Dagur - 16.07.1936, Page 2

Dagur - 16.07.1936, Page 2
122 DAGUR 29. tbl. Jarðræktarlögin, og skrif Ólafs Jónssonar, framkvæmdarstjóra. Pólitískar árásir Ól.J. Herra Ólafur Jónsson, fram- kvæmdastjóri, fer enn á stúfana í 26. tölubl. „lslendings“, meö svar við síðustu grein minni um jarð- ræktarlögin. Mun ég hér gera nokkrar athugasemdir við grein hans, þó þau málsatriði, sem við höfum sérstaklega deilt um, séu nú þegar allrækilega rædd okkar í milli. Ólafur minnist í upphafi grein- ar sinnar á það, að álit mitt á sér muni fara heldur þverrandi. Ég hef ekkert um þetta sagt. Hitt sagði ég í síðustu grein minni, að ég hélt í fyrstu, að tilgangur hans með því að ræða um jarðræktar- lögin væri annar, heldur en síðar kom í ljós. Ég hefi ekki gefið neitt tilefni til ummæla hans um þverrandi álit mitt á honum, en þau sýna hans eigið mat, sem virðist vera það, að álit þeirra manna hljóti að þverra, sem skrifa fyrir „Sjálfstceðisflokkinn.“ Annars virðist Olafur hálft um hálft vilja bera á móti því, að greinar sínar hafi verið pólitísk árás á Framsóknarflokkinn og gefur í skyn, að ég haldi þessu fram, til þess að minna mark sé tekið á orðum sínum. Kemur hér fram hjá honum mikil trú á fylgi og málstað Framsóknar- flokksins og er það að vísu gott. En lítum nú nánar á þetta. Ólafur Jónsson hefir í þessum greinum sínum viðhaft orð um Framsókn- arflokkinn og þingmenn hans eins og' t. d. þessi: „Auk þess, sem þingmenn „Framsóknar“ þvinga félagsskap bænda undir ríkis- valdið, þá hjálpa þeir einnig sósí- alistum við að ná ríkisítökum í jarðeignum bænda.“ Ef ekki felst pólitísk árás í þessum orðum, þá er engin pólitísk árás til. Mörg fleiri ummæli, þessu svipuð, hefir hann og haft. Nú hefi ég sýnt fram á það í greinum mínum og Ól. J. sumpart ekki getað hrakið og sumpart orðið að játa, að þessi tilfærðu orð hans eru staðleysur, sem ekki hafa við neitt að styðj- ast; félagsskapur bænda er ekki beittur neinni þvingun og „ríkis- ítökin“ eru blátt áfram ekki til. 1 hvaða tilgangi segir þá 01. J. annað eins og þetta? Ég get enga aðra skýringu fundið, en að hann segi þetta í pólitískum tilgangi, af því einmitt, að hann vill hefja pólitíska árás á Framsóknarflokk- inn útaf jarðræktarlögunum. Það vill líka svo til, að ýmislegt annað bendir ákveðið í þessa sömu átt, t. d. var þeim „íslendingsblöð- um“, sem greinar Ólafs birtust í, beinlínis mokað út í sveitirnar, jafnt til þeirra bænda, sem ekki eru kaupendur blaðsins og hinna. Ekki hafa þó landbúnaðarmál ver- ið sérstaklega áhugamál „íslend- ings“ hingað til. Finnst nú Ól. J. það nokkrar sérstakar getsakir, þó maður láti sér detta í hug, að þetta hafi kannske verið gert í pólitískum tilgangi? Hitt er svo annað mál, að þessi skrif Ól. J., aðstoð Islendings að útbreiða þau og svo ræður Garðars Þorsteins- sonar og Svafars Guðmundssonar um jarðræktarlögin á fundunum í vor, virðist ekki hafa haft þau á- hrif, sem ætlazt var til, því 2 all- fjölmennir fundir í héraðinu hafa beinlínis látið í ljósi ánægju með jarðræktarlögin sérstaklega, en enginn fundur hér samþykkt neina óánægjuyfirlýsingu út af þeim. Frelsi Búnaðarfélagsins. Hr. Ól. J. reynir enn að klóra ofurlítið í bakkann að því er snertir deilu okkar um Búnaðar- félagið, en heldur eru nú rök hans að verða veigalítil. Hann fer að bera saman sjálfstæði félagsins eftir jarðræktarlögunum nýju og fyrir 1923, áður en nokkur jarð- ræktarlög voru sett. Við höfum nú ekki rætt málið á þeim grund- velli áður, heldur verið að bera saman aðstöðu félagsins eftir jarð- ræktarlögunum nýju og þeim fyrri, frá 1923. En látum samt svo vera. Ólafur talar í þessu sam- bandi um setningu jarðræktarlag- anna frá 1923 og telur að þá hafi verið tekið ólíkt meira tillit til Bf. heldur en nú. Um þetta segir hann meðal annars: „Árið 1923 fær Alþingi Búnaðarþing til að AFSALA SÉR RÉTTINUM TIL AÐ KJÓSA MEIRI HLUTA FÉ- LAGSSTJÓRNARINNAR, UNDIR ÞVÍ YFIRSKINI, að á því yltu af- drif jarðrœktarlaganna. Alþingi kom þá ekki til hugar að breyta lögum félagsins að Búnaðarþingi forspurðu, og viðurkenndi .þar með, að Búnaðarþingið eitt hefði rétt til að setja félaginu lög og á- kveða skipulag þess.1 Búnaðar- þingið samþ. þessa breytingu á lögum félagsins, AÐ VÍSU NAUÐ- LEGT (á að vera NAUÐUGT2), en vegna þess, að það taldi svo mikil réttindi, til handa bændunum í boði, þar sem jarðræktarlögin voru.“ Ég skal nú ekki leggja neinn dóm á það, hvort Ól. J. skýrir hér rétt frá eða ekki, en ég geng út frá, að hann geri það — og gerum þá samanburð: „Árið 1923 fær Alþingi Búnað- arþing til að afsala sér réttinum til að kjósa meirihluta félags- stjórnarinnar“ og beitir til þess yfirskinsástæðu, að því er Ól. J. segir. Árið 1936 veitir núverandi þingmeirihluti Búnaðarþinginu þennan rétt aftur. „Alþingi kom þá ekki til hugar að breyta lögum félagsins að Bún- aðarþingi forspurðu.“ Það kom Al- þingi 1936 ekki heldur til hugar. Lögum félagsins er óbreytt enn og Búnaðarþing sker eitt úr því, hvort það skuli gert. Alþingi 1936 setti Bf. að vísu skilyrði fyrir því að fara með framkvæmd jarð- ræktarlaganna, en öllu rýmri heldur en gert var 1923, að því er ég tel. „Búnaðarþingið (þ. e. 1923) samþykkti þessa breytingu á lög- um félagsins, að vísu NAUÐUGT.“ Jafnvel þó það sama endurtaki sig nú, er ekki hægt að segja að neitt hallist á í því efni. En ýmis- legt bendir til, að Búnaðarþingið muni nú samþykkja breytinguna VILJUGT. Að minnsta kosti bend- ir sú eina kosning, sem fram hefir farið á Búnaðarþingsfulltrúa, síð- an jarðræktarlögin voru sett, ó- tvírætt til þess, að Búnaðarfélags- mennirnir sjálfir fylgi slíkum breytingum. Nei, ég held, að jafnvel hr. Ól. J. játi, að minnsta kosti með sjálf- um sér, að á tveim síðustu þing- um hefir verið rýmkað um frelsi Búnaðarfélags íslands, eins og ég hef sýnt fram á, en það ekki skert. Hann reynir að vísu að fóta sig á því, að félaginu hafi verið settir úrslitakostir (ultimatum), að ganga að skilyrðum eða hafna þeim. Samskonar ultimatum var því auðvitað sett 1923 og meira að segja, þegar Alþingi setur ákveðin skilyrði fyrir styrk eða öðrum fríðindum, og það gerir það fjöldamörgum tilfellum, þá eru þau skilyrði æfinlega einskonar ultimatum, því styrkurinn eða fríðindin falla niður, ef skilyrðun- um er ekki fullnægt, og svo hefir þetta verið frá því Alþingi fékk fjárveitingavald. En hvað „úrslita- kostina“ til Bf. snertir, þá eru þeir aðeins um framkvæmd jarðrækt- arlaganna, en álls ekki um styrk- inn til félagsins sjálfs. Ólafur seg- ir, að neiti félagið styrknum, þá sé fyllilega gefið í skyn að svo rækilega verði að félaginu þjapp- að, að eftir verði aðeins svipur hjásjón.“ Hver gefur þettaískyn? Mér vitanlega enginn annar en Ólafur Jónsson sjálfur. Ég mót- mæli þessum orðum sem órök- studdum og ómaklegum. En þó svo færi, að félagið hafnaði fram- kvæmd jarðræktarlaganna er al- veg ósannað, að það biði nokkurn hnekki af því. Hef ég áður getið þess, að fyrir nokkrum árum leit Sigurður fyrrv. búnaðarmálastjóri svo á, að heppilegra væri, bæði fyrir félagið og ríkið, að aðskilja hin opinberu störf Bf. og félags- starfssemina; láta ríkið annast sín mál og Bf. sín. Skil ég þó ekki í, að Sigurði verði borin nein óvild til félagsins á brýn. Ólafur segir, að gangi félagið að skilyrðunum,- þá afsali það sér réttinum til að ráða sinn eigin framkvæmdastjóra. Fram til síð- ustu áramóta gat ríkisvaldið, i gegnum fulltrúa sína í stjórn fé- lagsins, sem skipuðu meirihluta hennar, algerlega ráðið vali bún- aðarmálastjórans. Nú á ríkisvaldið aðeins að hafa synjunarvald í þessu efni. Ég fæ því ekki séð, að hér sé um neina skerðingu á frelsi félagsins að ræða, frá því sem áður var. Áður hef ég gert grein fyrir því, hversvegna nauð- synlegt þótti að landbúnaðarráð- herra hefði hönd í bagga með um skipun búnaðarmálastjórans og sé ekki ástæðu til að endurtaka það. Hr. Ól. J. segir, að ég sneiði gaumgæfilega hjá að gefa skýr- ingu á því, „hvers vegna svo mik- ið lá á að lögfesta þessar skipu- lagsbreytingar á Bf. ísl., að búnað- arfélagsskapurinn á landinu og Búnaðarþing máttu ekki fyrst fjalla um þær.“ Hér er nú í fyrsta lagi ekki skýrt allskostar rétt frá. Málið var borið undir Bf. ísl., það að segja stjórn þess, áður en það var afgreitt frá þinginu. Meiri hluti þingsins taldi þessar breyt- ingar heppilegar og fór eftir skoð- un sinni 1 því efni og hann leit svo á, að það væri fyrst og fremst Al- þingis, að setja reglur um fram- kvæmd landslaga og annað er ekki gert með þessum ákvæðum. Búnaðarþing segir svo til um það á sínum tíma, hvort það tekur að sér framkvæmd þessara laga og fullnægir skilyrðunum. Afgreiðsla jarðræktarlaganna byggist á því, eins og setning hverra annara í er X Síldarklippur og Sjóklæði fást í Kaupfélagi Eyfirðinga. Járn- og glervðrudeild. 1 Leturbr. höf. — 2 Leturbr, mín.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.