Dagur - 08.04.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 08.04.1936, Blaðsíða 3
15. tbl. nxsns 59 Mílliskyrður á drengi frá kr. 1.30 Millískyrtur á karlm. frá kr. 2.75 ItrauiiM Verslnn. Pá!l Sigurgeirsson. eintöluorð »afkvæmi« alveg eins og Páll notar í Gal. 3. 16. Og þar talar hann rétt á undan um »blessun Ab- rahams« og segir, að heiðingjunum hlotnist hún í Kristi Jesú. Pétur postuli vitnaði til þessara síðari orða, sem ég benti á, og heimfærði upp á Krist. Hver getur sannað, að Páll hafi ekki átt við þau? Allt benclir til þess, að hann eigi við þau. Ég hefi þá prófað áreiðanleik síra Benjamíns með sömu aðferð og hann prófar ritninguna. Hefir hann sannur orðið unr ónákvæmni og »má af því ráða, hve mikið er hægt að hyggja á guðfræði« hans. Hins veg- ar hefi ég leit í ljós, að frásögn Mattheusar og grískuþekking Páls getur staðist slíkar árásir, sem kennimánnsins í Grundarþingum. Hvað skyldi hann prédika á pásk- unum, þar eð hann hafnar upprisu Krists og segir: »Eftir dauðann þyk- ir lærisveinunum, sem Jesús birtist sér á ný..... Sams konar atburður gerðist með Sál á leiðinni til Dam- askus«. Skyldi hann segja fólkinu það, sem honum finnst satt í þess- um efnum, að Kristur hafi aldrei risið upp, eða skyldi hann þá látast trúa því? (Því að til hvers er verið að halda páska, ef Kristur er ekki upprisinn?) Líklega má hann til með það, aumingja maðurinn, því að í gömlu »Tíma«-bIaði, sem ég rakst á af tilviljun, las ég þessi orð eftir hann: »Prestar líklega undantekn- ingarlaust selja sig í þjónustu kirkj- unnar. Það er staðreynd, sem ekki tjáir í mót að mæla«. Síðan hann ritaði þessi orð hefir hann gengið í þjónustu kirkjunnar, Iíklega selt sig. Vilji hann því vera heiðarlegur kirkjunnar þjónn, þá verður hann að kenna eins og kirkj- an skipar fyrir og játningar hennar bjóða. Geri hann það ekki, þá eru það svik við kirkjuna, eins konar andleg verðmætafölsun. En kenni hann ekki eins og sannfæringin býð- ur honum, heldur eins og kirkjan skipar, þá er það aumasta hræsni. Nú mun hann segja vilja, að játn- ingar kirkjunnar ættu að breytast með hverjum tíma og vér þurfutn ekki að hafa sama grundvöll sem Lúter. Þessu skal svarað með því að segja, að sú kirkja, sem hættir að kenna guðdóm Krists og kross- dauða hans vegna synda vorra og að hann hafi risið upp, hún er ails ekki lútersk, hvað þá kristin lengur. Þegar hætt er að prédika þetta, deyr kristnin út, eins og átti sér stað í Mið-Kína fyrr á öldum og er nú að verða í Þýzkalandi, þar sem guð- fræði, slík sem Benjamíns, náði yf- irráðum. Eigi því kristnin að hald- ast við á Jandi hér, þá verður að boða Krist krossfestan og verja biblíuna. Skal það og gert, hve nær sem er og hvar sem er og í blöðun- um svo lengi sem til eru frjálslyndii, og víðsýnir ritstjórar, er ljá slíkum greinum rúm. Langt mun þess að bíða, að síra Benjamín telji mig vitkast í þessum efnum, þ. e. að ég fari að afneita Kristi sem friðþægjara og frelsara og biblíunni sem Guðs orði eins og hann. Sannleikanum vil ég fylgja og flytja það eitt, sem ég veit sannast og réttast. Sú stefna hefir leitt mig út úr kirkjunni, sern Benjamín lík- lega seldi sig að þjóni, og að ritn- ingunni. Kristur fann mig sem glat- aðan rnann, bundinn synd og löst- um, og frelsaði mig. Hann er mér Drottinn, sein ég tilbið og leitast við að hlýða. Hann býður mér að elska náungann eins og sjálfan mig. Það leitast ég við að gera, er ég bendi á þær villustefnur, sem níða Krist, svívirða Guðs orð og draga menn til tímanlegrar og eilífrar vansældar. Sá tími er nú kominn, sem ritn- ingin sagði fyrir að mundi komá, þegar fráfall mkið yrði frá kristinni trú. Alls konar falsspáinenn og fals- kennendur hafa risið upp og farið með rangsnúna lærdóma og teygt fólk á eftir sér. Kristur sagði, að slíka skyldum vér þekkja af ávöxt- um þeirra. Niðurrifsstefna sú, sem síra Benjamin fylgir, er hávær og og læzt vera eitthvað fagurt og gott. En hvar eru góðverk hennar? Hvar eru sjúkrahús hennar, barnahæli, elliheimili? Hvar líknarstörf meðal fátækra og læknatrúboð með heiðn- um þjóðum? Hverja gleður hún og af hverjum þerrar hún tárin? Hún er svartidauði trúboðsins og tæring kirkjunnar, krabbamein kristilegrar menningar og blóðeitrun þjóðanna, sem dregur þær til dauða heiðin- dóms og skurðgoðadýrkunar. Hún »drepur niður sannleikanum með rangsleitni«. Fyrir þvi mun reiði Guðs opinberast af himni yfir henni eins og öllu ranglæti. »Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu«, mun falla yfir fylgjendur hennar og sundur- mola þá. Drottinn kemur, og þá mun hann »sanna alla óguðlega nienn seka ... uin öll þau hörðu orð, sem hinir óguðlegu syndarar hafa talað gegn honum«. Það er auðveld- ur leikur uppskafningum og hroka- gikkjum, að lastmæla Drottni dýrð- arinnar nú. En sá tími kemur, þegar þeir verða að gera reikningsskap. Frá því verður ekki flúið, nema með þvi móti, að hlýðnast Kristi, gera iðrun og trúa á hann sér til hjálp- ræðis, meðan enn er náðardagur. Þessar greinar hafa þá verið rit- aðar, svo að lesenclur mættu trúa: »að Jesús sé Kristur, Guðs-sonurinn, og til þess að þeir, nreð því að trúa, öðlist lífið í hans nafni«, hafi þeir ekki áður öðlazt það. Sæmundur G. Jóhannesson. Leiörétting. í kvæðið: Við Vestfirð- ingor, sem birtist 14. tbl. »Dags« sl., hefir slæðzt þessi pi-entvilla: í öðru erindi (4. eins og það er i blaðinu) stendur setningin: og hlíðin, sem skriðwr í sjó. Á að vera: og hlíðin, •mcð skriðum í sjó. Auk þess hefir hvert erindi (þau voru 5 frá minni hendi) skipzt f tvennt, með eyðu, sem rímið að vísu þolir, en efnið varla. Lesendur beðnir afsökunarl S. G. S. Svínarækt. V. Til Búnadarfélags Islands. (Áður en ég byrja á þessum kafla, vildi ég’ leiðrétta tvær eða þrjár mein- legustu prentvillurnar, sem slæðst hafa inn í IV. kafla — Hús og hvrðing — ritgerðar þessarar: 1 12. tbl. 3. síðu, 4. dálki, 20. línu a. o. stendur: halda. Á að vera halla. Á 4. síðu, 1. dálki, 32. línu a. o. hefir fallið úr orðið sér, milli orðanna: klóra ... við. t sama dálki 31.—32. 1. a. n. stendur: Útidyrum. Á að vera: stíudyrum). Vegna aðstöðu minnar og starfa við svínarækt (K. E. A.), hefir mér borizt fjöldi bréflegra fyrirspurna uin eitt og annað viðvikjandi svín- um, úr öllum fjórðungum landsins, öðrum en Sunnlendingafjórðungi.— Menn hafa koinið, til að finna mig og leita ráða um eitt og annað, úr öllum sýslum norðanlands. Og eigí ósjaldan hefi ég verið kallaður í síma, þótt kostað hafi símasendil út fyrir bæ, og beðinn um ráð og skyndileiðbeiningar. Þetta allt saman sýnir, svo ekki verður véfengt, að áhuginn fyrir svínarækt er stórum að aukast. Það sýnir líka að menn eru fálmandi og vankunnandi gagnvart rnistökunum, sem æfinlega fylgja hverri byrjun. Og það sýnir brýna nauðsyn á því, að fólkinu sé séð jyrir itarlegum leiöbeiningum og fræðslu, svo mis- tökunum megi fækka, svo óhugur- inn, sem þau skapa, hverfi úr sög- unni sem allra fyrst. Það er skylda Búnaðarfélags ís- lands, aö láta mönnum í té allar þær leiðbeiningar, sem þeir óska eftir og þurfa, á þessum vettvangi sem öörum, hins islenzka landbún- aöar. En mér er ekki kunnugt um, að það hafi rækt þá skyldu, að því er viðkemur svínarækt, og því er fálm- ið, mistökin og öll sú óhugð og ör- yggisleysi, sem af því leiðir, ennþá l aigleymingi, þrátt fyrir hinn stórum aukna áhuga almennings fyrir þess- ari grein búskaparins. Að kasta áhyggjunum í þessu efni upp á störfum hlaðna »prívat«- menn, sein ef til vill og ef til vill ekki, hafa eitthvað meiri leikni í þessu vandasama starfi, heldur en fjöldinn, kemur ekki til mála lengur. íslenzkur landbúnaður fær svo marga skellina á þessuin vandræða- tímum, þó reynt sé eitthvað til að firra hann nýjum vandræðum, frá byrjandi svínarækt. Hvaö á að gera? Jú, Búnaðarfélag íslands á að ráða mann i þjónustu sína — eins- konar svínaræktarráðunaut, sem hafi eingöngu það starf með hönd- um að leiðbeina svínaeigendum og þeim öðrum, sem vilja réyna þessa atvinnugrein, í smáu sem stóru, er hana varðar og óskað er eftir. Til þess þarf að veljast nraður, sem er Iíklegur til starfans, bæði að áhuga og þekkingu. Maður, sem unniö hefir við svínarækt bæöi hér og erlendis, er ábyggilegur í hví- vetna og duglegur ferðamaður. Starfstilhögun hans gæti verið með ýnisu móti, eftir því, sem reynslan benti til. En til að byrja með, yrði hann að fara heim á heim- ili bændanna, dvelja hjá hverjum byrjanda svo sem við verði komið, sýna honum undirstöðuhandtökin ef þarf, og kenna honum, í einu orði sagt, allt sem lýtur að fóðrun, hirð- ingu og daglegri meðferð svína. Stutt námskeið með bændum og búaliðum, héldi hann eftir ástæðum, flytti fyrirlestra á hinum eiginlegu bændanámskeiðum, í útvarpið o. s. frv. í fám orðum sagt: Hann þarf að vera í lifandi starfssambandi við hvern einasta svínaræktarmann I landinu, halda skýrslur, þar sem hvert svínabú er tilfært: stofndýr, grísafjöldi, vanhöld, hvar seldar af- urðir og hvernig o. s. frv. Takist þetta eftir óskum, mun fljótt lifna yfir svínarækt lahdsmanna. »En þetta kostar fé«, munu menn segja — og mikið rétt. Svo er um alla starfsemi Búnaðarfélags íslands — hún kostar talsvert. En meining- ar manna munu nú orðið vera ó- skiptar uni, að því fé er vel varið, sem gengur til leiðbeininga og um leið til stórum aukins öryggis land- búnaðarins. Enda sjást merki þess 1 hvívetna og munu koma enn betur f ljós síðar. Landbúnaður okkar íslendinga veröur að taka vísindin í þjónustu sína, eins og landbúnaður nágranna okkar hefir gert um margra ára skeið á undan okkur og eykur stöð- ugt, eftir því sem búvísindunum fleygir fram. Tröllkarlaboðorðið: Vertu sjálfum þér nógur! var gott fyrir Dofrann, var gott fyrir einstaka bóndaharð- jaxl fyrr á tímum, sem framkvæmdi kynbætur búpeningsins með horfelli, sem lét vinnufólkið fara á vergang, þegar það þoldi ekki lengur 16—18 stunda vinnudaginn, — og rýma þannig fyrir yngri og frískari kröft- um. Nú er öldin önnur — ég segi: sem betur fer —. En mörgu mun þó ábótavant í sveitunum, sem tryggja mundi afkomu bændanna betur en nú er, en það kemur vonandi smátt og smátt, með alhliða hagnýtri þekkingu, með breyttum skipulags- háttum yzt og innst, — í landbún- aðinum sem á öðrum sviðum. Lokið við ritgerðina 5. apríl. Sig. G. Sigurðsson. Bazwr ætlar Kristniboðsfélag kvenna að hafa fimmtud. 16. þ, m. í Zíon. Þar verða seldir margir góðir og ódýrir heimaunnir munir. Einnig verður selt kaffi (á 75 aura). Komið í Zíon og kaupið ykkur gagnlega muni, og gott kaffi og styðjið gott málefni. Opið frá kl. 3—11 e. h. Ágóðinn rennur í hússjóð. Kristniboðsfélag kvenna heldur út- breiðslufund í Zíon 2. páskad. kl. 4 e.h. Allir velkomnir. Sparið vatnið. Vatnsveitustjóri biður blaðið að flytja bæjarbúum þá orðsend- ingu, að þeir séu beðnir að spara vatn úr vatnsleiðslu bæjarins ailt hvað þeir geta nú fyrst um sinn, þar sem nokkur hluti bæjarins sé nú vatnslaus, vegna of lítils rennslis úr fjallinu. ^

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.