Dagur - 27.08.1936, Qupperneq 3
35. tbl.
DAGUR
147
að útlit og venjuleg radiotæki og
starfa á bylgjulengd frá einum og
upp í fimm metra. Þau eru að
öllu leyti þannig útbúin, að hægt
er að stilla þau eftir nákvæmustu
þörfum. Hugsum okkur að lækn-
ir, sem kann að beita þessum á-
höldum, sé kallaður til sjúklings,
er liggur með lungnabólgu. Lækn-
irinn tekur tækið með sér að sótt-
arsæng sjúklingsins og festir tvær
málmplötur — sem hafa fóðrað
yfirborð — á sjúklinginn, aðra
plötuna á brjóst, en hina á bak;
að því búnu hleypir læknirinn
straumnum á. Það sem gerist er
í raun og veru þetta: Sérstakur
lágbylgju eða stuttbylgjustraum-
ur fer gegnum líkama sjúklings-
ins, lungun hlýna, og annarlegur
hiti — „artificial fever“ — mynd-
ast, en sem er að öllu leyti á valdi
læknisins að auka eða minnka; á
vissu stigi þessa framleidda hita
dxæpast sóttkveikjurnar í líkam-
anum, og maðurinn er læknaður.
Tæki af mismunandi stærðum og
gerð eru tengd við aðalbylgju-
tækið og sett í samband við lík-
ami sjúklinganna og valda hinum
merkilegustu breytingum og bata.
Blóðlausir kvikskurðir eru fram-
kvæmdir með egglausum hnífi i
einangruðu skafti, og hnífurinn
snertir aldrei hörund sjúklingsins.
Radio-handlæknirinn heldur
hnífnum hálfan þumlung eða
meira frá hörundinu, þá stillir
hann tækið á hina hæfilegu
bylgjulengd, allt eftir því hversu
djúpt hann þarf að láta strauminn
skera og einnig eftir því hvar á
líkama mannsins að meinsemdin
er. Svo hleypir hann straumnum
á, og frá oddi þess áhalds, er til
hægðarauka er nefndur hnífur og
sem haldið er algjörlega á lofti,
fara radiobylgjurnar í gegnum
hörund og hold jafn visst og hníf-
ur hins leiknasta skurðlæknis.
Bylgjurnar deyfa taugar og hold-
kerfi, svo enginn sársauki finnst,
loka fyrir allar blóðæðar, svo
hvergi er dropa spillt, og sótt-
hreinsa sárið samtímis, svo að
sótthætta er þann hátt burtnum-
in.
Þær aðgerðir, sem hér er lýst,
eru ekki spádómur eða háfleygar
vonir. Ég hefi sjálfur séð þær
íramkvæmdar. Ég hefi horft á
illkynjað æxli á mannshandlegg
vera algjörlega numið burt með
radiolækningum. Málmstöng með
plötu á enda á stærð við tíeyring
kom í staðinn fyrir skurðarhníf-
inn, áhaldi þessu var haldið að
æxlinu og á fám sekúndum var
það soðið burt. Eftir nokkra daga
sáust þess engin merki.
Heita en sársaukalausa bakstra
er hægt að veita sjúklingum með
þessum áhöldum. í stað þess að
draga skemmda tönn, sem hefir
kýli við rótina, er hægt að lækna
tannkýlið á örstuttum tíma með
radiobakstri. Sjúkt nýra er hægt
að lækna með „radio-therapy“
eins og það heitir á læknamáli,
aðeins með því að senda radio-
straum gegnum sjúklinginn, en
sá straumur orkar þó aðeins á hið
sýkta líffæri. F. H. Berg.
JJ
a
snoppunyar
sjálian siy.
í 26. tölubl. Dags birtist grein
með yfirskriftinni „Tvær ólíkar
starfsaðferðir“, undirskrifuð J. J.
Aðalefni greinarinnar er að sýna
fram á hin ólíku vinnubrögð sam-
vinnumanna og kommúnista. Þeir
fyrrnefndu byggja upp, hinir síð-
arnefndu rífa niður. Meðal annars
er þar skýrt frá skrípalátum
kommúnista við messugjörð, þar
sem þeir gera sjálfa sig að fíflum,
til þess að skaprauna gömlum
heiðurspresti, sem er að kveðja
söfnuð sinn. Þá er í greininni m.
a. vikið að vinnudeilu í sveit einni
norðanlands, og nær sú umsögn
yfir nálega % úr dálki. í 34. tölu-
blaði Dags birtist svo grein eftir
G. H., sem á að vera svar við þeim
kafla úr grein J. J., sem fjallar
um fyrrnefnda vinnudeilu. Grein
þessi tekur yfir nálega 3 dálka og
er því hér um bil 9 sinnum lengri
en mál það, sem verið er að svara.
í athugasemd, er ritstjórinn gerði,
taldi hann máli þessu naumast
hæfa svo langt skrif.
í „Verkamaixninum“ er út kom
25. þ. m. er minnst á athugasemd
þessa á þann hátt að sannleikan-
um er alveg snúið við. Segir þar,
að ritstjóri Dags hafi gefið J. J.
mikið „kjaftshögg“ út af þessum
% dálks um vinnudeiluna, enda
vex Vm. í augum svo langt skrif
um þetta mál!
Ekki gat Vm. snoppungað sjálf-
an sig eftirminnilegar en með því
að misþyrma sannleikanum á
þennan hátt.
Og það var alveg óþarfi af
kommúnistum þeim, er nánast
standa að „Verkamanninum“, að
vera að auglýsa ósannindahneigð
sína. Öllum var það áður kunnugt
að þeir eru lygnir.
Kauptfélag
Eyfirtllmga.
hefir undanfarið haft í jrjónustu
sinni enskan mann — Mr. T. R.
Brown. — Hann hefir sérkunn-
áttu og langa reynslu í að reykja
síld og aðrar fiskitegundir. Eftir
forsögn hans lét Kaupfélag Ey-
firðinga byggja reykhús á slátur-
hússlóð sinni á Oddeyri, og þar
hefir verið reyktur lax, silungur,
þorskur og ýsa með prýðilegum
árangri. Sérstök áherzla hefir ver-
ið lögð á að framleiða vöru þá er
„Kippers“ er nefnd, en það er
bnakkaflött og létt-reykt síld.
Verkunaraðferðin er upprunalega
ensk og þannig meðfarin hefir
þessi vai’a um langt skeið verið
eftirspurð á enskum og amerísk-
um fiskimörkuðum. Þess er vert
að geta, að síld þessi er ekki borð-
uð sem reyktur lax eða silungur,
heldur á að sjóða hann á pönnu í
mjög litlu vatni, í 4—5 mínútur.
Þannig matreidd er þessi síldar-
tegund hið mesta hnossgæti.
Akureyrardeild
Ferdafélags Islands
efnir til skemmtiferðar á Bleiks-
mýrardal dagana 29.—30. þ. m.
Lagt verður af stað frá Akur-
eyri laugardagskvöldið 29. ágúst
og ekið að Reykjum í Fnjóskadal.
Á sunnudaginn 30. ágúst verður
gengið á Bleiksmýrardal, en hann
á merkilega sögu frá fyrri öldum.
Talið er, að ■ þar hafi farið fram
hið síðasta hestaát, er menn hafa
sögur af. Þeir, sem þar leiddu
hesta sína sarnan, voru bændur
tveir, Sigmundur á Garðsá og
Sveinn á Illugastöðum. Fór þar
sem oftar, að fjandskapur magn-
aðist með Sigmundi og Sveini, út
af hestaatinu og telja munnmæli,
að það yrði orsök að dauða Sveins
og hests hans. —
Á Bleiksmýrardal eru einnig
nokkrar menjar fornrar byggðar,
og hefir verið ritað um þær af Da-
niel Bruun.
Þeir, sem ekki treysta sér til að
ganga á dalinn, munu hafa nóg
að skoða í Fnjóskadalnum. Meðal
annars er merkileg og mjög heit
laug á Reykjum og garðrækt í
sambandi við hana.
Þeir, sem ekki hafa komið í
Fnjóskadal, ættu að nota þetta
tækifæri til að litast þar um.
Yfirlýsing.
Jónas Jónsson frá Hriflu, for-
maður Framsóknarflokksins, skrif-
ar grein í „Dag“ 25. júní 1936 út
af verkfallinu í Reykjadal, sem
hann nefnir „Tvær ólíkar starfs-
aðferðir“.
En þar sem ég, eins og aðrir, lít
svo á, að Jónas Jónsson eigi við
syni mína, er nú vinna fyrir bú-
inu, vil ég leyfa mér að taka fram
eftiríarandi:
1. Áð ég byggði hús hér í Hól-
um fyrir lán úr Byggingar- og
landnámssjóði, eftir byggingartil-
lögum Jónasar í stjórnartíð hans
og okkar Framsóknarmanna 1929.
2. Ég fékk heita vatnið í hús
mitt hjá bóndanum á Stóru-Laug-
um. En það er Laugaskóla alveg
óviðkomandi.
3. Skuldir hafa fallið hjá mér í
Kaupfélagi Þingeyinga, og hjá
tveimur öðrum, gegnum Kreppu-
lánauppgjör, eins og hjá fjölda
bænda um allt land. Mun það því
ekkert sérstakt með mig, enda
þótt margra ára vanheilsa mín
hafí valdið því, að meira var en
ég vildi.
4. Að síðustu vil ég lýsa því yf-
ir, að það eru tilhæfulaus ósann-
indi, að hjá sonum mínum hafi
fallið nokkrar skuldir. Einnig að
þeir hafi skuldað eða skuldi þús-
undir króna.
Hólum, 30. júní 1936.
Jakob Sigurjónsson.
Árni Gudmuvdsson læknir er kominn
heim úr sumarfríi og er byrjaður að
taka á móti sjúklingum.
KIRKJAN: Messað á Akureyri n. k.
sunnudag kl. 2 e. h.
Skipsbruni. Síðastl. fimmtudagskvöld
kviknaði í norsku síldveiðiskipi á Siglu-
fjarðarhöfn, og brann það að mestu
næstu dægur. Eldurinn kom upp í véla-
rúmi skipsins. Skipið var dregið að
landi austan Siglufjarðar og' hélt þar
áfram að brenna. Það hét »Skoger«,
var 580 brúttótonn að stærð og voru í
því 1900 saltsíldartunnur, 8 tonn af
oJíu, 8 föt af smurningsolíu og töluvert
af salti í tunnum. Talið er, að farmur-
inn sé ónýtur m. a. vegna olíu, sem
flæddi um skipið, þegar olíugeymar
þess sprungu í eldinum.
Allir skipsmenn björguðust í land, en
fatalausir og allslausir.
Sli/s vildi til á Siglufirði s. 1. föstu-
dagsnótt. Maður féll niður á milli skips
og bryggju og drukknaði. Var það
skipstjórinn á skipinu »Svalan« frá
ísafirði. Hét hann Finnur Guðmunds-
son frá Görðum í Önundarfirði.
Síldveiði í snui-punætur er nú talið
Jokið, en fjöldi smærri skipa stunda á-
fram reknetaveiðar. Sumir togararnir
eru nú horfnir heim, en aðrir famir á
karfaveiðar. Mun helmingur flotans
stunda þær veiðar fram eftir haustinu.
/ Mývatnssveit er unnið að Austur-
lands-bílvegi í sumar og mun veginum
lokið að Vogum að þessu sinni. Er þá
eftir leiðin frá Vogum að Reykjahlíð.
Á þessu svæði er seinunnið og vinnan
mest í því fólgin að ryðja hraun og
slétta undir fyrir bíla. Frá Reykjahlíð
er vegurinn sagður mjög fljótgerður og
víða sjálfgeúður austur að Jökulsá, en
yfir hana verður lögð brú í nánd við
Grímsstaði. Gert mun ráð fyrir að
leið þessi verði orðin bílfær seinni part
næsta sumars og styttir það bílleiðina
til Austurlands geysimikið frá því sem
nú er.
Embættaveitingar. Guðmundur Svein-
björnsson skrifstofustjóri í dómsmála-
ráðuneytinu hefir beðizt lausnar frá
embætti sinu vegna heilsubrests.
Hermann Jónasson dómsmálaráðherra
hefir jafnframt ákveðið að skipa hinn
setta lögreglustjóra í Reykjavík, Gúst-
af Jónasson, skrifstofustjóra í stað
Guðm. Sveinbjörnssonar.
En í stað Gústafs Jónassonar verð-
ui Jónatan Hallvarðsson, 1. fulltrúi
lögreglustjóra, settur lögreglustjóri í
Reykjavík:
Jónatan Hallvarðsson hefir á síðarí
árum verið rannsóknardómari í ýmsum
umfangsmiklum og' erfiðum sakamál-
um, en minnisstæðast af þeim mun
mönnum togaranjósnamálið.
Þeir Gúsaf Jónasson og Jónaan Hall-
varðsson taka við hinum nýju embætt-
um sínum um næstu mánaðamót.
Isleifur Árnason lögfræðingur hefir
vei'ið skipaður prófessor í lögum við
Háskólann í stað Þórðar Eyjólfssonar
hæstaréttardómara.
Perla
er komin á
markaðinn.
I