Dagur - 08.04.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 08.04.1936, Blaðsíða 1
D AGUR íemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Arni JóhaunB- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. XIX. ár •J Afgreiðslan •r hjá JÖNI Þ. ÞÖR. Norðurgötu3. Talsimi 112- Uppsögn, bundin við &ra- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. dea. Akureyri 8. apríl 1936. T 15. tbl. fyrv. alþm. í Fjósatungu andaðist í Reykja- vík í nótt. Hans verður nánar minnst í næsta blaði. Að utan. I Þýzkalandi fóru fram kosning- ar 29. f. m. Var látið heita svo að þær kosningar ættu að skera úr um það, hvort þýzka þjóðin samþykkti réttmæti þess, að Hitler rauf Lo- carno-samninginn með því að senda her inn í Rínarhéruðin. Eins og fyr- irfram var vitað voru nálega allir Hitlersmegin í kosningunum. »Kosn- ingasigurinn« var þvi stærri en nokkru sinni áður. í atkvæðagreiðsl- unni tóku þátt upp undir 45 millj., en aðeins /2 milljón greiddi at- kvæði öðru vísi en Hitler vildi, og aðeins /2 milljón kosningabærra manna greiddi ekki atkvæði. Þessi eindæma kosningasókn sýnir, hversu Þjóðverjar óttast að verða berir að því að taka ekki virkan þátt í að hylla »foringjann«. Ensk blöð telja kosningar þessar skrípaleik. Her ítala sækir stöðugt fram í Abessiníu, og reka nú ítalir aðal- lega hernað sinn úr lofti og dreifa sprengikúlum og eldkveikjum yfir borgir og liðsveitir Abessiníu. Enn- fremur dreifa þeir eiturgasi yfir Iandið á ýmsurn stöðum. ítalir segj- ast vera að »útbreiða menninguna« í Afríku á þenna hátt. Tilraunum Þjóðabandalagsins, til að koma á friði, miðar hægt áfram, og snýst nú allt um stríðshættuna í sjálfri Norðurálfunni. r i Niria-iiio. Karlakór Akureyrar og kvenna- kór Einingar héldu samsöngva í Nýja Bíó s. 1. fimmtudag og sunnu- dag við ágæta aðsókn og mjög góð- ar undirtektir viðstaddra. Söngstjóri var Áskell Snorrason, og átti hann þrjú lög á söng- skránni: »Eg er viljalaust fis«, »Suinarnótt« og »HaIlgrímur Pét- ursson«, sem féllu tilheyrendum vel í geð. Yfirleitt voru mörg ágæt lög á söngskránni. Samsöngurinn hófst með því, að karlakórinn söng sex lög. Kórinn hefir oft látið til sín heyra oplnber- lega. Um hann er ýmislegt gott að segja, þegar tillit er tekið til þess, að söngkraftar eru þar af fremur skornum skainmti. Beztur er 2. bassi, hljómþýður en ekki kröftug- ur. Tenórar eru fremur hljómlitlir og vantar kfaft, þegar taka þarf á vandasömum verkefnum. Annars er söngurinn víðast vel samstilltur og furðulega fágaður. Beztur er píanó- söngur kórsins. Tekstameðferð er óvenjugóð. Einsöng í einu lagi: »Fjær er liann ennþá«, söng ungur piltur, Sverrir Magnússon að nafni. Hefir hann skæra tenórrödd, en fremur litla ennþá, en fór all-laglega með af algerðum viðvaning að vera. Kvennakórinn hefir víst aldrei áð- ur látið til sín heyra, opinberlega, svo ég muni eftir. Söng hann 6 lög. Söngur hans er ekki tilþrifamikill né hljómmikill, en laglegur. Þar sungu einsöngva þrjár konur. Verður að segja eins og er, að einsöngvuin þeirra var mjög ábótavant sem von er. Samt virðist ein konan, Guðrún Jónsdóttir, hafa fremur blæfagra rödd, þó lítil sé. Það er vafasamur gróði kóra vorra, að hafa mikið af einsöngv- um, þó mikil tilbreyting sé að, ef vel er sungið. En á þessu vill oft verða misbrestur, sem von er tii. Verulega góðir einsöngvarar eru sjaldgæfir meðal kóranna, sem nær eingöngu hafa á að skipa ólærðum söngvurum. Til þess að vera ein- söngvari þarf mikla æfingu í radd- beitingu og söngmenntun, auk góðs efniviðar. Síðasti liður á söngskránni var blandaður kór, er sanranstóð af því sama fólki, sem í hinum kórun- unt er. Er söngstjórinn víst fyrir allskömmu síðan byrjaður að æfa flokk þennan, og því tæpast hægt að gera miklar kröfur til lians nú þegar, en þó má ráða í það, eftir þessari fyrstu tilraun, að gera má sér góðar vonir um frammistöðu þessa blandaða kórs, er fram líða stundir. Það sem ég vil sérstaklega benda á með línum þessum er, að hr. Ás- kell Snorrason hefir með sínu mikla og margbreytta starfi í þágu söng- listarinnar hér í bæ, bæði sein tón- skáld og söngstjóri, unnið til þess, að honum væri miklu meiri athygli veitt en verið hefir að undanförnu. Það er óhætt að segja, að hann hefir og er að leysa af höndum mjög merkilegt inenningarstarf, sem á fyllstu viðurkenningu skilið allra þeirra, er tónlist unna. Bfejarbúi. Týndar laugar. Sem betur fer, er sá skilningur óðum að vaxa hjá þjóðinni að hag- nýta sér jarðhita landsins. Þeir menn, sem vakið hafa og glætt þann skilning og hafa unnið að þvi, að þau máske óhemju verðmæti, sem þar eru fyrir hendi, leridi ekki í ó- verðugra höndum, eiga því miklar þakkir skilið. Allir ættu því að hafa opin augu fyrir því, þar sem jarð- hiti er, eða kann að vera, og reyna að hafa hans not, eftir því sem á- stæður og föng stancla til. Hér í Eyjafirði er nokkur jarð- hiti, það sýna laugarnar, sem eru hér og þar, en þær hafa áður fyrr verið fleiri; má þar til nefna laug, sem sagnir herma að hafi verið i svonefndum Varmhaga í Djúpadal. Nú er hún horfin, og enginn veit hvar helzt hún hefir verið eða af hvaða ástæðum hún hefir þornað eða týnzt, en örnefni í kringum hag- ann segja sína sögu og bera vitni um, að eitt sinn hafi þar streymt heitt vatn upp úr iðrum jarðar. Þá má nefna laug, sem var skammt fyr- ir sunnan túnið hér í Hleiðargarði. Var hún bæði stór og heit og til mikilla hlunninda fyrir fólk í frarn- hluta fjarðarins. Sótti það mjög að henni til þvotta og þæfinga. Til marks um notkun hennar má nefna, að munnmæli eru um, að dálítið hús eða skáli hafi verið byggður yfir hana, fólki til þæginda. Hafi hella ein mikil verið inni í skálanum, sem prjónles og vaðmál voru þæfð á; segja sagnirnar, að nrikil skál væri komin ofan í hana af núningnum. En nú er þessi laug týnd. Eftir því, sem næst verður komizt, mun seint á 18. öld jarðfall hafa hlaupið yfir hana. Þó sjást enn merki til hennar. Á einum stað seytlar volgt vatn upp í gegnum jarðfaliið. Þar með er þó ekki sagt, að laugin sé þar undir, því vel getur vatnið runnið lengri eða skemmri veg frá henni, þó það komi þarna upp á yf- irborðið. Veturinn 1934 var vatnið mælt, og reyndist 13/2 gr. heitt. — Aftur í vetur var það einnig mælt, og með sama árangri. Virðist þetta hitamagn vera álitlegt í lítilli sprænu, sem ef til vill er búin að síga í gegnum þykk jarðlög, máske nokkurn spöl. Um leið og seytlan var mæld, var grafið dálítið niður, og virtist þar vera dálítill jarðhiti. Hér væri verkefni fyrir ung- menna- og kvenfélög framhluta fjarðarins, að leita laugarinnar, grafa hana upp og hagnýta sér þau NÝJA-BÍÓ Á annan i páskum kl. 9: Pabbi okkar er piparsveinn. Afarfjörug og skemmtileg sænsk kvikmynd, tekin af snillingnum GUSTAV MOLANDER. Aðalhlutverkin leika: Olaf Winnerstrand Og Birgit Tengroth. Myndin hefir hvarvetna hlot- ið afarmikla aðsókn og þykir eigi síðri en »Við sem vinn- um eldhússtörfin«. gæði, er hún hefir að bjóða. Fram- hluta sveitarinnar hefir að þessu til- finnanlega skort sundlaug, þar sem æskulýðurinn gæti komið saman til að læra og iðka hina fornu og fögru list, sundið. Fyndist laugin og reyndist vatnið í henni eins heitt, og sagt er að hafi áður fyrr verið, er fyrsta sporið stigið, til að bæta úr þessari þörf. Væri ekki ólíklega til getið, að heimavistarskóli, sem að sjálfsögðu verður reistur hér í innhluta fjarðar- ins, er stundir líða, gæti haft gagn af sundlaug á þessum stað. Hleiðargarði 2. apríl 1936. Hannes Jónsson. Eldhúsumcæður fóru fram á Alþingi tvo síðustu daga og var þeim lokið laust eftir kl. 12 í nótt. Voru þær alhvassar með köfl- um. Frá hendi stóra og litla íhalds- ins töluðu þeir Ólafur Thors, Jón Pálmason, Sigurður Kristjánsson, Þorsteinn Briem og Hannes Jónsson. Af stjórnarflokkanna hálfu voru til andsvara ráðherrarnir allir, Jónas Jónsson, Finnur Jónsson, Sigurður Einarsson og Héðinn Valdimarsson. Stjórnarandstæðingar fóru hverja hrakförina annari verri, og var Ól. Th. að lokum svo reiður, yfir óför- um sínum, að rödd hans skalf. □ Rún 50304148 - Frl.\ MESSUR UM PÁSKANA: Á Skírdag: Akureyri kl. 2 (altaria- ganga). Á Föstudaginn langa: Lög- mannshlíð kl. 12 á hádegi og Akureyrl kl. 5 e. h. — Á Páskadag kl. 11 f. h. Á annan í Páskum á Akureyri kl. 2 eftir hádegi.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.