Dagur - 28.05.1936, Blaðsíða 1

Dagur - 28.05.1936, Blaðsíða 1
) DAOUR iemur út á hverjum fimtu- degi. Kostar kr. 6.00 árg. Gjaldkeri: Árni Jóhanns- son í Kaupfél. Eyfirðinga. Gjalddagi fyrir 1. júlí. Afgreiðslan •r hjá JÓNI Þ. ÞÓR. Norðurgötu3. Talsími 112- Uppsögn, bundin við ára- mót, sé komin til af- greiðslumanns fyrir 1. des. XIX. ár. ^ Akureyri 28. maí 1936. 22. tbl. Reykjavíkurbréf 18. maí. SÍLDARVERKSMIÐJUR. Svo sem kunnugt er, hóf Magnús Kristjánsson með stuðningi flokks- bræðra sinna á Alþingi baráttu fyrir því að reist yrði síldarverksmiðja á Siglufirði, til þess að hjálpa íslenzk- um útgerðarmönnum og sjómönnum til þess að fá sannvirði fyrir síldar- framleiðslu sína. Ihaldið gerði allt, er í þess vildi stóð, til þess að spilla fyrir málinu á þingi og utan þess. Framsóknarmenn komu samt af stað “löggjöfinni um síldarverksmiðjurnar, útveguðu peninga til að byggja þær og stóðu fyrir framkvæmdinni. Það er eitt af stórvirkjum flokksins, að hafa komið þessum iðnaði á, útveg- inum til bjargar. Sveinn Benediktsson síldarspekú- lant komst snemma inn í stjórn verksmiðjunnar og hefir verið þar af og til síðan. í fyrrasumar tókst hon- uni að ná valdi yfir Jóni nokkrum Sigurðssyni, sem þá var í stjórn- inni, og var á góðurn vegi með að eyðileggja fyrirtækið með allskonar eymd og ræfilsskap. BRÁÐABIRGÐALÖGIN. Eftir þingslit sögðu fulltrúar Al- þýðuflokksins af sér í stjórn verk- smiðjanna. Voru þá með samþykki beggja stjórnarflokkanna gefin út bráðabirgðalög um að stjórnar- nefndarmönnum skyldi fækkað úr 5 í 3 og allir vera stjórnskipaðir. Til- gangur ríkisstjórnarinnar var, að I stjórn verksmiðjanna yrði einn mað- ur úr hverjum stjórnmálaflokki, en valið þannig, að frá íhaldinu kæmi sæmilegur maður. Stjórnarflokkarnir völdu tvo álit- lega inenn, þá Þorstein M. Jónsson á Akureyri og Finn Jónsson á Isa- firði, sem líklegir eru til dugnaðar og góðrar samvinnu. Úr flokki í- haldsins valdi ríkisstjórnin Sigurð Kristjánsson á Siglufirði, sem sagð- ur er vel starfhæfur maður. En þeg- ar til kom, neitaði miðstjórn íhalds- ins allri samvinnu og bannaði sín- um mönnum að starfa í stjórn verk- smiðjanna. Þrátt fyrir þessa gífur- legu handjárnun buðust margir í- haldsmenn til að taka að sér vand- ann. En niðurstaðan varð þó sú, að úr því að ráðamenn íhaldsins neit- uðu allri samvinnu, þá væri rétt að taka utanflokksmann þann þriðja í stjórnina. Varð Þórarinn Egilsson útgerðarmaður í Hafnarfirði fyrir yalinu. Hann hefir til skamms tíma verið opinber stuðningsmaður í- haldsins, en er nú utan flokka eins og svo margir aðrir, sem fylgt hafa þeim flokki áður, en eru nú orðnir trúlausir á málstað hans. REIÐIR ÍHALDSMENN. Ölafur Thors undi hið versta við sinn hlut, er hann sá í iljar Sveins Benediktssonar út úr verksmiðju- stjórninni, og að þrátt fyrir bann hans kom útgerðarmaður, sem verið hafði í hans herbúðum, í stað Sig- urðar Kristjánssonar. Var Ólafur dapur í bragði daginn, sem fullvíst var um komu Þórarins í verksmiðju- stjórnina. Mbl. náði ekki upp í nef- ið á sér af gremju og geðvonzku yf- ir því, að svo nýtur maður eins og Þórarinn skyldi koma þar til liðs við Þorstein M. Jónsson og Finn Jóns- son. íhaldið taldi hættu á, að hindr- uð yrðu ógætileg síldarkaup. Braut- ryðjendur verksmiðjumálsins ætluð- ust til, að síldin yrði tekin í um- boðssölu og unnin fyrir eigendurna. En íhaldið vill ekkert nema ríkis- rekstur og að síldin sé keypt svo háu verði, að verksmiðjurnar lendi í stórtapi, fari á höfuðið og lendi síð- an í höndum spekúlanta. Er haft eftir íhaldsmönnum að þeir ætli að reyna að vinna að því, að tveggja kr. tap verði á hverju síldarmáli í sumar. Þykir þeim þá sennilegt, að verksmiðjurnar lendi undir hamar- inn i haust. Tapið á verksmiðjunum í sumar sem leið var hátt á annað hundrað þús. kr. Ef gætilega á að fara, verður að vinna þetta tap upp í sumar. Annars þykir öllum heiðar- legum útgerðarmönnum vænt um að vera lausir við Svein og Jón Sig- urðsson úr stjórn fyrirtækisins. JARÐRÆKTARLÖGIN. Þau eru merkasti lagabálkur þingsins. Nú fær enginn meira en 5000 kr. rækturnarstyrk á eitt býli. Thor Jensen hafði fengið 48 þús. kr., Magnús á Blikastöðunr 10 þús. og Pétur Ottesen nærri 5000 kr. I stað þess á nú að hækka styrkinn handa smábændum, meðan þeir eru að koma fyrir sig ræktuðu landi. Þúsundir smábænda fá nú aukna hjálp við ræktunina, en spekúlantar bæjanna, sem keppa við bændurna, fá ekki neitt. Á þenna hátt á að end- urbæta valdið í Búnaðarfélaginu. Hingað til hefir búnaðarþingið verið eins og stór nefnd og kosningafyr- irkomulagið þannig, að algerlega fylgislausir menn hafa komizt þar inn með einskis vilja nerna sjálfra sín. Með því kosningafyrirkomulagi, sem nú er upp tekið, verða vafalaust kosnir þeir bændur, sem mest sópar að í búnaðarmálum, bæði í Fram- sóknar- og íhaíclsflokknum. Vara- liðsfólkið inun þurrkast út þar sem annarstaðar, þar sem hreinar kosn- ingar fara fram. Löggjöf þessi er ein hin þýðing- armesta, sem bændastéttin hefir nokkurn tíma fengið. Yfirlýsing. / grein Sv. G., »Merkisbóndi of- sóttur« í 18. tölubl. Framsóknar þ. á. standa meðal annars þessi orð: »Annar þingmaður kjördæmisins hefir kvartaö yfir því a'ö btaðpakkar Dags lægju ýmist óhirtir á bréfhirð- ingarstöðum, eða ólesnir þegar heim kemur«. Þessi orð, e’ins og reyndar öll greinin, eru bein ósannindi. hvorugur okkar hefir nokkru sinni látið slík ummæli falla. P. t. Akureyri 24. mai 1936. Bernli. Stefánsson. 0 Einar Arnason. NYJAR KVÖLDVÖKUR, jan.— marz 1936, eru nýútkomnar. Efni sem hér segir: Benjamín Kristjánsson: Matthías Jochumsson. Aldarminning. Negra- æfintýri. Jakob Ö. Pétursson þýddi. Edgar Wallace: Sagan um snúna kertið; leynilögreglu- og ástarsaga. Helgi Valtýsson þýddi. Benjamín Kristjánsson: Bókmenntir. Sigurður Einársson: Konungur konunganna. Steindór Steindórsson: Nytjajurtir (framh.). Sköpun konunnar (Aust- ræn helgisögn). Jakob Ó. Pétursson þýddi. Að endingu eru nokkrar skrítlur. Samikoma í Zíon á Hvítasunnudag kl. 8% e. h. Sæmundur G. Jóhannesson prédikar. Allir velkomnir. NÝJA-BÍÓ Föstudagskvöld kl. 9: Dularfulli Mr. X. Afar spennandi leynilög- reglumynd. Börn fá ekki aðgang. Alþýðusýning. Niðursett verð. Sýnd í siðasta sinn. MESSAÐ á Akureyri á hvítasunnu- dag kl. 2 e. h. 1 Lömannshlíð á 2. hvítasunnudag kl. 12 á hádegi. Geysir. Söngsefing í Skjaldborg í kvöld kl. 8%. Áríðandi að menn mæti vel og stundvíslega. Síra Benjamín Kristjánsson sigldi með Gullfoss síðast, og verður ytra til hausts. Sr. Friðrik J. Rafnar þjónar Grundarþingum á meðan. Kvenfélagið Hlif hefir nokkur und- anfarin ár haft það á stefnuskrá sinni að koma á fót sumarhæli fyrir veikluð börn, og tvö undanfarin sumur hefir það kostað slík börn austur í Axar- firði, hefir það borið ágætan árangur. Annar í hvítasunnu er einkum helgað- ur þessu málefnj. Nú að þessu sinni efnir félag'ið þann dag til fjölbreyttr- ar kvöldskemmtunar í Samkomuhúsi bæjarins, sem endar með dansi. Einnig verður kaffisala 1 Skjaldborg frá kl. 2 og' merki seld á götunum allan daginn. Er nú tækifæri fyrir bæjarbúa að sýna þessu máli áhuga og veita því stuðning. Hefl fil sölu íslenzkar svipni Verð trá kr. 5-18.0(1 Halldór söðlasmiðui I i EINARSSYNI. úr alúmíníum eru í óskilum hjá BENEDIKT Frá happdrættinu. Euduinýjun til 4. flokks á að vera lokið 4. júní n.k. Annars geta menn átt á hættu að númer þeirra verði seld öðrum. Þeir, sem ekki gátu endurnýjað fyrir siðasta drátt (3. flokk) geta það nú gegn kr. 1.00 endurgjaldi. Nýir miðar seltlir til 9. júní. |HHI Athagið! Enn er eftir að draga 4300 vinninga fyrir kr. 908.000.00. Það er því enn mjög arðvænlegt að kaupa nýja miða.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.