Dagur - 12.03.1936, Page 4

Dagur - 12.03.1936, Page 4
44 11. tbl Pað er aðeins eill í-s-l-e-n-z-k-t líftryggingarfélag og það býður betri kjör en nokkuð annað liftryggingarfélag starfandi hér á landi. Liftryggingardeild ___________Sjóvátryggingarfélags íslands h. f Skákþing íslendinga var sett í Rvík 7. þ. m. við óvenju mikla þátttöku. Frá Skákfélagi Akureyrar taka þátt í þingi þessu Gústaf A. Ágústsson, og Hauk~ ur Snorrason í fyrsta flokki og Júlíus Bogason í öðrum flokki. Frá Skákfé- lag'i Húsavíkurr Guðbjartur Vigfússon og' Hermann Jónsson, báðir í fyrsta flokki. Aðalfundur Sjúkrasamlags Akureyrar verður haldinn í Skjaldborg (kaffistofan) sunnudaginn 22. marz n. k. og hefst kl. 4 e.h. Dagskrá samkv. lögum samlagsins. Stjórnin. Til leigu 2 herbergh eldhús og geymsla. R. v. á. Jón Jónsson Gauti frá Ærlækjarseli átti 75 ára afmæli 28. febr. sl. Hann hefir jafnan látið samvinnumál mikið til sín taka. Starfaði hann mikið við Kaupfélag' Þingeyinga um skeið og' síðar átti hann forg'öngu að því, að Kaupfélag Norður-Þingeyinga var stofnað árið 1894 og veitti því forstöðu þangað til 1915. Jón dvelur nú í Reykjavík hjá syni sínum. Lárus Bjarnason skólastjóri við gagnfræðaskólann í Flensborg í Hafn- arfirði varð sextugur 1. þ. m. L. B. hefir jafnan getið sér bezta orð sem kennari. Endanleg ákvöröun er nú tekin um aftöku Hauptmanns. Aftakan fer fram 3. apríl næstk. ,1 Snori-i Sigfússon skólastjóri kom heim úr Reykjavikurför um síðustu helgi. í Reykjavk starfaði hann að und- irbúningi breytinga á fræðslulögunum, samkvæmt ósk fræðslumálastjóra og kennslumálaráðherra. Verður frumvarp um breytingar á lögum þessum lagt fyrir þing það, er nú situi' á rökstólum. Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga hefst hér á Akureyri næstkomandi þriðjudag og' stendur yfir næstu daga þar á eftir. Tíðarfarið breytist lítið til batnaðar norðan- og austanlands. Síðustu daga virtist mundi bregða til sunnanáttar, en ekki varð það að neinu gagni, og nú ei' aftur norðanátt og kalsaveður. Gadd- ur er mikill yfir allt hér um slóðir og þó enn meiri austur undan. Óslitin inni- staða búfjár síðan um eða fyrir vetur- nætur víðast hvar. Á efri hluta Fljóts- dalshéraðs er þó sagt svo að segja snjð- laust í allan vetur og útbeit nýtist þar yel, en þvi meira fannfergi á Úthéraði. Tilboð óskast i flutning á beitu frá Akureyri til Litlaárskógs- sands á komandi vertið 8.-9. tunnur á dag. — Tilboðunum sé skilað til Árna Jóh. Kea fyrir 17. þ.m. Beitufélagsstfórnin. Húslílsoln. Nýlegt hús með öllum þæg- indum á góðum stað við Oddeyrargötu er til sölu nú þegar og laust til ibúðar 14. maí n.k. Góðir greiðsluskil- málar. R. v. á. Skiðasleðar fást hjá Sleinpr. G. Guðmundssyni. Giiðsþjónustur í Grunda/rþingapresta- kalli: Hólum, sunnud. 22. marz kl. 12 á hádegi. Saurbæ, sama dag, kl. 3 e. h. »Frækornið«, yngri deild Kristniboðs- félags kvenna á Akureyri, heldur út- breiðslufund þriðjudaginn 17. marz kl. 8 Vi, í Zíon. Upplestui', söngur, hljóð- færasláttur o. fl. Allar ungar stúlkur hjartanlega velkomnar. Hjálpræðisherinn. Sunnud. 15. marz kl. 10% Helgunarsamk. Kl. 2 Sunnu- dagaskóli, kl. 8% Hjálpræðissamkoma. Strengjasveitin. Mánudag kl. 4 Heim- ilasambandið. Þriðjudag kl. 8% Stór norsk-dönsk Blómahátíð. 200 blóm. Kaffi og pönnukökur. Strengjasveitin. verður haldið í héraðsskólanum á Laugum, ef nægileg þátttaka fæst, og hefst 27. apríl næstkomandi. Kennt verður: Sund, leikfimi, útileikir, söngur og einn fyrirlestur á dag um ýmisleg efni. Allur kostnaður 36 krónur. — Umsóknir sendist fyrir 15, apríl til Ólafs Ólafssonar íþrótta- kennara á Laugum. Nemendur leggi sér til sængurfatnað. Skólaráð Laugaskóla. Uppboðsauglýsing. Mánudaginn 16. marz n. k. fer fram að Litla-Árskógs- sandi opinbert uppboð á tveimur snurpunótabátum, síldartunnutrillu og fleiru tilheyrandi síldarútgerð. — Söluskilmálar verða birtir á uppboðsstaðnum. Rauðuvik, 19. febrúar 1936. Valtýr Þorsteinsson. Bollan minn höndum tek ég tveim tunguna gómsætt kaifið vætir. Einn sopinn býður öðrum heim | ef f því er Freyju kaffibætir. T I L B O Ð óskast i mjólkurflutning úr Öngulstaðahreppi til Mjólkursamlags K. E. A., tímabilið trá 1. mai 1936 til jafnlengdar næsta ár. Tilboðum sé skilað til und- irritaðs fyrir 1. april n.k. ÞóruBtöðum, 11. marz 1936. Helgi íjitefánsson. Hausfið 1935 var mér dregip hvít lamb- gimbnr með minu fjármarki, blaðstýft fr. hægra, biti fr. vinstra. Lamb þetta á ég ekki. Réttur eigandi vitji andvirðis þess til mín. Qilsá Eyjafirðl 7. marz 1936. Frimann Jóhannesson. Ritstjóri: Ingimar Eydal. \ Prentsmiðja Odds Björnssonar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.