Dagur - 19.03.1936, Page 3

Dagur - 19.03.1936, Page 3
! 12 tbl. DAGUR 47 hann hafði rennt augum yfir þá, er kringum hann sátu, segir hann: Sjá, hér er móðir mín og bræður mínir! .Því að hver sem gerir vilja guðs, sá er bróðir minn og systir og móð- ir«. Af siíkum ummælum og fleiri heyrum vér, hvað Jesús lagði mikið upp úr þeirri persónulegu ást, sem alltaf læzt vera að faðma Jesús í andanum, en notar hann svo eips og skálkaskjól fyrir allar sínar syndir. Öll þeirra fátæklega guð- fræði gengur út á það, eins og í grallarasálminum segir: »Fémuni vora frelsa og líf, friður þinn sé vor allra hlíf; líkn þá oss mest um munar«. Jesús á að vera eftir þeirra skoð- un eins konar vikadrengur hjá þeim, sem ekkert hefir annað að gera, en að dútla við að passa fá- eina »rétttrúaða« menn og þvo þá upp úr blóði sínu, í hvert sinn og þeir gera af sér eitthvert skannnar- strik, eða fremja ómerkilegar synd- ir. Sæmundur reynir að verja barna- skap sinn með því, að skynsamir menn fyrr á öldum liafi trúað á þennan hátt. En trúðu menn því ekki a!lt fram á miðaídir, að jörðin væri miðpunktur alheimsins, jafnt hinir skynsömustu menn? Frá þeim tímum hefir þekking og allur hugs- unarháttur tekið þeim stakkaskipt- um, að fádæmum sætir. En það, að inenn höfðu barnalegar hugmyndir um margt í fornöld, stafar þó eigi af því, að þeir væri óskynsamari þá, lieldur einungis af því, að þeir höfðu ekki möguleika til að gera sér jafnréttar hugmyndir um hlutina og menn hafa nú. Þekkingarforðinn, til að byggja ályktanirnar á, var svo langt um minni. Það er eins og þegar menn ganga upp á fjall til að öðlast vitt útsýni. Hverjum hækk- andi stalli í fjallinu má líkja við þann menningararf, er hver kynslóð skilar. Þannig vex stöðugt útsýnin, með því að hver kynsló'ð byggir of- an á þa’ð sem önnur hefir afrekað. Og mundi ekki sá verða talinn flón, eða fáráðlingur, sem í fjallgöngu hlypi af tindinum niður í dalinn til að fá útsýni? Einstöku vitmenn, eins og t. d. Jesús, hafa æfinlega gnæft upp úr múgnum, með skynj- un, sem virðist á sínum beztu augnablikum hafnir yfir rúm og tíma. En aðferðin til að skilja þá er ekki að leita skilnings samtímans á þeim — samtímans, sem misskildi ^þá og deyddi þá. Jesús og allir miklir spámenn verða því betur skildir, sem tímar líða. Hvað guðfræði frumkristninnar er nú orðin oss fjarlæg, má fljótt gera sér ljóst, með nokkrum dæm- um frá Páli. Jafnvel þótt Páll væri gáfaður maður og stæði styrkum fótum, bæði í austurlenzkri og hel- lenskri menningu, verður hann smár við hliðina á Jesú. Fráleitar ritskýr- ingaraðferðir þátimans leiddu hann oft herfilega á villigötur, eins og t. d. þegar hann segir, að kletturinn, sem fylgt hafi ísraelsmönnum forð- um í eyðimörkinni, hafi verið Krist- ur (I. Kor. 10, 4.), eða þegar hann lætur ísak fyrirmynda heiðinkristna menn, en ísmael gyðing kristna, Hagar gamla sáttmálann, en Söru þann nýja. Eins gerir hann t. d. mikið veður úr því í Gal. 3, 16, að fyrirheitin hafi verið gefin Abra- ham og afkvæmi hans, en ekki af- kvæmum. Því sé aðeins átt við einn og sé það Kristur. Hver, sem vill nú liafa fyrir því að fletta upp þeim stað, sem Páll vitnar í (I. Mós. 12, 7), getur strax séð, að þar stendur nú einmitt niðj- um, sem er fleirtöluorð, og því auð- sætt að Páll veður reyk í þessari út- skýring sinni. Ástæðan er líka ber- sýnileg. Hann vitnar jafnan í gríska þýðingu á biblíunni, svonefnda Sjö- tíumanna þýðingu, sem var allt annað en nákvæm. Á þessum stað er reyndar ekki hægt að segja, að hún sé skökk, þó að- hún noti hér eintöluorð, því það orð getur fólgið í sér fleirtölu. Hinsvegar hefir he- breski textinn, sem þetta er þýtt úr, fleirtöluorð, og sker það úr um merkinguna. Páll hefir eigi haft fyr- ir því að athuga þetta og misskilur því blátt áfram grískuna og byggir á því guðfræðilegar setningar. Má benda á' ýms dæmi þessu lík. En hvernig ætli að útkoman verði svo, þegar menn eins og Sæmundur koma til skjalanna og byggja sína guðfræði á Páli, sem þeir hafa held- ur ekki möguleika til að skiija á frummálinu? Ætli að æðimargar vitleysur á borð við þessa geti ekki slæðst inn og filjóti ekki að slæðast inn í bókstafstrú þeirra? Eg geri nú ekki ráð fyrir að spjalla meira við Sæmund að sinni, rema hann sýni glögg merki um einhverjar framfarir og meiri þroska en enn hefir komið í ljós hjá honum. En áður en ég skilst við hann, vil ég í bróðerni benda hon- um á, að honum er þess þörf, að leitast við að gera sér í einlægni Ijóst, hvernig grundvöllinn vantar undir alla guðfræði hans, bara af hreinu og skæru þekkingarleysi, og að honum samir illa trúarhrokinn og yfirlætið, meðan hann veit ekk- ert, hvað snýr upp eða niður í þess- um fræðum. Eg hefi bent honum á það, að allt upplag hans og hugs- unarháttur líkist langmest hugsun- arhætti fræðimannanna og Farise- anna, þessara bókstafstrúarmanna, sein fullir voru af hleypidómum, þóttust öðrum betri og ávallt voru að ákæra aðra fyrir trúvillu. Jafnvel Jesú ákærðu þeir fyrir villutrú og gúðlast, í blindni sinni og hroka. Þeir héldu, eins og Sæinundur og skoðanabræður hans, að þeir væru réttlátari en aðrir, og allir mundu glatast, nema þeir. En Jesús vítti þessa menn ákaft fyrir hræsni, og getur vel verið, að hann hafi ein- hverntíma sagt við þá, að þeir ættu djöfulinn að föður, þar sem þeir vijdu gefa djöflinum mestan hlut- ann af sköpunarverkinu, eins og Sæmundur gerir enn þann dag í dag. Or hópi þessara hræsnara flúði því Jesús og umgekkst miklu fremur opinbera syndara og toll- heimtumenn. Með þeim gerði hann sér glaða stund og sagði þeim und- ir eins og þeir fóru að þrá að verða almennilegir menn, að syndir þeirra væri þeim fyrirgefnar. Guð var að hans dómi engin smásál, sem ekki þoldi aðra en skinheilaga og smjaðrandi Farisea í kringum sig. Hann var elskandi faðir, sem gladdist yfir því, þegar börn hans fóru að þrá að lifa og starfa að einhverjum ærlegum hugsjónum. Eintóma volgurslega guðrækm hafði hann ekkert með að gera. Að lokum vil ég benda á það, að því fer fjarri að ég hafi átt þessa samræðu við Sæmund G. Johannes- ,son af því, að ég hafi tekið mér nærri ákærur hans um trúarvillu. Slík ákæra frá hans hendi þykir mér allt of spaugileg, til þess að vera svaraverð. En hinsvegar taldi ég rétt, að nota árás hans að tilefni, til að útskýra fyrir almenningi vol- æði þess hugsunarháttar, sem slík frumhlaup stafa frá. Ég hefi gerv mér það að reglu að ráðast eigi á menn að fyrrabragði fyrir trúar- skoðanir þeirra, hvað fávíslegar sem mér hafa fundizt þær, af þeirri ein- földuástæðu,að ég held að hverjum manni eigi að vera frjálst að hafa sínar eigin hugmyndir, eins lengi og þær skaða ekki aðra. En þegar á mig er ráðist fyrir trúarskoðanir, eða þá kirkju, sem ég starfa fyrir, sé ég enga ástæðu til annars, en að standa fyrir máli mínu og athuga málavöxtu. Sérhvert málefni á að geta grætt á því, að um það sé rætt frá ýmsum hliðum. Og mér er þeim mun ljúfara að andmæla hverskonar þröngsýnu trú- arofstæki, sem hefir hornin í öllu, :nema sinni eigin vesöld, að ég er sannfærður um, að allt þvílíkt ó- frjálslyndi kemur engu, nema illu til leiðar. Einungis frjálsmannlegur hugsunarháttur, sannleiksást og víð- sýni eru líkleg til að göfga þjóðirn- ar og efla menning þeirra til meiri fegurðar, drengskapar og dáða. Benjamín Kristjánsson. Svínarækt. IV. Hús og hirðing. Á okkar landi, með svo mjög breytilegu veðráttu, og oftast kalda, ▼erður svínahúsið að veita full- komna vörn fyrir vetrarkuldan- um. Og þar sem ekki er um því meiri svínarækt að ræða, verður svínahúsið vafalaust hezt hyggt úr forti, með punnum sfeypuvegg upp með útveggjum, innanverðum, svo svínin nái ekki að rífa niður torfveggina. Þakið skal einnig gert úr torfi, 2 — 3 þur lög, vel víxllögð á viðum — og járnpak utan ylir, á sérstakri trégrind, sem fest væri með boltum (eða tré- klossum) niður í aðalþakviðina. Sperruris er sjálfsagt á svinahúsi, loftræslan verður þá auðveldari og mun betri. Sá, sem vill koma sér upp góðum svínakofa, velur hól, eða annan þurlendan stað, með góð- um fráhalla, nálægt bæ sínum. Síðan er hann sér útí um gott veggjaefni (torf) og sem þurrast. Jafnframt ristir hann torfið þakið og kemur því í þurkinn. Síðan er að ákveða stærð húss- ins. Skal það vera um 10 metra á annan veginn, en á hinn eftir svínafjölda. Sá bóndi, sem hugs- ar sér að hafa 1—2 gyltur og minnsta kosti stundum 1 gölt, þarf minnst 3 — 4 stíur til um- ráða, en fyrir 4 stíur þarf ca. 6x10 metra grunnmál. Þegar markað hefir verið fyrir undir- stöðum, eru vel bundnir og skjól- góðir veggir hlaðnir ofan á þær, 1,5 metra á hæð til hliðanna og gaflarnir (10 metra kanturinn) hlaðnir upp eftir rishæð, undir glugga, en risið þarf ekki að vera yfir 1 meter. Hentast mun að hafa sinn gluggann efst á hvor- um gafli, þríhyrnda að lögun, eftir risinu, svo hvergi þurfi að skera gluggana í skot eða glugga- tóft. Vel skal halda út af veggj- unum hringinn i kring, og tyrfa þá með tvöföldu torflagi, svo vatn gangi ekki í þá. Rennur séu síð- an hafðar undir þakskörum, og 60 cm. breitt bretti úr sléttu járni, undir gluggum, fest á trérenglur, til að fyrirbyggja aðalvatnsmagn- ið at þaki og gluggum. Þegar veggirnir eru orðnir 100 cm. há- ir hringinn í kring, er hleðsl- unni frestað og varnar veggirnir, 10—15 cm. á þykkt, steyptír upp með þeim og gylda torfveggirnir þá sem uppsláttur að utan verðu. Að því búnu er hleðslunni hald- ið áfram upp í 1,5 metra hæð og nú jafnt innri brún steypu veggsins. óttist menn missig, sem vel getur átt sér stað, ef efnið er ekki vel þurrt eða vel pressað, skal hafa grjóthleðslu að utan verðu jafnhátt steypunni að inn- an. Það mundi lika, ef grjótið væri fremur stórt, veita ómetan- lega vörn fyrir svínaróti utan frá, að sumrinu, og sem annars yrði að fyrirbyggja með girðingu. Þakið hvílir út við veggi á stutt- um stoðum (50 cm. löngum), sem hafa sæti sitt á steypuveggj- unum. Eru þær greyptar inn í torfið og er sjálfsagt að tví—þrí bera á þær karbólin áður. Með- fram fóðurgangi, sem liggur und- ir mæni hússins, eru aðrar stoð- ir á ská, upp í »dregara« og sem sperrur hvíla á. Verður fóð- urgangurinn með því móti miklu rúmlegri, þar sem flekarnir, sem skilja að stiu og fóðnrgang, hall- ast eítir stoðunum. Gólfið i hús- inu er steypt og sléttað (pússað) með góðum halla að rennum, sem taka þvag (og skolvatn) og má koma þeim fyrir á ýmsa vegu eftir staðháttum. Ennfrem- ur er bezt að steypa (á grjót- púkk) skilrúmin milli stía og út- ganga í ca. 1 m. hæð frá gólfi. Trogin séu úr brendum, glerhúð- uðum leir, slík trog fást tilbúin frá Höganæs í Noregi, í pörtum, sem auðvitað á að skeyta saman. Plássið í húsi fyrir fjórar stíur (10X0 m.) skiftast þannig: Fóð- urgangur í miðju, 70 cm. á br. Trog beggja megin meðfram honum, ca. 50. cm. hvert, 2 stí- ur hvoru megin, ca. 3 m. á kant. Gangur, meðfram hliðarveggjum, 1,15 m. á br. (70 cm.+50 cm. X Gólfið í hverri stíu er útbúið þannig: Meðfram skilrúmsveggn- um milli stíanna, liggur ca. 3—5 í 2+3 m.X2+l.l5 m.X2=l0 m.)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.