Dagur - 28.05.1936, Blaðsíða 2

Dagur - 28.05.1936, Blaðsíða 2
86 D AOUR 22. tbl. II. í 21. tölubl. »Dags« gerði ég nokkrar athugasemdir við íslend- ingsgrein Ólafs Jónssonar. Ég ætla nú að minnast á nokkur fleiri atriði laganna, heldur en grein Ólafs gat tilefni til. Síðan ég kom heim, hefi ég orðið var við ýmsar missagnir um það, hvaða styrk eigi að greiða sam- kvæmt hinum nýju jarðræktarlög- um. Af því, að alltaf er betra að sjá hlutina sjálfur, heldur en heyra frá þeim sagt, þá tek ég hér orðrétt á- kvæði 9. gr. um styrk til jarðræktar og húsabóta: »Til framkvæmda þeirra í jarð- rækt og húsabótum, sem taldar eru í þessari grein, skal greiða styrk úr ríkissjóði, sem hér segir (sbr. þó 11. gr.): I. a. b. c. d. e. II. a. b. c. d. e. f. g- Þvaggryfjur, alsteyptar .................... Safnþrær, steyptar með járnþaki ............ Áburðarhús, alsteypt ........................ Áburðarhús og safnþrær úr öðru efni ........ Haugstæði, steypt með steyptu undirlagi og 1 m. veggjum .................................. kr. 8.50 m3 — 5.00 — — 7.00 — — 1.50 — — 3.00 — Skurðir, dýpt 1 m. og grynnri Skurðir, dýpt 1 m. til 1.3 m. Skurðir, dýpt yfir 1.3 m................. Lokuð grjótræsi, dýpt 1.1 m. og dýpri Viðarræsi, dýpt 1.1 m. og dýpri ... Hnausræsi, dýpt 1.1 m. og dýpri ... Pípuræsi, dýpt 1.1 m. og dýpri .. kr. 1.20 10 m» .. — 1.50--------- .. _ 2.00--------- .. _ 1.70 _ _ .. — 1.20--------- .. — 0.70--------- .. — 2.00--------- III. a. Þaksléttur í nýrækt ...................... b. Græðisléttur í nýrækt ..................... c. S'áðsléttur í nýrækt....................... d. Þaksléttur í túni ......................... e. Græðisléttur í túni ...................... f. Sáðsléttur i túni ........................ g. Matjurtagarðar og sáðreitir, ræktaðir úr óræktuðu iandi eða þýfðu túni ............ h. Grjótnám úr sáðreitum og túni, aldrei yfir 50 m3 á býli árlega................... kr. 1.60 100 m2 — 1.40-------- — 2.50--------- _ i.40-----------1 — 1.25-------- _ 2.00------------ — 1.80-------- — 1.00 m8 IV. Girðingar um tún og sáðreiti, sem að vörn og varanleik jafngildir minnst 5 strengja gadda- vírsgirðingu .............................................kr. 2.00 10 m. V. a. Þurheyshlöður, steyptar með járnþaki ............— 1.00 1 m3 b. Þurheyshlöður úr öðru efni, með járnþaki ... — 0.50 - — c. Votheyshlöður, steyptar með járnþaki ...........— 2.50 - — Eins og menn sjá á þessu, er ekki uin stórvægilegar breytingar að ræða á styrknuin, frá því, sem verið hefir, miðað við það, sem lagt hefir verið í dagsverk. Þó er tekinn upp styrkur til nokkurra framkvæmda, sem ekki hafa verið styrktar áður (þurrheyshlöður úr öðru efni en steinsteypu) og hækkaður til ann- ara, eins og t. d. þvaggryfja, áburð- arhúsa, haugstæða o. fl. Lækkaður er hann einnig lítilsháttar til sumra framkvæmda, t. d. þaksléttna. 1 þinginu virtist vera lítill ágreiningur um það, að þessar reglur um úthlut- un styrksins væri öllum hagkvæmari heldur en hinar fyrri, sérstaklega nieð tilliti til þeirra ástæðna, og bú- skaparhátta, sem nú eru. En það, sem deilt hefir verið um í þessu sambandi, eru ákvæði 11. gr. laganna. Með þeim eru gerðar þrjár ráðstafanir: 1. Að býli, sem fengið hafa sam- tals minna en 1000 kr. jarðræktar- styrk, skuli fá 20% hærri styrk, hefdur en tiltekinn er í 9. gr. Með þessu á að hvetja bændur, sem búa á lítt ræktuðum jörðum, til að hefj- ast handa um ræktunina. Heyrt hef- ir maður þau orð frá stjórnarand- stæðingum, að þetta væru »verðlaun tii slóða og ónytjunga«. En þeir þinir sömu menn hafa þá líklega ekki athugað, að mikill meirihluti bænda landsins býr einmitt á slík- um jörðum, því þau sveitabýli, sem hafa fengið minna en 1000 kr. styrk eða alls engan, munu vera samtals 4548. Langsamlega meirihluti bændastéttarinar getur því orðið þessara hlunninda aðnjótandi. Þó bóndi búi á lítið ræktaðri jörð, þarí það og alls ekki að vera, og mun sjaldnast vera, fyrir slóðaskap eða ónytjungshátt. Hvaða aðstöðu hafa t. d. leiguliðar haft til þessa, til að bæta ábýlisjarðir sínar? Fátækt, erf- iðir staðhættir og margt fleira, bóndanum ósjálfrátt, getur og vald- ið. Svo eru og án efa margir, sem á slíkum jörðum búa, nýlega fluttir á þær, og þá getur það ekki verið þeirra sök, þó lítið hafi verið gert, heldur væru það þá fyrirrennarar þeirra, sem sökin hvíldi á, ef um sök væri að ræða. En takmarkið með jarðræktarlögunum og hinum stórfelldu fjárframlögum til Iand- búnaðarins, er auðvitað það, að rányrkja fortíðarinnar geti horfið; að allir bændur geti ineð tíð og tíma haft nægilegt ræktað land til slægna, og að þjóðin geti framleitt nægilega garðávexti handa sér o. s. frv. En til þess að þetta geti orðið, þarf að hjálpa þeim mest, sem ipinnstan hafa máttinn og skemmst eru á veg komnir eða hafa við mesta erfiðleika að stríða. 2. Svo er ákveðið, að býli, sem fengið hafa 4000—5000 kr. styrk,’ skuli fá 20% lægri styrk en í 9. gr. getur, og 3. að hætt skuli við að styrkja einstök býli, sem fengið hafa fullar 5000 kr. í styrk eða þar yfir; þó er takmark þetta 7000 kr., þegar um nýbýli er að ræða, sem komið hefir verið upp, áður en nýbýlalögin frá þessu ári komu í gildi. Ég vil vekja athygli á því, að hér er talað um býli, en ekki jarðir. Ef jörð er skipt í tvö eða fleiri býli, nýtur hvert þeirra fullra réttinda. Eins jarðar- hlutar, ef jörð er í tvíbýli eða marg- býli, og jarðarhlutarnir eru í sjálfs- ábúð, erfðaábúð eða lífstíðarábúð. Þessi tvö síðartöldu ákvæði, uin takmörkun jarðræktarstyrksins, eru mjög umdeild og gerðu stjórnarand- stæðingar inikið veður útaf þeitn í þinginu, sérstaklega 5000 kr. há- markinu. Hefði ríkið óþrjótandi peninga, mætti líklega segja, að þeirra takmarkana hafi ekki verið þörf. En nú er það svo og hlýtur jafnan að vera svo, að ríkið getur ekki veitt takmarkalausa styrki, jafnvel ekki til hinna allra nauðsyn- legustu hluta, eins og landbúnaðar- ins. Það, sern veitt er árlega til landbúnaðarins nú, er hærri upp- hæð, heldur en öll útgjöld landsins voru á unglingsárum þeirra, sem nú eru rosknir, og þessi upphæð fer stöðugt vaxandi. Ég hugsa nú, að fiestir muni viðurkenna, að einhver takmörk hljóti að vera fyrir því, hvað ríkið geti látið af mörkum. En ef það er viðurkennt, þá er auðvitað enn meiri nauðsyn, að því fé, sem fæst, sé varið þannig, að það komi þjóðarheildinni að sem mestuni not- um og að takmörk styrkveitinga séu þá sett þar, sem þau verða að minnstum baga. Þetta hefir Frarn- sóknarflokkurinn eimnitt reynt að gera með setningu jarðræktarlag- anna. Á 11 árum, eða frá 1924 til 1934, að báðum árunum meðtöldum, hefir samtals verið veittur jarðrækt- arstyrkur, sem nemur 3401212 kr. til 5081 býla, en 496 býli hafa eng- an styrk fengið. En þessi styrkur hefir komið ákaflega misjafnt niður. Einn stórbóndi landsins hefir fengið 48 þús. kr. í styrk. Við Framsókn- armenn teljum, að slíkur stórrekst- ur sé að minsta kosti ekki til eins mikilla þjóðþrifa, eins og ef t. d. 10 bændur hefðu fengið þennan styrk og þar með skapað sér og fjölskyldum sínum lífvænleg lífs- skilyrði. Á sama tíma sem þessi eini maður hefir fengið slíkt stórfé í styrk, hafa 753 býli fengið innan við 100 kr. hvert, 2141 býli frá 100 —500 kr. hvert, 1158 býli frá 500 —1000 kr. hvert og 741 býli frá 1000—2000 kr. hvert. »Já, en styrk- urinn hefir verið veittur út á fram- kvæmdir mannanna; stórbóndinn, sem fengið hefir 48 þús. kr., hefir aðeins notið dugnaðar síns og fram- takssemi, en hinir goldið ódugnaðar síns, svo þetta er réttmætt«, segja andstæðingar okkar. Eins og ég hef hér að framan vikið að, þá er þetta ekki nema hálfur sannleikur, því að- stöðumunurinn er af ýmsum ástæð- um svo mikill. Og hvað sem öðru líður, verður þjóðarnauðsynin að sitja í fyrirrúmi, en þjóðarnauðsyn- in í þessu efni er sú, að landbúnað- urinn komist sem fyrst í það liorf, að eingöngu sé unnið ræktað, vél- tækt land á öllum jöröum landsius. Þetta kostar geysilegt átak, bæði í fjármunum, vinnu og áhuga. Og ef á sama tíma er ‘haldið áfram að styrkja þá, sem bezta liafa aðstöð- una, takmarkálaust, þá mundi það að minnsta kosti tefja verulega fyrir því, að þetta takmark næðist. Um 5000 kr. hámarkið má vitanlega deila, hvort það sé sett hæíilega, of Tiátt eða of lágt. En það er miðað við það, að jörð, sem hefir fengið 5000 kr. jarðræktarstyrk, mundi í flestum tilfellum vera orðin það ræktuð, að hún sé nægilega stór fyr- ir eina fjölskyldu, þó eingöngu sé nytjað ræktað land, og einnig við það, að bóndi á slíkri jörð eigi yfir- leitt eins hægt nreð að halda rækt- uninni áfram, án styrks, eins og sá, sem býr á óræktaðri jörð og niður- nýddri, að hefjast handa um rækt- un, með styrk. í þessu sambandi skal ég geta um það, að aðeins 2 jarðir í Eyjafjarðarsýslu eru komn- ar í þetta hámark. Þriðja jörðin liefir að vísu fengið yfir 5000 kr., en þar er fleirbýli, svo hámarkið kemur ekki til greina. Á engri jörð i sýslunni kemur 20% frádrátturinn til greina nú þegar. Ein jörð hefur að vísu fengið milli 4000—5000 kr., en þar er tvíbýli. Langsamlega flest- ar jarðirnar eiga enn mjög langt í land til að ná þessu hámarki, og wrmfmfHimffiHtni E Nýkomið: 185 — . " Dyraljaldaefni, ffölbreyit úrval, — «sg divanteppi af mörgum tegundum. Kaupfélag Eyfirðinga, Yefnaðnrvttriideildiii. —

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.