Dagur - 07.05.1936, Side 3

Dagur - 07.05.1936, Side 3
19. tbl. DAGUR 75 Bíflugnarækt Eg man nú ekki hvenær það var, að ég heyrði það í útvarpsfrétt, að bóndi nokkur í Fnjóskadal hefði stundað bíflugnarækt með allgóð- um árangri nokkur undanfarin ár. En ég man vel, hve þessi frétt gladdi mig. Eg er einn þeirra bjart- sýnu manna, sem trúa því, að enn séu ótal mörg óunnin lönd fjöl- breyttra lífsskilyrða og nýrra at- vinnuvega hér á landi. — Síðastlið- ið sumar sá ég bíflugur í garði hér á Akureyri. Er mér ókunnugt um, hvort þær eru víðar hér á landi. — Eg er því miður enginn sérfræð- ingur í bíflugnarækt, en þekki þó dálítið til hennar. Eg þykist viss um, að allir þeir útlendingar, er bí- rækt stunda, myndu telja óhugs- andi að hún sé framkvæmanleg svo norðarlega. En þeir gleyma því, að hér á landi höfum við allt að því tvöfallt sumar vegna birtunnar, og að hér er sól á lofti nær allan sólar- hringinn um það leyti, er bíflugurn- ar starfa bezt. En hvað er þá um gróðrarríkið? i fjalldölum norðan- lands og austan með kjarrskóg t hlíðum, lyng og beitilyng og blóm- gresi af ýmsu tagi, eru óefað all- fjölbreytt skilyrði fyrir bírækt. Á ræktuðu landi er hvitsmárinn — og einnig rauðsmárinn — langsamlega bezta hunangsjurtin. Gefur hann bæði meira og betra hunang en nokkur jurt önnur. Lyng, sérstak- lega beitilyng, gefur mikið hunang, en það þykir ekki verulega gott og er mest notað til baksturs. Eg býst við, að íslenzkt bláberja- og aðal- bláberjalyng gefi meira og betra luinang heldur en í nágrannalönd- unum, og sama mun að segja um ýms fjallablóm. Mér er því miður eigi kunnugt, hver reynsla fengin er hér á landi um arðsemi bíflugnaræktar og nauðsynleg skilyrði á þeim fáu stöðum, sem hún hefir verið stund- uð. Eg ætla hér aðeins að tilfæra nokkur dæmi þaðan, sem ég hefi kynnzt bírækt, en það er í Noregi. ur fyrr, þegar hann var að hamra á því, að ríkisstjórnin gæti og ætti að láta rannsaka loftskeytin án löggjaf- ai eða dómsúrskurðar. Var Ól. Th. nú orðinn tvísaga um þetta. Það er vitað, að íhaldið hefir staðið á blístri af vonzku út af af- hjúpun togaranjósnaniálsins, þó að það hafi reynt að halda gremjunni ínni. En þegar leynivínsalan kemur til sögunnar og gengið er röggsam- lega fram í því af lögreglunni, und- ir forystu Iögreglustjóra og sam- kvæmt dómsúrskurði hans, að upp- ræta siðspillinguna, þá brýzt gremja íhaldsins út, þá springur íhalds- baðran, og íhaldsmenn grípa leynl- vínsöluna og rannsókn hennar í þeim tilgangi að draga athyglina frá hinu illræmda togaranjósnamáli og ata þá menn níði, sem röggsamlega hafa rækt þá skyldu að uppræta þann illgresisgróður, er íhaldið hafði sáð til og hlúð að í akri sín- lim. Hæsta hámark hunangsframleiðslu þar í landi er 103 kg. yfir sumarið hjá einni »bíþjóð« — þ. e. í einu búri, en þar geta verið 30—40.000 þernur. En svona framleiðsla er að- eins einstakt dæmi eða afar fátítt. Meðo/fratnleiðsla í öllu landinu mun vera utn 15 kg. á hverja bíþjóð. Hámark á einum degi mun vera um 4 kg. hunangs. En bírækt er mest í Noregi svo sunnarlega, að þar er dagur tiltölulega stuttur samanbor- ið við hér á Iandi. Bíflugur draga að sér langa vegu, stundum fulla 5 km. yfir firði og vötn og farast þá oft þúsundum saman, er þær snúa heim að kvöldi með hlaðinn skut og gefast upp á leiðinni yfir »hafið«. Barnakennari einn, er ég þekki til, í Upplöndum í Noregi, er kall- aður »Bíflugna-kóngurinn« — en þó ekki »Flugnahöfðinginn«! — Hann hefir stundað bírækt uni 30 ára skeið og verið þar forgöngu- maður og brautryðjandi. Hann hef- ir 50—60 »kúbur« og öll nýtízku- tæki til hunangsvinnslu. Sum árin hefir hann selt hunang fyrir 12— 15000 krónur. Verð á hunangi var áður fyrri kr. 1.00—1.50 fyrir kíló- ið,. en hefir komizt upp í 6 krónur. Verð á vaxi var fyrrum 3—4 kr., en komst upp í 11 kr. Norskt hun- ang þykir ilmsætara og bragðbetra en allt annað hunang, og er það tal- ið stafa af því, að ilmur og hunang blómanna verður sterkari og megn- ari því norðar er dregur. Myndi að líkindum verða sú hin sama raunin á hér á landi. Til fróðleiks og skemmtunar skal ég að lokum geta þess, að talið er sannað, að bíflugnastungur læknl gigt! T. d. batnaði konu »Bíflugna- kóngsins« algerlega gigt af þeim á- stæðum. Og maður þar í sveit, sem var nærri orðinn bæklaður auniingl af gigt, varð heill heilsu. Virðist þetta koma illa heim við þær trölla- sögur, er maður heyrir og les öðru- hvoru, að fólk hafi dáið af bíflugna- stungum, enda munu það ýkjur ein- ar og tilbúningur. A. m. k. telur »Bíflugna-kóngurinn« norski, það mjög ósennilegt. — Sonur hans tveggja ára gamall var einu sinni stunginn um allan kroppinn af 2— 300 bíflugum. Faðirinn skóf út alla broddana með beittum hníf, háttaði drenginn ofan í rúm, og hann sofn- aði vært og kenndi sér einkis meins eftir á. — Væri fróðlegt, ef einhver vildi reyna þess háttar gigtarlækn- ingar hér á landi! Helgi Valtýsson. Guöshjónustwr í Grundarþingapresta- kalli: Munkaþverá, sunnudaginn 10. maí, kl. 12 á hád. G'rund, sunnudaginn 17. maí, kl. 12 á hádegi (ferming). Hlýindi dágóð hafa verið undanfarna daga um land allt. Nokkur jörð mun nú allstaðar upp komin í snjóaplássum og' vonandi að bændur séu sloppnir með bústofn sinn. Sumstaðar mun þó hurð skella nærri hælum í þeim efnum. Þnimuveður með eldingum og hagl- éli gekk yfir Reykjavík og nágrennl hennar síðastl. laugardagskvöld. Voru snjóhöglin 1% sm. í þvermál. 1 þessu veðri brann loftnet loftskeytastöðvar- innar sundur, símar slitnuðu og rúður Frú Petrea Porsteinsdóttir. Hún fæddist 12. september 1866 að Grund í Þorvaldsdal. Foreldrar hennar, er þar bjuggu alllengi, voru hjónin Helga Árnadóttir og Þor- steinn Þorláksson. Frú Petrea giftist 8. maí 1890 séra Sigfúsi Jónssyni, og reistu þau bú að Hvammi í Laxárdal, en þang- að vígðist séra Sigfús. Vorið 1900 fluttust þau að Mæli- felli, og bjuggu þar til ársins 1918, er séra Sigfús lét af preststörfum, og . tók við forstöðu Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkrók. Var frú Petrea þá þegar mjög farin að kenna sjúkleika þess, er þjáði hana upp frá því, og hélt henni lengst af rúmfastri til dauðadags, er var 16. þ. m. Þau hjón eignuðust sex börn, ei upp komust: Ingibjörgu, konu Sig- urðar hreppstjóra Þórðarsonar á Nautabúi, Jón, starfsmann við Kaupfélag Skagfirðinga, ' Steindór, er andaðist rúmlega tvítugur, Ást- rúnu, konu Árna Gíslasonar bif- reiðarstjóra á Sauðárkróki, Helgu, konu séra Sveins Ögmundssonar í Kálfholti; hún andaðist á s. 1. sumri, og Pál, bónda á Hvíteyrum í Skagafirði. Frú Petrea var ejnkar ástrik og umhyggjusöm móðir og eiginkona. Hún var fríð sýnum, vel gefin, glað- lynd að eðlisfari, ánægjulega smá- kímin, en frábitin mjög fyrirgangi, hávaða og utanheimilisumsýslan. En sínu heimili veitti hún forstöðu með öruggri festu, kyrrlátri alúð og traustri hagsýni. Mælifell var á þeim árum eitt af stærstu heimilum í Skagafirði. Jörðin allerfið og fólksfrek í meira lagi, búið stórt og gestagangur mikill. Sambúð þeirra hjóna var hin ástúðlegasta, og sam- hent voru þau mjög um heimilisum- hyggju og búsforráð. Mun þó bú- skapurinn og heimilisstjórnin öllu meira á henni hvílt hafa, á rneðan heilsan leyfði, þar sem hann hafði stórt og allerfitt embætti um að hugsa, og þjónaði því af viður- kenndri alúð og skyldurækni. Mig grunar því, að heilsuleysi hennar hafi átt sinn drjúga þátt í þeirri breytingu, er á varð högum þeirra 1918, og áður er um getið. Þykir mér ekki ólíklegt að séra Sigfúsi hafi ekki virzt fýsilegt að halda bú- skap áfram eftir að hennar missti við. — Allir þeir, sem kynntust þessari hljóðlátu og góðu konu og nutu hennar frábæra trygglyndis, minn- ast hennar með einlægri vinsemd og hlýju þakklæti, og senda eftirlifandi ástvinum hennar innilegar samúð- arkveðjur. 25. apríl 1936. S. B. brotnuðu í gluggum. Útvarpsstöðin varð að hætta starfi um stund. Togarveiðin hefir mjög brugðizt á þessari vertíð, og margir togarar hætt- ir veiðum. Á Eyrarbakka og Stokkseyri hefir þó vertíðin reynzt betri en í fyrra, en víðast annarstaðar langtum lakari. Hlaupa-afrek Gunnars Th. Oddson. Fyrir tveim árum síðan birtist stutt útvarpsfrétt um hlaupa-afrek, er sjötugur íslendingur í Norður- Dakota, Gunnar Th. Oddson, hafði unnið þá nýskeð. Þessa mun líka hafa verið getið lauslega í íslenzk- um blöðum. En í Bandaríkjunum og Kanada fluttu ensk, norsk og ísl. blöð símskeyti og langar greinar um afrek Gunnars og töldu, að það myndi vera einsdæmi, að sjötugur maður hlypi 11 enskar mílur eða um 17.5 km. í vondri færð á hálfri ann- ari klukkustund: Við Gunnar Þorbergsson Oddson erum gamlir sveitungar. Eg var smástrákur og ólst upp á næsta bæ við hann, þar til hann fór til Kanada 22 ára gamall. Höfum við skrifazt á um alllangt skeið, og er mér því all- kunnugt um þessi hlaupaafrek hans og aðdragandann að þeim. Gunnar var snemma röskleikapiltur, bráð- frískur, snarráður og fylginn sér, eins og hann á ætt til, og göngu- og hlaupagarpur hinn mesti. Enda voru háu fjöllín með snarbrattar hlíðarn- ar í Loðmundarfirði eystra góður hlaupaskóli fyrir okkur smalana, og munum við flestir njóta góðs at þeirri skólagöngu alla æfi. Eg bað Gunnar að segja mér nátt- ara frá þessu hlaupaafreki sínu, og skrifaði hann mér m. a. á þessa leið: »... Eg flutti til N.-Dakota árið 1925 (frá Manitoba) og bjuggum við hjónin í eigin kofa á landi ann- ars manns. Eg hafði þjáðst lengi af mögnuðu svefnleysi — eins og þér er kunnugt —, en er ég tók að rétta við eftir þær hörmungar við hina löngu hvíld frá erfiðisvinnu, fór fjörið að aukast á ný, en þá leiddist mér svo mjög aðgerðaleysið, að ég fór að heimsækja kunningjana út um sveitirnar og stundum býsna langt. Æfðist ég svo við þessi hlaup á hverjum degi.... Svo var það þann 26. janúar vet- urinn 1934, að ég var staddur á pósthúsinu á Hallson-byggð cg hafði áður fengfð loforð um bílferð 1il þorpsins Cavalier, en það brást, er til átti að taka. Segir þá einhver i hópnum, sem staddur var í póst- hússbúðinni, við mig í spaugi, að ég væri víst ekki lengi að hlaupa þenn- an spölinn. Eg tók vel í það og bað póstmeistarann að gá að tímanum og rauk svo af stað. Eg man svo vel að fyrstu mílurnar var ég svo fjör- mikill, að mig langaði til að taka dynjandi sprett, en nú hafði ég hugsað mér að reyna, á hve stuttum tíma ég gæti komizt þessa 11 mílna leið frá Hallson til Cavalier. Eg fór svo inn í fyrsta húsið, sem ég kom að í Cavalier, og lét síma þaðan til Hallson, og reyndust þá réttar 90 mínútur frá því að ég fór þaðan...« Eg vil hér einnig geta annars lilaupaafreks Gunnars, sem ókunn- ugt mun hér heima. Getur hann þess lauslega í æfisögubroti því, er hann hefir sjálfur tekið saman fyrir skömmu og gefið út þar vestra. — Var Gunnar fyrir skömmu kominn vestur er þetta skeði. Læt ég hann sjálfan segja frá. Hann var þá að

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.