Dagur - 22.04.1936, Page 2

Dagur - 22.04.1936, Page 2
66 DAGUR 17. tbl. Gengismálið. Úr ræðu Eysteins Jónssonar ffármálaráiðlierra í eldhús- umræðunum á Alþingi. Um gengisskráningu krónunnar hefir verið tiltölulega lítið rætt síð- ustu árin og það, sem fram hefir komið hefir verið lítt til þess fallið, að menn áttuðu sig á þessu vanda- sama máli. — Við því er heldur ekkí að búast, þegar þess er gætt, að það er aðallega blað svokallaðs Bænda- flokks, sem um málið hefir fjallað. — Hefir blaðið í þeim umræðum dyggilega fylgt þeirri meginregiu sinni, að meta biekkingar meira en rétta málsmeðferð. Þar sem þetta mál hefir nú blandazt inn í þessar umræður að eðlilegum hætti, þykir mér rétt að sinna því, ef ske kynni, að menn fengju frekari skilning á málinu en vænta má að menn fái af þeim villandi ummælum sumra þeirra hv. þm., sem um það hafa talað. Gengisbreytingar orsaka fyrst og fremst verðbreytingar á öllum inn- fluttum og útfluttum vörum. — - Gengislækkun orsakar t. d. hækkun á þessum vörum. f kjölfar þessarar vöruverðshækkunar fer oft samsvar- andi eða einhver hækkun á vörum framleiddum til sölu innanlands. Þð er slíkt enganveginn víst. Fer eftir því m. a. hve framboðið er mikið af vörunni og hvort kaupgetan innan- lands þolir samsvarandi hækkun, án þess að úr sölu dragi til tjóns. Verð- bækkunin, sem stafar af gengislækk- un a. m. k. á öllum innfluttum vör- um, verkar hinsvegar sem kaup- hækkun og dregur úr kaupgetunni, ef framleiðslan ekki örfast svo, að atvinnuaukning vegi upp kauphækk- unina eða kaupið sé beinlínis hækk- að sem verðhækkuninni nemur. Af þessum staðreyndum er það ljóst, að það eru blekkingar að halda því fram eins og ótæpt er í skyn gefið af pólitískum »spákaup- mönnum«, að við gengislækkun batni hagur framleiðenda, sem flytja út vörur sem svarar verðhækkun- inni.. Allar innfluttar notaþarfir framleiðendanna hækka jafnmikið í verði og útflutningsvörurnar. f vöru- viðskiptum framleiðandans kemur því til hagnaðar aðeins hækkunin á þeim hluta af andvirði framleiðslu- varanna sem afgangs er, þegar öll vöruúítekt hefir verið greidd upp. Frá þeim hagnaði dragast svo óhjá- kvæmilegar skattahækkanir og ein- hver hækkun á vöxtum og kaup- hækkun, ef framleiðandinn kaupir vinnu og til kauphækkunar kernur að framkominni gengislækkun. Af þessu sést ennfremur, hversu hlá- legt er að halda því fram, að með gengisbreytingu einni saman sé hægt að tryggja það, að. öll frani- leiðsla beri sig. Sést bezt á því að gengislækkun bætir t. d. ekkert af- komu þess framleiðanda, sem ekki hefir vöruinnlegg fyrir meira en vöruúttekt og ef vöruúttektin er meiri þá versnar hagurinn. Þótt því fari þannig mjög fjarri, eins og nú hefir verið sýnt fram á, að gengisbreyting sé þess megnug að tryggja afkomu framleiðendanna, þá getur hún haft í bili áhrif á af- komu þeirra til bóta, a. m. k. þeirra, sem selja vörur sínar á erlendum markaði, ef verðmæti framleiðslu þeirra nemur meiru en aðkeyptra vara, og ef kaupgjald hækkaði, þá kemur hagnaður þó því aðeins fram, að tekjur þeirra fari fram úr kaup- gjaldi og vöruúttekt. Þó að gengis- breyting sé þannig ein af þeim leið- um, sem kemur til álita þegar verð- lagsbreytingar eru nauðsynlegar til hagsbóta fyrir framleiðendur, eink- um þá er framleiða fyrir erlendan markað.er hún enganveginn sú eina. Kemur þar ýmislegt til eins og ég vík síðar að, en m. a. að það er út af fyrir sig slæmt að þurfa að or- saka þá truflun, sem gengisbreyt- ingar hafa í för með sér í öllu fjár- málalífi. Þegar Framsóknarflokkurinn gekk til kosninga vorið 1934, var hans mesta áhugamál að koma á verðlagsbreytingum til hagsmuna fyrir bændur. Flokkurinn valdi ekki þá leið að fella krónuna — heldur hina að hækka með Iögum verðlag landbúnaðarafurðanna innan lands og láta þá, sem út fluttu, njóta góðs af þeirri hækkun. Þessi leið var val- in að mjög vel athuguðu máli. Hún var valin vegna þess, að um helnr- ir.gur af kjötfranrleiðslu bændanna og svo að segja allar mjólkurafurð- ir þeirra, eru seldar innanlands. Verðið á framleiðsluvörum bænda á innlendum' markaði hefir því meiri áhrif á afkomu bændastéttarinnar sem heildar en verðið erlendis og flokkurinn vildi koma fram verð- hækkuninni, án þess að draga úr kaupgetunni innanlands. Verðið á innlenda markaðinum átti síðan að bera uppi uppbætur á útfluttu af- urðirnar. Hér kom og til greina, að þessari verðhækkun varð ekki á komið nema í sainvinnu við verka- menn. Uni árangur gengishækkunar var hinsvegar tvísýnt þar sem bændastéttin í heild kaupir án efa meira af erlendum vörum til sinna þarfa, heldur en hún selur til út- ianda nú orðið. Barátta Framsóknarflokksins var miðuð við að bæta kjötverðið frá því sem það var haustið 1933 og rrjólkurverðið frá því, senr það var 1934. Væntanlega lætur mjög nærri að kiötverðið 1935 verði að meðal- tali yfir allt landið um 20% hærra en það var 1933 og í þeim þrem mjólkurbúum (vinnslubúum) á verð- lagssvæði Reykjavíkur, sem mjólk- urlöggjöíinni var fyrst og fremst ætlaö að styrkja, hefir mjólkurvarð- ið hækkað um ca. 11—12% og tekjur bændanna þar þó meira en því nemur, vegna aukningar á fram- leiðslunni. Aðalatriði þessa máls er þó það, að þessi afurðahækkun er beiri hækkun á hreinum tekjuin hæmtanna — þar sem henni hefir verið komið á án þess að vörur al- mennt hafi hækkað í verði um leið. — A því er þessvegna enginn vafi, að gengislækkun hefði aldrei orðið að öðru eins liði og þær ráðstafanir, senr gerðar hafa verið í þessum málum. Ný atriði eru alltaf að koma fram í þessunr málum. Afkoma sjávarút- vegsins fer nú versnandi — þrátt fyrir ötult starf í þá átt að afla nýrra markaða og koina á fót nýrri framleiðslu sjávarvara. — Að því getur rekið, að stöðvun verði í fram- leiðslunni vegna erfiðleikanna, jafn- vel svo, að markaðsmöguleikarnir ekki notist, þótt takmarkaðir séu. — Af slíku mundi leiða minnkandi kaupgetu og erfiðleika fyrir land- búnaðinn og jafnvel verðfall á af- urðum harjs, a. m. k. mundu útilok- ast möguleikar fyrir aukningu á tekjum bænda af sölu sinni innan- lands. Færi svo, yrðu sérstakar ráð- stafanir nauðsynlegar til þess að bæta rekstursaðstöðu framleiðend- anna. Kæmu þá ýrnsar leiðir til greina og er of snemmt upp um það að kveða hvað ofan á yrði. Hý þingsköp. Frumvarp um breytingu þing- skapanna var afgreitt sem lög frá Alþingi 6. þ. m. Var frurnv. samþ. í neðri deild með 17 atkv. gegn 4. Með frv. greiddu atkvæði þinginenn stjórnarflokkanna og ennfremur Ás- geir Ásgeirsson og Magnús Torfa- son. Margir íhaldsmenn sátu hjá. Aðalatriði hinna riýju laga eru í þeim greinum, er hér fara á eftir: Um kosningu til efri deildar. »5. gr. Meginmál 2. gr. Iaga nr. 20 1934 orðist þannig: Eftir kosningar þær, sem um ræð- ir í 3. og 4. gr., skal velja til efri deildar þá tölu þingmanna, er þar skulu eiga sæti. Skal hverjum þing- flokki skylt að tilnefna á lista þá tölu þingmanna sinna, er honum ber í hlutfalli við atkvæðamagn hans í sameinuðu þingi. Ef tveir eða fleiri þingflokkar hafa með sér bandalag um kjör til efri deildar, eða þing- flokkur (eða flokkar) og menn utan flokka, skal talan á Ilstanum miðuð við samanlagt atkvæðamagn banda- lagsins. Ef atkvæðamagn tveggja eða fleiri kjöraðilja er jafnt við kosn- ingu síðasta manns til efri deildar, skal hvor (hver) þeirra tilnefna mann í vafasætið, en hlutkesti ráða úrslitum. Nú skýtur einhver kjöraðili sér umian skyldu um tilnefningu til efri deildar, og tilnefnir forseti þá þing- mann eða þingmenn úr þeim flokki eða bandalagi í réttu hlutfalli við atkvæðamagn. Ef þá er vafi um eitt sæti, skal hlutkesti ráða. Forseti til- kvnnir síðan, hverjir þinginenn þannig hafa verið tilnefndir, og telj- ast þeir rétt kjörnir eða skipaðir til efri deildar. (Stjskr. 27. gr.)«. Um »hjásctu« við atkvæðagreiðslu. »16. gr. Þingmaður, sem er á fundi, en greiðir ekki atkvæði við nafna- kall, án Iögmætra ástæðna, telst taka þátt í atkvæðagreiðslunni...«. Um að hindra málþóf. »24. gr. 37. gr. sömu laga orðist svo: Ef umræður dragast úr hófi fram, getur forseti úrskurðað, að ræðu- tími hvers þingmanns skuli ekki fara fram úr ákveðinni tímalengd, og einnig getur forseti stungið upp á, að umræðum sé hætt. Svo getur og forseti Iagt til, hvort heldur í byrjun umræðu eða síðar, að um- ræðum um mál skuli Iokið að Iiðn- um ákveðnum tíma. Eigi má þó, meðan nokkur þingmaður kveður sér hljóðs, takmarka ræðutíma við nokkra umræðu svo, að hún standi skemur en 3 klukkustundir alls. Til- lögur forseta skulu umræðulaust bornar undir atkvæði í þingdeild þeirri, sem hlut á að máli, eða sam- einuðu þingi, og ræður afl atkvæða úrslitum. Sömuleiðis geta 3 þing- menn í efri deild, 6 í neðri deild og 9 í sameinuðu þingi krafizt þess, að greidd séu atkvæði um það um- ræðulaust, hvort umræðu skuli lok- ið, umræðutími eða ræðutími hvers þingmanns takmarkaður. Nöfn þeirra þingmanna skulu Iesin upp og rituð í gjörðabókina. Eftir á- kvæðuni þessarar greinar og 35. gr., að því er varðar sameinað þing, skal einnig fara á þingsetningar- fundum. Nú hefir verið samþykktur tak- markaður umræðutími eða ákveðinn gHHWHIWHHHHHWg Saumavélar I af ýmsum gerðum nýkomnar. Kaupfélag Eyfirðinga. Járn- og glervörudeildin. SUHHHUUÍUUUUUÍ

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.