina sína með tilliti til gáfnafars«. Hvers vegna valdi hann þá? Ritningin segir: »Hann fór út til fjallsins, til þess að biðjast fyrir, og var alla nóttina á bæn til Guðs. Og er dag- ur kom, kallaði hann til sín læri- sveina sína og valdi tólf af þeim, sem hann einnig kallaði postula«. (Lúk. 6. 12.—13.). Þótt þeir væru ekki fullkomnir, þá má presturinn ,ekki ganga fram hjá því, að ein- initt vantrú þeirra og skilningsleysi gaf Kristi tækifæri til að leiðrétta þá, kenna þeim meira, ala þá upp. Eftjr burtför sína gaf hann þeim Heilagan Anda til að kenna þeim allt og minna þá á allt, sem hann hafði sagt þeim. Þá, vegna þriggja ára náms og fulltingis Heilags Anda, voru þeir fullkomlega færir um að flytja heiminum boðskap Jesú Krists, án þess að »minnka« hann eða misskilja hann. Presturinn segir: »Guðssonarhug- takið var andlegt, en ekki líkamlegt með Gyðingum«. Ritningin segir: »Fyrir því leituðust Gyðingarnir enn frekar við að ráða hann af dög- um, að hann ekki einungis braut hvíldardagshelgina, heldur einnig kallaði Guð föður sinn og gerði sjálfan sig Guði jafnan«. (Jóh. 5. Í8.) Frammi fyrir ráði Gyðinga spurði æðsti presturinn hann: »Ertu Kristur, sonur hins blessaða? Og Jesús sagði; Eg er það; og þér rnunuð sjá manns-soninn sitja til liægri handar máttarins og koma í skýjum himins. En æðsti prestur- inn reif klæði sín og segir: Hvað þurfum vér nú framar votta við? Þér hafið heyrt guðlastið; hvað lízt yður? Og þeir dæmdu hann allir dauða sekan«. (Mark. 14. 61.—64.) Þessar frásagnir og margar aðrar bera það með sér, að Gyðingum var það fullljóst, að Jesús gerði kröfu til að vera talinn Guðs-sonur í ann- arri merkingu en þeirri, er síra Benjamín segir, að þeir hafi lagt í það orð. Fyrir það dæmdu þeir hann til dauða og h'flétu hann. Prestinum virðist, að »Jesús hafi talað margt skynsamlegra um trú- mál heldur en þeir Sjónarhæðar- menn«. Hvernig dirfist hann, dauð- legur maðurinn, að bera vizku Drottins dýrðarinnar saman við skynsemi manna, hvoft sem þeir eru á Sjónarhæð eða í Saurbæ? Prestinum virðist, að »hinn æðsti skáldskapur komist sannleikanum næst«. Og sannleika nefnir hann »hinn hinnzta veruleika tilverunnar: guð«- En Drottinn Jesús kenndi vantrúar- og efasemdamönnum sinna tíma hvernig menn gætu kom- izt á hina einu leið til Guðs. Hann sagði: »Ef sá er nokkur, sem vill gera vilja hans (Guðs), hann mun komast að raun um, hvort kenning- in er frá Guði«. (Jóh. 7. 17.). Leið- in út úr villuþoku vantrúar, efa og nútíma guðfræði er sú, að vilja gera Guðs vilja. Þann mann, sem vill gera Guðs vilja, hvað sem það kostar, hann fer Guð að fræða, op- inberar honum son sinn (Gal. 1. 16.), og hann kemur til Krists (Jóh. 6. 45.)- Þannig opinberast það smælingjum, sem hulið er fróðum mönnum og spekingum (Matt. 11. 25.). Síra Benjamín gaf mér það ráð, »að setjast niður í svo sem hálfan mánuð og reyna að fá eitthvert vit út úr því, hvað hugtakið »yfirnátt- úrlegur« þýðir«. Þetta ráð gef ég honum aftur, þó með þessum breyt- ingum: Fyrst, að hann einsetji sér að gera Guðs vilja, hvað sem það kann að kosta hann; og þar næst, að hann, sem Daníel forðum, lítil- læti sig fyrir Guði (Dan. 10. 12.). Þá mun Guð leiða hann út úr myrkri því, er blindar hann nú, og þá mun honum gefast sú hin and- lega spektin, er honum, því miður, hefir ekki gefizt, eins og trúmála- skrif hans, fyrr og síðar, sanna. »Krist, kraft Guðs og speki Guðs« þekkir ekki síra Benjamín enn. Postulinn segir: »Þar eÖ heimurinn í speki sinni þekkti ekki Guð i speki hans, þóknaðisf Guði að gera Itólpna með hcimsku prédikunarinn- ar þá, er trúa; með því að bæði Gyðingar heimta tákn, en Grikkir leita að speki, en vér prédikum Krist krossfestan, Gyðingum hneyksli, en heiðingjum heimsku, en siálfum hinum kölluðu, bæði Gyð- inguni og Grikkjum, Krist, kraft iGuðs og speki Guðs«. (I. Kor. 1. 21,—24.). Guði sé lof fyrir þennan Krist, sem hefir kraft til að frelsa syndara og speki til að fræða þá, er þiggja vilja kennslu hans. Sæmundur Q. Jóhannessoru

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.