Dagur - 28.05.1936, Blaðsíða 3

Dagur - 28.05.1936, Blaðsíða 3
22. tbl. DAGUR 87 aðeins 33 jarðir í sýslunni eru komnar yfir 2000 kr. Hafa þó fram- kvæmdir verið tiltölulega miklar hér. Um ákvæði 17. gr. Iaganna hefir staðið mikill styrr, en þar segir svo: »Við fasteignamat skal meta, hvað mikið býli hefir aukizt að verð- mæti fyrir styrk, greiddan býlinu samkv. II. kafla þessara laga. Skal sá hluti styrksins færður í sérstakan dálk i fasteignamatsbók, sem fylgi- fé býlisins og þó meðtalinn i mats- verði þess samanlögðu. Telst fylgi- féð sein vaxtalaust framlag ríkis- sjóðs til býlisins, og er óheimilt að selja eða veðsetja þann hluta fast- cignarinnar, sem matsverði styrks- ins nemur«. Þá er og svo kveðið á í þessari grein, að ef býli er selt yfir fasteignamatsverði, að viðbættu virðingarverði þeirra mannvirkja, er unnin hafa verið á jörðinni frá þvl, er síðasta fasteignamat fór fram, þá skuli verðhækkuninni skipt hlut- fallslega eftir verðhæð þeirri, er seljandi á í eigninni, og því verð- mæti samanlögðu, sem metið er, að stafi af styrk samkvæmt lögunum. Á þá hlutaðeigandi sveitarsjóður að fá þann hluta verðhækkunarinnar, sem af styrknum leiðir. Þessi ákvæði hafa ýmsir viljað túlka á þá leið, að með þessu eignaðist ríkið smátt og smátt hluta í öllum jörðum. En þetta er ekki rétt. Fylgiféð (þ. e. jarð- ræktarstyrkurinn) er eign býlisins,en ekki ríkisins, og á að koma eiganda og ábúanda þess á hverjum tíma að notum, en má ekki ganga kaupuin og sölum. Jarðræktarstyrkurinn er Grein sú um síðasta aðalfund K. E. A., sem Svafar Guðmundsson hefir ritað, og birtist í 18. tölubl. »Framsóknar« þ. á., verður að telj- ast mjog vafasamur heiður fyrir hann. Hóhngeir Þorsteinsson, sem var fundarstjóri á aðalfundinum og er héraðskunnur að skýrleik og skarpri athugunargáfu, tók grein Svafars til athugunar í síðasta tölubl. Dags og gaf henni meðal annars þann vitnisburð, að frásögnin af fundin- um væri »röng og allmjög villandi«. Rökstyður H. Þ. þenna vitnisburð mjög greinilega, svo að ekki er um að villast ósannsögli Sv. G. Margir aðalfundarmenn hafa fært þessa röngu og villandi grein Sv. G. í tal við mig; þeir hafa allir undrast fúlmennsku þá, er þeir telja að fram komi í greininni, og hafa spurt: »Hvað gengur að Svafari Guðmundssyni?« Eg hefi verið að leita að svari við þessari spurningu. Tvennt er til: Ó- stjórnleg lygahneigð, eða þá að Sv. G. er haldinn af sjúku ímyndunar- afli. Sé lygahneigð ein undirrótin að rangri og villandi frásögn Sv. G., er því auðvitað engin bót mælandl, og þá á fúlmennskuámælið fullan rétt á sér. En það er ekki alveg víst, að þetta sé með öllu sú rétta samkvæmt þessu veittur til býlisins, til þess að betra verði að búa þar, en ekki til þess að hækka jörðina í verði. Hefir það .staðið mörgum bóndanum fyrir þrifum æfilangt, að hafa keypt jörð sína of dýru verði. Á með þessum ákvæðum að draga úr verðhækkun jarðanna, beinlínis til þess, að búskapur á þeim beri sig betur. Það er að vísu skiljanlegt, að ýmsum þeim, sem eiga jarðir og hugsa til að selja þær, þyki þetta miður. En tilgangurinn með jarð- ræktárlögunum er auðvitað sá, að gera jarðirnar byggilegar og stuðla að því, að búskapurinn geti blómg- ast á þeim, hverjir sem á þeim búa. En ekki að menn geti selt, hvaða verði sem fáanlegt ér, þær umbætur, sem þeir hafa gert fyrir ríkisstyrk og flutt svo þá fjármuni burt úr sveitinni. Þetta hefir að vísu verið gert hingað til í stórum stíl, því það er stórfé, sem á þann hátt hefir flutzt úr sveitum landsins til kaup- staðanna. Hér er gerð tilraun til þess, að halda því fé, sem ríkið leggur fram til jarðræktar, kyrru i sveitunum, svo að það haldi áfram að koma iandbúnaðinum að notum. Það væri að vísu þörf á því, að taka ýms fleiri atriði jarðræktarlag- anna til athugunar, en af því mér er kunnugt um, að gerðar verða ráð- stafanir til þess, að allir bændur geti fengið jarðræktarlögin sjálf og »sjón er sðgu ríkari«, þá læt ég hér .staðar numið. Bernh. Stefánsson. skýring. Það er hugsanlegt, að taugakerfi hans sé í því ástandi, að sjáandi sjái hann ekki og heyrandi heyri hann ekki hið rétta. Eg hefi nokkra tilhneigingu til þess að hall- ast að þessari skýringu á ósann- indafyrirbrigði Sv. G., því að þá hefir hann þó nokkra afsökun, en vel má líka vera, að lygahneigð og sjúkt ímyndunarafl hafi verið sam- verkandi í sálarlífi Bændaflokks- mannsins Svafars Guðmundssonar, þegar hann ritaði umrædda grein sína. Er hér ærið rannsóknarefní fyrir sálfræðinga til athugunar. I grein Sv. G. slær hann út í ýmsa sálma, sem snerta mig per- sónulega, og er ég mér þess þó ekki meðvitandi, að ég hafi stigið á það strá, er honum mætti til meins verða. Hann staðhæfir, að ég hafi stað- ið fyrir pólitískri ofsókn gegn Ste- fáni á Varðgjá í því skyni að fella hann frá kosningu sem endurskoð- anda K. E. A., og að þetta hafi mér tekizt með atbeina fulltrúa Þingeyj- arsýslu og Akureyrardeild (á að vera Akureyrardeildar; kann ekki Svafar móðurmál sitt?). Hólmgeir Þorsteinsson hefir nú svarað þessu hvað opinbera framkomu mína á aðalfundinum snertir, en ég get bætt því við, að ég lét kosningu Stefáns og aðrar kosningar á fund- inum með öllu afskiptalausar, bæði opinberlega og leynilega,og ekki gat ég heldur haft bein áhrif á þær með atkvæði mínu, þar sem ég hafði ekki atkvæðisrétt á fundinum, af því ég mætti þar sem stjórnar- nefndarmaður en ekki sem fulltrúi. Þessi umrnæli Sv. G. um póli- tíska ofsókn frá ininni hendi eru þvi blygðunarlaus lygi. Skora ég hér með á Sv-. G. að sanna þessi um- mæli sin með vottorðum, eða heita minni maður ella. En hitt er mér ekki grunlaust um, að Sv. G. hafi með framkomu sinni á fundinum átt drjúgan þátt í því að fella flokksbróður sinn, Ste- fán á Varðgjá, frá kosningu. Eg gæti meira að segja trúað því, að jafn greindur maður og Stefán á Varðgjá legði trúnað á þetta sjálf- ur. Þá segir Sv. G.: »Viðhorf Ingl- mars Eydal til samvinnufélaganna er einnig nokkuð annað en flestra annara, því það mun að mestu tak- markast við það, á hvern hátt sé hægt að reita félögin sem frekleg- ast til f!okksþarfa«. Það er nú svo. Eg hefi nú um nærfellt 20 ára skeið unnið í stjórn K. E. A. að máluin þess, fyrst ineð Hallgrími Kristinssyni, síðan með Sigurði bróður hans og Ioks með Vilhjálmi Þór. Samvinna min við alla þessa framkvæmdastjóra K. E. A. hefir verið hin ánægjulegasta á allan hátt, af þvi að viðhorf okkar til samvinnumálanna hefir verið mjög á eina lund. Af þessu hlýtur óhjákvæmilega að leiða, að ef lýs- ing Sv. G. á viðhorfi mínu til sam- vinnufélaganna er rétt, þá á það viðhorf einnig við Hallgrím Krist- insson, Sigurð Kristinsson og Vil- hjálm Þór. Eg skal ekki segja, hvort Sv. G. hefir brjóstheilindi til að bera þessa mætu níenn sömu brigzlyrðunum og mig, en ég sé ekki, að hann eigi annars úrkosta, ef hann ekki vill heita ómerkur orða \ sinna. Það getur vel verið, að hann skirrist ekki við að bera Sigurð Kristinsson brigzlyrðum, því kunn- ugt er, að hann hrökklaðist frá Samb. ísl. samvinnufélaga fyrir ó- svífna árás, sem blaðsnepill sá, er Sv. G. er samgróinn, flutti gegn Sigurði Kristinssyni. Sv. G. stendur nú heldur illa að vígi með að bera það á núverandi framkvæmdastjóra K. E. A., Vil- hjálm Þór, að viðhorf hans til sam- vinnufélaganna sé það að »reita fé- lögin sem freklegast til flokks- þarfa«, því hann byrjaði ræður sín- ar á aðalfundi félagsins með ógeðs- legu snijaðri og skriðdýrshætti I garð V. Þ., jafnframt sem hann skirpti úr klauf til mín, sem verið hefi náinn samstarfsmaður V. Þ. í samvinnumálum nokkuð á annan tug ára. Lýsir þetta dável gáfna- fari og innræti Svafars. Loks segir Svafar, að það sé mesta áhyggjuefni Framsóknar- manna hér um slóðir, hvernig þeir eigi að Iosna við mig frá blaðinu Degi. Setjum nú svo, að þessi frá- sögn Svafars væri rétt, hvernig stendur þá á því, að þessir »Fram- sóknarntenn hér um slóðir« hafa ekki snúið sér til réttra aðila um þetta mál, þ. e. útgáfustjórnar blaðsins? Það hafa þeir ekki gert. i stað þess eiga þeir eftir frásögn Sv. G. að hafa borið upp kveinstafi sína við hann um þetta efni. Hér iýgur Svafar heldur óhöndulega, því þessu trúir enginn maður. Eg hefi nú gegnt ritstjórn Dags um 10 ára skeið og hlotið mörg hlýleg orð ýmsra Framsóknarmanna fyrir það starf og að líkindum meira en ég á skilið. En hvað er uin Svafar Guðmundsson að segja? Hann hrökklaðist frá kaupfélag- inu í Borgarnesi við lítinn heiður. Hann hrökklaðist frá Samb. ísl. samvinnufélaga við enn minni orð- stír. Nú er hann orðinn bankastjóri á Akureyri. Því er ekki að Ieyna að ýmsir spá því, að það starf muni ekki auka veg hans. En vonandí rætist það ekki. Ingimar Eydal. Störf þingsins. Alþingi var slitið kl. 5 síðd. 9. þ. pi. Hafði þingið þá staðið frá 15. febr. til 9 maí eða samtals 85 daga. Haldnir voru 166 þingfundir, 71 f hvorri deild og 24 i sameinuðu þingi. Alls voru til meðferðar í þinginu 142 mál, 114 frumvörp, 26 þings- ályktunartillögur og 2 fyrirspurnir. Af þessum málum afgreiddi þingið 55 Iög og 10 þingsályktanir. Átta stjórnarfrumvörp lágu fyrir þinginu, er öll voru samþykkt auk 47 þing- mannafrumvarpa. Af stjórnarfrumvörpunum, sem fela í sér nýmæli, má einkum nefna ríkisútgáfu skólabóka. Af þingmannafrumvörpum, sem samþykkt *hafa verið, má nefna: Fræðslulögin nýju, lög um iðju og iðnað, um Landsmiðju, ríkisfram- færslu sjúkra manna og örkumla, um garðyrkjuskóla ríkisins, um sveitakosningar, um meðferð einka- mála í héraði, jarðræktarlögin, lög um varnir gegn því að skipum sé leiðbeint við ólöglegar fiskiveiðar, um eftirlit með útlendingum, lög um stýrimannaskólann í Reykjavík, um kennslu í vélfræði og breytingar á lögum um þingskop Alþingis. Á síðasta fundi sameinaðs þings fór fram kosning þriggja yfirskoð- unarmanna landsreikninganna 1935. Voru kosnir Hannes Jónsson dýra- læknir, Páll Þorbjarnarson og Magnús Jónsson prófessor. Þá voru kosnir endurskoðendur síldarverk- smiðja ríkisins, Einar Árnason af Framsóknarflokknum og Hannes Jónsson frá Hvammstanga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Á síðustu fundum sameinaðs Alþingis voru samþykktar tillögur, sem miða að stuðningi við sjávarút- veginn. Þar á meðal var tillaga frá sjávarútvegsnefndum beggja deilda, borin fram að tilhlutun stjórnar- flokkanna, um að heimila ríkis- stjórninni að auka starfsfé Skulda- skilasjóðs vélbátaeigenda með allt að 200 þús. kr. lántöku og ganga I ábyrgð fyrir láninu. Tillaga þessi var svohljóðandi: Hvað gengur að Svafari Ouðmundssyni?

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.