Dagur - 22.04.1936, Blaðsíða 4
68
DAGUR
17. tbl.
Játning Ólafs Thors,
I ræðu þeirri, 'er ól. Th. flutti á
Alþingi 24. marz sl. og getið var
hér í blaðinu nýlega, lýsti hann af-
stöðu sinni og fleiri íhaldsmanna til
kosningarinnar í Vestur-Húnavatns-
sýslu i meginatriðum á þessa leið:
Fyrir síðustu kosningar var ég því
mjög hlynntur og vann að því, að
Hannes Jónsson yrði kosinn á þing
í Vestur-Húnavatnssýslu. Eg sagði
frambjóðanda okkar það beinlínis,
að flokkurinn hefði ekki gert það,
sem í hans valdi stóð, til að undir-
búa kosningu hans. En fyrrverandi
formaður Sjálfstæðisflokksins, Jón
Þorláksson, skrifaði bréf norður i
Húnavatnssýslu, til að mæla með
okkar manni. Eg vildi þá ekki
ganga á móti honum. En ég tel, að
kosning Hannesar hafi verið afleið-
ing af áðurnefndri aðstöðu minni
og nokkurra annara flokksmanna.
Eg játa, að ég er ekki laus við sið-
ferðilega ábyrgð á kosningu Hann-
esar Jónssonar. Og hingað til hefi
ég ekki séð eftir því, því að ég heíí
haft miklar mætur á Hannesi. —
Tilefni þessarar játningar Ó. Th.
var það, að Hannes hafði hreytt ó-
notum í Thor Thors. Kvað Ólafur
í ræðulok, að Hannes myndi vafa-
laust fá áminningu í »Bændaflokkn-
um« fyrir vöntun á húsbóndaholl-
ustu. Munu kunnugir fara nærri
mn, að Ólafur Thors sagði þetta
ekki út í bláinn.
Mætur þær, er Ól. Th. kveðst
hafa á Hannesi, komu ekki til sög-
unnar, fyrr en Hannes hafði svikið
Framsóknarflokkinn og gerzt flugu-
maður íhaldsins. Áður hafði Ólafur
megnustu fyrirlitningu á Hannesi.
Jón Helgason biskup.
Safnaðarfundar-erindi.
Dregizt hefir, lengur en skyldi,
að geta bæklings þessa, sem gefinn
var út í Reykjavík seint á síðastl.
ári.
Eins og yfirskriftin ber með sér,
er hér um að ræða safnaðarfundar-
• erindi um kirkjumál dómkirkjusafn-
aðarins í Reykjavík, þar sem bisk-
upinn fyrst rekur sögu safnaðarins
og kirkjumála hans og gerir grein
fyrir þörf nýrrar kirkju, eða nýrri
og fleiri kirkna. Síðan ræðir hann
um kröfur safnaðarins í þessa átt,
og réttmæti þeirra, og síðast um
kostnaðarhliðina.
Fyrir tveimur síðustu þingurn hef-
ir legið umsókn dómkirkjusafnaðar-
ins um skiptingu safnaðarins í
sóknir og fjölgun presta í Reykja-
vík. En ennþá hefir ekki beiðni
þessari verið sinnt. Eins og kunnugt
er, þá eru nú í dómkirkjusöfnuðin-
um um eða yfir 25 þúsund manns,
en kirkja aðeins ein, sem tekur um
900 manns í sæti, og prestar aðeins
tveir. Hvaða starf þessir tveir prest-
ar vinna má sjá á því, að árið 1934
voru í dómkirkjusöfnuðinum fluttar
166 guðsþjónustur, skírð 515 börn,
fermd 328 ungmenni, gefin saman
U. M, F. Framiíð sýnir
sjónleikinn »Saklausi svallarinnoc
í þinghúsi Hrafnagilshrepps laug-
ardaginn 25. og sunnudaginn 26.
þ. m. Leikurínn hefst kl. 9.30 e. h.,
bæði kvöldin. — DANS á eftir.
Góð músík. Leikstjórnin.
með hýði nýkomin.
Nýlenduvörudeild.
180 hjón og greftraðir 212 dánir,
auk allra annara starfa, sem prest-
skap fylgja. Má því hverjum manni
vera skiljanlegt, að þetta mikla starf
er ofætlun tveimur mönnum. En
ekki lítur út fyrir, að Alþingi skiljist
það enn. Til fróðleiks er gott að líta
til þess, að í lok 14. aldar voru 4
kirkjur á því svæði, sern dómkirkju-
sóknin nær nú ein yfir, og frá siða-
skiptum og fram undir lok 18. ald-
ar voru þar þrjár sóknarkirkjur. Og
árið 1845 var með konungsbréfi á-
kveðið að stækka dómkirkjuna svo,
að hún tæki tvo þriðjunga alls safn-
aðarins. Við það hefir setið síðan.
Nú tekur hún einn tuttugasta og
sjötta og út lítur fyrir, að við það
verði að sitja fyrst um sinn, því að í
frumvarpi launamálanefndar, sem
legið hefir fyrir síðasta Alþingi og
hinu sitjandi, er ekki gert ráð fyrlr
prestafjölgun í Reykjavík. Verði
prestum ekki fjölgað, fjölgar kirkj-
um væntanlega ekki heldur. Vafa-
laust halda þó Reykvíkingar áfram
baráttu sinni í þessu máli.
Mál þetta er eftirtektarvert fyrir
okkur Akureyringa, vegna þess, að
við stöndum mjög í sömu sporum í
kirkjumálum, eins og Reykvíkingar.
Ríkið á báðar kirkjurnar hér og þar,
og þær verða ekki afhentar söfnuð-
unum og byggðar upp, nema eftir
sérstökum lögum, sem ekki eru til,
og erfiðlega gengur að fá samþykkt.
Hér er um að ræða tvo stærstu
söfnuði landsins, sem með öllu eru
útilokaðir frá eigin kirkjum sínum,
þó þeir vilji sækja þær. Akureyrar-
kirkja tekur einn tíunda hluta nú-
verandi safnaðarmanná, og safnað-
arstarfið er þá og þegar að verða
ofætlun einum manni. En framtíð
kirkjumáianna á Akureyri er alveg
undir því komin, hver verða afdrif
kirkjumáls dómkirkjusafnaðarins.
Þessvegna er fróðlegt að fylgjast
með því máli.
F. J. R.
Frá Happdrættinu: Þessi númer voru
dregin út í 2. fl. 11. þ. m. í Akureyrar-
umboði: Nr. 17874 kr. 10.000.00, nr.
10626 kr. 2000.00. — Eftirfarandi nú-
mer hlutu 100 kr. vinning: Nr. 5942,
7143, 8977, 9962, 9239, 12057, 13173,
13917, 13923, 14799, 16599, 18472,
21736, 22099, 23583 og 24902. — Þetta
birt án ábyrgðar. Endurnýjun hefst 24.
þessa mánaðar.
r
eru komnar. Vitjið pantana sem allra fyrst.
Kaupiélag Eyfirðinga.
KjölhiiOin.
Bollan minn höndutn tek íg
tveim
iunguna gómsætt kaffið vætir.
Einn sopinn býður öðrum heim
:f f þvi er Freyju kaffibætir.
Hjónaband. Nýlega voru gefin saman
í hjónaband ungfrú Elín Stefánsdóttii',
Lvammi í Höfðahverfi, og Þórður Jak-
obsson, Árbakka í sömu sveit. Séra
Friðrik Rafnar framkvæmdi hjónavígsl-
una.
Ritstjóri: Ingimar Eydal.
Prentsmiðja Odds Bjömssonar.