Dagur - 16.07.1936, Page 1
DAGUR
kemur út á hverjum fimtu-
degi. Kostar kr. 6.00 árg.
Gjaldkeri: Árni Jóhanns-
son í Kaupfél. Eyfirðinga.
Gjalddagi fyrir 1. júlí.
Afgreiðslan
er hjá JÓNI Þ. ÞÓR, Norð-
urgötu 3. Talsími 112. Upp-
sögn, bundin við áramót, sé
komin til afgreiðslumanns
fyrir 1. des.
► • *-• •--• • • • • • • • «-• • • -» • •• •-• • -
XIX. ár.
Akureyri 16. júlí 1936.
» #
} 29. tbl.
Findirnir íEyjafirði.
Traustsyfirlýsingar til þingmanna Eyfirðinga, Fram-
sóknarflokksins og rikisstfórnarinnar samþykktar meö
áberandi meirihluta á 4 fundum. Stjórnarandstœd-
ingar þora hvergi að bera fram vantraust, nema á
einum fámennum klíkufundi. Siðast flýja þeir vegna
hrœðslu. — Aazistaunginn i „\slendingi“ kvakar þakk-
arorð til Garðars og Sigurðar ,,mosaskeggs“ og segir,
að stjórnarandstöðunni aukist fylgi með Eyfirðingum.
Flóttinn rekinn.
1 síðasta blaði var frá því skýrt,
hvernig Garðar Þorsteinsson og
fylgdarlið hans hefði flúið af
hólmi á sínum eigin fundi í Saur-
bæ fyrra sunnudag.
Þar sem íhaldsblaðið hér í bæn-
um hefir tekið sér fyrir hendur að
skýra frá stjórnmálafundunum
hér í Eyjafirði á þann hátt að snúa
sannleikanum við, þá skulu hrak-
farir Garðars gerðar enn að um-
talsefni og flótti hans rekinn að
verðugu.
„tslendingur“ talar í óráði.
Svo mjög hafa hrakfarir Garð-
ars og sneypa stigið íhaldsmál-
gagninu til höfuðs, að það veit
ekki sitt rjúkandi ráð og bullar
tóma vitleysu eins og fárveikur
maður af hitasótt. Skal hér bent á
nokkur atriði þessa óráðshjals rit-
stjóra tsl.
Blaðið segir, að fundirnir hafi
leitt það í ljós, „að stjórnarand-
stöðunni aukist fylgi með Eyfirð-
ingum.“ „Öllum ber saman um, að
stjórnarandstöðunni aukist mjög
fylgi hér í sýslunni,“ segir blaðið.
Hvaða staðreyndir liggja fyrir
um þetta? Á leiðarþingi í Saurbæ
er samþykkt traustsyfirlýsing með
33 atkvæðum gegn 2.
Aðeins 1/17 hluti fundarmanna
greiðir atkvæði gegn trausti, en
16/17 með.
1 óráðinu telur ritstjóri ísl.
þetta sönnun þess, að stjórnarand-
stöðunni aukist mjög fylgi með
Eyfirðingum!
Á fundi Garðars sjálfs að
Hrafnagili er samskonar trausts-
yfirlýsing samþykkt með 32 at-
kvæðum gegn 12 og er þó fullyrt,
að eitt þessara 12 atkvæða hafi
verið stoliö (utankjördæmisat-
kvæði). Hlutföllin eru 8 á móti 3.
ÍJr framhluta Öngulsstaðahrepps,
þar sem fylgi Framsóknar er rak-
ið, gátu þó engir kjósendur sótt
fundinn af sérstökum ástæðum.
1 óráðinu telur ritstjóri Isl.
þessa atkvæðagreiðslu sönnun fyr-
ir því, að stjórnarandstöðunni
aukist mjög fylgi með Eyfirðing-
um!
A fundi Garðars 1 Glæsibæjar-
hreppi, þar sem hann er sjálfur til
staðar, til þess að hefja sókn á
hendur Framsóknarflokknum og
núverandi ríkisstjórn, en sem
brátt snerist upp í máttlausa vörn
fyrir hans eigin flokk, er trausts-
yfirlýsing samþykkt með svipuðu
atkvæðamagni með og móti og á
Hrafnagilsfundinum. Þetta kom
Garðari með öllu á óvart, því
hann hafði talið sér vísan sigur á
þessum slóðum, enda réði hann
sér ekki fyrir reiði eftir að hafa
fengið maklega og eftirminnilega
hirtingu í ræðum Bernharðs Stef-
ánssonar og eftir að hafa beðið
þetta niðurlag í atkvæðagreiðsl-
unni.
1 öllu þessu sér ritstjóri ísl.
stóraukið fylgi við stjórnarand-
stöðuna — í óráðinu.
Loks er samþykkt traustsyfir-
lýsing á leiðarþingi á Dalvík og
hlutföllin í þeirri atkvæðagreiðslu
rúmlega 5 gegn 1.
Þar sér ritstjóri ísl. erin eina
sönnun fyrir vaxandi fylgi við
stjórnarandstöðuna og að sama
skapi rýrnandi fylgi við Fram-
sóknarflokkinn, þingmenn kjör-
dæmisins og núverandi ríkis-
stjórn.
„íslendingur“ tekur refinn
sér til fyrirmyndar.
Mjög vekur það eftirtekt, að
stjórnarandstæðingar skyldu
hvergi þora að bera fram van-
ítraust á fundunum, nema á fá-
mennum klíkufundi íhaldsmanna
á Dalvík, Þar vissu þeir, að þeim
var það óhætt, og þá létu þeir það
ekki undir höfuð ieggjast. Þetta
atvik sýnir og sannar, að þeim f’é-
lögum, Garðari og Sigurði, var
það alltaf efst í huga að fá van-
traust samþykkt, hvar sem þeir
ihefðu séð færi á. En þeir vissu
það, að færið gafst ekki, nema á
þessum eina klíkufundi; alstaðar
annarstaðar voru þeir annað
tveggja vissir um eða hræddir um
að lenda 1 minni hluta með van-
trauststillögu.
ísl. reynir að afsaka þenna ótta
við að bera fram vantrauststillögu
með því, að „Sjálfstæðismenn
leggi enga áherzlu á slíkar tillög-
ur á fundum hingað og þang-
að(!)“ En hversvegna lögðu þeir
þá áherzlu á að fá vantraust sam-
þykkt á fámennasta fundinum,
sem Garðar stofnaði til? Hvers-
konar tepruskapur, var það af
stjórnarandstæðingum að vilja
ekki fá vantraust samþykkt á
fjölmennari fundum og þar sem
það óneitanlega hefði haft meira
gildi, úr því að þeir höfðu nógan
liðsafla til þess eftir því, sem í-
haldsblaðinu á Akureyri segist
frá? ísl. ber ekki við að reyna að
skýra þetta, og það er ekki von,
því hann er algerlega kominn i
gapastokkinn með allt sitt fimbul-
famb um þessi efni. Og í flumósa
vandræðum sínum grípur blaðið
til þess ráðs að taka refinn sér til
fyrirmyndar. Þegar honum ekki
tókst að ná í vínberin, kvaðst
hann ekki kæra sig um þau, því
þau væru súr. Þegar þeif Garðar
og Sigurður þora ekki að láta bera
fram vantraust á fundum í Eyja-
fjarðarkjördæmi vegna fylgisleys-
is, þá láta þeir „tslendmg“ segja:
„Sannleikurinn er að Sjálfstæðis-
menn leggja enga áherzlu á slíkar
tillögur hingað og þangað.“
Eftir þessa makalausu yfirlýs-
ingu íhaldsblaðsins um lystarleysi
flokksmanna sinna á vantraust
gegn ríkisstjórninni, ætti „Spegill-
inn“ að taka til athugunar, hvort
ekki væri viðeigandi að birta
myndir af þessari þrenningu:
Garðari Þorsteinssyni og ritstjóra
íslendings með allt lystarleysið á
vantraust — og refnum, sem þótt-
ist vera lystarlaus á vinberin.
„ Eign sljórnarandstœðinga“
ísl. minnist á leiðarþingið á
Litla-Árskógssandi og fer um það
svofelldum orðum:
„Áttu stjórnarandstœðingar
fundinn alveg.“
Síðar í sömu grein er þó rit-
NÝJA-BÍÓ
Fimmiudaginn 16. þ. m. kl. 9:
Aðalhlutverkið leikur
WILLY FORST
af mikilli snild.
Niðurselt verð.
Sýnd í síðasta sinn.
stjórinn sýnilega búinn að gleyma
því, er hanh áður sagði, því þá
skýrir hann frá því, að Bernharð
hafi átt þar „þrjár sálir“.
Þessi frásögn Isl. um „eign“
Bernharðs mun byggjast á því, að
3 fundarmenn hafi tekið til máls
sem fylgismenn Framsóknar-
flokksins og þar með hafi fylgið
við Bernharð ekki náð lengra. En
ef sami mælikvarði er lagður á
fylgið við stjórnarandstæðinga, þá
skal þess getið, að einn maður tal-
aði á þinginu með málstað Stefáns
í Fagraskógi, en enginn með mál-
stað Sigurðar Kristjánssonar. Nið-
urstaðan af þessum mælikvarða
ísl. um fylg'i flokkanna á leiðar-
þinginu á Litla-Árskógssandi
verður því sú, að Bernharð Stef-
ánsson „átti“ þar 3 sálir, Stefán 1
Fagraskógi eina, en Sigurður
Kristjánsson eða íhaldið „átti“
þar enga sál.
Það var því ekki við því að bú-
ast, að Sig. Kristjánsson þyrði að
bera fram vantraust þar.
En því skvldu bændur vel taka
eftii’, að Isí. telur þá af þeim, sem
tilheyra íhaldsflokknum „eign“
flokksins, eins og menn tala im
kýr eða kmdur sem eign sína. Lík-
lega hefit Sigurður, sá er skriíaði
mosagremina, skipað ritstjóra Isl.
að orða þetta svo.
Flótti Garðars af Saur-
bœjarfundinum.
„íslendingur11 vill auðsjáanlega
leggja sig í framkróka með að
'dylja flótta Garðars Þorsteinsson-
ar af Saurbæjarfundinum. En
blaðinu ferst þetta fram úr lagi
klaufalega. Það byrjar á því að
viðurkenna að Framsóknarmönn-
um hafi verið neitað um að fá að
taka til máls, þegar það vitnaðist
að bera ætti fram tillögur, og
blaðið játar einnig að fundi hafi
verið slitið í sama bili. Enginn
(Framh. á 3. síðu).