Dagur - 08.04.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 08.04.1936, Blaðsíða 2
58 DAGUR 15. tbl. Fiuida li ölcl flokkanna. Íhaldflð gefsfl upp. VaralfltE þess kemnr á fundacnefnu. Miðstjórn Framsóknarfiokksins hóf aðalfund sinn í Reykjavík 16. febr. síðastl., og stóð fundurinn yf- ir í fulla viku. Mættir voru á fund- inum 29 miðstjórnarmenn af 35, setn þar eiga sæti og atkvæðisrétt samkvæmt lögum flokksins. Enginn landsmálaflokkur hefir eins fjölmenna flokksstjórn og Framsóknarflokkurinn. Alþýðuflokk- urinn hefir t. d. 9 manna miðstjórn með búsetuskilyrði í Reykjavík og Hafnarfirði, og í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins sitja aðeins 7 menn, allir búsettir i Reykjavík. En í mið- stjórn Framsóknarflokksins eru 35 menn. Sainkvæmt lögum flokksins skulu 15 miðstjórnarmenn vera bú- settir »í Reykjavík og grennd«, þ. e. í Rvík, Gullbringu- og Kjósarsýslu, Borgarfirði, Árnessýslu og Rangár- vallasýslu. Allir hinir miðstjórnar- mennirnir verða að vera búsettir ut- an Reykjavíkur og tná eigi vera nema einn úr hverju kjördæmi. Eru á þenna hátt kosnir 20 menn úr hinum einstöku kjördæmum og mæta þeir allir á aðalfundi. Þetta skipulag miðast við það, að áhrif flokksins í öllum hlutum landsins geti notið sín sem bezt. Er Framsóknarflokkurinn þannig bygð- ur upp á algerlega félagslegum og lýðræðislegum grundvelli, og er fyr- irmynd þessa fengin frá samvinnu- félögunum. Kemur hér greinilega í Ijós meginmunur á þeim anda, er ríkir í skipulagi Frainsóknarflokks- ins og þeim anda, sem ræður í öðr- um stjórnmálaflokkum hér á landi. Annarsvegar er lýðræðishugsjónin, en hinsvegar fámenn »höfðingja«- stjórn, eingöngu bundin við Reykja- vík fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Auk þeirra mála, er sérstaklega snúast um starfsemina innan flokks- ins, tók aðalfundurinn til meðferðar ýms mál, er fyrir Alþingi koma, og gerði um þær ályktanir. Starfsmenn miðstjórnarinnar voru allir endurkosnir: Jónas Jónsson al- þingism. formaður, Eysteinn Jóns- son fjármálaráðherra, ritari, Vigfús Guðmundsson gjaldkeri, Hennann Jónasson, forsætisráðherra, vara- fonnaður, Guðbrandur Magnússon, forstjóri, vararitari og Guðmundur Kr. Guðmundsson, skrifstofustjóri, varagjaldkeri. Ákvörðun um næsta flokksþing Framsóknarmanna tók fundurinn ekki, en samkv. löguin flokksins ber að halda það í síðasta lagi árið 1938. Síðasta flokksþing, sem kaus núverandi miðstjórn, var haldið fyrra hluta árs 1934. Víkur nú sögunni að tilraunum annarra stjórnmálaflokka til funda- halda á þessum vetri. Fyrir alllöngu lét miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins það boð út ganga í blöðum sínum, að »landsfundur Sjálfstæðisflokksins« yrði settur f Reykjavík 14. marz síðastl. Aðrii „Gæflið yðar fyrir falsipámönnum^. 715 > Það er enginn efi á því, að síra Benjamín hefir meiri trú á guðfræði sinni heldur en á guðfræði postul- anna. Ber hann þeim á brýn »til- hneiging í þá átt að teygja til frá- sagnirnar, til þess að rætist einhver ritningarorð«. Kemst hann svo að orði: »í 21. kap. Mattheusarguð- spjalls er skemmtilegt dæmi um þessa guðfræði. Þar eru tveir asnar gerðir úr einum, og Jesús látinn ríða á báðum i einu (auðk. hér), til þess að rætist grein úr Sakaría spámanni (9. 9.). En að þetta er ekkert annað en guðrækilegur tilbúningur sést á þvi, að í upprunalega handritinu er aldrei talið nema uin einn asna..... En af þessu eina dæmi er auðvelt að ráða, hve mikið er hægt að byggja á guðfræði postulanna«. Hér er þá röksemd hans þessi: Postularnir gerast sekir í sögulegri ónákvæmni, þess vegna er guðfræði þeirra óáreiðanleg. Hann er ekki einn um þessa rökseind. Hún er að- alvopn allra andstæðinga biblíunn- ar, því að þeir álykta sem svo: Sé hægt að sanna, að biblían sé óáreið- anleg í einu atriði, þá er hægt að segja að kenningar hennar séu það líka. Nú skal prófa síra Benjamín sjálfan og mæla honum í þeim mæli, sem liann mælir postulunum. Það er ekki nema sanngjarnt. Ska! því röksemdaaðferð hans beitt gegn sjálfum honum og spurt fyrst af öllu: Hefir hann gerst sekur um sögulega ónákvæmni eða annan ó- áreiðanleik í síðustu grein sinni, t. d.? Jeg staðhæfi að hann hafi gerít það og koma hér rök rnín: 1. Hann telur mig meðal manna, seni ekki hafi möguleika til að skilja Pál á frummálinu (grísku). Þetta er rangt. Það eru nokkur ár, síðan ég fór að læra grísku. Hann er há- skólagenginn og ætti því að hafa lært það frumatriði vísindamennsku, að afla sér allra fáanlegra upplýs- inga, áður en hann ber fram stað- hæfingar. Hér var vitneskja fáanleg. Hann gat spurt mig eða látið aðra gera það. 2. Hann staðhæfir, að hver mað- ur, »sem lítur í gríska testamentið«, sjái, að orðin: »Sérhver ritning, sem innblásin er af Guði« o. s. frv., séu rétt þýdd. Lesið hefi ég og heyrt um níu enskar þýðingar, sumar eftir heimsfræga grískumenn, sem allir j^ýða versið mér í vil, en ekki á þann hátt, sem hann segir réttan. Þar ineð er staðhæfing hans hrakin, en hann sannur orðinn um óáreiðanleik. Ég get bætt því við, að ég hefi sjálfur slíkir »landsfundir« flokksins eru orðnir nokkuð kunnir. Reynt hefir verið að hóa íhaldsmönnum til sam- komu í Reykjavík, og hafa þeir svo verið nefndir »fulltrúar«, þótt eng- in umboð hefðu til slíks að heiman, enda flestir fundarmenn verið úr kaupinannaliði Reykjavíkur. Þegar svo var til stofnað, var ekki að undra þó að þessir »landsfundir« samþykktu meðal annars að leggja skyldi niður þær stofnanir, svo sem tóbaksverzlunina, sem ríkissjóður hagnaðist á, og gefa kaupmönnum þann gróða. En þegar til kom, mæitust þessar tillögur svo illa fyr- ir meða) landsmanna, að þingmenn flokksins þorðu ekki að bera þær fram á Alþingi. En í vefur brá svo við, að menn fengust ekki til að koma á þessa fyrirhuguðu samkundu íhaldsins f Reykjavík. Miðstjórn flokksins varð því að gefast upp og auglýsti þá uppgjöf í blöðuin sínuin, en lét þess jafnframt getið, að ný tilraun myndi gerð til fundarhalds í júní í vor. Vonast íhaldsmenn eftir, að með hækkandi sól muni gengi íhaldsins eitthvað hækka, en aðrir telja, að það muni hér eftir fara sílækkandi jafnt í langdegi sem skammdegi. Svipað tókst til fyrir Stóradalsliði íhaldsins, er það stofnaði til »lands- fundar« nú fyrir skömrnu. Tókst heldur báglega fyrir »einkafyrirtæk- inu« með fundarsóknina. Á fundin- um mættu 18 manns, þar af rétt- ur helmingur búsettur í Reykjavík. Engar sögur fara af þessum 18 mannalandsfundi! varaliðsins, nema það að hann hafi á allan hátt verið svo veimiltítulegur sern frekast mátti. lesið versið á grísku og veit líka og get sýnt, hvernig sams konar orða- samband er þýtt ólíkt á öðruin stöð- um í nýja testamentinu, en þá á þann hátt sem rétt er. 3. Reið Kristur á tveimur ösnum í einu, þegar hann reið inn í Jerúsal- em? Svo segir síra Benjamín. Ég hefi flett upp fimm enskurn þýðing- um og gríska textanum. Þó finn ég hvergi, að guðspjallið segi, að Krist- ur hafi riðið á báðum ösnunum i einu. Er Joað til að sanna eða ósanna áreiðanleik þeirrar guðfræði, sein Benjamín boðar, að segja annað eins og þetta? Sveitamaður íslenzk- ur, þótt háskólagenginn sé, ætti að vita, að hafi menn tvo til reiðar, þá sitja þeir á klárunum til skiptis! Kristur hefir riðið á ösnunni fyrst yfir Olíufjallið, en er brekkurnar þraut, hefir hann riðið á folanum ó- tamda, þar sem vegurinn var betri inn í borgina. Sliíka nærgætni við ungviði skilja íslenzkir tainninga- menn, það er ég viss um. 4. Þá minnast lesendur þess, að ég skoraði á hann, að tilgreina eina einustu frásögn gamla testainentis- ins, sem Kristur hafi »hafnað« sein óáreiðanlegri eða ósannri. Þetta gat hann auðvitað ekki. Hann staðhæfir samt að nýju, að Kristur »beinlínis andmælir lögmálinu«. Ég fletti upp þeim versum, er hann vitnar til, og las líka næsta vers á undan hverju þeirra til að sjá, hvaða boðorð það væru, sem Kristur á að hafa and- mælt. Ég fann meðal þeirra þessi: »Þú skalt ekki morð fremja«. »Þú skalt ekki drýgja hór«. »Þú skalt ekki vinna rangan eið«. Ég sá enn- fremur, að Kristur andmælti þessu ekki, heldur jók við það og bannar að reiðast, líta á konu með girndar- hug og bannar ónytjueiða. Kristur var ekki að andmæla hinum fyrri boðum og afnema þau, heldur að fullkomna þau. Til þess hafði hann fullt leyfi, því að, eins og ég benti á í síðustu grein minni, hann var Je- hóva gamla testamentisins og hafði gefið Gyðingum þessi lög. En hvað verður hér úr staðhæfiúg síra Benja- míns? 5. Mennirnir, sem afneituðu orð- um Krists og sem liann sagði við: »Þér éigið djöfulinn að föður«, voru ekki þeir menn, sem völdu bækur gamla testamentisins, þótt síra Benjamín Iáti svo í veðri vaka. Það voru að minnsta kosti 150 ár á milli þeirra. Þessi tilraun hans til að sverta ritninguna og gera hana tor- tryggiiega, snýst þá gegn honum sjálfum, háskólagengna guðfræð- ingnum, því að hvað er að marka þann mann, sem getur ritað svona? 6. Guðfræðingurinn lúterski ber Páli það á brýn, að hann hafi ekki haft fyrir því, að athuga hebreska textann og »misskilur því blátt á- fram grískuna«. Hvernig veit hann, að Páll hafi haft í huga I. Mós. 12. 7.: »Niðjum þínum vil ég gefa þetta land«.? Hann gat alveg eins vel haft í huga I. Mós. 22. 17.—18.: »Skal ég ríkulega blessa þig og stórum margfalda kyn þitt ... Og af þínu afkvæmi skulu allar þjóðir á jörð- unni blessun hljóta«. Hér er notað gíffffUf' fáum við með e.s. Nova næst. Þeir, sem ekki hafa þegar tryggt sér útsæði ættu ekki að draga að gera pantanir. Kaupfélag Eyfirðinga. Kjötbúðin.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.